Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1991, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1991, Blaðsíða 12
Drykkjusiðir víða um heim Ferðamenn í alþjóðlegum viðskiptaerindum mega búa sig jafnt undir hóflausa drykkju sem og algjört bindindi Sagl er að ferðamenn eigi ávallt að fylgja menningu hverrar .þjóðar sem þeir sækja heim. Oðru máli gegnir þó með drykkju- siði! Otæpilega drukkið áfengi ruglar heilabú og þverbrýtur oft almennar umgengnisreglur. Hjá einni þjóð gæti mikil drykkja valdið móðgun eða brotið lög - hjá annarri er það næstum hefð að drekka sig undir borðið! Viðskiptamenn af veikara kyn- inu eru stundum útilokaðir frá drykkjusiðum sem eru fastur hluti af samningaviðræðum - en karl- kynið er kannski allt í einu orðið þátttakandi í kappdrykkju. Já, sá sem vill vera skarpur en jafnframt vera með, stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun! Gomar jost (og) nazdrovia Spurningin er hvort þú verðir að svara sovéskum viðskiptafull- trúa, þegar hann vill skála við þig í 20. skipti í hreinu vodka játandi samkvæmt sovéskum drykkjusið- um, en hægt að komast undan með því að segjast vera íþrótta- maður og mega ekki drekka. Gullvæg regla: því minni gúlsop- ar, því sjaldnar er hellt í glasið! Og áfengisneysla hættir ekki þó staðið sé upp frá borðum. Margra rétta máltíð er ætíð undir- strikuð með því að skála - allir verða að skála a.m.k. einu sinni - fyrir jafnólíkum málefnum sem viðskiptum, börnum, nýjustu al- þjóðlegu skrítlunni sem og heims- friðnum! Ekki er ætlast til þess að kvenfólkið taki jafnt þátt í drykkju, en yfírleitt er lítið tillit tekið til líkamlegs ástands fórnar- lambanna. Og það eru „gomar jost“ (í botn) eða „nazdrovia" (þína heill). Til þess að kynnast þér! Áfengi er mikilvægur þáttur í japönsku viðskiptalífi, þar sem „fundað er til að kynnast þér“ áður en samningaviðræður hefj- ast. Og á slíkum kynningarfund- um flæðir vínið. Stundum er te borið fram, en aðallega viskí. Jap- anir vilja útiloka yfirborðs- mennsku og kynnast þínum innra manni. Bjór, hrísgijónavín og viskí er vinsælt í Japan, en kampavín og létt borðvín að vinna á. „Undir borðið“ - þú ert ekki maður með mönnum nema inn- byrða nokkrar bjórflöskur á kvöldi! Frakkar drekka mest í Ástralíu er árleg áfengis- neysla 20,8 lítrar á mann; í Bret- landi 10,4; í Bandaríkjunum 9 lítrar; en Frakkar með 78,4 lítra árlega eru efstir í áfengisneyslu. í Frakklandi er fordrykkur um kaffileytið jafn hefðbundinn og tedrykkja í Englandi. Allir. ferða- menn kaupa frönsk vín - og svífa út á götu eftir hádegisverðarboð í léttu skapi eftir frönsku borðvín- in! En sterkir fordrykkir þykja hvorki við hæfi fyrir hádegisverð né undir máltíð. Og glösum er lyft með „a votré santé“ (fyrir þinni velferð!) - en vínneysla fær blóðið til að streyma betur um æðarnar, en betra að gleyma hvað lifrarsjúkdómar eru á háu stigi í Frakklandi. Aperitivo con gusto ítalir koma næstir Frökkum í áfengisneyslu og sumar skýrslur sýna jafnvel meiri neyslu hjá ítölum, en lægri tölu áfengissjúkl- inga. ítalir borða og drekka af hjartans lyst og láta gjarnan sér- fræðinga veitingahúsanna velj'a vín og mat - njóta þess síðan að slaka á yfir borðum. Þeir tækju varla eftir því þó að ferðamaður smakkaði ekki vín, en athygli þeirra myndi vakna ef pantað væri kók með matnum. 0g ítalir eru jafnhræddir við lifrarsjúk- dóma og Bandaríkjamenn við hjartaveilur. ítalskur hádegisverður hefst gjarnan með glasi af „spumante" (freyðivín, líka drukkið með mat), fordrykk eins og „Campari", tvennskonar borðvíni (hvítt og rautt) og endar gjarnan með „dig- estivo" (oftast jurtamjöður) eða „grappa" (koníak). Jafnvel kaffið eftir matinn er oft bætt með áfengi, „cafe corretto“! Spánskar og portúgalskar drykkjuvenjur Á Spáni er lengsta máltíð dags- ins um hádegi og vín er alltaf framreitt, oftast rauðvín, en ná- lægt Sevilla er það „sherry", freyðivín í héruðum við Barcelona, rósavín við Navarre og fín hvítvín við Rioja. Drykkjuvenjur eru svip- aðar í Portúgal, en þar við bætist hvíta portvínið sem fordrykkur og rautt portvín íJok máltíðar. Portú- galskir „tapas-barir" sem bjóða upp áfjölda fordrykkja,. stuðla að aukinni víndrykkju, en bjórinn stendur samt fyrir sínu. Drykkjusiðir norðlægra þjóða Þjóðverjar byija að neyta bjórs að morgni og drekka hann dag- langt, einnig Hollendingar og Belgar, en vín í tengslum við máltíðir eru léttari en almennt gerist. Snafs er vinsæll í ýmsum afbrigðum af ávaxtablöndu. Þumalputtareglan er að því lengra sem stefnt er í norður á hnettinum því grófari verða drykkjusiðirnir. Drykkju Norður- landabúa er viðbrugðið, einkum að vetrarlagi; og Bretar, með sínar háværu bjórkrár og við- skipta-hádegisverði sem standa langt fram eftir degi, eru litlu betri. En neysla léttari vína hefur aukist í Bretlandi og hjá breskri hástétt hafa skapast hefðir í kokk- teilboðum. Brugg og bandarískir drykkjusiðir Brugg tíðkast víða enn. Kanadamenn kaupa tunnubirgðir af eftirlætis bjórtegund sinni, skvetta nokkrum flöskum af sterku víni út í - og hverfa síðan í orlofshús sín úti í auðninni. Þetta á þó ekki við um nágranna þeirra á suðurströndinni sem eru stöðugt að verða meira afhuga áfengi. í flestum bandarískum borgum tíðkast ekki lengur að veita áfengi í viðskipta-hádegisverðum; freið- andi blávatn eða létt hvítvínsteg- und hefur komið í stað „þriggja- kokkteila hádegisverðar"! Drukkinn viðskiptamaður er aldrei tekinn alvarlega í Banda- ríkjunum; skiptir ekki máli hvað hann hefur á bak við sig. For- drykkur og vín með mat við- gengst, en ef um viðskipti er að ræða - sparið þá drykkjarföng eftir máltíð! Nokkur ríki, t.d. Utah, eru alveg „þurr“ og Banda- ríkin standa saman að því að herða lög um áfengisneyslu. Eyðimerkurvínin Jafnvel diplómat með góð sam- bönd myndi eiga í erfiðleikum með að fá áfengan drykk í Kúv- eit - og sama er að segja um Saudi Arabíu og Oman. Hægt er að sækja um leyfi til að kaupa áfengi í Qatar, en aðeins múham- eðstrúarmönnum er bannað að neyta áfengis í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Bahrain, sem eru fijálslyndust í þessum heimshluta. Flest múham- eðsk lönd eru með einhver áfeng- ishöft og betra að halda sig frá víni ef einhver vafi leikur á siða- reglum. Hvernig á að afþakka drykk? Og hvernig á svo ferðamaður í viðskiptaerindum að afþakka áfengi án þess að móðga gest- gjafa sína eða rpissa andlitið? í löndum þar sem óhófleg drykkja er hefðbundin er gott að höfða til heilsufarsástæðna - að þú sért með ofnæmi, veikur eða megir ekki neyta áfengis samkvæmt læknisráði. það er kurteislegra að segja: „Eg get ekki drukkið af því að ..." en segja: „Ég drekk ekki“ sem gæti þýtt að þér líki ekki við siðvenjurnar! O.Sv.B. Ferðalag á stríðstíma Alltaf er nóg við að vera um borð hvernig sem heimsástandið er „Ertu að fara með Lundúnavél- inni? - Þú verður sannarlega að hafa hraðan á - þú ert síðasti farþegi um borð.“ - Hvernig gat þetta kornið fyrir mig? Ég hafði ekki heyrl neina tilkynningu um síðasta útkall. Um borð er allt í rólegheitum, en flugfreyja óvenju skjálfrödduð þegar hún fer yfir öryggisbúnað - og flugstjórinn talar óvenju mik- ,ið til farþeganna. „Njótið flugsins eins og hægt er undir þessum kringumstæðum." Og ég les bók- ina um fyrstu daga stríðsins á Möltu fyrir 50 árum síðan - bók sem ferðamenn eru hvattir til að kaupa, af því hún lýsir svo vel lífínu þar. Snæviþaktir franskir Alpar undir fótum okkar í glamp- andi sól og þama má jafnvel eygja Eiffel-turninn. Framundan er Heathrow-flug- völlur, umkringdur af skriðdreka- sveitum og búið að gera ráðstaf- anir til að flugvélar séu ekki skotnar niður. Airbus Air Malta snertir mjúklega jörð og rennir sér upp að flugstöðvarbyggingu. En allt er jafn óvanalegt þennan stríðsmorgun. Fullt af bílum og hópur manna teppir leið vélarinn- ar að landgangi. - Er sprengjuhót- un komin upp? Flugstjóri tilkynn- ir: „Við erum búnir að lýsa yfír óánægju okkar og biðja flugvall- arstarfslið að fjarlægja þennan búnað.“ Nokkur augnablik hiaðin spennu, áður en vélin kemst að landgangi. Liður í öryggisráðstöf- unum. Lítil flugfélög öruggari Það er eitthvað svo notalegt að bóka sig inn í Flugleiðavél hjá írska flugfélaginu Air Lingus. Við erum jú með írskt blóð í æðum og Irar eru svo nálægir okkur íslendingum. Air Lingus tók við bókunarkerfi Flugleiða á Heat- hrow í október. Og það gefur óneitanlega meiri öryggistilfinn- ingu að fljúga með íslensku flug- félagi og þjónusta um borð er jafnvel enn betri en með Air Malta - bæði persónuleg og notaleg. Ég minnist orða arabísks vinar á þessum síðustu og verstu tímum: „Mikið ertu heppin að vera fædd inn í friðsama, norðlæga þjóð eins og' ísland.“ En eldar loga víðar en við Persaflóa. Undir fótum okkar teygir eldstólpi sig til him- ins. Sést svona vel til Heklu? Nei, hér er eitt elsta og fegursta athvarf útivistarfólks á Islandi að fuðra upp. Skíðaskálinn í Hvera- dölum er að brenna. O.Sv.B. Snjóþykkt á Austurrískum skíðasvæðum Hæð yfir Lyftu- Gönguskíða- Snjóhæð Áfangastaður sjó fjöldi brautir i dal á skíðasv. Annaberg/Russbach 777 32 47 10 80 Badgastein/ Bad Hofgastein 840 30 56 190 Bad Kleinkirchheim 1100 29 20 50 130 Bad Mitterndorf/ Tauplitz 812 20 66 10 90 Brand 1037 13 17 20 80 Ellmau, Söll, Scheffau 812 41 47 10 50 Flachau, Wagrain, St. Johann/Pongau 900 55 100 20 85 Gaschurn 1000 27 45 25 100 Hermagor/Nassfeld 600 24 70 80 180 Innsbruck/Igls 574 11 22 5 50 Ischgl/Galtur 1400 33 40 30 130 Kaprun, jökull 800 14 3 10 300 Kitzbiihel/Kirchberg 760 43 60 15 80 Kleinarl/Zauchensee 1014 24 70 35 85 Lech/Ziirs 1450 39 13 85 125 I.ien/. 720 14 53 60 120 Miihlbach, Dienten 853 44 41 10 70 Neustift.jökull 1000 .15 - 20 220 Oberffu rgfl / II ochjju rgfl 1930 22 13 65 120 Obertauern 1740 25 25 100 170 Ramsau a.D., jökull 1100 4 10 180 Rauris 950 10 43 15 125 Saalbach-Hinterglemm 1000 60 53 10 70 Schladming 750 75 30 10 90 Seefeld, Leutasch 1200 27 245 30 60 Semmering 1000 , 5 30 5 15 Serfaus-Fiss 1427 36 111 25 100 Sölden-Hochsölden 1377 22 24 20 85 St. Anton-St. Christoph 1304 43 40 40 150 St. Michael, Mauterndorf 1075 17 114 05 140 St. Jakob í Defereggen 1389 13 25 25 30 St. Johann, Oberndorf 660 18 94 20 50 Strobl/Postalm 544 9 20 30 90 Tuxertíder-jökull 1300 10 - 40 255 Westendorf 800 13 7 20 50 Zell am See-Kaprun 758 39 53 10 80 Zell am ZiIIer, Kaltenbach 580 33 32 0 60 Upplýsingar um snjóþykkt á svæðunum í síma: 904-33 32 84 88 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.