Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1991, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1991, Blaðsíða 12
Nýjasti og elsti ferðamátinn Siglingar með lystísnekkj um í stöðugri aukningu (> - segirErik Klepzig frá norska skipafé- laginu Royal Vik- ing Line VIÐ sjáum þau oft yfir sumar- tímann. Hvít og rennileg, fljót- andi glæsihótel sem liggja við festar úti á Reykjavíkurhöfn. Og við hugsum með okkur, að ferðalög með slíkum lúxusfleyt- um séu aðeins fyrir milljóna- mæringa eða fólk sem komið sé á eftirlaun — aðrir.hafi ekki tíma eða peninga. En við Islendingar erum líka oft svo tímabundnir. En allt er breytingum undirorpið og nú eru íslendingar farnir að sækja i siglingar með lystiskipum. Ferðaskrifstofan Saga er orðin umboðsaðili norsku skipafélaganna Norwegian Cruise Line og Royal Viking Line og kynnti þau með myndasýningu og jólahlaðborði á Hótel Loftleiðum rétt fyrir jól og þar var Erik Klepzig fyrir svörum. Norsku skipafélögin eru með heimahöfn í Miami, en þaðan sigla flest lystiskip heims, enda sólrík, mild veðrátta og eyjaklasar Karíba- hafsins innan seilingar allan ársins hring. En hvað bjóða lystiskipin upp á sem er frá- brugðið öðrum ferðalögum? Fordómar á elsta ferðamátann „Ég er undr- andi yfir öllum þeim fordómum og ímyndunum sem hvíla ennþá yfir lystiskipa- siglingum,“ segir Erik. „Meðalald- ur farþega okkar er um 42 ár og meðal fjölskyldu- tekjur þeirra eru rúmar 2 milljónir á ári. Oft eru tveir til þrír ætt- liðir á ferðalagi saman og margir einstaklingar á öllum aldri férð- ast einir. Og margir álíta, að ekkert sé að gera um borð annað en að borða og bæta á sig auka- kílóum. Hvílík vitieysa í raun. Margar listisemdir eru í boði um borð í iystiskipunum, en betra að hafa allt í hófi, hvort sem um er að ræða sólböð, innkaup, fseði eða veðja á tölur í spilavíti. Og fljótandi hótelið fylg- ir þér í eyja- hoppinu. Fljótandi heilsuræktarklúbbar Lystiskipum nútímans má líkja við fljótandi heilsuræktarklúbba alveg eins og fljótandi veitinga- og skemmtistaði. Iþróttavellir eru um borð t.d. fyrir tennis, körfubolta og golf; og aðgangur að líkams- rækt er ókeypis fyrir aila farþega. Ekki er óvanalegt að sjá sport- klædda farþega í stuttbuxum, hlaupaskóm og með bakpoka, þeg- ar lagst er að bryggju á eyjunum. Tíminn í landi er notaður til að hlaupa um eða hjóla miklu frekar en standa í biðröð eftir leigubíium. Við erum ávallt með þekkta ' skemmtikrafta og bjóðum mjög oft upp á söngleiki. Og rpatseðill er ótrúlega flölbreyttur. Allt innifalið í farmiðaverði Það segir sína sögu, að 45% far- þega okkar eru að koma í fyrsta skipti, en 55% eru að fara með okkur aftur. Og í sambandi við verðlag þá getur ferðalag með lystiskipi verið ódýrara en dvöl í landi. I farmiða með lystiskipi er allt innifalið, aðgangur á skemmti- staði, í heilsurækt, á íþróttavelli, fæði, allt nema drykkjarföng. Þú þarft ekki að eyða einni krónu um borð. Það er líka mikil hvíld í því að þurfa ekki að pakka upp og niður, þó að ferðast sé milli staða „hótelið" fylgir þér alltaf.“ Norwegian Cruise Line býður upp á 3, 4 og 7 daga siglingar á milli eyjanna og til mexíkönsku rívíerunnar út frá Miami. Einnig er hægt að sigla til fjarlægari eyja út frá San Juan, höfuðborg Porto Rico. Roya'. Viking Line býður upp á lengri siglingar, jafnvel hnatt- ferðir, en algengastar eru 2 til 3 vikna ferðir. Eyjar í Karíbahafinu hafa allar sitt sérstæða landslag og svipmót þess nýlenduveldis sem mótaði menningu þeirra. Þar má greina bresk, frönsk, spænsk, portúgölsk, hollensk, sænsk og jafnvel dönsk áhrif. Sjóræningjavirki og söfn bera fortíðinni vitni, en nýtísku verslunarmiðstöðvar sýna að nútíminn og hinn kaupglaði ferða- maður hefur numið land á þessum sólríku eyjum. A mörgum eyjunum má gera góð kaup í fríhöfnum og allsstaðar má finna óvenjulega minjagripi. * Vikusigiing (allt innifalið) kostar frá 60 til 100 þúsund kr. Meðal- verð á hálfsmánaðarferð héðan ^vikusigling og vikudvöl einhvers- staðar í Flórída) er um 170 þúsund kr. Ódýrasta pakkaferðin úm 155 þúsund kr. (flug, sigling, gisting). Nánari upplýsingar hjá ferðaskrif- stofunni Sögu. Oddný Sv. Björgvins 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.