Tíminn - 20.11.1966, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.11.1966, Blaðsíða 6
TfMINN SUNNUDAGUR 20. nóvember 1906 RÆTT VIÐ ÞULUR SJÓNVARPSINS „Ég fer alltaf að brosa begar ég sé hann Gokke“ • ViS allmargar sjónvai-ps- stöðvar tíðkast það, að ungar og laglegar stúlkur annist kynningu á dagskrárliðum, er þetta ágætur siður og skemmti- legt að íslenzka sjónvarpið skyldi hafa tekið hann upp. Flestum mun bera saman um, að vel hafi tekizt til um val á þulum, og ekki verður ann- að sagt en þær Sigríður Ragna Sigurðardóttir og Ása Finns- dóttir hafi staðið sig prýðilega í starfinu það sem af er, eink um ef tfflit er tekið til þesis að þær hafa MtiUar tilsagnar notið. Víðast hvar í Reykjavík og nágrenni eru þær orðnar fastir heimilisvinir, en sá galli er á gjöf Njarðar, að þær þykja svo líkar, að oft hefur iegið við illdeilum á heimilum jfir því, hvor sé hvor. Okkur þótti því tilhlýðilegt, að kynna þær lítfflega hér í blaðinu og höf- um farið þess á leit við þær, að þær röbbuðu við okkur nokkur orð, hvor fyrir sig. Við ræðum fyrst við Ásu, hún er 21 árs að aldri, gagnfræð- ingur að mennt og hefur auk þess stundað nám við lýðhá- skóla í Svíþjóð. —iívað kom eiginlega til, að þú sóttir um þetta starf, Ása? — Ég var flugfreyja i sum- ar, en aðeins ráðin tÚ 1. nóvem ber, svo að ég var að litast um eftir öðru starfi, þegar sjónvarpið auglýsti eftir þulu. Satt að segja datt mér aldrei í hug, að ég kæmi til greina, og sótti bara um þetta af rælni. Ég hef aldrei haft mikinn á- huga á því að vera „til sýnis“, en ekki get ég neitað því að mér þótti starfið dálítið freist- andi. En þó var það svo, að ég var eiginlega búin að gleyma umsókninni, þegar hringt vax fré sjónvarpinu og ég beðin að koma til prufu. Mér fannst mér tákast hroða- lega til í fyrstu atrennu, og gaf alla von upp á bátinn, þeg- ar í stað. Það kom mér því mjög þægilega á óvart, er ég frétti að ég væri ein af fjórum, sem til greina kæmu, og ég get ekki lýst þvi hve und.andi ég var, þegar mér var faúð að vera við fyrstu útsendinguna. -f' Varstu ekki taugaóstyrk til að byrja með. — Jú, víst var ég taugaó- styrk, sértetaklega á aðalpruf- unni, þá barðist hjartað í mér, sv'o að það heyrðist langar leið- ir. En svo gekk allt vel og fyrsta úitsendingarkvöldið hugs aði ég alls ekki út í það, að ég sæist út um allan bæ. Það var ekki fyrr en ég var sjálf búin að horfa á hinar þulurn- ar á skerminum, að ég varð reglulega hrædd og kvíðin, því þá varð mér ljóst, að fólk tek- ur eftir hverju andvarpi. Ann- ars er ég alltaf svolítið kvið- in allan daginn, sem ég á að vera við útsendingu, en það er eins og ég róist, þegar til kasf- anna kemur. — Hiefur þú það á tilfinn- ingunni að þúsundir manna horfi á þig, eða getur þú leitt það hjá þér. — Ég reyni að hugsa sem minnst um að horft sé á mig, ef ég gerði það, færi ég alveg úr sambandi. Svolítið erfitt er nú að brosa í dauða mynda- tökuvélina, en við kunnum nú ráð við þvl, sem hlátursmeðöl höfum við tvo skripakarla úr gúmmíi, Gög og Gokke, og öðr- um hvorum eða báðum er stiíít upp á vélina, áður en útsend Ása Finnsdóttir ing hefst. Við Gokke enim ágætisvinir, og ég sendi hon- um alltaf mitt blíðasta bros, en það gengur verr með Gög, hann hefur svo slæm áhnf á mig að ég vii alls ekki hafa hann. Einu sinni, þegar ég var að hefja lestur og æ'tiaði að brosa til Gokke mér til upp- Timamynd GE. örvunar, brá mér heliui en ekki í brún, þar var kominn köttur í ból bjarnar, Gög í stað inn fyrir Gokke. Þetta var hræðilegt áfall, ég hikstaði f staðinn fyrir að hrosa og lest- urinn gekk hálfskrykkjótt. Eft ir þetta hef ég alltaf gengið Framhald á bls. 1L „Fyrst var ég alveg eins og hengd upp á þráð.. Sigríður Ragna segir okkur, að hún hafi lokið stúdentsprófi vorið 1964, og prófi úr studenta deild Kennaraskólans ári síðar. Um þessar mundir kennir hún tveimur bekkjum við Álfta- mýrarskólann. — Hvernig taka nemendur þínir þvi, að kennarinn þeirra komi stöðugt fram í sjónvarpi'’ — Þeir sýndu mikinn áhuga á því til að byrja með og fannst þetta mjög skemmtilegi. Einu sinni sagði einn þeirra. — Sigríður, ég sá þig i sjón- varpinu í gærkvöldi, sástu mig. En svo hefur áhuginn hjá þeim farið dvinandi eftir því sem frá hefur liðið, og nú minnast þau varla á þetta. — Er það ekki nægilegt starf fyrir þig, að kenna tveim- ur bekkjum? — Jú, eiginlega er það alveg nóg, og það var mest fyrir for- vitni að ég sótti um 'þetta þularstarf að auki, en þessi tvö störf hafa ekkert rekizt á enn sem komið er, enda kem ég nú ekki fram nerna einu sinni í viku, hvað sem verður í fram- tíðinni. — Ertu alveg búin að yfir- vinna allan taugaóstyrkleik? — Ekki get ég nú sagt það, enda þótt ég sé miklu örugg- ari núna en ég var til að byrja með. Þegar ég kom upp í sjón varp fynst til að spyrja um þularstarfið hitti ég Andres Indriðason frammi á gangi, og það skipti engum togum, held- ur bað hann mig þá strax um að vera þulur i einum þætti hjá sér- Ég sló til, en mikið ósfcaplega var ég taugaóstyrk, enda þótt ekki væri um beina útsendingu að ræða. Fyrst eftir að ég byrjaði við kynningu dag skrárliða var ég alveg eins og hengd upp á þráð, og tauga- óstyrkleikinn byrjaði, meira að segja daginn áður en ég átti að korna fram. En þetta fer stöðugt batnandi, • sem betur fer. — Og þú kannt vel við þig í starfinU? — Já, mjög vel. Andrúmsloít ið uppi í sjónvarpi er einstak- lega skemmtilegt, þetta er allt svo nýtt, og allir mjög áhuga- samir. — Finnst ykkur ekki von.t að hafa enga teljandi tilsögn fengið í starfinu? — Jú, auðvitað hefði verið bezt, ef við hefðum verið látn- ar gangast undir námskeið, e« það þýðir náttúrlega ekkert að ræða um það, enda líklega enginn aðstaða til þess. Stein- dór Hjörleifsson æfði mig dá- lítið í framsögn, áður en ég byrjaði og svo hefur maður auðvitað fengið dálitla gagn- rýni, og ég reyni að fara eítir þeim leiðbeiningum, sem ég hef fengið. Að öðru leyti er ég sjálfmenntuð í starfinu, og við Ása báðar. — Eru ekki gerðar miklar kröfur til þess að þið lítið vel út, þegar þið komið fram, séuð alltaf með fínt hárið, og ekki alltaf í sömu -fötunum- -v Við þurfum alltaf að vera knaíhnálaðar og yfirleitt för- um við í lagnirigu, áður en útsending hefst Það er dálít- ið vandamál þetta /tneð fötm. því að það er bezt að við séum dökkklæddar, en meðan maður er ungur á maður ekki svo mikið af dökkum fötum. — Þú hefur ekki gert neina vitleysu í sjónvarpinu það sem af er? — Nei, sem betur fer ekki. Við fáum yfirleitt dagskrána daginn, áður og getum æft okk- ur á því sem við eigum að iesa, og yfirleitt kunnum við það utanbókar. þegar útsending hefst, sv( qð ->Hð ei ekki hætta á að við gf'Uin einhverja kór- villu E' "’f stundum ver- ið svoiitið iim ‘ ;oda þótt Sigríður Ragna það flokkist ekki undir bein mistök. — Og þú hefui' náttúriega orðið vör við að fólk hefi veitt þér óvenjulega mikla athygli að undanförnu? — Jú, ég hef ekki Komizt hjá því. Það er sérstaklega und ariegt til að byrja með þegar Tímamynd GE. vegfarendur fóru allt í einu að snúa sér við á eftir mér. benda og horfa. Ég var auð- vitað algjöriega óvön sláku, og mér þótti þetta og þykir enn afskáplega óþægilegt, en líklega hættir fólk þessu, þegar það fer að venjast manni. gþe s >*á r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.