Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1991, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1991, Blaðsíða 11
12. JANUAR 1991 Horft yfir hina risastóru sviss- nesk-frönsku skíðaparadís„Les Portes du Soleil". Það reyndust stórgóðar fréttir fyrir skíðaunnendur, þegar hundruð bíla stóðu fastir á evrópsku hraðbrautunum í byrjuðum desember — snjónuin kyngdi niður í Ölpunum! Og í frönsku Ölpunum — þar sem mörg skíðasvæði hafa síðustu vetur neyðst til að bjóða upp á tennis, hjólreiðar eða gönguferðir — byrjaði að snjóa í nóvember og snjóaði svo mikið í desember að loka varð nokkrum fjallaskörð- um til skíðaþorpanna. Frönsku skíðasvæðin opnuðu flest opinber- lega um jólahelgina. Og við höldum áfram að skyggnast um á skíða- svæðunum. Alpe d’Huez, 1800 m Snjólíkur 7. Fyrir sólbaðsdýrk- endur og skíðafólk svörtu braut- anna. Grenoble 1 'A tími; Genf eða Lyon 2 'A. Stór nýtískulegur skíða- staður með góðum hótelum og líflegu skemmtanalífi. Þorpið óskipulegt og ljótt, en ekki óþægi- legt vegna skíðalyfta í öllum hom- um. Best að dvelja efst við Grand- es Rousses-lyftuna. Risastórt æf- ingasvæði rétt ofan við þorpið. En frá efstu lyftustöð eru mjög langar svartar brautir og ævintýralegar brekkur utan brauta, en ekki auð- veldar. Mikið af brekkum á móti suðri og vestri, en ísing eða krapi oft vandamál. Skíðasvæðið tengist hinu kyrrláta, gamla Vaujany þorpi og Auris, lítil gistihúsaþyrping fyr- ir skíðafólk. Ein vígaleg með snjó- bretti — eitt nýjasta leik- fang skíða- manna. KOSTIR: fallegt útsýni; góðar æfingabrekkur; hátt liggjandi, dýrt, fjölbreytt og krefjandi skíða- svæði; stuttar fjarlægðir; fjörugt næturlíf. ÓKOSTIR: ljótt, illa skipulagt; vandræðaleg aðstaða fyrir miðlungs skíðafólk; biðraðir; dýrt. HÓTEL: Christina vinalegt, lítið hótel, þægilega staðsett eins og Chamois d’Or, dýrara, frábær matseðill; Du Rissiou og Etendard (Vaujany) eru ódýr fjölskylduhótel. Megeve, 1.100 m Snjólíkur 6. Fýrir aðdáendur franska alpastílsins. Genf 1 'A tími. Fallegur bær með glæsileik áranna fyrir stríð; aftur í tísku í kjölfar endurnýjana í lyftukerfi: að mestu búið að tengja aðskildar brautir og draga úr biðröðum; flestar hægu brautirnar tengdar við Saint Gerva- is. Eitthvað um umferðarhnúta á aðalgötu gegnum bæinn, en aðeins göngugötur í hlýlegum miðbæjar- kjama, með miðaldakirkju, göml- um húsum í alpastíl og sleðum. Úrval af glæsilegum eða einföldum hótelum. Lyftupassi nær yfir allt Mont Blanc-svæðið (að Chamonix- dal meðtöldum): þægilegra að vera með bíl. Næturlíf með glæsibrag en dýrt. Fjölbreytt afþreying og skemmtanalíf fyrir þá sem ekki fara á skíði. KOSTIR: fallegt landslag; víðáttumikið miðlungs skíðasvæði; góð hótel; rótgróinn bær; skemmt- analíf með glæsibrag; góð veitinga- hús í bæ og fjalli; góðar göngu- skíða- og göngubrautir. ÓKOSTIR: skíðabrekkur liggja lágt; skíðabær í þéttbýli með tilheyrandi umferð; aðskilin skíðasvæði, óþægilega langt frá miðbæ; skortur á kre- fjandi brautum. HÓTEL: Le Mont Blanc glæsilegt, miðsvæðis; Chalet Mont d’Arbois þægilegt skíðahótel; Castel Champlat ódýrt, miðsvæðis. Morzine, 1.000 m Snjólíkur 6. Fyrir aðdáendur franska alpastílsins. Genf 1 tími. Gamall skíðabær sem minnir á austurrískt alpaþorp: vinaleg fjöl- skylduhótel í alpastíl; skíðasvæðið í fallegu skóglendi (tengt við Les Gets); glaðvær veitingaþjónusta í fjallakofum; fjörugra bæjarlíf um kaffileytið en á kvöldin. Morzine er þröngur og óþægilegur fyrir skíðafólk og umferðarhávaði trufl- andi. I hlýindum getur snjó skyndi- lega tekið upp í bænum, en rútur og lyftukláfar ganga upp til Avor- iaz (1.800 m), hliðið inn í hina risa- stóra fransk-svissnesku skíðap- aradís Portes du Soleil, sem er gott skíðasvæði með öruggum snjó. KOSTIR: góð fjölskylduhótel í frönskum alpastíl; fallegt landslag; stuttar fjarlægðir; gott göngusk- íðasvæði; lyftur ganga upp í mið- svæði Portes du Soleil (sami lyftup- assi). ÓKOSTIR: lágt liggjandi skíðasvæði í bænum, umferðarháv- aði. HÓTEL: Le Dahu vinalegt, góður matur, fallega en óþægilega staðsett; Airelles þægilegt, eigin sundlaug; Chamois d’Or einfalt, vinalegt, þægilegt. Tignes, 2.100 m Snjólíkur 8. Fyrir kappsfulla skíðamenn! Genf eða Lyon 4 'A tími. Hægt að skíða árið um kring í Grande Motte, einu stærsta og besta jöklaskíðasvæði Alpanna. Hátt liggjandi, fremur veðurbarinn nýtísku skíðastaður umkringdur stórbrotnum, skeifulaga skíða- brekkum. Skiptist í 3 hluta: Val Claret er best staðsett í allar lyft- ur; frá Tignes le Lac er óþægilegra að komast í Grande Motto en fjör- ugra bæjarlíf og úrval ódýrari gisti- staða; Le Lavachet óþægilegra. Skíðasvæðið býr yfir góðum æf- ingabrekkum við Val Claret, frá- bærum löngum brautum niður í gamla þorpið Les Brevieres (góður hádegisverðarstaður) og frábær tenging við Val d’Isere (sami lyft- upassi). Úrval af brekkum utan brauta. KOSTIR: öruggur snjór; vel út- búið skíðasvæði með ótakmörkuð- um möguleikum fyrir krefjandi skíðamenn; þægileg gisting. ÓKOSTIR: langt að komast; óað- laðandi skíðastaður á hijóstrugu svæði; nöturlegur i myrkri og slæmu veðri; fáir góðir veitinga- staðir í fjalli; dýrt. HÓTEL: Ski d’Or (Val Claret) dýrt, góður mat- ur; Alpaka (Tignes le Lac) einfalt, þægilegt, sanngjarnt verð. Grein II i Avoriaz Morzine LesGets* * Chamonix St Gervais. • Megeve* Grenoble Vaujany f Alnp rtp'Hno7. O.SV.B. Holl hreyfing á gönguskíðum. o

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.