Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1991, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1991, Blaðsíða 9
En þetta fiðluspil hefur víst ekki altekið hinn unga Sámal. Og um líkt leyti gerðist það raunar, að á hann tók að herja húðsjúk- dómurinn psoriasis, sem versnaði fljótlega svo að hann var lagður inn á sjúkrahús þar til hann komst aftur heim til Færeyja. Svona fór um sjóferð þá. Næst gerði hann atlögu að kennaraskól- anum, en þá versnaði þessi þráláti húðsjúk- dómur svo, að hann gafst upp og hélt dapur í huga heim til Mykiness. Og þá fór hann að mála. Það hafði áreiðanlega sín áhrif, að suma- rið 1924 kom sænski fugla- og landslags- myndamálarinn Gislander til Mykiness. Ekki hefur hann þótt neinn stórsnillingur, en myndir hans urðu hinum unga Sámal sem opinberanir. Hann elti Gislander um eyjuna og horfði á hann mála. Og úr tómu litatúp- unum, sem Gislander hafði fleygt frá sér, kreisti Sámal hveija ögn sem eftir var og málaði með því sjálfur. Næstu árin var hann áfram í Mykinesi og gekk að hveiju sem gafst til sjós og lands. Föðurbróðir hans í Kaupmannahöfn útvegaði liti og annað sem þarf til málverks og jafnframt vinnunni sökkti hann sér af kappi í myndsköpun. í bókinni er mynd frá þessum tíma: „Mykinesbygd 1926“. Hann nær strax undraverðri heild í litina, en útfærslan er samkvæmt raunsæisstefnunni; hver glugga- póstur á sínum stað, hver steinn í gijótgörð- unum, sem umlykja túnbletti upp um allar hlíðar - og þar stendur sæti á víð og dreif, en fölgulur litur haustsins er fallinn á landið. Þetta er afskaplega falleg og hugnæm mynd, þótt ekki láti hún mikið uppi um þann Mikines, sem málaði ofsafengnar myndir um grindadráp löngu síðar. Liðlega tvítugur hélt Sámal Elias til Kaupmannahafnar, bjó hjá föðurbróðurnum og hitti unga og framsækna Færeyinga svo sem William Heinesen og Jákup Olsen; þeir voru báðir að mála. Heinesen er nú nýlátinn og varð eins og flestir vita eitt af höfuðskáld- um Norðurlanda, en var jafnframt sérstæð- ur og góður myndlistarmaður. Þessir þrír héldu með sitt málaradót út í danska nátt- úru, ákveðnir í því að verða alvöru málarar eins og Christian Krogh eða Willumsen. Heinesen hefur sagt frá því, að þeir efndu til samsýningar og sjálfur seldi hann helm- inginn af sínum myndum, en Mikines seldi upp. Heinesen hvatti hann mjög til að fara í listnám; þeir urðu nánir vinir alla tíð síðan. Mikines sótti um og fékk inngöngu í Konunglega danska listaháskólann og jafn- framt fékk hann styrk frá lögþinginu. Ejnar Nielsen, sem margir íslendingar þekkja, varð ekki aðeins kennari hans, heldur og náinn vinur á meðan báðir lifðu. Ejnar Niels- en var þeirrar kynslóðar, fæddur 1872, að hann hafði hrifizt af táknmyndastefnunni, symbólismanum, en var opinn fyrir nýjum straumum. Mikines gekk aldrei symbólis- manum á hönd, en um tíma áttu þeir Ejnar Nielsen og Mikines það sameiginlegt að vera bergnumdir af návist dauðans sem myndefni. Ejnar lézt 1956. „Líðingin, pínan, sorgin, einsemdin, lívið og deyðin fáa sum ongantíð fyrr ella seinni í danskari list sín samkennandi og meistaraliga lýsara", sagði Mikines þá í minningargrein um vin sinn og kennara. Um feril Mikines að náminu loknu er það að segja, að hann sýndi fyrst á Haustsýning- unni - Kunstnernes Efteraarsudstilling - árið 1931. En að eigin sögn fór hann ekki að vakna og finna sjálfan sig fyrr en á árun- um 1933-34. Á þessum árum málaði hann sérstæðar og athyglisverðar myndir í Fær- eyjum. Sumarbirtan bregður gullnum blæ á haf og himinn, en húsin standa dimmleit í þéttum klösum. Aftur og aftur nálgaðist hann þetta myndefni, sem átti huga hans og hjarta. Stundum skín sólin en oftar ligg- ur grámi úthafsþokunnar á eyjunum. „Men fyrst af öllum hava vit veður í Föroyum. Tað skiftir alla tíðina. Sum um náttúran var ikki nóg dramatisk framman- undan, troýttast veðrið ongantíð av at klæða hana í alskyns kápur - skýrák, regn, æling, skaddu, fjallamjörka, tám, sirm og surk, sum fjalir, loynir, kámar, rekur framundir ella tekur fram hetta ella hatta ella alt. Ein einsamallur dagur kann sleppa öllum hugs- andi veðurlögum framar, og ljós og litir skifta uttan íhald.“ Svo skrifar Bárður Jákupsson. Ekki gerði Mikines víðreist um sína daga. En ferðastyrk fékk hann frá danska Listahá- skólanum árið 1937. Hann lagði upp með Lýru frá Þórshöfn, kom við í Osló, Gauta- borg, Stokkhólmi og gömlu góðu kóngsins Kaupinhafn, en raunar var ferðinni heitið til Parísar, þar sem sjálf listagyðjan bjó um þær mundir. Þangað komst hann líka. Áhri- faríkast af því sem hann sá var sýning á Grindadráp, 1942. í bókinni segir svo: „í 1942 fékk Mikines hugskotið til eitt myndevni, sum helst kann sigast vera hansara týdningarmesta, og sum hann skuldi fara aftur og aftur til restina av lívinum í hópatali av myndunum: Grinda- drápið.“ Borgardalur í Mykinesi, útsýni móti Vágum, 1952. verkum Spánveijans el Greco, sem sumir telja brautryðjanda expressjónismans, svo og að sjá myndir Delacroix. Að öðru leyti lét París Færeyinginn ósnortinn. Danskur teiknari og vinur hans, sem þar var á sama tíma, sagði að herbergið hjá Mikines hefði verið fullt af vatnslitamyndum frá Færeyj- um, sem hann málaði eftir minni. Parísarferðin styrkti Mikines í hrifningu hans á norrænni list. Það voru menn eins og Per Krogh, Axel Revold og Henrik Sör- ensen frá Noregi, Svíinn Ernst Josephson og Danirnir Hammershöj, Willumsen og Ejnar Nielsen, sem höfðuðu til hans. En þó umfram alla aðra: Eugene Delacroix og Edvard Munch. í fyrirlestri um Munch hjá Færeyingafélaginu í Höfn, komst Mikines svo að orði: „Munch var altið fyrst og fremst litmeist- arinn mikli, og hevur hann sýnt okkum, at tað sonevnda „litterera", sum hevur verið bannað í nýggjari list, als ikki ger listaverk- ið verri, tvörturímóti, bert teir röttu og sonnu listamenn hagreiða evnið.“ Seint á kreppuárunum flutti Mikines til Kaupmannahafnar, án þess þó að það væri hugsað til frambúðar. En þegar stríðið eða „heimsbardaginn" eins og færeyskir segja, brast á, varð Mikines eins og aðrir Færey- ingar í Danmörku að vera um kyrrt unz því lyki. Það breytti ekki því að hann hélt áfram að mála færeysk myndefni af engu minni krafti en áður. Undir lok stríðsins var heimþráin orðin sterk. Þá málar hann fólk, sem stendur á þungbúinni sjávarströnd og mænir út í ijarskann. Raunar var hann ekki einn um þetta. Frá sama tíma er „Heim- þrá“ eftir Jón okkar Engilberts, afar sér- kennileg mynd og fögur. „Tað er ein vanlukka", sagði Mikines í blaðaviðtali, „at vera afskorin frá myndevn- um sínum“, enda hélt hann heim til Fær- eyja strax að stríðinu loknu. En eftir 8 ár lá leiðin að nýju til Kaupmannahafnar. Þar bjó hann það sem eftir var ævinnar, en vitj- aði sinna kæru Færeyja á sumri hveiju. Það hafði losnað töluvert um málverkið hjá hon- um eftir stríðið og hröð vinnubrögð og áköf pensilskrift eru komin í stað dimmra og þungra flata frá þeim tíma þegar hann málaði jarðarfarir og návist dauðans. Jesus gongur á sjónum, 1967. Altari- stafla í kirkjunni í Kirkjubæ. Eitt af síðustu verkum Mikiness. Kannski voru þetta áhrif frá danskri samt- ímalist; danskur málari varð hann.samt aldr- ei. Árið 1954 stofnaði hann til hjúskapar; kona hans hét Karen og var dönsk og hún stóð dyggilega við hlið hans í þjakandi heilsuleysi hans síðustu tvo áratugina. Sam- an áttu þau soninn Kára. Þrátt fyrir bæri- lega velgengni og lofsamlega gagnrýni átti Mikines oft í sálarstríði og átti þá til að grípa til flöskunnar meira en í góðu hófi. Um þetta leyti og fram til 1965 málaði hann margar frábærar myndir; dvaldi um tíma úti á Jótlandi og einnig á Borgundar- hólmi. Myndir hans þaðan eru einu lands- lagsmyndirnar í lífsverki hans, sem ekki eru færeyskar. Aftur og aftur kom hann þó að myndefni, sem stóð honum hjarta nærri: Færeysku þorpi, sem kúrir í návist hafsins, jarðarförinni og grindadrápinu. Tveir síðustu áratugirnir í lífi hans nýtt- ust sorglega illa vegna vanheilsu. Oft var Mikines frá vinnu tímunum saman, oft á sjúkrahúsum. Öðru hvoru fór hann heim í Mykines og þar varð hann fyrir því ofan á allt annað sumarið 1969, að alda færði hann í kaf, þegar hann var að baða sig í sjó og þótt tækist að koma hjarta hans í gang á nýjan leik, var ljóst að hann' yrði aldrei samur maður eftir. Hann lifði þó í áratug eftir þetta, en andaðist 22. septem- ber 1979. Pieta, 1937. Dauðastundin, líkfylgdir og jarðarfarir voru Mikines löngum áleitið yrkisefni. Gísli Sigurðsson tók saman LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. MAÍ 1991 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.