Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1991, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1991, Blaðsíða 6
Fridurnar tvær. 1939, olía. Frida árið 1931, 24 ára gömul. Mexíkóski málari nn Frida Kahlo rida Kahlo fæddist í Coyoacan, rétt fyrir utan Mexíkóborg árið 1907. Reyndar var hún vön 'að gefa upp 1910 sem fæðingarár sitt, en það ár hófst mexíkóska byltingin. Faðir Fridu var gyðingur af ungversku bergi brotinn. Hann Sagan er full af dæmum um listamenn sem hafa skapað ódauðleg verk sárþjáðir, en trúlega eru fáir sem hafa notað sársauka sinn á jafn beinskeyttan og afdráttarlausan hátt og mexíkóski máíarinn Frida Kahlo. Þó sumum virðist verk hennar óhugnanleg við fyrstu sýn, víkur óhugnaðurinn við nánari athugun og áhorfandinn undrast einlægni málarans og hugrekki. EftirHRAFNHILDI SCHRAM hafði flust frá Evrópu árið 1891 til Mexíkó og þar kvæntist hann móður hennar, Matt- hildu, sem var af spánsk-indíánskum upp- runa. Vilhjálmur faðir Fridu gerðist ljós- myndari í Mexíkó og starfaði þar fyrir stjórn einræðisherrans Porfirio Diaz. Fjölskyldan var í góðum efnum fram til ársins 1910 er bylting bænda og verkamanna braust út, leidd af þjóðsagnapersónunni Emiliano Zap- ata, og Diaz var settur af eftir meira en aldarfjórðung við völd. Faðir Fridu sem hafði fengið viðurkenningu sem afburða ljósmyndari missti starf sitt og fjárhagur fjölskyldunnar versnaði verulega. Þegar Frida var sex ára gömul fékk hún lömunarveiki og var rúmliggjandi í 6 mán- uði. 1 veikindunum einangraðist hún frá fjöl- skyldu sinni og leikfélögum. Þegar hún loks komst á fætur, kom í ljós að hægri fótur hennar hafði rýrnað og varð hún j)ví í æsku oft skotspónn annarra barna. A gömlum ljósmyndum sem faðir hennar tók má oft sjá Fridu, klædda drengjafötum, einangraða fyrir utan fjölskylduhópinn. Frida var send í menntaskóla í Mexíkóborg og þar átti hún góð ár. í lífi hennar ríkti hamingja og eftir- vænting eins og oft er títt um ungt fólk sem lífið virðist blasa við, þar til ógæfan dundi yfir. Frida var 18 ára gömul og er að und- irbúa sig undir inntökupróf í læknadeild. Hún situr í gömlum strætisvagni sem fer eftir breiðgötu í Mexíkóborg þegar sporvagn ekur í leið fyrir vagninn með þeim afleiðing- um að sporvagninn ýtir vagninum á undan sér langan spöl þar til strætisvagninn splundrast. Fjöldi farþega ferst samstundis en Frida hryggbrotnar á þremur stöðum og fætur hennar eru illa lemstraðir. Járnstöng gengur inn í kviðarhol hennar og út um 1 ^BGP ¦¦¦¦ \ *rmm*- mm. '¦¦ ¦ ' 1H". '¦¦ ¦ ; Biír-/1'¦''¦"'¦ .->**¦«;.¦* JWWÉfc '¦" "¦ : ^B 1 "§r£qp **&-A wjK? 1 §: ¦É ^Wm 1 -sM 11 -'"^8« .*a II //'* t4 '-* 81 Diego og ég. 1949. Olíulitir á masónít. •í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.