Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1991, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1991, Blaðsíða 9
g. FERÐ4BLÍÐ HL LESBOKAR Eftir að búið er að klífa upp í kirkju heilagrar Maríu er þægilegl að geta rennt sér alla leið niður i Funchal í körfusleða. 21. SEPTEMBER 1991 Almenningsströndin í Funchal við gamla tollhúsið. Gengið eftir strandgötunni í Funchal, með gamla kastalann í forgrunni sem nú er herstöð. iBili Ævintýræjjan Madeira Víða er litríkt uppi í fjöllunum og góðar gönguleiðir. ÖRLÍTILL depill á landakorti. Stórbrotin landsýn úr lofti. Yfir hinar hrjóstrugu, gróðursnauðu Desertos, óbyggilegar klettaeyj- ar, þar sem ekki finnst vatns- dropi. Síðan fljótandi blóma- garðurinn, Madeira, með snyrti- legar húsaraðir í iðjagrænum, bröttum hliðum og klettaborgir í sjó fram. Skógarbelti og djúp árgil með fossandi vatni. Skýja- hula dansar í sólarblettum með- fram skörðóttum tindum, en lág- lendi lítið. Flugbrautin á Madeira þykir hættulega stutt. Þotur þurfa að nota hana alla bæði í lendingu og flugtaki. En hér er staðviðrasamt sem betur fer. Flugstöðin er lítil og minnir á íslenska innanlands- flugstöð. Samt búa hér jafnmargir og allir íslendingar. En þetta er innanlandsflugvöllur í Portúgal og mest af alþjóðaflugi fer um Lissa- bon. Allt síðan á dögum Viktoríu Bretadrottingar hafa ríkir sóldýrk- endur komið hingað á veturna. Loftslagið þykir mjög heilnæmt. Hallar-orlofshús Breta frá 19. öld standa í hæðunum ofan við Funch- al og í ekki stærri bæ er ótrúlega mikið af eldri lúxushótelum sem standast fyllilega samanburð við fræg hótel bæði í New York og London. En við stefnum út úr bænum í nýlegt hótel, Madeira Palacio. Þarf að taka bíl í allar bæjarferðir? Nei, hótelið reynist vera með ókeypis rútuferðir fyrir hótelgesti allan daginn. Góð sundlaug og íþróttaaðstaða er við hótelið og blómagarðurinn dregur til sín. Síðdegis situr eldra fólk við hann- yrðir í forsælu trjánna. Sandstrend- ur eru engar á Madeira, en búið að byggja sundlaugargarðinn Lido við brimbijótinn í útjaðri Funchal. Veitingahús Ágætis veitingahús eru á hótel- inu, en nokkuð dýr. Við spyijum um kjörbúð og er vísað á eina í hálftíma göngufjarlægð. Næsta morgun villumst við á aðra hinum megin við götuna og þar leynist líka veitingahús með gómsæta fisk- rétti, næstum helmingi ódýrara en á hótelinu. Von að þeir vilji ekki missa hótelgesti þangað. Við höfnina í Funchal er úrval veitingahúsa. Nokkur býsna óvenjuleg. Val er um að snæða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.