Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1991, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1991, Blaðsíða 2
Freysdýrkun í fornsögum Gaf Frey vin sínum hestinn hálfan Laxdælu er merkileg frásögn af Auði á Hóli sem reynir að hefna sín á Þórði Ingunnarsyni bónda sínum eftir að hann hefur látið hana eina og er raúnar farinn að deila beð og blíðu með annarri konu. En tilræði Auðar mistekst, enda hefur hún Eðlilegast er að gera því skóna, að Sigurður Fáfnisbani hafi dýrkað Frey, enda hlýtur helsta afrek hans að hafa verið mjög að skapi þeirra fégjafa, feðganna Freys og Njarðar, sem studdu að auðsæld manna. - Síðari hluti EftirHERMANN PÁLSSON engan styrk af seiði eins og Þorgrímur forð- um. Hún fær sér smalamann til fylgdar, ríður allt undir túngarð að Laugum og geng- ur ein heim að bæ. Auður gekk að dyrum og var opin hurð. Hún gekk til eldhúss og að lokrekkju þeirri er Þórður lá í og svaf. Var hurðin fallin aftur, en eigi lokan fyrir. Hún gekk í lokrekkjuna, en Þórður svkf og horfði í loft upp. Þá vakti Auður Þórð, en hann snerist á hliðina er hann sá að maður var kominn. Hún brá þá saxi og lagði að Þórði og veitti honum áverka mikla og kom á höndina hægri. Varð hann sár á báðum geirvörtum. Svo lagði hún til fast að saxið nam í beðinum staðar. Síðan gekk Auður brott og til hests og hljóp á bak og reið heim eftir það. Eins og frásögnin ber með sér þá er aug- ljós skýring á glapleik Auðar: Hún leggur að manni sem liggur á hliðinni, og því læt- ur hann undan við lagið og hlýtur þó mikil sár; en ef hann hefði legið á bakinu eins og þeir Vésteinn, Þorgrímur (L), Helgi Ás- bjarnarson og Sigurður Fáfnisbani, þá hefði saxið ekki numið staðar í beðinum fyrr en það hafði farið í gegnum Þórð Ingunnarson. Auður kunni ekki lá list til hlítar að vega mann í hvílu sinni, enda fer svo að magnað- ir seiðmenn sem voru ekki síður fjölkunnug- ir en Þorgrímur nef réðu niðurlögum hans. En það er nú önnur saga. III. Freys Vinur Óhugnanlegt hefur það jafnan þótt í slíkum harmsögum að eiginkona hins vegna hvílir við hlið á honum þegar bana hans ber að höndum. I Sigurðarkviðu skömmu leikur allt í yndi þegar konan sofnar en síðan vakn- ar hún við verri draum en orðum megi lýsa: Sofnuð var Guðrún í sæingu sorgalaus hjá Sigurði. En hún vaknaði vilja firrð er hún Freys vinar flaut í blóði. Völsunga saga færir þetta til óbundins máls og orðar atvikin með svofelldu móti: Guðrún var sofnuð í faðmi Sigurðar, en vaknaði við óumræðilegan harm er hún flaut í hans blóði. Fræðimönnum hefur löngum þótt mikið tii þess koma hve vel þessi lýsing kemur heim við Þordísi á Sæbóli. Eins og Guðrún Gjúkadóttir verður hún skyndilega ekkja eftir „vin Freys" og flýtur nú í dreyra hans, þótt höfundi Gísla sögu þyki að vísu engin nauðsyn að geta um blóðstrauminn eða nefna harrh hennar í bili, enda hefur hún rænu á að vara veisiugesti við: „Vaki menn í skálanum! Veginn er Þorgrímur bóndi minn." I Droplaugarsona sögu er Þórdísar toddu að engu getið eftir að hún sofnar um nóttina í feigum faðmi bónda síns, enda er það Helgi sjálfur sem kallar til félaga sinna rétt í því bili að hann fær banasárið: „Vaki sveinar í seti, maður vegur að mér." Engar heimildir eru til skýringar á viður- kenningu Sigurðar Fáfnisbana Freys vinur, og er þó ástæðulaust að gera sér neitt ang- ur af slíku. Eðlilegast er að gera því skóna að hann hafi dýrkað Frey, enda hlýtur helsta afrek hans að hafa verið mjög að skapi þeirra fégjafa, feðganna Freys og Njarðar, sem studdu að auðsæld manna; með því að leggja Fáfni að velli og eignast gnótt gulls verður Sigurður ekki einungis stórauðugur, heldur má einnig segja að hann hafi tortímt dreka sem var óvinur árs og friðar. Nú benda líkur í þá átt að aðrir garpar sem biðu sams konar aldurtila hafi haft átrúnað á hinu skíra goði. Um Þorgrím JVeysgoða leikur enginn vafi, eins og þegar hefur kom- ið í Ijós, og þó skal nefna aðrar ábendingar um Freysdýrkun hans. Þorgrímur er heygð- ur að fornum sið: Það gerðist til tíðinda að snæ festi eigi utan sunnan á hauginum og eigi fraus þar, og gátu menn þess til að hann mundi vera svo þekkur Frey að Freyr mundi ei vilja að frysti á milli þeirra. Um veturinn eru menn að knattleikum á ísnum rétt hjá hauginum. Þá sest Gísli niður. og horfir á hauginn Þorgríms, og var snær á landi annars staðar; en útsuður á hauginum, þar var snjólaust og þítt sem sumarsdag. Þessi lýsing minnir á Árhaug í Ketils sögu hængs. Nafnið sjálft bendir til ársæld- ar og Freysdýrkunar, enda hermir sagan svo frá að víkinga konungur sem hét Fram- ar og aðrir landsmenn blótuðu hauginn til árs. „Þar festi eigi snjó á." Um tengsl Helga Asbjarnarsonar við Frey er þess helst að minnast að afi hans var Hrafnkell Freysgoði, sem „efldi blót mikil. Hrafnkell lét gera hof mikið. Hrafnkell elsk- aði ei annað goð meir en Frey og honum gaf hann alla hina bestu gripi sína hálfa við sig. [...] Hrafnkeíl átti þann einn grip í eigu sinni er honum þótti betri en annar. Það var hestur, bleikálóttur að lit, er hann kallaði Freyfaxa. Hann gaf Frey vin sínum þennan hest Tiálfan. Á þessum hesti hafði hann svo mikla elsku að hann strengdi þess heit að hann skyldi þeim manni að bana verða en þeim hesti riði án hans vilja." Þótt Hrafnkell týndi trú sinni síðar og teldi „það hégóma að trúa á gpð og segðist það- an af aldrei skyldu á þau trúa og það efndi hann síðan að blótaði aldrei," þá er sú saga skáldskapur að verulegu leyti. Allt um það er ástæðulaust að efast um Freysdýrkun Hrafnkels, jafnvel þótt höfundur sögunnar fari með þann átrúnað að vild sinni. Sá Jökull Ingimundarson sém gerist stigamaður og lætur líf sitt fyrir spjótslagi Þorsteins mun að öllum líkum hafa verið Freysdýrkandi, ef nokkuð er hæft í frásögn Vatnsdælu. I fyrsta lagi var mikið um átrún- að á Frey í átthögum hans á Gautlandi, og í öðru lagi bendir nafnið Inginumdur til Freys, rétt eins og önnur nöfn sem eru sam- sett með forliðnum Ing(i)-; svipuðu máli gegnir vitaskuld um móðurnafn Þórðar Ing- unnarsonar sem verður fyrir tilræði konu sinnar. Og í þriðja lagi sýnir Vatnsdæla að systursonur hans, Ingimundur gamli var Freysdýrkandi. IV. UXAGJÖF Eftir að Þorgrímur Freysgoði er allur og jarðneskar leifar hans lagðar í haug, er erfi drukkið eftir hann heima á Sæbóli, og þá gefur Börkur mörgum manni góðar gjaf- ir. Hann kaupir og við Þorgrím nef að hann magni seið svo að þeim manni verði ekki að björg er Þogrím hefir vegið og megi hann hvergi ró eiga á landi. Börk- ur keypti að honum uxa níu vetra göml- um, og síðan gerði Þorgrímur sér seið- hjall að þeim sið er þá var títt, og lagði hann á það alla stund og kraft. Glöggum lesanda koma slík kaup síst á óvart, og liggja ýmsar ástæður til þess. í fyrsta lagi rifjast það upp að heitið Freyr er ekki einungis nafn á því goði sem Þorgrímur dýrkaði heldur einnig eitt af þeim uxaheitum sem bregður fyrir í fornum kveð- skap. Og enn minnir örlæti Barkar á rífleg- ar gjafir sem aðrir láta Frey sjálfum í té og ætlast um leið til launa fyrir. I Glúmu hagar svo til að tvíbýlt er á Þverá; á öðrum hluta búa þau mæðgin Glúmur og móðir hans, og á hinum þeir feðgar Þorkell og Sigmundur. „En þau gæði fylgdu mest Þverárlandi, það var akur er kallaður var Vitaðsgjafi, því að hann varð aldregi ófrær. En honum hafði svo skipt verið með landinu að sitt sumar höfðu hvorir." Þeim feðgum tekst að ná akrinum undir sig með brögðum, og í hefndar skyni vegur Glúmur Sigmund þar á hinum frjóva akri Freys, þröngvar Þorkatli til að láta af hendi sinn hluta af Þverárlandi og flæmir hann burtu. Einsætt er að báðir eru Freys- dýrkendur enda stóð hof Freys þar rétt handan við ána. Og áður Þorkell fór á brott frá Þverá, þá gekk hann til hofs Freys og Ieiddi þangað uxa gamlan og mælti svo: „Freyr," sagði hann. „er lengi hefir full- trúi minn verið og margar gjafír að mér þegið og vel launað, nú gef eg þér uxa þenna til þess að Glúmur fari eigi ónauðgari af Þverárlandi en eg fer nú. Og láttu sjá nökkurar jartegnir hvort þú þiggur eða eigi." En uxanum brá svo við að hann kvað við og fell niður dauð- ur, og þótti Þorkatli vel hafa við látið og var nú hughægra er honum þótti sem þegið myndi heitið. Eins og vænta mátti, þá kemur um síðir að þeirri stundu að Freyr launar uxagjöfina: En áður Glúmur riði heiman dreymdi hann að margir menn væri komnir þar til Þverár að hitta Frey, og þóttist hann sjá margt manna á eyrunum við ána, en Freyr sat á stóli. Hann þóttist spyría hverir þar væri komnir. Þeir svara: „Þetta eru frændur þínir framliðnir, og biðjum vér nú Frey að þú sért eigi á brott færður af Þverárlandi, og tjóar ekki, og sverar Freyr stutt og reiðulega og minnist nú á uxagjöf Þorkels hins háva." Hann vaknaði og lést Glúmur verr vera við Frey alla tíma síðan. Eftir að Oddur sindri hrekst að heiman reisir Helgi Ásbjarnarson bú þar á Oddsstöð- um. Brandkrossa þætti farast orð á þessa lund: En er Oddur bjó sína ferð í braut, þá lét hann höggva graðung og sjóða. Erí hinn fyrsta fardag ogþá er Oddur var á brott búinn, lætur hann borð setja með endi- löngum sætum, og var þetta allt grað- ungsslátur á borð borið. Gekk þá Oddur þar að svo talandi: „Hér er nú vandlega borð búið og svo sem hinum kærstum vinum vorum. Þessa veislu gef eg alla Frey, að hann láti eigi þann sem minna harmi brott fara af Oddsstöðum er í minn stað kemur en eg fer nú." Þess er ekki getið með hverjum atburð Helgi hrökklaðist frá Oddsstöðum, og þó munu flestir treysta Frey til að bregðast vel við beiðni Odds, ekki síðu,r en honum fórst Þorkel háva. Nú mætti skjóta hér að athugasemd um Hrafnkels sögu. Eins og Víga-Glúmur þá hrökklast Hrafnkell frá eignarjörð sinni, en honum auðnast þó að ná henni aftur og hrekja þann í burtu sem flæmdi hann þaðan. En jafnvel þótt Hrafn- kell sé Freysdýrkandi, þá bólar hvergi á þeirri hugmynd að Freyr eigi neinn þátt í slíkum hrakningum, enda treysti höfundur hennar meir á mannþekkingu sína en á forn minni um mátt goða. Höfundur er fyrrum prófessor við Edínborgar- háskóla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.