Tíminn - 20.11.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.11.1966, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 20. nóvember 1966 3 TÍMINN Bobby Moore, kapteinn enslia landsliðsins, sem sigraði á heimsmeistarakeppninni í sum ar sér nú um sjötíu mínútna helgistundir í enska sjón varpinu. Segist Moore ekki fara reglulega í kirkju, en hann trúi samt á guð. — í búnings klefanum áður en úrslitaleikur inn hófst, bað ég guð um sig- ur, segir Moore. 59 ára gömul bandarfsk móð- ir gerði fyrir skömmu örvænt- ingaríulla tilraun til þess að skjóta son sinn til bana. Ástæð an: \Joe sonur hennar hafði verið kvaddur til flugherþjón- ustu í Vietnam. Þetta skeði á Eins og bunnugt er, var Jolhnson Bandarikjaforseti. Skorinn upp við æxli í hálsi. Þessi mynd er tekin við sjúkra beð forsetans þar sem hann ræðir við Maðamenn eftir upp heimili þeirra í Los Angéles um kvöld þá er Joe fór upp stigann sem lá að svefn- herbergi hans. Móðir hans fylgdi honum eftir. Þegar hún miðaði byssu sinni að honum sagði hún með grátstafinn í kverkunum. „Ég vil ekki að þú verðir tekinn höndum og pyntaður af kommúnistum“.Síð an skaut hún tveimur skotum að syni sínum. En sem betur fer hæfði annað skotið ein- kennisnafnspjald úr málrni, sem hann bar um háls sér, svo það geigaði, en hitt fór í hönd hans. Á eftir ætlaði hún að fremja sjálfsmorð, en tengda- sonur hennar og dóttir, sem höfðu heyrt skotin gátu afstýrt því. Brigitte Bardot er mikiil dýra vinur eins og kunnugt ~r, og þegar hún eitt sinn las það í einu dagblaði Parísarborgar að drepa ætti 300 hunda þar sem ekki fyndust eigendur að þeun tók hún sig til og ók á aftöku- staðinn og kom heim aftur með bílinn fullan af hundum, _ ails 15 stykki af ýmsu kyni. í tii- efni þessa sagði Brigitte við aðdáendur sína: Sá sem elskar jmig tekur að sér munaðar- Lausan hund. Það hefur tíðkazt að undan- förnu að griskar unglingsstúlk- ur hafi komið til Svíþjóðar og dvalizt þar nokkurn tíma og þá aðallega unnið á sænskum heimilum. Að því er sagt er í Aþenu um þessar mundir, þurfa Svíar ekki að vænta bess að fá húshjálp frá Grikkiandi á næstunni, og það er enginn annar en Ingmar Bergman hinn fraegi leikstjóri, þeirra Svía, sem á sökina á því. flafa griskir foreldrar, sem annað hvort hafa séð eða heyrt um kvikmynd hans „Þögnina" bann að dætrum sínum að fara til Svíþjóðar, þessa „siðferðis- lausa lands í norðrinu." Þess er skemmst að minuast, að Lyndon B. Johnson, fór í heimsókn til Suðaustur-Asíu. Á þeirri ferð sinni kom hann einn ig til Ástralíu og þegar hann kom til Camberra, kom i ljós, að hann þurfti ekki að feriSast í venjulegri bifreið, eins og búizt hafði \verið við þvi, að sérstök flugvél hafði komið mcð hina skotheldu bifreið forset- ans frá Bandaríkjunum og beið eftir forsetanum, þegar hunn kom til landsins. Moise Tshjombe, fymer- andi forsætisráðherra í Kongo og sem dæmdur var að hon- um fjanverandi fyrir landráð, hefur enn verið auðmýktur og það enn meir en nokkru sinni áður að sögn, og er það núver- andi ríkisistjórn Kongó, sem er þar aÖ verki. Hefur landbún- aðarráðherra landsins tilkynnt að skítugasti og ljótasti sim- pansínn í dýragarði höfuðborg- arinnar, hafi verið skírður Tshj om-be. í lögum í Kongó er hins vegar bannað að kalla Kongóbúa apa! Elizabeth Taylor hefur nú fylgt fordæmi Sophiu Loren og klæðist ekki kjólum sam- kvæmt stuttu tízkunni. Ástæð- una segir leikkonan vera þá, að hné hennar séu svo stór og Ijót, að hún telji ekki ástæðu til þessað sýna þau. Frank Sinatra á ekki upp á pallborðið hjá Hollywood- stjömum um þessar mundir. Hafði Frank lýst því yfir opinberiega fyrir skemmstu, að um 30% allra kvikmynda- leikara þar væri með gervi- tennur, 15% hefðu hárkollur og 60% af öllum karlleiburunum gengju í lífstykki af eihhverri gerð. \ Borgarstjóri New York borg ar hefur nú hugsað sér að gera eins konar bót á broturn sín- um og fara til Vínar ti’. þess að reyna að bæta miskiið þá, sem ríkir á milli þessara tveggja stórborga um þessar mundir en Vínarbúar eru mjóg sárir út af þeim móttökum, sem ut- anríkisráðherra Austurrikis, fékk hjá borgarstjóranum' fyr- ir skemmstu. Hafði utdnrikis- ráðherrann farið til New York til þess að vera viðstaddur vígslu hinnat nýju Metró- pólitanóperubyggingar. Hafði Lindséy þá látið ráðherrann bíða í 25 mínútur fyrir utan skrifstofu sína og þykir Vínar búum þetta ekki viðeigandi, framkoma af borgarstjóranum. ★ George Hamilton, hinn trúi og dyggi fönusveinn Lyndu Joihnson á nú að fara að leika í kvifcmynd sem gerð er í sam- Ivinnu miilli Bandaríkjamanna og Þjóðverja og er þetta að sögn í fyrsta skipti, sem þessar þjóðir vinna saman að kvik- mynd. Annars ræða Bandaríkja menn ennþá mikið um það, að Hamiltton hafði ekki verið kallaður í herinn og á hann að hafa sótt um undanþágu þar sem hann þyrfti að sjá fyrir móður sinni. Einnig er farið að hafa orð á þvi að Lynda sé farín að sj'ást með öðrum föru- naut. ★ Stutta tízkan ryður sér nú æ meira til rúms og virðist nú í þann mund að ná hámarki sínu. Myndin er tekin í Kal:- forníu og það er Maryke de Ruyter, sem hér ber brúðar- skart sitt og er ekld annað hægt að segja en að kjóllinn sé anzi stuttur. Eftir brúðkaup ið, sagði Maryke, að hún yrði nú að viðurkenna það, að ’nún hefði nú verið hálfrög við að ganga í þessu skarti sínu inn kirkjugólfið. Hins vegark ippti brúðguminn sér ekberi upp við þessa útrústingu og sagði bara að þeim geðjaðist ósköp vel að stuttu tízkunni. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.