Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1991, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1991, Blaðsíða 6
Engin offramleiðsla á myndlistarmönnum Bjami Daníelsson, skólastjóri Myndlista-og handíðaskóla íslands. Myndlista- og handíðaskóli íslands tók til starfa 1. september á gamla staðnum í Skipholti og Stórholti, enda þótt myndimar sem hér fylgja með séu teknar á sýningu skólans síðastliðið vor í framtíðarhúsnæðinu. Sú Rætt við Bjarna Daníelsson, skólastjóra Myndlista- og^ handíðaskóla íslands um ýmsar gagnrýnar spurningar, sem oft heyrast í tengslum við skólann - til dæmis hvort hann sé að útskrifa alltof marga nemendur á ári hverju. eftir GÍSLA SIGURÐSSON framtíð verður í glæsilegri byggingu, sem keypt var af Sláturféiagi SuðurlaJTds. Nú er verið að vinna að áætlun um nýtingu nýja hússins í Laugamesi og á þessari stundu er ekki vitað, hvað Myndlista- og handíðaskólinn, hér eftir skammstafað MHI, fær til umráða. í frumáætlun var gert ráð fyrír að skólinn fengi helming húss- ins. Allt bendir nú til þess að skólarnir fjór- ir sem þarna verða undir einu þaki, MHÍ, Leiklistarskóli Islands, háskólanám í tónlist, og Dansskóli Þjóðleikhússins, fái allir það húsrými sem þeir þurfa. Hönnunarvinna á innréttingum hefst eftir áramót, en síðan fer eftir fjárveitingum hvenær hægt verður að hefja framkværndir. Bjartsýnar spár gera ráð fyrir 2-3 árum og að þá flytji allir skól- amir inn í einu, enda sé annað óhag- kvæmt. En til þess að fullgera húsið þarf allverulega ljárhæð, kannski 350-400 millj- ónir. Allir þessir skólar em í þrengingum með húsrými og greiða þar að auki töluverð- ar upphæðir í húsaleigu. Það er samt ljóst, að framundan eru vem- leg tímamót hjá þessum skólum og lengi hefur það verið tilhlökkunarefni í MHÍ að komast í betra og rýmra hús. Starfsemi og stefna skólans hefur verið gagnrýnd, því allt orkar tvímælis þá gert er; einnig gagn- rýnin orkar tvímælis. Á þessu nýbyijaða skókiári var Bjarni Daníelsson, skólastjóri MHÍ, tekinn tali óg m.a. beint til hans spurn- ingum um þá gagnrýni, sem heyrst hefur, til að mynda um nemendafjöldann. Um fjölda nemenda og námstilhögun sagði Bjarni: „Nú eru rétt innan við 200 nemendur í fullu námi við MHÍ og sú tala hefur verið óbreytt síðastliðinn áratug. Skólinn skiptist í for- námsdeild og 7 sérdeildir. Til inntöku í fornámsdeild eru gerðar almennar menntun- arkröfur, þ.e. þrjú ár í framhaldsskóla og að auki er gert ráð fyrir að umsækjandi hafi að baki einhveija undirbúningsmenntun í myndlist. Síðan fer fram inntökupróf, bæði með verklegujprófi á staðnum, en einn- ig er lagt mat á innsend verk. Inn í fornámið eru teknir 40 nemendur á ári; það er einn af 3-4, sem sækja um. Námsmat fer fram á tveggja mánaða fresti, svo kennarar hafa mjög Ijósa hugmynd um hvað þessir nemendur geta. Nánast allir sem ljúka fornáminu með fullnægjandi árangri, vilja halda áfram á einhveiju hinna sjö sér- sviða, en einnig þar er takmarkaður aðgang- ur. Tveir aðrir skólar, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og Myndlistarskólinn á Akureyri, bjóða uppá samskonar fornám og þaðan koma árlega nemendur í sérdeildirnar. Þess- vegna vitum við aldrei alveg hversu margir komast áfram frá okkur, því kannski sækja 10 úr Breiðholtsskólanum og 5-10 að norð- an. í þessar sjö sérdeildir getum við tekið 45 nemendur og næstum undanatekninga- Iaust halda þeir áfram í þriggja ára námi.” „Þarna minnist þú á það, sem kannski oftast er efast um. Er ekki alltof mikið að útskrifa 45 manns í myndlist á háskólastigi á hveiju ári? „Það held ég ekki. Um það bil helmingur- inn fer í hagnýta myndlist, grafíska hönn- un, leirlist og textíl. Grafískir hönnuðir hafa yfirleitt fengið vinnu strax; það er jafnvel beðið eftir þeim á auglýsingastofur. Vax- andi eftirspum er eftir fólki með þá mennt- un og það gerist æ oftar að fyrirtæki ráði textíllistamenn til hönnunar- og þróunar- verkefna. Um 25 manns fara í fijálsa myndlist og þar af er talsvert stór hluti sem fer í fram- haldsnám erlendis að loknu náminu hér. Holland hefur verið eftirsótt til þessa, en líklega er þó ekki meirihluti þar. Nemendur í framhaldsnámi skiptast á Þýzkaland, Frakkland, Ítalíu, Norðurlöndin, Bretland og Bandaríkin. Vitanlega geta fæstir haft myndlist að aðalstarfi að þessu námi loknu; flestir verða að sjá sér farborða með ein- hveiju öðru brauðstriti, t.d. kennslu, eða hjá sjónvarpsstöðvum, leikhúsum, í kvik- mynda- og auglýsingagerð. Af hveijum 25 manna árgangi eru kannski ekki nema 5, sem geta stundað myndlist einvörðungu. En ef maður lítur á gildi þessarar menntunar fyrir samfélagið, þá er það mjög mikið. í íslenzkri sjónlist eru líka stórir akrar óplægðir og má til dæmis benda á, að fjöldi íslenzkra kirkna er listlaus, ekki sízt þær nýju. En það er líka til komið vegna þess, að íslenzkir mynd- listarmenn hafa sáralítið sinnt kirkjulist. Þarna hefur verið óbrúað gil, en sú brú er að verða til. Reynsla af samvinnuverkefnum, sem skólinn hefur átt við stofnanir og fyrirtæki, bendir til þess að myndlistarmenn framtíðar- innar þurfi að takast á við ýmis ný verk- efni. Þar á ég við allskonar myndskreyting- arverkefpi til fegurðarauka og upplýsingar og kennslu. En h'ka hið mótaða umhverfi mannsins í víðu samhengi. Eitt af því sem myndlistarmenn verða að takast á við er tölvugrafík, sem nú dynur yfir okkur. Þá má hugsa sér samvinnu vísindamanna og myndlistarmanna; nýtt svið sem hefur opn- ast uppá síðkastið til að reyna að gera sér grein fyrir hvernig hinn örsæi heímur lítur út og hvernig hann virkar. Þetta eru aðeins dæmi, en möguleikarnir eru margir.” „/ samtali sem ég átti síðastliðinn vetur við Kjartan Guðjónsson, listmálara og kenn- ara við MHÍ til margra áratuga, taldi hann að fenginn reynslu, að um það bil 1 af hverj- um 10, sem skólinn útskrifaði, ætti eitt- hvert erindi í myndlist. Hann vildihafa sama hátt á og í Leiklistarskólanum, þar sem aðeins lítill hópur vel hæfra nemenda er útskrifaður á ári hvetju. Er það ekki um- hugsunarefni, þegar þrautreyndur kennari við skólann segir slíkt?” „Það má endalaust deila um, hversu marga myndlistarmenn þessi þjóð þarf. Til þess að hægt sé að bjóða uppá nám í þess- um sjö sérgreinum, þarf einhvern lágmarks- fjölda nemenda, sem óska eftir þessu námi. Og hörgull er sannarlega ekki á eftirspurn. Ef við tækjum alla inn, sem sækja um eins og gert er í ljölmörgum framhalds- og fjöl- brautaskólum, þá væri þetta 800 manna skóli en ekki 200. Ef Kjartan telur að að-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.