Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1991, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1991, Blaðsíða 5
Latneska fyrirmyndin að þessu erindi er miklum mun einfaldari. [„Teldu það hina æðstu dyggð þina að halda tungunni í skefj- um. Sá kemst næst guði sem kann að þegja af skynsemi." Enska skáldið Geoffrey Chaucer (d. 1400) hefur í miðjum kh'ðum að heita má orðrétta þýðingu á fyrra hlutan- um: „The firste' vertu, sone, if thou wolt leere, / Is to restrayne and kepe wel thy tongue," enda tönnlast skáld einatt á kenn- ingum fyrri manna þegar þeim dettur ekk- ert skárra í hug sjálfum]. Skemmtilegt er að bera saman önnur ummæli Kgs og Hgs um margmælgi eða símælgi. Hugsvinnur gamli minnir á hvern- ig snotur (þ.e. vitur) maður bregst við orðum þeirra sem láta dæluna ganga án afláts: Símálugs orð þykja snotrum hal vindi lík vera. En höfundi Kgs þykir ekki nóg að segja hverjum augum vitrir menn líta á símælgi, heldur minnist hann einnig þeirra sem ráða yfir auði og völdum, enda hefði hann verið talinn höfðingjasleikja ef hann hefði verið uppi fyrir norðan í mínu ungdæmi: Ríkir menn og allir vitrir menn reiðast við símælgi og þykir leið vera og einskis verð nema heimsku. V. Veðramót Freistandi væri að rekja skyldleika fom- sagna vorra við Kgs, en hér verður þó látið nægja að begda á einungis ofurlítið dæmi um útlendan lærdóm í Kgs og tveim sögum. Þegar Þorstein Egilsson hefur dreymt ein- hvern frægasta draum á Mýrum sem getið er um í gömlum skræðum og lýsir fuglum úr norðri, suðri og vestri, þá telur hann samt drauminn vera ómerkilegan. Og mun vera fyrir veðrum að þau mætast í lofti úr þeim ættum er mér þóttu fuglarn- ir fljúga. Þó er draumurinn ráðinn með allt öðru móti; fuglarnir eru látnir tákna þijá menn sem munu koma til Borgar úr þeim áttum sem nefndar voru. En það er víðar en í Gunnlaugs sögu ormstungu að veður mæt- ist í lofti. Svo er hermt í Örvar-Odds sögu að menn heyrðu þijá mikla bresti ofan úr lofti svo að undrum gegndi, en Oddur hefur þó glögga skýringu á reiðum höndum. Heyrt hefi eg sagt frá því að veður tvö verði senn í loftinu og farist á móti, og af þeirra samkomu verði stórir brestir. Nú skulum vér svo við búast sem veður nokkuð illt og mikið muni koma. Sumum fræðimönnum er svo farið að þeir treysta ekki veðurfræði þessara sagna, en þó þykir mikið koma til þeirra veðra- móta sem getið er í Kgs: Það verður og iðulega að tveir vindar rísa upp í senn, hvort í móti öðrum, og ef þeir mætast í lofti uppi, þá verður það mikið högg er þeir koma saman, svo að það högg gefur mikinn eld af sér og dreifist hann víða um loft. VI. Úr lýsingu Íslands Landafræði Kgs er að ýmsu leyti athyglis- verð: þó er sá munur á að þar segir nokkuð frá írum og Grænlendingum, en hins vegar er gersamlega þagað um íslendinga svo að ekki verður ráðið af Kgs hvort fóstuijörð vor er byggð eða óbyggð. Og heldur andar köldu í landsins garð. Það þyki mér vera um ísa þá er á íslandi eru, að það land gjaldi návistar þeirrar er það liggur nær Grænlandi, og er þess von að þaðan standi mikill kuldi, með því að það er umfram öll lönd ísum þakið. En nú með því að Island tekur þaðan mikinn kulda og hefir þó lítinn varma af sólinni, þá hefir það fyrir því svo mikinn gnótt ísa yfír fjallgörðum sínum. Ekki efumst eg í því að píslarstaðir eru á íslandi í fleirum stöðum en eldinum einum, og fyrir því að eigi er minni ofurgangur jökla og frosts á því landi heldur en eldsins. En nú má engi dyljast við sá er sjá má fyrir augum sér, fyrir því að slíkir hlutir eru oss sagðir frá píslum helvítis sem nú má sjá í þeirri ey er ísland heitir, því að þar er gnótt elds ofurgangs og ofurefli frosts og jökla, vellandi vötn og stríðleikur ískaldra vatna. Þótt íslendinga sé hvergi getið í Kgs, þá grunar lesanda að höfundur hennar hamri á píslarstöðum hérlendis í því skyni að minna á syndir þess fólks sem hér byggði og var svo óhlýðið Noregs konungi að það átti ekki skilið að vera nefnt á nafn. Framhald síðar. Höfundur er fyrrv. prófessor við Edinborgarhá- skóla. HRAFN HARÐARSON Vorar skuldir Hann kom aftur eins og hann lofaði valdi sér lærisveina: Fylg þú mér, sagði hann og ég hlýddi. Mánuði síðar var ég líka handtekinn: ógreiddir skattar, vextir og víxlar hiti, rafmagn og sími. í einangrun klefa míns skildi ég loks: fyrirgef oss vorar skuldir. Höfundur er bókavörður í Kópavogi. ÞORBJÖRG HRÓARSDÓTTIR Fyrstaper- sónufor- nafnið Fyrstapersónufornafnið stendur fyrir framan spegilinn. Starandi augnaráðið mætir sjálfu sér á miðri leið. Stórskotaárás stingandi augnasteina myndar sprungur í speglinum. Fyrstapersónufornafnið stendur fyrir framan sprunginn spegilinn og starir á fleirtölumynd sína. Máninn Hún laut þungu höfðinu og horfði á andlit sitt speglast í tæru vatninu og fölur máninn mætti þögulu augnaráði hennar neðan úr djúpinu, blikkaði augunum og brosti vingjarnlega og hún reyndi að mynda bros á móti en gafst upp og dýfði höfðinu niður í vatnið og gárurnar leystu upp vingjarnlega mánann. Höfundur er nemi i Háskóla íslands. PER LAGERKVIST Sigurjón Guðjónsson þýddi Spjótinu er kastað Spjótinu er kastað og kemur aldrei til baka. Glóandi fýkur það gegn um myrkrið í heilögum boga sínum. Útkastað er spjótinu endanlega með oddi sínum logandi og enn ófædd mannshjöitu bíða þess að vera rekin í gegn af því Útkastað er spjótinu endanlega. Hvers er höndin sem varpaði því, hver er spjótkastarinn? Einhver hlýtur að hafa kastað því, og af kraftinum að dæma hlýtur það að hafa verið voldug hönd. Hver er hann sem kastað hefur spjótsoddi anda síns gegnum myrkrið, hver er spjótkastarinn? Það er ég, hinn gegnumstungni, sem spyr. Snúðu þér við og reyndu að finna hann. Snúðu þér við, þú sem ekki varst hæfður framan frá af spjóti hans, þú sem varst stunginn í gegn af því á flóttanum, flóttanum undan honum. Hví talar þú um spjótkastara? Þú trúðir ekki einu sinni á spjótið fyrr en það hæfði þig, þú sást aldrei heilagan boga þess í myrkrinu. Þú trúðir aldrei á það sem þú flýðir undan og spjótsoddurinn kom hjarta þínu að óvörum eins og leiftur. Enginn þekkir spjótkastarann. En eld hans þekkir þú. Hví er það þér ekki nóg? Hvers vegna horfir þú langt burt þegar spjótsoddur hans brennur í hjarta þínu? Per Lagerkvist, 1891-1974, var eitt af höfuðskáldum Svia á þessari öld. „Eyðingin hljóða... hennar skal ríkið um síðir“ Aaldarafmæli Jóns Sig- urðssonar forseta 1911 birtir Skírnir, Tímarit Hins íslenska bók- menntafélags, nokkrar greinar um hann. Meðal greinarhöfunda var Indriði Einarsson (d. 1939) leikritahöfundur og skrifstofustjóri. Hann rekur þar minningar sínar um Jón Sigurðsson og konu hans Ingibjörgu Einars- dóttur en af þeim hafði Indriði talsverð kynni þegar hann stundaði nám við Kaup- mannahafnarháskóla á árunum 1872-1877. Árið 1939 kom ljóðabók Jóns Helgasonar (d. 1986) prófessors í Kaupmannahöfn Úr landsuðri fyrst út. Þar birtist hið sérstæða og nú alþekkta kvæði hans / Árnasafni en Árnasafn var eins og alkunna er starfsvett- vangur Jóns Helgasonar um langa ævi. - Hluti niðurlagsorða minningargreinar Indriða Einarssonar felur í sér líka afstöðu og samkynja líkingamál og síðasta erindi þessa kvæðis Jóns Helgasonar. Orð Indriða eru þessi. „Islendingar munu vera minnisbeztir allra þjóða. Alt sem við hefir borið hefir verið skrifað upp, á bókfell, legsteina eða pappír. En bókfellið máist og týnist, legsteinarnir þola ekki loftið, brotna og sökkva í jörð, ,og pappírinn fúnar og leysist upp í duft.“ (Skírnir 1911, bls. 301.) Síðasta erindi fyrrnefnds kvæðis Jóns Helgasonar er þannig: „Bókfellið velkist, og stafírnir fyrnast og fúna, fellur í gleymsku það orð sem er lifandi núna, legsteinninn springur, og letur hans máist í vindum, losnar og raknar sá hnútur sem traustast vér bindum.“ (Úr landsuðri 1939, bls. 81.) Þótt Indriði Einarsson væri á stundum töframaður máls og stíls, eins og endur- minningabók hans „Séð og lifað“ (1936) ber ljósan vott um, er þessi texti hans frem- ur lýsandi lífsspeki en skáldskapur. í þessu erindi kvæðis Jóns Helgasonar er hugsunin ekki aðeins færð í skáldlegan búning heldur fær „eyðingin hljóða“ aukið vægi þar sem hún er einnig látin ná til fallvaltleika mann- legra samskipta. Þessar tvær tilvitnanir hér að framan fela samt í sér svo líka hugsun að í hugann koma orð Jóns Heigasonar í grein hans, Athugasemd um fjögur íslenzk kvæði, sem birtist fýrst í Skími 1951. Þar telur hann að tengsl hljóti að vera á milli kvæðis Steingríms Thorsteinssonar: Draumur hjarðsveinsins (í birkilaut hvíldi ég bakkanum á) og höggmyndar eftir norska myndhöggvarann Brynjólf Bergslien sem ber sama nafn og kvæðið. Gjetergutt- ens dröm. Báðir lýsi samskonar atviki þótt finna megi þar smávegis mun. Síðan bætir Jón Helgason við: „Engu að síður er líking- in svo mikil að ótrúlegt er að hún sé hend- ing ein.“ (Skírnir 1951, bls. 68.) Þessi orð mætti að breyttu breytanda hafa um texta Indriða Einarssonar og erindið í kvæði Jóns Helgasonar. EIRÍKUR JÓNSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. MAl 1991 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.