Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1991, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1991, Blaðsíða 3
LESBOK @ @ ® @ ® ® ® B B Sl B m ® ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Aðstoðarritstjóri: Björn Bjarna- son. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Rannsóknir Að undanförnu hefur Lesbók birt greina- flokk um rannsóknir á íslandi, sem eru margvíslegar og merkilegar. Nú verður þar að auki birtur mánaðarlega annar greina- flokkur um rannsóknir í Háskóla Islands og er fyrsta greinin í þessu blaði. LOFTUR GUTTORMSSON Úr Háttalykli XIII. Minni runhenda XVIII. Stúfur Hvað þenkir þú, Fyrstan vil eg kjörinn kost þýðust hrínga hrú, kjósa að hafi mín drós: muni minnka nú hærð sé vel og hagorð, margföld ást og trú, hyggin og ráðdygg, að við bundum blíð dægilega miðmjó, á beztri elsku tíð? menntuð bezt og fagrhent, Man eg menja hlíð fótsmá og velvitr, mest árla og síð. væneygð og örkæn. XV. Sannkenningar XXII. Klifuð hrynjandi Héitir fyrst: lífsins læti, Vil eg það ei fyrir virðum dylja, lilju blóm, meyja sömi, þó vilji eg unna hringa þilju, elsku grein, yndis milska, þilja tekrmig þorns að kveðja, æra og frygð, portið dygða, þilju vilda eg jafnan gilja; heiðursmakt, heimsins prýði, öl má eg ekki Durnis dvelja, hjartans líf, blómstur vífa, dvel eg ei lengur, hringa selja, gleði-Iist, gamans æði, þó að við skiljum, skarlats þilja, græðing hrein allra meina. skiljum við ekki að mínum vilja. XVII. Alhneppt XXVII. Dróttkveðið með Mér bannar mær, hnykk margfróð og góð, Séð hef eg bjarta brúði, orðkring og ung, bauga rein, þá eina aldýr og skýr, fyrir löngu, geðföst og glæst, engi mun önnur ganga glóð-björt og rjóð, auðar brekka mér þekkri ástþýðst og æðst að öllu, ítrlunduð blund. fríð er falda tróða, fagurhent og vel menntuð til orða, ást og líkams listir Iangt berr hún af sérhverri að mínum dómi. Loftur Guttormsson, kallaður hinn ríki, óvíst um fæðingarár, d. 1433, var hirðstjóri fyrir norðan og vestan. Hann sat fyrst Skarð á Skarðsströnd, síðar Möðruvelli í Eyjafirði. Loftur orti Háttalykil til ástkonu sinnar, Kristínar Odds- dóttur. Ofbetdið er yfrið nóg í heiminum, en þykir þó ekki eins sjálfsagt á heimilum og hvar sem er eins og var á fyrri öldum. Um Ofbeldið og uppeldið skrifar Sigurður A. Magnússon og m.a. um þá kenningu, að sá sem mætir ofbeldi í uppeldi sínu, verði sjálfur ofbeldis- hneigður. Þetta er birt í tilefni 30 ára afmæl- is Amnesty International. Forsíðan Frida Kahlo höfundur myndarinnar er mex- íkanskur málari, sem nánar er fjallað um í blaðinu. Myndin heitir „Brotna súlan“ og vísar til stórslyss, sem Frida varð fyrir á unga aldri. Frida Kahlo er einn af frægustu málurum Mexíkó, f. 1907, d.1954. Þótt hún væri sjálfmenntuð í myndlist og þar að auki í hjólastól eftir stórslys, náði hún engu að síður að verða sérstæður og merkilegur málari. Hrafnhild- ur Sehram listfræðingur skrifar greinina. A B B „Með öðrum er hann meiri [eða minni] en hann sjálfur“ Eitt vetrarkvöld þegar ég var unglingur upphófust langar og ákafar rök- ræður í hópi vina minna um hvort uppeldi eða upplag skipti meira máli í mótun einstaklinga. Mér hefur oft verið hugsað til þessara umræðna og hvernig við gengum út frá því að endanlegt svar eða skýring væri til á öllum hlutum. Skoðanir voru skiptar og röksemdafærsla misjafnlega ígrunduð. Mér er minnisstætt hvað einn æskuvinur minn, sem nú er lát- inn, var heitur í sannfæringu sinni um að allt réðist af uppeldi og umhverfi. Meðfædd lyndiseinkunn væri ekki til. Sjálf var ég þeirrar skoðunar að upplag skipti miklu meira máli en uppeldi, þótt atlæti í upp- vexti gæti vissulega bælt eða magnað upp meðfædda eiginleika. En ég var sannfærð um að ekkert uppeldi breytti eðlisgerð manns. Að hluta til er ég enn sömu skoðunar, en lífið hefur kennt mér að hlutverk uppeld- is og umhverfis er miklu stærra en ég ætl- aði. I raun er ótrúlegt hverju hægt er að áorka við mótun barna og unglinga ef mað- ur sinnir því með fullri meðvitund. Á sama hátt er hægt að gera mikinn skaða með vondu fordæmi, eða því sem er síst betra — áhugaleysi. Andlegur vöxtur okkar og viðgangur byggist nefnilega mikið á fólkinu sem í kringum okkur er, einkum framan af ævi. Kostir þess eða kenjar setjast að í okkur og stýra breytni okkar í ríkari mæli en við kærum okkur um að viðurkenna. Þess vegna er ekkert mikilvægara í lífi hvers og eins, en samferðafólk hans frá vöggu til grafar. Varðandi foreldra, systkini og börn verð- ur maður að táka því sem að manni er rétt og það eru ekki allir sem fá vinning í for- eldrahappdrættinu. Vini og maka velur maður hins vegar sjálfur og lífsgæfan getur oltið á því hvernig til tekst um það val. Þegar maður sér hjónabönd vina sinna og kunningja leysast upp eftir tvo til þijá áratugi, á sama tíma og börn þeirra og manns sjálfs eru við það að fínna sér lífsförunaut og hefja sambúð, fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér hvað það er sem segir til um hvort fólk á í raun saman eða ekki. Hvað bíður þessa unga fólks? Er til ein- hver mælikvarði á möguleika þess til að lifa hvort annars lífi svo að til farsældar verði? Máltækið segir að lík börn leiki best og ef til vill er átakaminna fyrir ungt fólk með svipaða menntun, bakgrunn og gildismat að aðlagast hvort öðru, en hitt sem hefur vanist gjörólíkum aðstæðum. Að minnsta kösti tekur það skemmri tíma að venjast siðum hvors annars og finna daglegu lífi sínu farveg sem báðir aðilar sætta sig við. Spakleg ummæli og máltæki af þessu tagi bera að jafnaði í sér nokkurn sannleika. Ekkert er þó einhlítt um mannlegt eðli og hæpið að þykjast þess umkominn að benda á mælikvarða sem hægt er að styðjast við í þessum efnum. En vonandi leyfíst manni að hafa skoðun. Ég hef alltaf haft mikið dálæti á eftirfar- andi hendingum í Brúðkaupssöngvum Ein- ars Benediktssonar: Sæll hver, sem eignast annan, en á sig sjálfan þó. Meðan fólk er ungt og rómantískt, sést því stundum yfir mikilvægi seinni hending- arinnar, en áttar sig kannski á því í áranna rás. Stundum of seint. Ekki er óalgengt að vonbrigði grafi um sig og komi upp á yfir- borðið þegar fólk er komið á miðjan aldur vegna tillitsleysis sem það sjálft lagði grunn að. Þeir sem umsvifalaust leggja til hliðar persónulegar óskir sínar og þarfir í nafni ástarinnar á fyrstu árum hjónabandsins, geta ekki vænst þess að maki þeirra skilji átakalaust hvað er á ferðinni þegar þeir breyta allt í einu um kúrs og vilja skipta um hlutverk eftir áratuga sambúð. Það er ekki sanngjarnt að beina óánægjunni að þeim sem í upphafi gerði kannski engar kröfur um þessa sjálfsafneitun makans, en er orðinn vanur henni og hefur ekki skil- yrði til að skilja þær kröfur til hans sem allt í einu skjóta upp kollinum. Er þá til einhver ein formúla sem tryggir farsælt hjónaband eða viðvarandi vináttu? Auðvitað ekki. Fólk sem er eins og skapað hvort fyrir annað á einu skeiði ævi sinnar, á kannski lítið sameiginlegt á því næsta. Sumt fólk vex saman, meðan annað þroskast hvort í .sína áttina. Nú orðið er ég þeirrar skoðunar, að fólk (hjón eða vinirj.eigi vel saman þegar það magnar hvort annað upp, blómstrar saman pg glæðir hæfíleika hvers annars nýju lífí. í mínum huga er þetta lang mikilvægasti mælikvarðínn. Til eru ágætis hjónabönd og vináttusam- bönd þar sem' þetta er ekki fyrir hendi, en með árunum fer það oft að segja til sín með einum eða öðrum hætti þegar ójafn- vægi er í slíkum samböndum. Það er engan veginn algilt — reyndar ekki einu sinni al: gengt — að hjón magni hvort annað upp. í mörgum hjónaböndum virkar annar aðilinn eins og magnari fyrir hinn, sem er þá með tvöfalt lífsmagn meðan magnarinn þurrkar út langanir sínar og persónuleika til að makinn njóti sín sem best. í slíkum hjóna- böndum er algengt að þiggjandinn sé sífellt að klappa gjafaranum og skjalla hann fyrir hvað hann sé ómissandi, svo að gjafaranum sést yfir hverju hann afsalar sér fyrir þetta skjall. Þegar hann á miðjum aldri vaknar upp við vondan draum man hann ekki leng- ur hver hann er. Það er vel hægt að bæla niður persónu- leika sinn árum og jafnvel áratugum sam- an, en það kemur að því að eitthvað brest- ur. Og eins og í náttúrunni sjálfri leitar það framrásar. Sumir ánetjast áfengi og leitast ómeðvitað við að ná athygli umhverfísins með því að gera sig að vandamáli, aðrir fá líkamlega kvilla og enginn skilur hvað er á ferðinni. Sumt fólk breytir beinlínis um persónu- leika ef maki þess er nálægur og ekki endi- lega til hins betra. Þegar maður hittir fólk í samkvæmum sem rennir látlaust augunum til maka síns meðan það talar í leit að sam- þykki eða velþóknun, hvarflar stundum að sú hugsun að maður sé í viðurvist ófrjálsra einstaklinga. Með orðunum, að magna hvort annað upp, er ekki átt við að báðir aðilar séu jafn áberandi eða fyrirferðamiklir, heldur að þeir séu í sátt við eigið eðli og njóti sín í sambúðinni. Sumir njóta sín best í kyrrðinni baksviðs, en aðrir þurfa á því að halda að vera áberandi. Aðalatriðið er að geta verið maður sjálfur og fá stuðning frá þeim sem næst ‘manni standa en ekki áhugaleysi eða vanþóknun. Vera metinn fyrir það sem maður er. Það er jafn dapurlegt að sjá ungt og ástfangið fólk, seni er að hefja lífið saman og er þrátt fyrir ástina búið að missa ein- hvern ljóma, og það er stórkostlegt að sjá hið gagnstæða — ungt fólk með nýjan kraft, bjartsýni og blik í auga. Skáldið vissi hvað það söng þegar það orti: Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum erhann meiri en hann sjálfur. En hitt er jafn víst, að með öðrum getur maðurinn líka verið minni en hann sjálfur, — ef hann ekki vandar sig. JÓNÍNA MlCHAELSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. JANÚAR 1991 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.