Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1991, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1991, Blaðsíða 13
‘v3nrf™u:i»'vi" FEREHBIáÐ LESBÓKAR Mann langar ósjálfrátt til að gista á þessu farfuglaheimili. Hvar er best að gista? A heilsárs- eða sumarhóteli, bóndabæ, farfuglaheimili eða tjalda yfir sig Fyrir nokkrum áratugum urðu ferðamenn á íslandi að leita á náðir bænda til að fá þak yfir höfuðið. Byltingarkennd nýjung þegar farið var að nýta skóla og félagsheimili undir sumarhótel. I nokkur ár voru Edduhótelin allsráðandi — eða þangað til bænda- gisting og farfuglaheimili komu til sögunnar. Nú leggja byggða- kjarnar metnað sinn í að reka heilsárshótel, sem mörg eru undir merki „Islensku hótelanna“. Já, tími fábreyttra gistimöguleika út um land er liðinn. Nú geta ferðamenn valið á milli margra gæðaflokka í gistingu. En verðlag segir ekki allt. Edduhótelin Opnunartími Edduhótelanna er frá 10.-15.júní til 31. ágúst. En tvö Edduhótel eru opin allt árið: Hótel Edda á Kirkjubæjarklaustri og Hótel Hvolsvöllur. Hið síðar- i^^^mmim^^^mm^^^mimm^^^^m nefnda er líka undir merki „íslensku hótel- anna“. Nýtt Edduhótel hefur verið opnað á Reykjanesi við Isafjarð- ardjúp. í júní bjóða Eddurnar afsláttarkjör, ef borgað er fyrirfram fyrir 4 nætur eða fleiri. Tilboðið (kr. 3.000 fyrir hjón í herbergi með Ný hótel Edda á handlaug) gildir aðeins Reykjanesi við ísa- fyrir gistingu í júní. fjarðardjúp. Edduhótelin eru flest í heima- vistum skóla og sums staðar eru enn harðir, mjóir svefnbekkir sem nemendum er boðið upp á, en gjörþekkir næsta nágrenni og veitir betri þjónustu. Breytt við- horf frá því að ráða fólk sem lítið þekkir til staðhátta. íslensku hótelin Samstarf „íslensku hótelanna" gengur út á sértilboð um gistingu með greiðslumiðanum „Föru- naut“. Tilboðið gildir fyrir a.m.k. ijórar nætur, en fyrstu nótt verð- ur að bóka 24 tímum áður. Síðan má taka eina og eina nótt til sept- emberloka þar sem laust er. Morg- unverður er innifalinn. Herbergi eru flest með sérsnyrtingu. Ferðaþjónusta bænda Gisting hjá bændum er bæði gömul og ný. Þar má gista í upp- búnu rúmi eða svefnpoka inni á bæjunum eða leigja sumarhús (misjafnt eftir bæjum, sjá bækl- ing)! Tjaldsvæði eru við nokkra bæi. Það skemmtilegasta við bændagistingu er hvað hún gefur góða innsýn í sveitalífið — og hvað afþreymg er fjölbreytt í tengslum við gistinguna. Hestabæir fyrir hestafólk. Ódýr veiði í vötnum og ám fyrir stang- veiðimanninn (sjá Veiðiflakkar- ann)! Bátsferðir og skoðunarferð- ir. _ í Evrópu þykir bændagisting besta aðferðin til að kynnast íbú- um og þjóðarsál. Vonandi heldur bændagisting á íslandi áfram að vera persónuleg og sérkenni bæj- anna haldi sér, þrátt fyrir að sveitastörf dragist saman og hörð verðflokkaskipting sé nú hjá FB. Nokkrir gistihúsaeigendur eru farnir að bjóða gestum sínum upp á reiðhjól meðan á dvöl stendur. ferðamenn sætta sig illa við. í ár verða 150 ný rúm tekin í notkun og stefnt að því að öll rúm upp- fylli nútímakröfur innan þriggja ára. Nú sækjast Edduhótelin eftir staðarfólki í gestamóttöku sem Farfuglaheimili Ódýr gisting og gestaeldhús- er einkennismerki þessara 52 ára alþjóðlegu samtaka sem reka 24 gististaði á íslandi, þar af 7 ný í ár. Farfuglar byggja fyrir fólk sem ferðast mikið og vill ekki LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. MAÍ 1991 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.