Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1991, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1991, Blaðsíða 2
Seiji Ozawa og Saito Kinen-hljómsveitin ar Boston 1973. Hann er nú á sextánda starfsári sínu sem tónlistarstjóri þeirrar hljómsveitar. Ozawa starfar víðs vegar um heim. Hann starfar reglubundið með Berlínarfílharmón- íunni, Lundúnasinfóníunni, Orchestre Nation- al í Frakklandi, Fílharmóníuhljómsveit Vínar og Nýju japönsku Fílharmóníusveitinni. Störf hans við óperuna hafa meðal annars verið í Salzburg, Royal Opera í Covent Garden, La Scala, Vienna Staatsoper og Óperuna í París. Upptökur á tónlist, sem leikin er af mörgum frægustu sinóníuhljómsveitum heims, heið- ursdoktorsnafnbætur og Emmy-verðlaunin fyrir „Sinfóníukvöld Sinfóníuhljómsveitarinn- ar í Boston“, — allt þetta hefur valdið því, að hann er nú einn þeirra sem ber hvað hæst í heimi hljómsveitarstjórnunar. Þrátt fyrir þetta er hann innst inni mjög auðmjúkur og hógvær maður, allt að því feim- inn, mjög frjálslegur og kann illa við allan hátíðleika. „Það væri leiðinlegt, ef einhver vildi tala við mig, bara vegna þess að ég væri einhver Bernstein, Karajan eða Ozawa.“ Og hann tekur tónlistina alvarlega, því að hann leikur ekki einungis þekkta klassíska músík, heldur hefur hann átt stóran þátt í að kynna japanska tónskáldið Toru Takem- itsu, sem nú hefur öðlast frægð — á alþjóða- vettvangi. Þannig má þakka honum, að við höfum fengið að kynnast tónlist eins sérstæð- asta, litrfkasta og næmasta tónsmiðs aldar- innar. Þessu _ tónskáldi hefur tekist að fá stóra, vestræna sinfóníuhljómsveit til að leika tónlist með ívafi Zeri-heimspekinnar og þann- ig endumýjað tóninn í leik hljómsveitarinnar. Osawa er líka maður, sem metur stór- brotna og trygglynda persónuleika mikils. Eins og margir aðrir Japanir bar hann djúpa virðingu fyrir hinum fyrrverandi kennara sínum. Til þess að sýna þakklæti sitt fyrir, hvað Hideo Saito hafði gert með því að mennta heila kynslóð tónlistarmanna, sem jafnast á við þá bestu annars staðar í heimin- um, söfnuðust meira en hundrað fyrrverandi nemendur hans saman til þess að mynda Saito Kinen-hljómsveitina, — frumkvæði tveggja afburðanemenda hans, þeirra Seiji Ozawa og Kazuyoshi Akiyama. Þetta var gert í september 1984, en þá var þess minnst, að 10 ár voru liðin frá dauða Hideo Saito. Hin mjög svo rómaða frammistaða hljóm- sveitarinnar í Japan dró þegar í stað að sér athygli víðsvegar um heim. I framhaldi af því voru haldnir tónleikar í Vínarborg, Berlín, London, París og Frankfurt. Slíkt var hrósið, sem þeir hlutu, að þeim var strax boðið að spila reglulega upp frá því í helstu tónlistar- borgum Evrópu og USA. í ágúst 1990 er þeim boðið á tónlistarhá- tíðina í Salzburg, til Schleswig-Holstein, Hamborgar, London Proms, á Edinborgarhát- íðina og í september 1991 til Milan, Bercel- ona, London Diisseldorf, í Sinfóníutónleikahú- sið í Boston og Carnegie Hall í New York. í þessum tveimur ferðum verður jafnframt unnið áfram að upptökum á fyrstu, annarri og þriðju sinfóníu Brahms, en upptökum á leik þeirra á fjórðu sinfóníu Brahms og „Nóv- ember spor“, eftir Takemitsu, var lokið hjá Philips-fyrirtækinu 1989. Meðal hljóðfæraleikara í Saito Kinen- hljómsveitinni eru heimsfrægir einleikarar, kammermúsíkmenn og kennarar, auk bæði leiðandi og almennra hljóðfæraleikara úr helstu hljómsveitum Evrópu, Bandaríkjanna og Japan. Þar sem meðlimir hljómsveitarinnar eru allir mjög önnum kafnir, hefur hljómsveit- in aðeins yfir að ráða nokkrum vikum í ágúst eða september á ári hveiju. Enda þótt hver hljóðfæraleikari hafi sína persónulegu skynj- un á tónlist, eiga þeir þó allir eitthvað sameig- inlegt í alstöðu sinni til tónlistar og í tónlistar- játningu og undirstöðutækni, sem byggist á því sem tengir þá saman, nefnilega sambandi þeirra við Hideo Saito. Gróska efnahagslífsins í Japan og kjarkur þeirra, sem þar ráða ferðinni, kemur jap- anskri list til góða, því að stórfyrirtækin standa straum af kostnaðinum við hljómsveit- ina. Þetta sýnir, hveiju peningar geta áorkað í þágu þjóðfélagsins, þegar þeir eiu notaðir í samráði við aðra og til að styrkja háleit markmið. Höfundur er tónskáld og býr á islandi en starf- ar á alþjóðavettvangi. Ameðan Japan hefur verið í örum vexti sem voldugt efnahagsríki eftir síðari heimsstyrjöld- ina, hafa Japanir aldrei misst sjónar á mikil- vægi menningarlegrar þróunar í landi sínu. Vegna þess, hve Japanir bera djupa virðingu Ozawa er nú einn af frægustu hljómsveitarstjórum í heiminum. Hann starfar reglubundið með Berlínarfílharmoníunni, Lundúnasinfóníunni, Orchestre National í Frakklandi, Fílharmoníuhljómsveit Vínar og Nýju japönsku Fílharmoníuhlj óms veit- inni. Eftir JÓSEF KA- CHEUNGFUNG fyrir menntun, og vegna þess hvað þeir bera í sér sterkan vilja til að skara fram úr, leggja hart að sér og stefna af djúpri alvöru að settu marki, hafa þeir náð því að leggja stóran skerf af ntörkum á sviði, sem er jafn fjarlægt upprunalegri menningu þeirra og vestræn, sígild tónlist. Á hvetju ári, síðsumars, heldur skari japan- skra tónlistarmanna innreið sína í helstu tón- listarmiðstöðvar Evrópu og leikur þar undir stjóm hins heimskunna stjórnanda síns, Seiji Ozawa, fyrir stórhrifna áheyrendur og gagn- rýnendur þessara borga. Þeir kalla sig Saito Kinen-, (minnisvarði á japönsku), hljómsveit- ina og eru í rauninni sýningargluggi þess besta í Japan, enda er hljómsveitin skipuð sumum bestu tónlistarmönnum Japana. Það verður að skipa þeim á bekk með helstu hljóm- sveitum heimsins, vegna þess, að þeir leika af ástríðu og innlifun, fylling og hljómfegurð einkennir tónlist þeirra og samleikurinn er nákvæmur og fágaður. Og hver er svo þessi Saito, sem tónlistar- mönnum er svona innilega umhugað um að heiðra, og hver er saga Herra Ozawa, sem hófst úr nafnlausri mergðinni í Japan og gerðist einn helsti hljómsveitarstjóri hins vest- ræna heims? Og hvernig tengjast þessir tveir menn á þann hátt, að úr verður einstök heild and- ríkrar hljómlistar, sem lætur svo stórkostlega í eyrum. Þarna er á ferðinni ennþá ein teg- und af japanskri snilld, sem veröldin er stolt af að eignast. Hideo Saito fæddist árið 1902 í Tókýó og Claudio Abbado, hinn upphaflegi kraftur á bak við „Wien Modern“. Nútíma tónlistar/Ieikhúsviðburður í Konzerthaus í Vínarborg. Seiji Osawa. var sonur fræðimanns í enskum bókmenntum. Hann hóf tónlistarnám tólf ára gamall og lærði fyrst á mandólín, en hóf síðan sellónám 16 ára gamall.'Þar sem tónlistin átti hug hans allan, hvarf hann frá háskólanámi og fór í Tónlistarakademíuna í Leipzig. Þegar hann kom aftur til Japan 1927, var hann ráðinn fyrsti sellóleikari Nýju sinfóníuhljóm- sveitarinnar, sem heitir nú NHK-sinfóníu- hljómsveitin. 1930 fór hann svo aftur til Þýskalands til framhaldsnáms í seilóleik í Berlínartónlistarakademíunni og lærði þar hjá Emanuel Feuirmann, sem glæddi með Saito löngun til að gerast tónlistaruppalandi. Hann tók aftur við stöðu sinni sem fyrsti sellóleik- ari Nýju sinfóníuhljómsveitarinnar 1932, og þar kynntist hann Josef Rosenstock, sem varð aðalhljómsveitarstjóri hljómsveitarinnar 1935. Hann hafði mikil áhrif á það, að Saito helgaði sig hljómsveitarstjórn og kamm- ermúsík í æ ríkari mæli. Þegar Saito hætti í hljómsveitinni 1941, sneri hann sér alfarið að hljómsveitarstjórn og kammermúsík í sex ár. Þá fór sá tími í hönd, þegar hann varð einn áhrifamesti tónlistaruppalandinn í Japan. 1948 opnaði Saito „Tónlistarskóla barn- anna“, og lagði þar með grundvöllinn að stofn- un þeirri, sem nú ber heitið „Toho Gakuen- tónlistarskólinn", en það er einn virtasti tón- listarskóli Japans. í framhaldi af þessu var framhaldsdeild stofnuð 1952, tveggja ára háskóli 1955, og fjögurra ára háskóli 1961. Allt til dauðadags, 1974, helgaði Saito sig tónlistarkennslu og lagði alltaf mesta áherslu á kennslu á strengjahljóðfæri, hljómsveitar- stjórn og uppbyggingu hljómsveita. Hann fór með Toho Gakuen-hljómsveitina til Banda- ríkjanna 1964 og tii Evrópu og USSR 1970. í báðum þessum tilvikum þótti frammistaða hljómsveitarinnar fara fram úr þeim kröfum, sem venjulega eru gerðar til nemendahljóm- sveita. Eins og gefur að skilja fór ekki fram hjá þessum mikla kennara, ef einhver nemenda hans bjó yfir sérstökum hæfíleikum. Seiji Ozawa var einn þeirra fyrstu, sem Hideo Saito fann, að var óvenju efnilegur stjórn- andi. Þegar Ozawa var tuttugu og fjögurra ára gamall, vann hann fyrstu verðlaun í al- þjóðle’gri keppni hljómsveitarstjóra, sem hald- in var í Besancon í Frakklandi og var boðið tii Tanglewood of Charles Munch, sem þá var tónlistarstjóri sinfóníuhljómsveitarinnar í Boston og dómari í keppninni. 1960 vann hann til æðstu viðurkenningar Tanglewood- tónlistarstofnunarinnar, Koussevitzky-verðlaunanna, fyrir einstaka frammistöðu sem hljómsveitarstjóraefni. Þeg- ar hann varð síðar nemandi Herbert von Karajan í Vestur-Berlín, veitti Leonard Bem- stein honum athygli og réð hann aðstoðar- hljómsveitarstjóra Fílharmóníusveitar New York 1961—1962. Síðan þá hefur saga hans verið ein samfelld frægðarför. Hann var út- nefndur tónlistarstjóri Ravinia-tónlistarhát- íðar Sinfóníuhljómsveitarinnar í Chicago, einnig tónlistarstjóri Toronto-sinfóníuhljóm- sveitarinnar, San Francisco-sinfóníuhljóm- sveitarinnar, Tanglewood-tónlistarhátíðarinn- ar og síðan hintfar þekktu sinfóníuhljómsveit-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.