Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1991, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1991, Blaðsíða 12
B I L A R Me ,£?es*en* //■ Þan 'I£'ði eJc/r,- fl°ta se,a"n-na en t/eiij syndn synia var '^SJcáJify^ Mercedes Benz 300 CE 24 blæjubíll- inn vaktimikla athygli í Frankfurt. Margt forvitnilegt í yfír 50 bíla flota frá Mercedes Benz Mercedes Benz fyrirtækið var með stærsta sýningarbásinn á bílasýningunni í Frankf- urt; þeim nægði enginn venjulegur bás heldur lögðu eina sýningarhöllina undir flot- ann. Og veitti ekki af þvi þarna gat að líta ekki færri en 57 gerðir af fólksbiium og jeppum og nokkra 10 tii 12 manna bílum, eða áhafnabílum eins og þeir eru oft nefndir. Forráðamenn fyrirtækisins sögðu að mest væri lagt upp úr þessari sýningu og að hér gæfist besta tækifærið til að sýna allt það nýjasta á heimamarkaði og fá um leið athygli langt út fyrir hann. Einnig til íslands. Blæjubillinn 300 CE 24, 350 GD Turbó jeppinn og síðan nýjar útgáfur af fólksflutningabilunum MB 100 D og T1 línunni voru helstu nýjungarnar sem Mercedes Benz kynnti. — Hvað væri líka sýning sem þessi án þess að frumsýna til dæmis 300 CE blæjubílinn, sagði Werner Niefer stjórnarformaður fyrirtækisins á blaðamannafundi á sýningunni. — Við höf- um lofað einum nýjum bíl á ári og nú var komið að blæjubílnum. Idag er Mercedes Benz annar stærsti bílaframleiðandi Þýskalands. Þar í landi starfa alls um 182 þúsund manns hjá hinum ýmsu verksmiðjum og að viðbættum starfsmönnum við framleiðslu og sölu erlendis er heildarfjöldi starfsmanna 235 þúsund. Heildarsalan á síðasta ári nam 60 milljörðum marka og hafði náð 31,7 milljarði fyrstu sex mánuði þessa árs sem er 7% aukning og hefur aukning verið svip- uð í sölu fólksbíla og atvinnubíla. Framleidd- ir voru alls 574 þúsund bílar. -Samkeppni í bílaiðnaði kemur vel í ljós á sýningum sem þessum. Þýskir bílar hafa haldið sínu en ég er viss um að samkeppnin á eftir að aukast á næstu árum. Mercedes Benz hefur ekki aðeins verið í forystu fyrir framleiðslu bíla í hæsta gæðaflokki, við höfum í raun skapað þennan flokk allt frá árinu 1951 þegar við buðum bíl sem átti þá ekki sinn líka, sagði Werner Niefer enn- fremur. Hann sagði aðspurður að salan í heild á þessu ári væri eins og áætlanir gerðu ráð fyrir, einhver heildaraukning, minni á sumum mörkuðum en meiri á öðrum og kvaðst hann einnig bjartsýnn varðandi sölu- horfur á næsta ári. Mercedes Benz 300 CE 24 blæjubíllinn er byggður á 124 coupé gerðinni með öllum eiginleikum og gæðum hans og má segja að ofan á allt það bætist við þessi mögu- leiki á að opna bílinn. Forráðamenn fyrir- tækisins leggja þó áherslu á að þetta sé ekki bara breyttur bíll með blæju heldur hafi hann sína sérstöku eiginleika, þetta sé - sérstakur bíll. Enda eru um 1.000 hlutir endurhannaðir eða -sérstaklega hannaðir í blæjubílinn. Bíllinn er styrktur á nokkrum stöðum og búinn loftpúða fyrir ökumann og farþega í framsæti. Bíllinn er með sex strokka þriggja lítra og 220 hestafla vél, fimm gíra handskiptingu og er sagður hafa 230 km hámarkshraða. Hröðun úr kyrrstöðu í 100 km hraða tekur 8,5 sekúndur á sjálf- skiptum en 8,7 á handskiptum bíl. En hvað með öryggi ef bjllinn veltur? Bíllinn er búinn öryggisgrind sem leggst sjálfkrafa yfir farþegarýmið á sekúndubroti (0,3). Bíllinn er fjögurra manna og er rými í aftur- sætum allgott og farangursrými tekur 300 Nýja gerðin í jeppaflotanum er 350 GD sem er með 3,5 lítra túrbóvél. lítra. Mercedes Benz 350 GD Turbo er flagg- skip jeppaflotans. Ný dísilvélin er 3,5 lítra, sex strokka, 136 hestöfl og nú með for- þjöppu. Með þessari aflmiklu vél segja full- trúar Mercedes Benz að torfæruakstur og dráttur á þungum hesta- eða bátakerrum verði barnaleikur. jt Opel Astra tekur við af Kadett Opel Astra er nýr bíll frá GM í sama flokki og Kadett og á að taka við af honum. Kadettinn Hefur lengi verið með söluhæstu bílum í Evrópu og hafa um fjórar millj- ónir bíla verið framleiddar. Við hönnun Astra var lögð áhersla á að ná góðu rými og að geta boðið röskan og vel búinn bíl. Hann er einnig búinn ýmsum þeim örygg- isatriðum sem eru að ná útbreiðslu, svo sem sérstaklega styrktum hliðum og hægt er að fá læsivarða hemla í allar gerðir. Yfirmenn GM í Evrópu segja þennan bíl því hafa margt að bjóða sem ekki hafi tiðkast í bílum í þessum stærðarflokki held- ur einungis í bílum af millistærð eða stórum bílum og að verksmiðjurnar hafi lagt sérstaka rækt við endurskoðun á hráefnisnotkun með tilliti til endurvinnslu. gengni eins og hægt er að kynnast honum á gólfi í sýningarsal með því að setjast inn í hann og skoða hann án þess að hægt sé að aka. Höfuðrými er ágætt og vel fer um mann í sætum hvort sem er frammí eða afturí. Innanrými í Astra er meira en í Kadett þar sem afturrúðan er höfð 15 cm aftar og framrúðan 7,5 cm framar og bíllinn er 2,8 cm hærri en Kadettinn. Þetta gefur um 5 cm lengra fótarými fyrir aftursætisfar- þega. Mælaborð er vel uppsett og allt er það með sama ávala sniðinu eins og bíllinn er að utan. Þótt mælar séu ekki stórir eru þeir skýrir og allir rofar í þægilegri seiling- arfjarlægð. Farangursrými er 360 lítrar en stækkar í 1200 lítra sé aftursætisbak lagt niður. Önnur mál eru: Lengd 4,05 m, (skutbíllinn 4,78 m) breidd 1,68 m, hæð 1,41 m og hjól- hafið er 2,51 metrar. Bíilinn vegur milli 930 og 1.000 kg eftir hver gerðin er og hann ber um 500 kg. Opel Astra er skemmtilega hannaður bíll og þótt fyrirrennari hans, Kadettinn, hafi náð miklum vinsældum er viðbúið að Astra verði ekki síður vinsæll. Astra er einnig fáanlegur sem skutbíll. Mælaborð er vel frá gengið og sætin fá góða einkunn. Opel Astra er skemmtilega hannað- ur bíll. Ekki er augljóst að harin er af Opel ættinni því hann er með sérstöku yfirbragði. Örlítið niðurbyggður framendi og rísandi afturend- inn gera hann straumlínulagaðan enda er bíllinn allur ávalur og er t.d. óvenju mikill halli á framrúðunni. Stuðarar eru tiltölulega nettir og luktir að framan og aftan eru sveigðar út á homin og-fremur fínlegar. Astra er boðinn þriggja eða fimm hurða, sem hlaðbakur eða fimm hurða skutbíll.Vélar eru 1,4, 1,6, 1,8 eða 2,0 lítra, 60, 75, 90, 115 eða 150 hestöfl og dísilvél sem er 1,7 lítra og 82 hestöfl. Handskipting er fimmgíra eða sjálfskipt. Hámarkshraðinn er gefinn upp 155 til 217 km og eyðsla f bæjarakstri sögð 7 til 9 lítrar. Stækkaður aðinnan Astra virkar mjög þægilegur bíll í um- 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.