Tíminn - 20.11.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.11.1966, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 20. nóvember 1966 Útgefandl: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur 4 Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12328. Augiýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands. — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Höfuðmál Alþýðu- sambandsþingsins Mörg mál liggja fyrir því þingi Alþýðusambands íslands sem háð er þessa dagana. Eitt mál ber þó langhæst. Það er hinn langi vinnutími verkainanna, sem er miklu lengri hér en í nálægum löndum. Þótt margt og mikið hafi á- unnizt á þeim fimmtíu árum, sem Alþýðusamband ís- lands hefur starfað, hefur að því leyti aftur sótt í hið gamla horf seinustu árin, að vinnutíminn er alltof langur. Það, sem ræður mestu um hinn langa vinnutíma, er ónógur kaupmáttur daglauna. Þrátt fyrir stórauknar þjóðartekjur seinustu árin, hefur kaupmáttur daglauna ek'kert aukizt á sama tíma- Hins vegar hafa kröfur um lífsþægindi mjög aukizt. í tillögu, sem þeir Þórarinn Þórarinsson og Einar Ágústsson hafa lagt fram á Alþingi um „rannsókn á kaupmætti tímakaups verkamanna í dagvinnu“ er þetta mál nokkuð rætt og segir þar m.æ á þessa leið: „Frá Efnahagsstofnuninni liggja fyrir útreikningar trm kaupmátt tímakaupsins 1-959 og 1966. Samkvæmt þessum útreíkningum hefur kaupmáttur tímakaups iðn- verkamanna, sem taka kaup samkvæmt töxtum Iðju í BEylqavik, verið 97.1 hinn 1. júní síðastliðinn, miðað við, að hann hafi verið 100 á árinu 1959. Tímakaup það, sem Hfnahagsstofnunin miðar við, er byggt á „ákveðn- tan hlutföllum dag-, eftir- og næturvinnu“ og gefur því ekM rétta mynd af kaupmætti sjálfs dagvinnukaupsins. M það væri tekið eitt sér, sem réttara er, mundi rýrnun fcaupmáttarins verða enm meiri. \ Þá hefur Efnahagsstofnunin reiknað út í skýrslu sini til Hagráðs, að kaupmáttur tímakaups verkamanna í dagvinnu sem taka kaup samkvæmt töxtum Dagsbrún- ar 1 Reykjavík, hafi verið 106.6 hinn 1. júní síðastliðinn, miðað við, að kaupmátturinn hafi verið 100 á árinu 1960. Þegar þess er gætt, að kaupmáttur tímakaupsins var um 9% minni 1960 en 1959, frá 1. marz til 31. sept-, kemur það glöggt í ljós, að kaupmáttur tímakaups Dags- brúnarmanna í dagvinnu er nú minni en 1959. Breytir það ekki þessari staðreynd, þótt verkamenn hafi fengið lítils háttar kauphækkun síðan 1. júní. Hversu ástatt er um kaupmátt daglauna hjá verka- mönnum, verður vel ráðið af eftirgreindum samanburði: Mánaðarkaup Dagsbrúnarmanna, 2. taxti (en samkvæmt hanum munu langflestir mánaðarkaupsmenn í Dags- brún taka 'kaup) er nú kr. 9.399,00. Árslaun þessara *<ianna eru m.ö.o. 112.788,00. Samkvæmt framfærslu- Visitölu 1. okt. greiðir fjögurra manna fjölskylda nú fynr vörur og þjónustu og í beina skátta, þegar búið er að crraga fjölskyldubætur frá, réttar 117 þús. kr. Það vantar þannig.kr. 4.123,00 á það, að árskaup mánaðar- kaupsmanns í Dagsbrún hrö'kkvi fyrir þessu. Eftir er svo ttúsnæðiskostnaðurinn allur, en undantekning má pað heita, ef þriggja herbergja íbúð fæst leigð fyrir minna en 5000—6000 kr. á mánuði, og enn meiri verð- ur húsnæðiskostnaðurinn, ef eignalítill maður ræðst í að eignast íbúð. Samkvæmt þessu verður Dagsbrúnar- maðurinn að vinna fyrir öllum húsnæðiskostnaðinum — og raunar meiru — í eftir- og næturvinnu”. Þetta er óheilbrigt ástand og óviðunandi. Því verður ekki breytt nema með stóraulknum kaupmætti dag- launa. Það hlýtur að verða höfuðmál þings Alþýðusam- bandsins, hvernig fram úr þessum vanda skuli ráðið. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Tveggja flokka kerfið endurreist Bandarískir kjósendur vilja ekki efla völd eins flokks of mikið MAiRGT hetfur veriS rætt að undantfömiu uin úrislit kosn- mgarma, sem fóni fram í Bandaxíkjunum 8. þ.m. Elink- im hefur verið rætt mikið um wsakir þess, að republikanar innu jafnmffldð á og raun i>ar vitni um. Blaðamönnum og Eorstöðumönmum Skoðana- sanniana ber enigan veginn aman um, hvað ráðið hafi þar nestu. Flestum kemur þó sam- tn um, að ótti hvítra manna rið vaxandi áhrif svertiigja iafi orði republikönum heldur tffl Iiags í ýmsum rfkjum, án þess þó að frambjóðendur þeirra þar hafi beinlínis reynt að notfæra sér það. Þá hefur aukin dýrtíðin orðið nokkurf: vata á myllu republikana. Viet namstyrjöldin hefur og senni- lega orðið demokrötum held- ur til óhags, þótt hún dræg- ist ekM nema lítillega inn í kosningabaráttuna- ÞAð, sem merkilegast verð- ur talið við kosningaúrslitin, felst í stuttri fyrirsögn í frótta- yfiriiti „New York Times,“ síð astl. sunnudag, þar sem greint er frá kosningaúrslitunutn. Fyr irsögnin er á þessa leið: . It's a Tv/o party System Again, eða m.ö.o. að kosningaúrslitin þýði það, að aftur hafi komist á tveggja flokka kerfi i Banda- ríkjunum. Sigur demokrata í fonseta- og þingkosningunum 1964 var svo stórkostlegur, að margir óttuðust, að Bandarík- in myndu í náinni framtíð búa við eins konar eins flofcka kerfi þ.e. að demokratar yrðu að mestu einnáðir. Johnson hafði eiftir kosningarnar 1964 öflugri valdaaðsitöðu en nokkur for- seti hafði áður haft og virtist geta horf áhyggjulaus fram til næstu forsetakosninga. Nú er þetta gerhreytt. Enn benda að vísu fleiri líkur til þess, að Johnson vetði sigurvegari i fcosningunum 1968, ef hann verður þá í framboði og ekkerf Nixon, forsetaefni hægri republikana. séustakt óhapp hendir hann, en hann er búinn að fá stór- lega aukið aðhald og verður að fara að með fuJlri gát. Að öðr.urn kosti getur hann misst sigurinn úr höndum sér 1968. ÞAÐ er mikil hætta fólgin í því fyrir lýðræðið, ef einn flokkur eða valdasamsteypa efl ist svo, að hún haldi völdum árum saman. í Bandaríkjunum hefur oftast verið sterk tilfinn ing hjá kjósendum fyrir bví að afetýra þessu. í flestum ríkjunurií þar, þeg ar Suðurrfikin eru undanskil- in, hafa flokkarnir skipzt á um völdin. í kosningabar- Romney, forsetaefnl frjálslyndra republikana. áttunni nú lögðu þeir Nixon og Eiisenhower mikla áberzlu á, að kjósendur notuðu tækifær ið til að endurreisa tveggja flokka kerfið, en nýr ósigur repúblikana myndi gera demo krata nœr einráða- am ófyrir- sjáanlega framtíð. Eisenhower, skýrði m-a. frá þvi, að það hafi ráðið mestu um, að hann gerðist forseti fyrir repúblikana að hann vildi styrkja tveggja flokka kerfið, og afstýra lang varandi yfirráðum eins og sama flokks. ÞEGAR litið er á þetta mik fflvæga atrfði, verður efcki ann. að sagt, en að kosning'aúr- slitin f Bandarikjunum sýni þreska hjá kjósendum og beri þess jafnframt merki, að lýðræðisskipulagið þar standi á styrkum grundveffli. Meðan kjósendur gæta þess að halda við eðlilegu valdajafnvægi, og afstýra of miklum völd um eins flokks, fullnsegja þeir einni mikfflvægustu skyldu sinni. Nokkuð hefur þótt bera á því í þessum kosningum, að fjársterkir frambjóðendur nytu þeirrar aðstöðu sinnar. í Bandaríkjunum eins og í öðr um löndum, verður það alltaf dýrara og dýrara að heyja kosningabaráttu. í þessu felst sú hætta, að auðfélögin og verkalýðsfélögin, sem ráða oi3 ið yfir mifclum sjóðum, skapi sér óeðlileg áhrif. Bandankja menn gera sér sér þetta orðið ljóst, og eru því að stiga mjög merkilegt spor til að afstýra þessu. Seinasta þing sam þykkti, að flokkarnir tengju miklar fjárhæðir úr opinberum sjóðum til kosningabaráttu sinnar. Fyrst um sinn nær, þetta þó ekki nema tffl forseta kosninga, en ' líklegt er, að þetta verði gerf víðtækara, þeg ar tímar líða. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.