Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1991, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1991, Blaðsíða 11
V so stóðu til. Einkum kom á óvart hve miklar ójöfnur hann fór yfir án þess rekast niður. Ekki skorti hann afl í brekkurnar, dísilvélin er bráðskemmtileg og hæfir þessum bíl eink- ar vel. Þarna gafst gott tækifæri til að prófa drifrásina og þá möguleika sem hún gefur. í lausamalarbingnum, með um 30 gráða halla, fór bíllinn svo langt upp sem dekk og þyngdarlögmál leyfðu, með læst þvers og langs. Ekki tókst að ná upp alla brekk- una án óþarfa áhættu á að velta bflnum, þar sem haugurinn var mjór og mátti lítið út af bregða. En, með framhjólin í loftköst- um æddi hann upp, þar til afturdekkin grófu sig, samtaka, í mölina. Þarna skorti bílinn sjálfan ekkert, upp hefði hann farið á breið- ari og grófari dekkjum. Báðar vélamar hafa fengið nokkur viðbót- arhestöfl og má þakka það fínstillingum fremur en öðru. Bensínvélin er 150 hestöfl, var áður 141. Þessi viðbót kemur einkum með því einfaldlega að stytta leið sogloftsins að strokkunum og bæta blöndun lofts og bensíns. Vélin skilar langa bílnum í 165 km hraða og með henni eyðir bfllinn, samkvæmt tölum framleiðanda, að jafnaði 14,0 lítrum á hundraði beinskiptur, 13,9 sjálfskiptur. Dísilvélin er með forþjöppu og millikæli, hún gefur 99 hestöfl, var 95. Með henni eyðir stutti bíllinn 11,4 lítrum á hundraði að jafnaði, samkvæmt tölum framleiðanda. Afar lítill munur er á uppgefinni eyðslu, eftir því hvor bíllinn er með hvaða vél, má telja innan skekkjumarka. Merkasta nýjungin Drifrásin er vafalaust merkasta nýjungin í Pajero. Tæknilegar útskýringar verða að bíða síðari tíma, en í storum dráttum virkar hún þannig: Val er um fjórar mismunandi stillingar. I fyrsta lagi afturdrif eitt tengt, framhjól eru fríhjólandi. Hentar við venjuleg- an akstur og góðar aðstæður. Upp að 100 km hraða er hægt að tengja ijórhjóladrif með seigjukúplingu á mismunadrifi milli öxla, framhjól tengjast drifrásinni algjörlega sjálfvirkt. Næsta stilling er fyrir erfiðar að- stæður, þar sem aka þarf með fullri aðgát, einnig tengjanlegt upp að 100 km hraða, þá er fjórhjóladrif tengt og mismunadrif milli öxla fulllæst. Stöðva þarf bílinn til að skipta drifinu í hlutlaust og þaðan í lágadrif- ið, hlutfall 1,925:1. í lágadrifinu er mis- munadrif milli öxla einnig fulllæst. Sé þetta ekki nóg, er hægt, upp að 15 km hraða, að læsa afturdrifinu 100% með snertirofa á milli sætanna í bílnum. Öll þessi atriði sjást skýrt og skilmerkilega á ljósa- borði í mælaborðinu. Öryggismál eru í ágætu lagi. ABS-hemlar eru valkostur og reynt var að þeir virka vel. í hurðum eru þverbitar, sem veita vörn ef árekstur verður frá hlið. Hér verður á markaði GLS gerð af Paj- ero, sem er í útliti eins og myndirnar sýna. Ekki er enn ljóst hvað þeir kosta, en þó er vitað að þeir verða líklega 10-15% dýrari en gamla gerðin, sem kostar upp í um 2,5 milljónir króna. Vonast er til að hinn nýji Pajero verði kominn hingað á markað í ágúst, september næstkomandi. Lengri bíll- inn verður fáanlegur með báðum gerðum vélanna, sjálfskiptur eða beinskiptur, sá styttri einnig, en þó ekki sjálfskiptur með dísilvélinni. ABS-hemlar verða fáanlegir og allir bensínbílarnir verða með mengunar- varnarbúnaði, eins og reyndar allir aðrir Mitsubishi bílar sem Hekla hf. hefur flutt inn undanfarið. j»j. Farþegarnir kvarta ekki í nýlegu fréttablaði Saab-verksmiðj- anna sænsku er frétt um Svía nokkurn sem rekur útfararþjónustu og vill ekki aka í öðru en Saab bílum. Hann segir þar að hann hafi átt Saab frá árinu 1950 og börn sín hafi einnig komist á bragðið og noti ekki aðra bíla. Alvin Johansson keypti nýverið fimm hurða Saab 9000 sem hann hyggst lengja um 80 cm og er þetta talinn fyrsti Saab 9000 sem notaður verður í útfararþjón- ustu en nokkrir Saab 900 hafa verið notaðir í þeim tilgangi. Lengingu bílsins annast fyrirtæki Kjell Johanssons í La- holm sem hefur meðal annars lengt og útbúið bíla frá Volvo fyrir útfararfyrir- tæki. Alvin Johansson notar einnig bíla frá Nissan og Volvo í fyrirtæki sínu og reynist Saab vel ætlar hann að annast sjálfur breytingu og sölu á Saab fyrir útfararfyrirtæki. Hann segist óhræddur ráðast í þessar breytingar á Saab 9000 og segist að minnsta kosti vera viss um að farþegarnir kvarti ekki! jt Sá stutti stóð sig vel í torfærunum, dísilvélin erhrein- asta afbragð við þessar aðstæður. Pajero GLS, lengri og styttri gerð, þessar gerð- ir verða á mark- aði hér í haust. Afturhurðin opnast vel og farangursrýmið er stórt, þarna eru líka fellisæti, með þeim getur bíllinn tekið 7 manns. Verkfærakistan er vel staðsett í hurðinni. á götuna. Auk þessa er fullur bensíntankur innifalinn, þriggja ára ábyrgð og verksmiðj- uryðvörn með 6 ára ábyrgð. Vera má að þetta þyki hátt verð, um 300 þúsund krónum hærra en bíllinn með framdrifinu. Hins veg- ar ' ræður notkunarhugmynd kaupandans jafnan miklu um hvað er dýrt og hvað ekki. Vilji menn lipran og rúmgóðan fimm manna fólksbíl sem á að fetja þá örugglega á milli áfangastaða við misjafnar aðstæður þá er Applause einn kosturinn af mörgum aldrifs- fólksbílum. Þannig séð er hann ekki dýr en þurfi menn ekki bíl með sítengdu aldrifi þá er sjálfsagt að spara sér þau útgjöld. jt Daihatsu Applause 16Z með sítengdu aldrifi. Afturhlerinn opnast frá stuðarabrún og upp fyrir afturrúðu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. MAÍ1991 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.