Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1991, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1991, Blaðsíða 9
Glæsivagn þó ekki sé hann stór. BMW-séreinkennum er haldið og einkum þykir framendinn vera vel teiknaður. Stallbakur: Skottið er til muna hærra en áður var og afturendinn hefur feng- ið mjög svipað form og er á 500- línunni. Á innfelldu myndinni sést skott- lokið opnast beint upp, sem þykir vera til þæginda. 214 km á klst. og viðbragðið í hundraðið er 9,8 (10,8 með sjálfskiptingu). Dýrasti Þristurinn, 325, er með 192 hestafla vél, hámarkshraðinn er 233 (231 með sjálfskipt- ingu) og ætti að duga bærilega á hraðbraut- unum: Þessar tölur sýna, að miðað við all ríku- lega orku er hröðunin uppí 100 km hraða ekkert sem vekur sérstaka eftirtekt. í því sambandi er vert að geta þess, að jafnframt þessu hefur bensíneyðsla verið minnkuð um 10% og það markmið næst ekki með við- bragðshraða, sem klessir mann aftur í sæt- inu. Hér hefur veruleg áhrif hvernig gírkassa- hlutföllum er hagað og viðbragðstala í 100 km hraða segir ekki alla söguna. Það við- bragð sem allir þurfa á að halda í nútíma borgammferð, er á umferðarljósum, t.d. frá 0-40 km eða 0-60. Sem BMW-eigandi í mörg undanfarin ár hef ég verið ósáttur við hiutfallið á 1. gírnum, sem orsakar að bíllinn verður leiðinlega seinn uppí 30-40 km hraða. Nú hefur verið bætt úr þessu. Viðbragðið á fyrstu metrunum er miklu betra á nýja Þristinum og það hefur náðst jafnframt því að eyðslan er minnkuð. Með fjögurra strokka vélinni í 316 og 318 er völ um fimm gíra handskiptingu eða fjögurra þrepa sjálfskiptingu. Með sex strokka vélinni í 320 og 325 er völ um fimm gíra handskiptingu og einnig fimm þrepa sjálfskiptingu, þar sem hlutfallið á 5. þrep- inu er 1:1. Sjálfskiptingunni fylgir þrenns- konar prógram: Eitt fyrir sport, annað fyrir sparnað og það þriðja er vetrarprógram. Þá hleypur sjálfskiptingin yfir 1. gír og tek- ur af stað í öðrum. VetraraksturI Suður Frakklandi Þegar blaðamönnum var boðið til reynslu- aksturs á Þristinum í Suður Frakklandi, átti eftir venjulegu árferði að geta verið 10-15 stiga hiti og öll hálka víðs fjarri. Svo var þó ekki. Hitastigið var á núllinu, grá jörð niður á Riveriunni og alhvítt inn til landsins. Vegir voru auðir, en mikill vatns- elgur á þeim og aðstæður því líkastar, að væri maður kominn til íslands. Það mátti því segja, að þetta væru marktækar aðstæð- ur fyrir það sem við eigum að venjast. Við Sigurður Hreiðar á DV höfðum sinn bílinn hvor af gerðunum 318 og 325 og skiptum öðru hvoru. Snjómugga í lofti og dimmviðri átti sinn þátt í því að við villtumst all hressi- lega og lentum um síðir inná tollveginum til Lyon. Ekki var hægt að komast út af honum til að snúa við fyrr en komið var langleiðina til Lyon og um það er lauk höfð um við ekið svo sem frá Reykjavík til Akur- eyrar. Fyrir bragðið misstum við af því að komast á reynsluakstursbraut BMW í Mir- amas á strönd Miðjarðarhafsins, þar sem hægt er að þeyta vélina til hins ítrasta og sjá hvað má bjóða bílnum í beygjum án )éss að vera í hættu frá annarri umferð. Þesskonar akstursmáti var ekki við hæfi á þjóðvegunum í því bleytuslabbi og svipti- vindum sem þar voru. Og umferðin þar er allsstaðar mjög mikil. En það verður að segja verkfræðingum BMW til hróss, að )eir höfðu ekkert ofsagt um aksturseigin- leikana. Það er merkilegt að hægt skuli vera að aka ekki stærri bíl á 140-160 km hraða meiripart dags við þessar aðstæður og stíga óþreyttur út. Öryggistilfinningin er alveg einstök og sú spurning hlýtur að vakna, hvort sú tilfínning geti verið fölsk og orðið til þess að ekið sé alltof ógætilega. Ekki varð þó séð að svo væri. Þessi bíll fær mjög háa einkunn fyrir akstur; krafturinn er góður, ijöðrunin sömuleiðis, stýrið ná- kvæmt og hvorki er hávaði frá vél né mikið vegarhljóð. Það er ákaflega mismunandi hverskonar tilfinning er byggð inn í bíla. Allir kannast við dósartilfmninguna, þar sem allt er svo þunnt að það titrar. Aðrir bílar á ódýrari kantinum hafa plasttiifinningu. Það er hins- vegar eðlileg þumalputtaregla, að þessi hljóðláta, sólída tilfinning sé fremur í stórum og efnismiklum bílum eins og stærri gerðun- um af BMW og Mercedes Benz til dæmis. Það fyrsta sem maður tekur eftir í akstri á þessum nýja Þristi er að það skuli hafa tekizt í ekki stærri bíl að byggja inn í hann þessa tilfinningu fyrir því, að allt sé gegn- heilt og sólíd. Sú tilfínning er afar góð og á sinn þátt í því hversu öruggur bíllinn virð- ist í akstri. Til eru þeir sem segja, að þetta sé enginn vandi ef bíllinn má kosta 2 milljón- ir eða því sem næst. Með öðrum orðum: Að það sé meira spurning um peninga en verkfræðisnilld að ná þessari tilfinningu í bíl. Að öllum líkindum þarf hvorttveggja. Sætin eiga sinn þátt í því að ökumaður- inn er óþreyttur eftir langan akstur. Bílsæti geta naumast orðið miklu betri. Þau eru mjög vel formuð, í stífari kantinum á þýzk- an máta, en ekki eins stíf og hjá sumum keppinautunum, sem reyna að vera þýzkari en þeir þýzku. Sætin eru með hita og til hliðar eru þau stillt eins og óskað er. Mæla- borðinu hefur verið breytt í útliti. Það var svo vel gert í gamla Þristinum, að mér finnst þessi breyting út af fyrir sig ekki til bóta. Mælarnir sjálfir eru kringlóttir eins og áður, samlæsing á hurðum. Að sjálfsögðu var talsverður íburðarmun- ur á 318 og 325. í samanburðinum ætti að skipta mestu máli, að 325 er eins og áður segir með 6 strokka, 190 hestafla vel á móti 113 hestöflum í hinum. Báðir voru þeir handskiptir, en 325 hafði ABS hemla- kerfi umfram. í ljósi þess hve orkumunurinn er mikill, varð ég sífellt meira og meira undrandi á því, hvað munurinn á þeim var lítill. Svo lítill, að fyrir þann mun væri ég ekki tilbúinn til að borga mikið. Þegar búið er að verðleggja bilana hér og tolla eftir rúmtaki vélanna, gæti farið svo að verðmun- urinn yrði 6-700 þúsund. Þá reikna ég með, að 318 muni kosta um 1800 þúsund, en 325 gæti hugsanlega farið í 2500. Um þetta var þó ekki vitað nákvæmlega hjá Bílaumboðinu h/f, sem hefur umboð fyrir BMW. En það verður væntanlega ljóst í næsta mánuði, þegar umboðið fær fyrstu sendinguna af nýja Þristinum. G.S. Hið nákvæmlega mótaða hljóðfæri — lýra eða harpa — sýnir ásamt háls- hringnum að styttan á að tákna keltn- eskan barða. Merkilegt líkneski fannst á Bretagne Franskir fornleifafræðingar fundu í sumar einstætt keltneskt steinlíkneski í Finistere á vestur- hluta Bretagneskagans. Keltar bjuggu í stærstum hluta Mið-Evrópu í mörg hundruð ár fyrir upphaf tímatals okkar. Þrátt fyrir þáð hafa mjög fá keltnesk líkneski fundist þar: Fundurinn í sumar er sá langsamlega þýðingarmesti til þessa. Líkneskið er u.þ.b.' 50 sm á hæð. Það er með sérstakan heilagan hálshring, sem að- eins var leyfilegt að bera við fórnarathafnir eða þá af mönnum sem höfðu hlotið sér- staka vígslu til þess. Fyrir framan sig held- ur líkneskið með traustum tökum á strengja- hljóðfæri sem er annað hvort harpa eða lýra. Myndhöggvarinn hefur lagt sig fram um að móta hljóðfærið sem nákvæmast. Strengirnir og festingar þeirra sjást mjög greinilegá. Franski fornleifafundurinn er eina þekkta myndin í heiminum af keltneskum barða, leyndardómsfullri veru, sem til þessa hefur aðeins verið þekkt af frásögn fornra höf- unda og írskum sögnum. Margir kannast við keltneska barðann, Trubadurix, í teiknimyndasögunni Asterix, en sú persóna er víðs fjarri því að líkjast hinni réttu fyrirmynd. I teiknimyndasögunni kemur barðinn fram sem skopleg persóna með óþolandi söngrödd. En í reyndinni til- heyrðu keltneski barðinn og drúiðinn presta- stéttinni og því var hann heilagur maður. Það var barðinn sem mundi og túlkaði alla trúarsöngva, sem sungnir voru við helgi- hald. Hann var mikið skáld sem þekkti allar gömlu arfsagnirnar, vísur og sögur um af- rek og heilög verk kynstofnsins og ættarinn- ar. Líkneskið fannst ekki í leifum mannabú- staða heldur í 6 m djúpum skurði sem er talinn vera frá því 100 árum f. Kr. í skurðinum fundu fornleifafræðingarnir einnig brot úr ítölskum vínkönnum en enn hefur aðeins lítill hluti af uppgreftrinum verið rannsakaður. Það er vitað frá öðrum stöðum í Evrópu að þýðingarmestu helgi- staðir kelta voru stórar ferhyrndar graf- hvelfingar. Það var þar sem helgiathafnir fóru fram í þúsundir ára. Fórnargjafir og matarleifar lentu svo í skurðinum. Að öllum líkindum hefur litla fallega barðalíkneskið verið fórnargjöf. Eftir fórnina hefur síðan verið haldin veisla samkvæmt helgisiðum kelta og ítalskt vín drukkið ótæpilega og barðinn hefur örugglega flutt heilög kvæði og goðsagnir við það tækifæri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. JANÚAR 1991 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.