Lesbók Morgunblaðsins

Date
  • previous monthSeptember 1991next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456
Issue
Main publication:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1991, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1991, Page 4
Ævintýrið og harmleikurinn um Jacqueline du Pré Allt hrundí: Tónlistarferill- Jacqueline du Pré í febrúar 1976. haldin ílughræðslu og hafði hálfgerðan ímugust á hótelum. Hún naut þess að blanda geði við listamenn og aðdáendur en að öðru leyti leið henni heldur illa með- al ókunnugra. Hún gat þess í blaðavið- tölum að hún væri náttúrubarn og nyti þess að ganga úti í rigningu. Fljótlega myndi hún hægja á ferðinni og eignast böm. Hún sagði að það væri mikill kostur fyrir hjónabandið hversu langt þau væru bæði komin á listabrautinni og hefðu feng- ið metnaði sínum að miklu leyti fullnægt en þama virðist hún einungis hafa talað fyrir sjálfa sig. Daniel hafði engan áhuga á að lægja seglin. Hann hafði heldur eng- an á huga á að ganga úti í rigningunni. Hann stærði sig eitt sinn af því í blaðavið- tali að hafa ekki tekið sér leyfi í fjögur ár. Hann kvartaði yfir því að einungis væm 365 dagar í árinu þar sem hann gæti hugsað sér að vinna 500 daga á ári. Og það var hann sem réð ferðinni. Hann fékk Jacqueline til að skipta um umboðs- mann og nú var það Harold Holt, sem skipulagði sameiginlegar tónleikaferðir þeirra langt fram í tímann. Jacqueline vildi allt fyrir mann sinn gera og lét hann ráða. Hún reyndi jafnvel að sinna húsmóður- skyldum þegar stund gafst milli stríða. Barenboim hefði aldrei látið sér til hugar koma að taka til hendinni á heimili þeirra og þeim hefði verið í lófa lagið að ráða þjónustufólk en það gerðu þau ekki að sinni. Vinir þeirra segja að á heimilinu hafi öllu ægt saman, nótum, óhreinum þvotti, diskum og drasli. Eigi að síður var það notaleg vistarvera og gestum leyndist ekki hversu ástfangin ungu hjónin voru. Ást þeirra tengdist ekki tónlistinni einvörð- ungu því þau fóm ekki í launkofa með hversu gott samlíf þeirra var og eitt sinn á ferðalagi urðu þau svo ástleitin hvort við annað að flugfreyja taldi sig knúna til að setja ofan í við þau. Brosið Hennar Var Gríma Ungu hjónin nutu þess að koma fram saman og á hljómleikapallinum töluðu þau sama mál. Þar fyrir utan hafði Daniel orð fyrir þeim. Hann var flugmælskur og gat talað um hvað sem var. Hann var mikill samkvæmismaður, naut þess að hafa hirð manna í kringum sig á veitingastöðum og heimtaði alltaf að borga reikningana. Fólk þyrptist að honum og hann gat verið drep- fyndinn þótt stundum væri hann dónalegur og afundinn. Jacqueline skipti varla skapi. Maður hennar kallaði hana „Smiley“ því hann kvaðst ekki þekkja neinn sem brosti svona mikið, en ævisöguritari segir: „Það eru bara kjánar sem brosa alltaf og það var ekkert kjánalegt við Jacqueline. Þegar hún var lítil stúlka í Purley hafði hún komizt að raun um að bros dylur sárs- auka ... og leynir reiði sem móðir hennar hafði kennt henni að bæla niður. Að sjálf- sögðu hafði hún geislandi bros og oft var það ekta. En það var líka þægileg gríma sem hún brá yfir sig oft á ævinni og fáir sáu í gegnum.“ Til þessarar grímu greip hún stundum í samskiptum við mann sinn. Þrátt fyrir þá heitu og gagnkvæmu ást sem með þeim ríkti var Jacqueline eftir sem áður ósýnt um að tjá sig með orðum. Samskipta- örðugleikar höfðu háð henni frá bernsku og hún var hrædd við að afhjúpa vanþekk- ingu sem stafaði af skorti á almennri menntun. Þess vegna brosti hún i stað þess að tala, einkum á mannamótum. Og hún möglaði ekki þótt Barenboim gengi fram af henni að mati vina þeirra. í sam- kvæmum sat hún og brosti eins og sak- laust barn þar til hún valt útaf og hann hélt áfram að skemmta sér og dröslaði henni heim hálfsofandi um hánótt. í hjónabandinu virðist henni þó hafa vaxið ásmegin sem listamanni enda hélt hún því fram sjálf og upptökur staðfesta það. Hún sagði að þótt þau deildu oft heiftarlega um flutning ættu þau það þó sameiginlegt að bera fullkomna virðingu fyrir tónlistinni. Barenboim víkkaði sjón- deildarhring hennar sem hafði nær ein- göngu verið bundinn við sellótónlist. Þótt ótrúlegt megi virðast hafði hún aldrei heyrt óperu fyrr en hann spilaði óperu eftir Wagner fyrir hana á „grammófónsræfilinn sinn“. Hún veitti honum líka ótæpilega af kunnáttu sinni og snilld og styrkti hann Á æfingu 1967. ótt brezkir fjölmiðlar létu varla svo lítið að minn- ast á gyðinglega hjónavígslu þeirra Jacqueline du Pré og Daniel Barenboim var ungu hjónun- um hampað gífurlega. Þeim var ítrekað líkt við Clöru og Robert Schumann og blöðin birtu í fyrri hluta greinarinnar, sem er útdráttur úr nýrri bók um sellóleikarann Jacqueline du Pré, sagði frá ævintýralegum frama þessa undrabarns í tónlistinni. Hér segir hinsvegar frá harmleiknum eftir að mænusjúkdómur gerði henni smám saman ómögulegt að leika á hljóðfærið. Síðari hluti frásagnir af þeim undir svohljóðandi fyrir- sögnum: „Hjónaband tónlistarinnar“, „Astarþríhyrningurinn: Daniel, Jacqueline du Pré og sellóið." Raunar var Jacqueline oftast miðpunktur frásagnarinnar en pers- ónutöfrar hennar höfðu skapað henni mikl- ar vinsældir í fjölmiðlum. þeir lýstu lífi hennar sem dýrlegu ævintýri þar sem hún var umkringd aðdáendum, sem kölluðu hana fram á svið aftur og aftur, færðu henni blóm og heimtuðu eiginhandarárit- anir þar til henni tókst að snæða síðbúinn kvöldverð með „riddurum hringborðsins“ þar sem Daniel Barenboim var í hlutverki Artúrs konungs. Við hringborðið eða í svonefndu „Barenboim-gengi“ voru fram- úrskarandi listamenn, m.a. Itzhak Perl- man, Zubin Metha, Vladimir Ashkenazy og Pinchas Suckerman en við þá áttu þau hjónin náið samstarf og með þeim þróað- ist mikil vinátta. Barenboim Réð Ferðinni Vissulega brosti lífið við Jacqueline á þessu tímabili. Hún var innilega ástfangin og umkringd vinum og aðdáendum. Hún var á hátindi ferils síns og kom áheyrend- um og gagnrýnendum stöðugt á óvart með takmarkalausri tækni og persónulegri túlkun. Hún var í hópi eftirsóttustu lista- manna heims og í hærri „verðflokki" en hinir listamennirnir í „Barenboim-geng- inu“. Hún naut þess að koma fram og lengi vel var sviðsótti henni algerlega framandi. Hún var jafnan glæsilega klædd á sviðinu en vinkona hennar saumaði handa henni dýrlega kjóla sem hæfðu líkamsvexti hennar án þess að þrengja að þannig að þeir hömluðu leik hennar. Hún var töfrandi listamaður. En stöðug ferða- lög höfðu líka sínar dekkri hliðar. Hún var inn, heilsan og hjónabandið 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue: 33. tölublað með Ferðablaði (21.09.1991)
https://timarit.is/issue/242514

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

33. tölublað með Ferðablaði (21.09.1991)

Actions: