Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1991, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1991, Page 7
 Jón Leifs. Mynd: Pétur Halldórsson -ss. - ekki svo mjög áætlun í tónum eða 'hljómum, heldur um það sálarástand og þá sálrænu spennu, - útrás eða fróun, sem verkið á að birta. Að vísu blandast hljómar og tónar og hrynjandi inn i þessa áætlun, en slíkt er ekki neitt aðalatriði, og þessir tónar og hljómar þurfa ny'ög að síast og endurskoðast, ef þeir eiga eftir að magnast og þroskast í þá æðri tilveru að geta þjónað hinu listræna tak- marki verksins, - innihaldinu eins og menn gætu ef til vill nefnt það. í fyrsta lagi er mín grundvallarregla sú að láta hina sálrænu spennu ráða forminu og ég reyni að sameina öll hugsanleg ráð til að láta „innihaldið" birtast sem greinileg- ast og á sem áhrifamestan hátt, - en með „innihaldi" á ég hér við sálarástand- ið, stefnuna og þróun hennar, útrásina." Málsmetandi menn, áður fyrr hér heima, sem þóttust kunna töluvert fyrir sér í mús- ik, sögðu því að Jón kynni ekkert, hann væri fúskari. Það var íjarri lagi. Hann hafði komið sér upp sérkennilegum stíl og vinnuað- ferðum utan alfaraleiðar. En hann þekkti hina evrópsku tónlistarhefð mjög vel og var prýðilega að sér í verkum samtímamanna. Mig hefur lengi undrað hversu þeir íslend- ingar, sem lögðu stund á tónsmíðar og hljóð- færaleik í Þýskalandi á árunum eftir heims- stytjöldina fyrri voru innilokaðir. Það er eins og þeir hafi verið uppi á annarri öld. Nítjánda öldin ríkir í huga þeirra. Ekkert af ólgu samtímans, vægðarlausu endurmati hans og tilraunastarfsemi er að fínna í verkum Páls ísólfssonar, Emils Thoroddsen, Sigurðar Þórðarsonar, Markúsar Kristjánssonar og Þórarins Jónssonar, frá þessum tíma. Þessir unglingar úr friðsælli danskri nýlendu loka sig inni í skelinni og bókstaflega neita að ganga á hólm við samtímann. Eg hef orðið var við svipaða afstöðu hjá Færeyingum á vorum tímum - þessa feimni og uppburðar- leysi nýlendubúans, sem loksins er að rjátl- ast af okkur íslendingum. Það sýnir ótrúlega þrjósku Jóns og skap- gerðarstyrk að hann skyldi ráðast í að semja risaverkið Baldr að lokinni heimsstytjöldinni síðari. Nasistar höfðu þá verið nýlega sigrað- ir. Á mektartímum sínum slógu þeir mjög um sig með norrænni menningu, norrænni goðafræði, misnotuðu og rangtúlkuðu þessi fræði svo gjörsamlega að þau hafa verið hálfgert feimnismál á meginlandi Evrópu, ailt fram á þennan dag hjá heiðarlegum mönnum. Þetta nægði til þess að enginn vildi líta við þessu verki þá, hvorki skoða það né flytja. Nafnið eitt nægði til að koma nasistaorði á höfundinn. Hjálmar H. Ragnarsson segir svo í ágætri Andvaragrein sinni: „ ... Það má ætla að kúltúrkenningar Jóns hafi að ýmsu samrýmst kenningum nasista um endurreisn norrænar menning- ar og yfirburði hins norræn a kynstofns framyfir aðra, en svo var þó ekki. Hug- myndir Jóns byggðust á rétti smáþjóða til sjáifstæðis og menningarlegrar reisnar, en nasistar stefndu að heimsyfirráðum og drottnun hins aríska kynstofns yfiröðrum. Hvergi hafa fundist neinar heimildir um, að Jón hafi gengið erinda hinna þýsku valdhafa og söguburður um að hann hafi verið nasisti hefur margsinnis verið hrak- inn. Þessi söguburður var ekki síst ósann- gjarn fyrir þá sök, að í æðum konu hans og tveggja dætra rann gyðingablóð, og varþvíhans nánasta fjölskylda ístöðugum lífsháska vegna ofsókna hinna blóðþyrstu valdhafa Þriðja ríkisins. Að sögn Jóns bönnuðu nasistar opinberan flutning á verkum hans árið 1937, en þó fengust undanþágur frá þessu banni tvisvar eða þrisvar til ársins 1941.“ Því má bæta við að þegar dr. Róbert Abraham Ottóssyni var á sínum tíma boðið til ísraels, til að stjórna fjölda tónleika, þá notaði hann tækifærið, að skýra rétt frá málavöxtum, og var þá banni því sem var á flutningi verka Jóns Leifs þar í landi aflétt. ísraelsmenn flytja ekki verk þeirra tón- skálda sem unnu með nasistum. Til dæmis heyrist Richard Strauss ekki þar í landi því um hríð var hann „ríkistónlistarstjóri“ á þeirra vegum. Þá eru verk Richards Wagn- ers ekki flutt, því oft ber á sjúklegri gyðinga- andúð í stórfenglegum óperum þessa mikla meistara. Annar útúrdúr: Nasistaflokkurinn stjóm- aði allri listagagnrýni í Þriðja ríkinu. Það er athyglisvert hvað einn af leigupennum stjórnvalda segir um Orgelkonsert Jóns, þeg- ar hann var fluttur 1941: „Þegar litið er á þá þrúgandi þröngsýni sem ræður ríkjum í þeim hugarheimi er hér birtist, svo fráhverfur fijálsu, skap- andi hugarflugi - hugarheimi sem í mynd mikilúðlegrar passacaglíu vekur með mönnum óbeit og furðu - þá skilja menn hvorki upp né niður i þessu. Hefur Jón Leifs ætíað sér að lýsa forsögu Islands í tónum, þegar hraunstraumar flæddu enn yfir og risaeðlur skóku jörðina er þær þrömmuðu þungstígar um? Ekki er á ann- an hátt unnt að útskýra mikinn fjölda ásláttarhljóðfæra, þarsem drundi ífjórum pákum og einn maður var þrælupptekinn við að ólmast með hamri á gólfinu af ill- kvittnislegri þrjósku. Áheyrendur tóku að gerast órólegir en síðar var þeim skemmt; í staðinn fyrir lófatak eftir lokahljóma verksins kváðu við glymjandi hlátrasköll frá þeim sem eftir voru í salnum.“ Nasistar vildu að listin væri pen og huggu- leg. í því svipaði þeim til Stalíns, Hollívúddapparatsins og markaðssetningar- valdsins, því þetta voru í rauninni smáborg- arar og útnesjamenn. Og þegar Sögusinfóní- an var flutt í Helsinki árið 1950 þá skrifar einhver Norðmaður: „Það er sá versti djöflagangur (jævligste spektakel), sem ég fyrir mitt leyti hefi nokkurn tíma heyrt eina hljómsveit fram- leiða í einu, formleg uppbygging verksins var eins dauð og storknað hraun. “ Þessu var mjög haldið á lofti hér heima og Þórðargleðin altók menn. Það fór hins vegar lægra að Jean Sibelius mat Sögusin- fóníuna mikils. Það var raunar tengdasonur hans, Jussi Jalas, sem stjórnaði flutningnum og hljóðritaði sögusinfóníuna síðar á plötu með Sinfóníuhljómsveit íslands. Með Baldri vildi Jón Leifs kannski sýna heiminum og óbornum kynslóðum hinn rétta - hinn íslenska - skilning á hinum fornu fræðum. í efnisskrá segir Paul Zukofsky svo: „ ... í Baldri eru tónlistarleg og leiklistar- leg öfl sameinuð í þeim tilgangi að kynna umheiminum ísland, sem stóð Jóni nærri og hvatti hann til að leggja vinnu í þá hugmynd sem var þó svo ólíkleg til að verða að veruleika.“. Því má heldur ekki gleyma að ísland var nýorðið lýðveldi, þegar Jón hóf að semja Baldr. Jón var ákafur þjóðernissinni eins og margir af hans kynslóð - sjálfstætt ísland var þeim uppfylling allra drauma. Var ekki Baldr-sagan af hinum besta meðal Ása - kveðja til hins unga lýðveldis, líkt og íslands- klukkan, sem Halldór Laxness var þá nýbú- inn að skrifa? Baldr er mjög spámannlegt verk, og ólíkt öllu því sem ég þekki til frá árunum fyrir og um 1950. Bardagaþættirnir eru svo yfir- þyrmandi, að margræmdir borgaraskrekkir eins og Edgar Varese og John Cage virðast vitameinlausir. Sumir þættirnir eru langar hrynur með ókjörum ásláttarhljóðfæra, líkt því að kaffæra eigi allt sem á vegi verður. Þessi fullyrðing er ekki neikvæður dómur heldur þvert á móti. Jón var brautryðjandi í notkun ásláttarhljóðfæra. Auk hefðbund- inna ásláttarhljóðfæra notar hann óvanaleg hljóðfæri, járnkeðjur, stóra og litla steina, tré- og járnskildi, sírenur og fallbyssur. En allt er þetta þekkt í tónbókmenntum vorra tíma. Mörg hinna merkustu tónskálda, eins og Bartók, Webern, Ives, Varese og Sjos- takóvíts útvíkkuðu á þessum árum hið hefð- bundna slagverk. Jón fylgdist náið með þessu eins og öðru, og lagði sitt af mörkum. Örlítill útúrdúr: Eg á óljósa minningu um revíusýningu í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Spikfeitur leikari kemur inn á sviðið og allir fara að hlæja. Þetta var Har- aldur Á. Sigurðsson - Halli Ásgeirs - ásamt Alfreð Andréssyni helsti gamanleikari þess- ara gömlu, góðu ára. Síðan kemur inn hópur fólks og lemur saman pottum, pönnum, sleif- um og gömlum þvottabrettum og meiru. Og Haraldur Á. spyr: „Hver djöfullinn er þetta, maður?“ Og einhver úr hópnum svarar: „Þetta er Sögusinfónían eftir Jón Leifs." Álmennur hlátur í salnum. Og til að sleppa ekki neinu, þá verður að segja frá því að næst kom inn mjósleginn maður með rautt brennivínsnef, illa til fara, og ölvaður. Hér var atómskáld komið og flutti órímuð ljóð um „hið himneska glóðarauga" og annan ámóta þvætting. Hér var verið að skopast að Steini Steinar. Þannig var skopskyn Reykjvíkinga í gamla daga: helsta skemmt- unin var að gera grín að bestu listamönnum þjóðarinnar! Ýmsir þættir í Baldri minna nokkuð á þá tónlist sem Giörgy Ligety samdi þremur áratugum síðar: þykkir vefir laghendinga ofnir hver inn í annan, þannig að í hljóð- mistrinu glittir í tónræna lagstúfa, sem erf- itt er að henda reiður á. Þetta er einhvers konar raddfléttustíll, eða kontrapúnktur, en á ekkert skylt við skólakontrapúnkt, sem sumir kalla „vinnubrögð" og rugla saman við handverk. Fegurstu þættirnir í Baldri finnst mér vera Dauði Baldrs og Bálför Baldrs. Þar sýnir Jón sjálfstæði sitt gagnvart Wagner. Tónlistin er algjör andstæða jarðarfarar Sig- urðar Fáfnisbana úr Ragnarökum. Og þegar ég hlusta á Heklu koma mér í hug ítölsku meistararnir Scelsi og Nono, sem leika á fíngert og auðugt litróf einhæfninnar löngu á eftir Jóni. í Heklu er Jón jafn út- hverfur og Nono er innhverfur í Vegur finnst enginn, en samt ber að ganga (No hay cami- os, hay que eaminar. ..) sem Nono samdi 1987, skömmu fyrir lát sitt í minningu An- drei Tarkofskís vinar síns, hins mikla rúss- neska kvikmyndameistara. Jón var mjög næmur á ýmsa óvanalega hljóðfæraeffekta. Leifur Þórarinsson tón- skáld hefur sagt mér frá því þegar Hekla var frumflutt í Helsinki: Hljómsveitarmeð- limir sumir héldu því fram að ýmislegt sem Jón hefði skrifað væri ekki unnt að spila. Hann hafði skrifað glissandó yfir tvær átt- undir fyrir básúnur. Vanalega er ekki unnt að spila glissandó nema yfir hálfa áttund á þetta hljóðfæri. En Jón átti við sjaldgæfa tegund af glissandói: svonefnt yfirtónagliss- andó. Ög það, sem menn þóttust ekki geta spilað þá, geta allir - og verða að geta - spilað í dag. Ég er ekki það fróður að ég viti hvar þennan effekt er fyrst að fínna. En það kæmi mér ekki á óvart að hann kæmi einhvers staðar fyrir hjá Richard Strauss eða Aniold Schönberg. (Niðurlag í næstu Lesbók.) LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. SEPTEMBER 1991 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.