Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1991, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1991, Side 11
Pontiac Trans Sport fjölnotabíll MorgUnblaoio/KGA Pontiac Trans Sport fjölnota bíll dugar vel í borgarumferð sem á þjóðvegum. Farangursrými er orðið lítið ef öll sjö sætin eru notuð. Bak þeirra má hins vegar leggja fram eða kippa einu sæti út til að fá meira rými. Pontiac Trans Sport SE heitir einn af þessum bílum sem við höfum kallað fjölnota eða alhliða ferða-, sendi- eða fjölskyldubíl en það er Jötunn við Höfðabakka í Reykjavík sem hefur umboð fyrir þessa bíla eins og aðra frá •x General Motors. Við skoðum Trans Sport í dag en þetta er tæplega fimm metra langur framdrifinn bíll með þriggja lítra vél og ríkulegum búnaði og kostar hann um 2,5 miHjónir króna. Trans Sport er sem fyrr segir í flokki þessara íjölnota bíla sem eiga sífellt meiri vinsældum að fagna víða um lönd, þ.e. bíla sem við þekkjum aðallega sem sendi- bíla en eru nú búnir sætum fyrir fimm til átta manns, með öllum þægindum fólks- bíla og ýmsum búnaði er gerir þá að hent- ugum ferðabílum. Vekur athygli Pontiac Trans Sport var frumsýndur hjá Jötni nýverið. Þetta er rennilegur bíll en sjálfsagt eru skoðanir skiptar um hvort hann er fallegur. Ég get þó fullyrt að hann vekur athygli í umferðinni ef það er atriði fyrir einhvern. Framendinn er hallandi og langur og mjór og þar leikur framrúðan eiginlega aðalhlutverkið en um eiginlegt grill er ekki að ræða. Framrúðan er þeim eiginleikum gædd að hún endur- kastar 60% sólarorkunnar sem annars hefði hitað bílinn óbærilega - nokkuð sem við höfum sjaldnast áhyggjur af hérlendis. Hliðargluggar eru einnig stórir og aftur- endinn hefðbundinn með ljósum á horninu milli aftur- og hliðarglugga. Stuðarar að framan og aftan tengjast með breiðu hlið- arbretti sem setur sterkan svip á bílinn og getur ýmist verið í sama lit og bíllinn eða með öðrum lit. Hliðarhurð að aftan hægra megin er rennihurð og afturhurðin opnast upp. Trans Sport hefur sæti fyrir sjö manns. Allt eru það þægilegir stólar og eins nema hvað bílstjórasætið hefur fleiri stillingar, auk hinna hefðbundnu er hægt að breyta halla á setu og hækka það eða lækka. Það er iíka búið rafmagnsstillingum sem er mjög þægilegt. Sætunum má koma þann- ig fyrir að þrjú séu í miðju og tvö aftast og síðan má kippa þeim út hvetju fyrir sig og hafa autt rými þar sem hver og einn telur hentugast. Séu öll sjö sætin höfð í bílnum er farangursrými takmarkað en sé tveimur öftustu sætunum kippt burt er Trans Sport kjörinn ferðabíll fyrir fímm. Skemmtileg innrétting Innrétting er skemmtileg og er þægileg- ur hliðarstuðningur fyrir alla nema farþeg- ann í miðjusæti bílsins. Hönnuðum hefur verið sérlega umhugað um að menn gætu haft drykki við hendina því nánast í öllum hornum eru hólf og grindur fyrir glös eða flösku! Útsýni er gott og allur umgangur yfirleitt góður en þó eru rennihurðir ekki eins þægilegar viðfangs og hinar hefð- bundnu. Vélin í Trans Sport er sex strokka þriggja lítra og 120 hestöfl með rafstýrðri beinni innspýtingu. Af öðrum búnaði má nefna aflstýri, veltistýri, hraðastillingu, rafstýrðar rúðuvindur og læsingar og bíllinn er sjálfskiptur og með útvarpi og segulbandi. Sem fyrr segir er lengd hans tæpir fimm metrar eða 4,86 metrar, hæð- in 1,63 og breiddm 1,86 metrar. Lengd milli hjóla er 2,74 m. Bíllinn vegur tæp- lega 1.700 kg og er þyngdardreifingin nánast jöfn á fram og afturhjólin. Bensínt- ankur tekur 90 lítra sem er vissulega kost- ur í ferðabíl. Trans Sport er á 14 þuml- unga hjólbörðum og mætti alveg hækka hann nokkuð með stærri hjóíbörðum. Vegna hins óvenjulega framenda má segja að það taki lengri tíma en ella að átta sig nákvæmlega á stærðinni en að öðru leyti er ökumaður fljótur að ná tökum á Trans Sport. Stýrið er létt og hægt að halla því eins og best hentar og sjálfskipt- ingin er sérlega þýð. Vinnslan er allsæmi- leg og þannig má segja að Trans Sport sé þokkalega lipur í borgarumferð þótt vitanlega sé hann óþarflega stór í flesta venjuiega snúninga hversdagsins. A malarvegi er hann þýður og stöðugur á holóttum vegi þótt haldið sé 80 til 90 km ferðahraða. Vegar- og vélarhljóð heyr- ast ekki mikið en hins vegar taka menn eftir meira vindgnauði en búast má við á þessum hraða. Þá er sérlega þægilegt að Mælaborðið sjálft er í hefðbundnum stíl en lagið á framendanum gefur bílnum nokkuð óvenjulegt útlit og Iangt er að teygja sig fram í rúðuna. geta gripið til hraðastillingar á þjóðvega- akstri en það er hins vegar sjaldnast hægt nema umferð sé lítil. Rúmgóður ferðabíll Verð á Pontiac Trans Sport með þessum búnaði er 2.546.000 kominn á götuna en iækkar í 2.528.000 sé hann staðgreiddur og boðin er þriggja ára ábyrgð. Þetta er Hliðarhurðin er rennihurð og sætunum má kippa út einu í einu eftir því hversu mörg menn vilja hafa og þegar bak þeirra er lagt fram kemur í jjós ágætis matarborð. jeppaverð en sem fyrr segir er þessi bill aðeins framdrifinn. Hann er hins vegar vel búinn og með góðu rými og hentar því vel sem rúmgóður og þægilegur ferðabíll meðan menn eru ekki að sækjast eftir jeppa. Og þeir sem á annað borð hafa hug á bíl sem þessum hafa kannski oftast einnig ráð á öðrum bíl og minni til hins daglega brúks. JT. Wagoneer 2000 er byggður fyrir framtíðina og það er erfitt að sjá skyldleikann við núverandi Wagoneer jeppa. Wagoneer fyrir framtíðina Chrysler sýndi snemma á árinu í Bandarikjunum hugmynd sína að nýjum Wagone- er 2000 fyrir framtíðina en eins og kunnugt er hefur hann litið breyst siðustu ár- in. Eins og sjá má af meðfylgjandi mynd er sá nýi lítt skyldur hinum gamla en forráðamenn verksmiðjanna vilja þó ekki lofa því strax að Wagoneer framtíðarinn- ar líti nákvæmlega svona út. Hann gæti litið svona út segja þeir. Wagoneer eigendur eru yfirleitt íhaldssam- ir og við höldum að þrátt fyrir allt höfum við í senn haldið ákveðnum Wagoneer-ein- kennum og bætt í hann ýmsum nýjungum sem Wagoneer eigendum muni vel líka, seg- ir Thomas C. Gale framkvæmdastjóri hönn- unardeildar Chrysler fyrirtækisins. Wagoneer 2000 hefur sex sæti sem hafa má annað hvort sem tvo þriggja manna bekki eða þrenn pör af stólum. I miðju hvors bekks eru lausar sessur sem nota má til að mynda ný sæti. í miðjum bílnum er síðan það sem þeir kalla skemmtirými, sennilega kallað tómstundaherbergi ef það væri í íbúð. Þarna er að fínna sjónvarp, myndbandstæki og geislaspilara og er þessi eining færanleg örlítið milli sætanna eftir því hversu margir ferðast í bílnum. Þá er í bílnum sérstakur búnaður til að tempra hita. Þegar bíllinn hefur staðið lengi í sólarhita fer kælibúnaður í gang þannig að innan dyra er þægilegur hiti þegar menn ætla að setjast inn á ný. Ekki fylgir sög- unni hversu aflmikil vél er í bílnum annað en að hún er V-8 byggð úr áli. Lengd bílsins er 4,95 metrar, breiddin 2 metrar og hæðin 1,68 m. J.T. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. APRlL 1991 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.