Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1991, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1991, Page 6
J ón Leifs - brautryðjandi á heimsvísu Að undanfömu hefur ýmislegt verið ritað um Jón Leifs. Mörg verka hans hafa verið frumflutt, eða endurflutt, og gefin út á geisladiskum. Athygli manna, hér og erlendis, beinist að Jóni Leifs í sívaxandi mæli. Löngum hafa hér á landi verið/talin ýmis tormerki á því að flytja verk Jóns. Enginn átti að vilja hlusta á þau, þau áttu að vera óspilanleg, ekkert átti að vera í þau varið, við áttum ekki að hafa bolmagn eða mannskap til að flytja þau. Allt voru þetta firrur - hér var að verki íslensk lágkúra, smáborgaraleg öfund og innibyggð hræðsla við mikla, framsækna og ferska list. Eftir ATLA HEIMI SYEINSSON lelcASÓNfoe ÓB ISiAUD OOVEBTueE Ofc 9 : eís un6A Ísiands Meekj íllt’e? ' AlltprO' mttca. fihiCÍMr M “ 3 *. . * A—1 * w * rrJJa. U«9. TugA31 oa «3 «n-u HtrU »tð Afjfl, hoJJa. afltQrrrv t , fag--urt cg tr'M... £ cúu.:m;4ir~hJ*iHau.) Ég vil nefna sérstaklega prýðilegar grein- ar eftir Dr. Carl-Gunnar Áhlen, hinn kunni sænska gagnrýnanda og tónvísindamann, sem birst hafa í Lesbók Morgunblaðsins, og ítarlega grein eftir Hjálmar H. Ragnarsson, tónskáld, sem nýlega birtist í Andvara. Þá hefur íslensk tónverkamiðstöð gefið út geisladisk með fjórum hljómsveitarverkum Jóns, Heklu, Geysi, Landssýn ogÞrem mynd- um. Reykjavíkurkvartettinn nýstofnaði, sem hefur farið mjög vel af stað, hefur flutt annan og þriðja strengjakvartett Jóns á tón- leikum hér í vetur, og á næsta ári verður hinn fyrsti fluttur. Verður vonandi stefnt að því að gefa út alla kvartettana á geisla- diski. Og síðast en ekki síst frumflutti Sin- fóníuhljómsveit æskunnar melódramað Baldr undir stjóm Pauls Zukofskys, en það er meðal mestu verka Jóns. Hér var um konsertuppfærslu að ræða, en Baldr er sviðsverk: eins konar ópera - mestan part þögull látbragðsleikur með tón- listarundirspili. Þessi flutningur gaf því ekki heildarmynd af verkinu, en var þó betri en ekki neitt, líkt og svart-hvít Ijósmynd af málverki. En Zukofsky reið á vaðið og sé honum þökk fyrir. Nú er komið að Þjóðleik- húsinu að flytja verkið eins og Jón Leifs hugsaði sér það. Vel mætti líka hugsa sér að gera kvikmynd eftir verkinu. Ymislegt fleira hefur gerst sem of langt yrði upp að telja. Eri allt þetta hefur gert það að verkum, að við höfum gleggri mynd af Jóni Leifs en áður, bæði lífi hans og starfí. En ekki má gleyma því að enn á eftir að frumflytja mörg hinna stærri verka hans og nefni ég þar Edduóratóríurnar þijár, Detti- foss og Hafísinn, fyrir kór og hljómsveit, við ljóð Einars Benediktssonar. Það er okkur íslendingum til skammar að hafa ekki látið flytja öll verk Jóns fýrir löngu. Ég leyfi mér að vitna í snilldarlegan pistil Thors Vilhjálm- arssonar, sem hann flutti í útvarpið eftir flutninginn á Baldri: „... Tónskáld standa flestum varnar- lausari gagnvart fleðuskaparsamsærum lágkúrunnar, eftiröpunarsamlæti, hól- sukki meðalmennsku íjafnhæð. Tónskáld- ið þarf flestum listamönnum fremur að halda á list hans verði ekki kviksett í skúffum ogkistium ogkössum ogkoffort- um í kjöllurum og á þurrkloftum. Tón- skáldið getur varla veitt ávæning af verk- um sínum nema þeim sem lesa nótur, og þá dugir ekki að vera bara stautfær þeg- ar um miklar og margslungnar smíðar ræðir. Ogstundum er einsog þurfi jafnoka tónskáldsins í offorsi, til þess að koma verkum hans til flutnings, sannfæra ráða- menn, til að hrífa svo með sér flytjendur og sannfæra þá um snilldina sem þeir eiga að þjóna einsog hann. Það liggur við að þurfi ofstæki byltingarforingjans stundum eða vakningaprédikarans til að sigrast á öllum tofræfum, á öllum geðlurð- um sem þvælast fyrirþegar eitthvað býðst sem brýtur í bága við það sem var unað við átakalaust. “ Löngum hafa hér á landi verið talin ýmis tormerki á því að flytja verk Jóns. Enginn átti að vilja hlusta á þau, þau áttu að vera óspilanleg, ekkert átti að'vera í þau varið, við áttum ekki að hafa bolmagn eða mann- skap til að flytja þau. Allt voru þetta fírrur, - hér var að verki íslensk lágkúra, smáborg- araleg öfund og innibyggð hræðsla við mikla, framsækna og ferska list. í greinarkorni sem ég skrifaði í Morgun- blaðið 25. maí 1989 segir svo: ... Einhver aðili þarf að taka sér fyrir hendur að hljóðrita öll verk Jóns og gefa út. Til þess að svo megi verða þarf að hrein- rita sum þeirra, útbúa hljómsveilarraddir, kórnótur og píanóútdrætti. Þetta er venjuleg forlagsvinna, sem kostar nokkurt fé. Stofna ætti félag um verk Jóns, eins og gert hefur verið um verk margra merkra tónskálda, til Þorbjörg og Jón Leifs á siglingu í farþegaskipinu Akropolis, 1963. útbreiðslu verka þeirra. Einu sinni var til stuðningsmannafélag Jóns Leifs. Það þyrfti að endurvekja í einhverri mynd. íslendingar einir ættu ekki að vera í slíku félagi. Leita þarf til útlendinga. Jón Leifs á sér ýmsa aðdáendur, einkum á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Þetta segi ég enn í dag og vonandi fara menn að taka við sér. Þegar ég hlýddi á Baldr, í frábærum flutn- ingi Sinfóníuhljómsveitar æskunnar og Zuk- ofskys, varð mér hugsað til þess hversu íslensk tónlistarsaga myndi hafa breyst hefði þetta magnaða verk heyrst fyrr; þau áhrif sem Jón kynni að hafa haft á önnur íslensk tónskáld og breitt þannig afstöðu þeirra til ýmissa ’ fyrirbrigða nútímatónlistar. Einnig hvernig vegur Jóns og orðstír myndi nú vera meðal annara þjóða - hann er langt frá því að vera gleymdur í Þýskalandi, en þar geta menn ekki myndað sér skoðun á honum því þeir hafa ekki neitt í höndunum hvorki hljóð- ritanir né prentaðar nótur. Vissulega er gagnslaust að hugsa svona - og þó. Jón myndaði engan skóla hér. Þó hafði hann áhrif. Hann vakti athygli manna á þjóðlögunum með útsetningum sínum. En Sveinbjöm Sveinbjömsson, Bjami Þorsteins- son og Sigfús Einarsson höfði útsett þjóðlög á undan honum. En þeirra túlkun á þjóðlög- unum er ósköp sviplaus við hliðina á hinum römmu og frumlegu útsetningum Jóns. Menn héldu, að þjóðlögin væru gnægtabrunnur sem íslensk tónskáld framtíðarinnar gætu ausið úr, menn myndu nota þjóðlögin sem stef í viðameiri tónverkum framtíðarinnar. Ýmsir reyndu þetta, til dæmis Hallgrímur Helgason, Jórunn Viðar og Jón Ásgeirsson. Páll ísólfsson, Jón Þórarinsson og Jón Nord- al hafa líka lagt sig eftir íslenskum stíl á grunni þjóðlaganna. Páll Isólfsson og Jórunn Viðar tömdu sér á stundum almennan þjóðlegan, skandínaviskan stíl og sigldu í kjölfar hins ágæta Edwards Griegs. Hallgrímur Helga- son og Jón Ásgeirsson hölluðust fremur að gamaldags og íhaldssömum akademisma: Þjóðlagabrot voru stef í skólafúgum, sem kannski síðar voru útsettar fyrir hljómsveit að hætti Rimskí-Korsakoffs, eftir hljómfræð- iaðferðum Hindemiths. Á þennan hátt héldu menn að gera mætti íslenska tónlist. En Jón fór allt öðruvísi að. Ég held að þjóðlög komi sjaldan fyrir í verkum hans. Að því leyti er hann líkur Síbelíusi - í verk- um hans fínnast vart finnskar þjóðlagahend- ingar. Þeir lögðu sig fremur eftir að ná anda þjóðlaganna. Líkt er þessu farið með Béla Bartók og Leó Janacek. Debussy er allra tónskálda franskastur - titlaði sjálfur sig „musicien francais" - en þó kemur hvergi fyrir franskt þjóðlag í verkum hans. Það er tilgangslaust að þrátta um hvort byggja skuli tónverk á þjóðlögum eður ei. „Ljótt“ lag batnar ekki hót við það eitt að vera íslenskt þjóðlag. Og „fallegt“ íslenskt þjóðlag getur verið óbrúklegt í fúgu, sónötu eða sinfóníu. Nýlega hefur Jón Nordal notað hið ævaforna Liljulag sem meginefnivið í hljómsveitarverkinu Choralis og tekist það vel. Choralis er gott listaverk, vegna þess að Jón er gott tónskáld, en ekki vegna þess- að hráefnið er íslenskt miðaldalag. Hefðbundin og regluleg hendingaskipan er sjaldgæf í verkum Jóns. Taktskipti eru tíð og óregluleg, og þar þóttist Jón vera að endurvekja hryn þjóðlaganna. Hljómaferli Jóns byggist oft á tíðum þverstæðum - nokkuð sem hin klassíska hljómfræði varar eindregið við. Hefðbundinn kontrapunkt er vart að finna í verkum hans. Úrvinnslu stefja ekki heldur, hvað þá hugtök einsog framsaga eða ítrekun. Form- hugsun Jóns er mjög á skjön við hefðbundna formfræði. Dálítill útúrdúr: Jón hefur lýst skoðunum sínum á formi, og þar með innihaldi í tónl- ist: Hann segir svo sjálfur: „Fyrst verður til hjá mér nokkurs kon- ar áætlun um tónverkið, sem ég vil skapa,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.