Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1991, Page 2
KRISTJÁN J. GUNNARSSON Uppákomur Alkarnir búnir að týna Vínlandi og upparnir finna ekki EB. Sem sé: Þjóðin — tvöhundruðogfimmtíu þúsund þrýsti hópar — guðar í örvæntingu á glugg himnaríkis og hrópar: Drottinn er hann Leifur Eiríksson heima? Ó, Leifur heppni, launsonur Noregs, við leitum til þín ínauðum. III er veran orðin á skerínu eftir við gengum af þorskinum dauðum. Ó, Leifur, ó Leifur, lát okkar timburmenn — töpin og dollaraskuldirnar — týnast í hafi og taktu svo rammviltur kúrsinn uns glæpistu til að finna EB, GuIIIand ið góða. Ó, Leifur, ó Leifur, þín fundvísi fólst í að týna því fundna týrrdu nú finndu nú feldu nú það sem enginn vill sjá ogþá munum við aldrei gleyma hvernig þú upprættir orsakir efnahagsvandans. Bara við ekki bæjarvillt förum og hittum þig heima. Vonandi liggur leið okkar ekki til Fjandans?
Höfundur er fyrrverandi skólastjóri og námsstjóri.
UNNUR SÓLRÚN BRAGADÓTTIR Endatafl Ég túnið grösin sem teygðu sig móti sólu bærðumst í sunnanblænum. en nú bæríst ei lengur ég nötrandi strá í vindi í vindi vonirnar foknar blærinn svo langt svo langt í burtu bara vindur sem hvín og fræ sem ná ekki festu.
Höfundur hefur nýlega gefið út aðra Ijóöa- bók sína, sem beitir „Fyrirutan gluggann".
Spunahljóð tómleikans
getur látið hátt í eyram
Starfs mín vegna og sökum langdvala erlendis hef
ég þurft, með góðu eða illu, að eiga mikil bréfa-
skipti við íslendinga undanfarinn áratug. Ekki
veit ég hve mörg bréf og kort hafa farið frá
mér, en þau skipta hundruðum, enda hef ég
íslenskt samfélag er
kannski ekki umhverfl
sem ýtir undir þá ró sem
bréfaskriftir kreQast. Það
segir sig sjálft að þjóð,
sem veltist um hafið í
leit að þorski, sem
flengist úr einni
aukavinnu í aðra og
verður í ofanálag að
horfa á dagskrá beggja
sjónvarpsstöðvanna, er
ekki í standi til að skrifa
djúpviturbréf.
Eftir RÚNAR HELGA
VIGNISSON
orðið hagvanur á pósthúsum víða um lönd.
Framan af var uppistaðan einkabréf, nokk-
urs konar neyðarkall einmana ferðalangs,
en í seinni tíð hefur bréfum til fyrirtækja
og stofnana fjölgað, ætli þau séu ekki neyð-
arkall af öðru tagi.
Bréfaskriftir eru mér mikill gleðigjafi,
mismikill reyndar eins og gefur að skilja.
Þegar best lætur skerpa þær skoðanir á
mönnum og málefnum, treysta vináttubönd,
ydda þjóðernis- og málvitund, auk þess að
draga fram áður óþekkt þjóðareinkenni
(voru ekki ötulustu vemdarar ísienskrar
menningar búsettir í erlendis á sínum tíma?).
Skriftir eru nefnilega nám; rannsóknir sýna
að það situr lengur og betur sem maður
hefur skrifað um en það sem maður hefur
einungis lesið um. Skriftir eru einnig land-
könnunarleiðangur um heim hugmynda og
tilfinninga, þær leiða mann á áður óþekktar
slóðir (ég lagði upp með lítið meira en titil-
inn), þær fá heilann til að vinna, sem hlýtur
að teljast mikil Guðs blessun, en um leið
er þekkingarbresturinn miskunnarlaust af-
hjúpaður. Elizabeth Jolley, einn af virtustu
rithöfundum Ástralíu, hefur sagt að fyrsta
málsgreinin leysi fleiri úr læðingi, hugmynd
kvikni af hugmynd. Sama á við um bréfa-
skriftir, þær veita óvæntan aðgang að sál-
inni (misgreiðan eftir því hver móttakandinn
[ritskoðarinn] er, hann mótar stílinn að
hluta), þær eru vettvangur einlægninnar,
form þar sem ekki þarf að hafa áhyggjur
af því hvort maður er skrækur aða sköllótt-
ur, stirðmæltur eða stamandi. Bréfaskriftir
eru aðferð sem leyfir ígrundun, andstætt
símtalinu þar sem allt verður að gerast í
hita augnabliksins, því enginn vill borga
fyrir þögn. Þær eru líka vettvangur fyrir
skopskyn sem ekki fær að njóta sín í töluðu
máli sökum dragbíta eins og feimni og hlé-
drægni.
Það eru gerðar aðrar kröfur til ritaðs
máls en talaðs og þar af leiðandi verður það
vettvangur fyrir ýmislegt sem oft kemur
ekki fram í daglega lífinu. í bókinni The
Great World eftir Ástralann David Malouf
stendur á einum stað: „Ellie skrifaði honum
um hluti sem hún hefði áreiðanlega aldrei
nefnt augliti til augjitis.” Bréfaskriftir eru
sem sagt vettvangur fyrir það sem ekki
þykir við hæfi að segja upphátt í töffarasam-
félaginu (eins og til dæmis „guð geymi
ykkur” og „þinn vinur”). Af þessum ástæð-
um nota rithöfundar bréf í skáldskap þegar
þeir vilja greiðari aðgang að innstu sálar-
kirnum. Gott dæmi er Celie í Purpuralitnum
eftir Alice Walker; hún skrifar til Guðs um
það sem hún ekki þorir að impra á við aðra.
Það má því segja að skriftir geti verið sálar-
rannsókn eða jafnvel meðferð, nokkurs kon-
ar línurit sálarinnar, enda ráðleggja sálfræð-
ingar fólki stundum að halda dagbók (við
látum liggja milli hluta hvort þetta segir
eitthvað um rithöfunda!). „Dagbókin er eina
form ritaðs máls sem veitir algjört tjáningar-
frelsi,” segir Tristine nokkur Rainer í bók
sinni The New Diary. Þótt dagbókarfærslur
séu ólíklegri til að burðast með hömlur hefð-
arinnar, gi-unar mig að í undirvitundinni
leynist oft á tíðum ótti við óvelkomin augu.
Það þýðir að lesandi er oftar en ekki hafður
í huga, þótt ómeðvitað sé, og er þá einung-
is stigsmunur á dagbók og bréfi.
Það segir sig sjálft að bréfaskipti fela í
sér samræðu. Sem betur fer glata bréfa-
skriftir þó ekki alfarið gildi sínu þótt fram-
lag móttakandans sé þögnin ein; þær verða
þá eintal frekar en það tvítal sem tii var
stofnað. En fæstir eru þannig innréttaðir
að þeir hafi geð í sér eða nennu til að senda
bréf hvað eftir annað út í tómið; það raskar
jafnvægi bréfritarans, honum getur fundist
hann svívirtur, virtur að vettugi, sem er
álíka neyðarlegt og að senda flöskuskeyti
eða henda grjóti í hafið og stækkar enn
frekar tómið í sálinni. Að öllu jöfnu er ókurt-
eisi að svara ekki bréfum - nema þau hafi
verið þeim mun dónalegri - og rétt er að
gera sér grein fyrir áhættunni; þögnin er
þaninn strengur. "
Það kostar sem sé klof að ríð_a röftum.
Og þar stendur hnífurinn í kúnni: íslending-
um er annaðhvort sárt um klofin sín eða
þeir hafa takmarkaðan áhuga á að ríða
röftum. Með fáum undantekningum, og nú
er ég ekki að tala bara af eigin reynslu,
svarar fólk sem býr á íslandi bréfum seint.
og illa og margir svara aldrei og í þeim
hópi eru sum þau fyrirtæki og stofnanir sem
undirritaður hefur reynt að eiga samskipi
við. Það kemur á óvart þegar maður héfur
vanist skilmerkilegum svörum í landi eins
og til dæmis Bandaríkjunum, þar sem allt
á þó að vera svo ópersónulegt.
Þeir sem búið hafa erlendis kannast við
það aukna vægi sem bréfberar fá. Þeir verða
tengiliðir við ættlandið ástkæra, við ætt-
ingja og vini, sem oft er sárt saknað. Því
það er ekki alltaf eins spennandi og margir
halda að vera langdvölum erlendis; það er
ekki eins og að flatmaga á Costa del Sol
eða Rimini' í nokkra daga og ieyfa framand-
leikanum að kitla taugakerfið. Öðru nær,
manni er þröngvað inn í umhverfi þar sem
fátt er að festa sig við og verður að fást
við það, gera gott úr því ef svo ber undir.
Þegar bréfberinn er léttklyfjaður er því ekki
örgrannt um að sumir verði vonsviknir og
hætti til að taka það persónulega, engum
þyki þeir nógu merkilegir til að senda þó
ekki væri nema eitt' lítið kort með fallegri
mynd að heiman. Á slíkum stundum getur
spunahljóð tómleikans látið hátt í eyrum og
freistandi að blóta bréfberanum í sand og
ösku, því það er oft auðveldara að hengja
bakarann en smiðinn.
Menn skilja kannski núna af hveiju sum-
ir póstkassar hafa átt um sárt að binda
eftir dvöl íslendinga á erlendri grundu og
jafnvel þarfnast viðgerðar.
En eftir að vinir okkar hjónanna fóru að
dvelja langdvölum erlendis líka og inn um
bréfalúguna tóku að laumast hin læsileg-
ustu bréf frá þeim horfði málið skyndilega
öðruvísi við. Okkur varð ljóst að þögnin að
heiman hlaut að vera vitnisburður um gildis-
mat og lífsstíl á þessari afskekktu eyju.
íslenskt samfélag er kannski ekki umhverfi
sem ýtir undir þá ró sem bréfaskriftir krefj-
ast. Það segir sig sjálft að þjóð, sem veltist
um hafið í leit að þorski, sem flengist úr
einni aukavinnu í aðra og verður í ofanálag
að horfa á dagskrár beggja sjónvarpsstöðv-
anna og hlýða á endalausar veðurfréttir og
koma börnunum í háttinn og liggja á sól-
bekkjum og skemmta sér hressilega og
moka snjó morguninn eftir er ekki í standi
til að skrifa djúpvitur bréf. Síminn er þeirra
vinur og kannski faxið, ef um einhver tjá-
skipti er að ræða.
Og þetta á að heita bókmenntaþjóðin
mikla; það sagði mér ástralskur verkfræð-
ingur í gær.
En það góða við leti og sinnuleysi íslend-
inga í þessu efni (eða vilja menn heldur
tala um þreytu?) er að undantekningarnar
verða kærkomnar. Þær gefa manni kost á
að vinsa úr þá sem hafa áhuga á að við-
halda samskiptum, þá sem eru opnir fyrir
fleiru en næringu í sjónvarpsæðina. Ætli
mæðurnar séu þar ekki fremstar í flokki,
þær eru ekki vanar að bregðast.
D
Höfundur er rithöfundur og dvelur nú í Ástralíu.