Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1991, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1991, Blaðsíða 5
sér stað, þá byggist vald hans í öndverðu á hernaðarlegum yfirburðum og ofbeldi, en þegar fram líða stundir verður valdið arf- gengt og til sögunnar kemur erfðaaðall. Er þá gjarna búin til einhver vésögn til að lög- helga ofbeldið og viðhalda valdinu. Stundum rekja drottnaramir ættir sínar til sólarinnár, samanber Japanskeisara, eða til einhverra goðmagna; í æðum þeirra rennur blátt blóð; þeir eiga sómatilfinningu sem almúganum er fyrirmunuð; þeir eru betur gefnir og bera betra skynbragð á hvers kyns málefni en sauðsvartur almúginn. Fyrmefnd sómatilfinn- ing er svo máttug, að aðalsmenn hafa heim- ild til að drepa á staðnum hvem þann sem misbýður henni, og eru slík hreystiverk talin til æðstu dygða. Á hinn bóginn er þar herfileg- ur glæpur og dauðasök ef maður úr neðri lögum samfélagsins verður manni úr yfirstétt að bana. Það sem er kannski merkilegast í þessu efni er sú alkunna staðreynd, að hinir yfirgangssömu og ofbeldishneigðu drottnarar hafa yfirleitt átt í litlum erfíðleikum með að fá almúgann til að fallast á viðhorf sín og ráðabreytni. Á sama hátt og aldraður faðir ti-yggir sig gagnvart vöxnum syni með því að innræta honum á ungum aldri sonarlega undirgefni með stoð í helgum textum, þannig hefur örv- asa og úrsérgengnum yfírstéttum um heim allan tekist að halda í völd og virðingu með þeirri trúarlegu lotningu sem þær höfðu inn- rætt almúganum meðan sól þeirra var í há- degisstað. Þetta átti ekki síst við kónga. Þeir stjórnuðu í guðlegu umboði; þeir höfðu guð- legt umboð afþví þeir voru synir feðra sinna. En sé farið nógu langt aftur, þá kemur mað- ur að einhveijum forföður sem hafði ekki annað umboð en líkamsburði og grimmd og reglu mikilvægari en tjáningarfrelsi, en ein- ungis fjórðungur taldi tjáningarfrelsið mikil- vægara. Þessum meirihluta landsmanna virð- ist gersamlega sjást yfir þau afdrifaríku sann- indi, að löggjöf, réttarkerfi og réttarvitund eru sífelldum breytingum undirorpin. Það sem var gott og blessað og réttmætt í gær getur verið vont, hábölvað og forkastanlegt í dag —. og öfugt — allt eftir því hvað ríkisstjórn eða þingmeirihluta þykir vera við hæfi í það og það skiptið. Þversögnin Hér erum við komin að þeirri þversögn sem er kjarninn í starfi Amnesty Intemational. Samtökin virða og viðurkenna lagabálka hinna mörgu og sundurleitu ríkja þessa heims, hversu mótsagnakenndir sem þeir eru inn- byrðis, en þau vilja standa vörð um helgi sérhvers einstaklings og rétt hans til að and- mæla og beijast gegn því sem hann telur vera rangt eða ofbjóða samvisku sinni. Þessi réttur er fyrir borð borinn í yfirgnæfandi meirihluta þeirra ríkja sem þekja yfirborð jarðar og veifa hvert um sig lagabálkum til sannindamerkis um, að þau hafi einhverskon- ar æðra umboð til að fara sínu fram, hvað svosem einhveijir skýjaglópar eða hjáróma siðapostular séu að tauta. Það hefur vakið athygli fræðimanna og þá ekki síst sálfræðinga, hversu auðvelt það virð- ist vera þorra manna að semja sig að nýjum aðstæðum og sætta sig við orðinn hlut, þar- sem átt hafa sér stað gertækar breytingar eða byltingar. Einsog hendi væri veifað getur þetta fólk tileinkað sér viðhorf sem ganga þvert á öll þau sjónarmið sem það aðhylltist daginn á undan — ánþess að finna til minnstu óþæginda. Er engu líkara en gærdagurinn Fyrr á öldum trúðu menn á mátt pyndinga í sambandi við villutrú og afbrot og eimir raunar víða eftir af þeirri trú enn í dag. Með pyndingum var fólk hrætt til aðjáta á sigjafnt lognar sem sannar sakir, og óttinn við pyndingar knúði marg- an manninn til að ganga af trú sinni og sannfæringu. vann krúnuna með ofbeldi. Satt að segja er undravert hve skamman tíma það einatt tek- ur að öðlast guðlegt umboð og gera það virkt. Hernaðarlegur uppruni félagslegs frama víða um lönd er mál sem er ekki gjarna fært í tal af þeim sem hafa hag af ójöfnuði. Taka má dæmi af Indveijum sem eðlilega var mjög í nöp við yfirlæti og hroka Breta, sem höfðu unnið landið með hernaðarlegu ofbeldi. En sömu menn höfðu lítið eða ekkert við arf- helga stéttaskiptingu Indveija að athuga, endaþótt hún ætti rætur að rekja til yfirburða og ofbeldis aría þegar þeir gerðu innrás í landið fyrir langalöngu. Indverska stétta- skiptingin hafði fengið ráðrúm til að öðlast trúarlega löghelgun og var orðin guðdómlegr- ar ættar. RÍKIÐ OGLÖGIN Það er kannski fullmikið sagt, að nú á dögum hafi ríkið hrifsað til sín það vald sem foreldrar, eiginmenn og herstjórar hafa helg- að sér í aldanna rás, en samt er sannleiks- kom í þvílíkri staðhæfingu. Nútímaríki hafa á að skipa heijum, lögreglu og ýmsum öðrum valdatækjum til að koma fram vilja sínum og þvinga þegnana til hlýðni og undirgefni. Þetta blasir náttúrlega við þarsem ómengaðar harðstjórnir eins manns eða eins flokks fara með völdin. Slíkar stjómir styðjast að jafnaði við lög sem sett hafa verið að fyrirmælum og geðþótta valdhafanna, þannig að fram- ferði þeirra er löghelgað á sama hátt og vald foreldra, eiginmanna og herkónga áðurfyrr. í lýðræðisríkjum er þessu vitanlega annan veg farið, en þar er samt víða pottur brotinn varðandi frelsi og réttindi þegnanna einsog skýrslur Amnesty International bera með sér ár eftir ár. Enginn dregur í efa þá fomu speki að með lögum skuli land byggja. Hinn kosturinn er’glundroði og stjómleysi. En lög- gjöf er mannaverk og ákaflega ófullkomin einsog ótal dæmi sanna, enda stöðugt unnið að lagabreytingum, svo ekki sé minnst á sjálfa framkvæmd lagaboða sem oftar en hitt er í skötulíki og ósjaldan hrein skrípamynd þess sem löggjafinn ætlaðist til í öndverðu. Eiaðsíður bera menn allt að því trúarlega lotningu fyrir lögum og reglum, og kom eink- ar skýrt fram í nýlegri íslenskri könnun, þar- sem yfir helmingur aðspurðra taldi lög og Prikið, vöndurinn og pískurinn voru frammá síðustu öld talin vera nauðsyn- leg kennslutæki um allan heim, og enn eru líkamlegar refsingar leyfðar í skól- um víða í Mið-Evrópu. • Karlar hafa ævinlega verið frjálsir að því að kaupa sér ástir kvenna hvenær sem þeim bauð svo við að horfa, en til skamms tíma voru konur sem seldu blíðu sína á götum úti taldar til afbrota- manna, hversu fákunnandi og bjargar- lausar sem þær voru, og hlutu þungar refsingar fyrir athæfi sitt. sé þurrkaður útúr vitund þess jafnskjótt og nýir valdhafar hafa tekið við stjórnartaumum. En síðan er góðu heilli til minnihluti fólks sem ekki lætur segjast og ómögulegt reynist að skóla til. Vitaskuld er afarfróðlegt við- fangsefni að velta því fyrir sér, hvað gerir suma menn ótrúlega móttækilega fyrir boðum og fyrirmælum foringja og flokks, en aðra fullkomlega ónæma fyrir þeim. Við dáum ósjálfrátt einstaklinga sem efna til andmæla eða uppreisna í alræðisríkjum og hugsum kannski sem svo: Þetta eru hug- rakkir menn eða þeir eiga sterka siðgæðis- kennd eða eru trúir hugsjónum sínum. Það er líka til í dæminu að við hlæjum að þeim og teljum þá vera barnalega skýjaglópa. „Sjá þeir ekki, að orð þeirra og athafnir eru einsk- is megnug gagnvart ofurefli kúgunarinnar? Skilja þeir ekki, að þeir eiga eftir að greiða óþægðina og þvermóðskuna dýru verði?“ Að Vera Trúr Sjálfum Sér I einní af bókum sínum bendir fýrrnefnd Alice Miller á, að eftilvill sé aðdáun okkar eða fyrirlitning á misskilningi byggð, afþví við komum ekki auga á kjama málsins. Hún heldur því fra.m, að einstaklingur sem neitar að beygja sig undir eða semja sig að valdboð- um alræðisstjórnar geri það sennilega hvorki af hugsjónaástæðum, skyldurækni eða barna- skap, heldur vegna þess að hann verði að vera sjálfum sér trúr. Hún bendir á að hugsjónir, skyldurækni, siðgæðiskennd og annað í þeim dúr komi til skjalanna þegar eitthvað vemlega mikilvægt er ekki fyrir hendi, og í því samhengi kemur hún inná uppeldi og þann sára skort á ást, umhyggju og mannlegri hlýju sem megin- þorri barna verði að þola. Því rækilegar sem barn hefur verið tilfinningalega svelt í upp- vextinum, þeim mun meira magn af vitsmuna- legum vopnum og siðferðislegum forsendum verði það að útvega sér, þareð skyldurækni, siðgæði og hugsjónir séu ekki innri aflgjafi, bjóði ekki uppá æskilegan jarðveg fyrir ósvik- ið mannlegt örlæti, spm bældar sálir forðist einsog heitan eldinn. I siðgæðisforsendum og skyldukvöðum sé ekkert blóð, engin ósvikin tilfinning, enda séu þær til kaups hvar sem er og geti þjónað hvaða yfirboðara sem verk- ast vill. En maður með lifandi og óbældar tilfinn- ingar getur einungis verið hann sjálfur. Hann • á einskis annars völ, vilji hann ekki týna sjálf- um sér. Útilokun og úthrópun, missir ástar, vina og samfélagsstöðu lætur hann ekki ósnortinn. Hann þjáist og er hræddur, en hann vill fyrir engan mun týna þeim innri manni sem hann hefur — eftilvill fyrir mikla innri baráttu — fundið og ræktað. Verði slíkur maður krafínn um eitthvað, sem öll vera hans rís gegn, þá getur hann ekki gert það. Hann getur einfaldlega ekki gert það. Alice Miller heldur Jdví fram, að fólk af víðast hvar aflagðar í byijun þessarar aldar, endaþótt margir teldu að með því mundi gervallt samfélagskerfið hrynja til grunna. þessari gerð hafi átt því láni að fagna að finna til fullkomins öryggis í ást foreldra sinna, jafnvel þó það hafí ekki fengið allar sínar óskir uppfylltar. Eða þá fólk sem hafi ekki átt þessu láni að fagna, en hafi seinna á ævinni með einhveijum ráðum lært að hætta ást og öðrum gæðum lífsins til að geta aftur fundið sitt týnda sjálf. Þegar svo er komið, vill það ekki fyrir nein heimsins gæði fórna því aftur. Þar er um líf og dauða að tefla í öðrum og æðri skilningi. Hér er hvorkir stund né staður til að fara nánar útí stórmerkileg og mjög umdeild skrif hins svissneska sálfræðings, en bækur Alice Miller eiga án efa eftir að afhjúpa merkileg sannindi í sambandi við þá aldagömlu gátu, hversvegna ofbeldi og illvirkjum linnir ekki, öðru nær, í þeim þjóðfélögum sem lengst eru komin í efnalegu og félagslegu tiiliti. Hefur mannkynið eftilvill litið langt yfir skammt í leit sinni að undirrót eins helsta meins mann- kyns á þessari öld og um ótaldar liðnar ald- i.r? Það skyldi aldrei vera? (Erindið var flutt á fundi Islandsdeildar Amnesty International.) Höfundur er rifhöfundur. KRISTJÁN J. GUNNARSSON Metsölu- þula í vetrargarra sólhvarfanna brimar sagnasjóinn. Hol skeflan ríður yfir sögueyna. Uppúr ruglandanum eru féiagar í björgunarsveitum menningarinnar kallaðir út að ganga á rekann blánkskóaðir spankúlerandi yfir leirur og blár að frægja til metfjár upptíning hver annars. Leyndardómsfullur höfundur Njálu glottir við tönn og reynir ekki einusinni að komast á skinnsokkum yfir vaðalinn. Höfundur er fyrrverandi fræöslustjóri og skólastjóri í Reykjavík. EYRÚN GUNNARSDÓTTIR Fjarlægð ástarinnar! Óendanlega langt í burtu, svo langt, að þrá augna minna er horfin þér úr sjónmáli. Svo langt, að fangbrögð nútímans ná þér aldrei. En leitaðu ekki langt yfir skammt. Ég er þín alltaf, að eilífu. Hvar sem þú ert, hvert sem þú ferð. Hugur minn mun ávallt fylgja í humátt á eftir þér. Höfundur stundar nám í Fjölbrautaskó- lanum í Breiðholti. MARGRÉT EYJÓLFSDÓTTIR Síðbúinn kærleikur Eldra fólkið óskar hlýju að einhver muni það gleymd er amma og gamli afi geymd á vissum stað. Lausnin kemur leyst er biðin ljúft að hverfa heim. Þá kemur fólkið og krossar yfir kistulok hjá þeim. Kaffiveisla, krökt af blómum já, kátleg veisla gerð kærleikurinn við kistulokið ■er kannski seint á ferð. Höfundur er frá Flatey á Breiðafirði. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 26. JANLIAR 1991. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.