Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1991, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1991, Blaðsíða 6
FIAC Myndlistarmessa - hvað er nú það? Ekki er nema von að einhver reki upp stór augu, ekki sízt kirkjunnar menn, sem gætu ímynd- að sér að þama væri verið að reyna nýtt messuform. En svo er nú ekki. Þetta er Á myndlistarmessunni í París sýndu 157 listhús í Evrópu og Ameríku það helzta sem þau hafa á boðstólum. Þama sést góður þverskurður af myndlist samtímans Ceroli, Italíu: Sjálfsmynd unnin í tré. hundheiðið fyrirbæri og orðið líklega ættað frá Þýzkalandi, þar sem gríðarstórar vöru- sýningar er nefndar messur. Þar var líka farið að halda risastóra myndlistarmark- aði, þar sem listhús eða gaílerí sýndu það merkasta sem þau höfðu á boðstólum. Nú hefur París gerst vettvangur fyrir slíkan risamarkað myndlistar. Það eru samtök sýningarhúsa í Evrópu og Amer- íku, FIAC, sem að honum standa og blaða- maður Lesbókar leit þar inn í októberbyij- un, — messan stóð annars frá 5. - 13. október. Raunar var það rétt meira en að líta inn; það tók mig 6 klukkutíma að komast á skikkanlegum hraða, eftir því sem hægt er í mannmergð, og þar að auki að taka myndir. Sýning af þessu tagi reynir aðallega á fæturna og bakið, því yfirliett er lítil aðstaða til að tylla sér niður. Fransmenn byggðu rétt fyrir aldamótin sýningahöllina Grand Palais við götu, sem nú heitir Avenue Winston Churchill, á hægri bakka Signu og skammt frá glæsi- götunni Champs Elyseés. Þetta var gert vegna heimssýningarinnar, sem þá var haldin í París. Grand Palais er einkenni- legt sambland af gömlu og nýju; annars- vegar mikið barok-bákn í anda fyrri tíðar mannvirkja í París, en hinsvegar með gler- þaki, sem þá var mjög framtíðarlegt. Öllu hallargólfinu hafði verið skipt niður í nokuð misstóra sýningarbása og þar sýndu 157 gallerí. Þar af voru 72 frönsk, flest starfandi í París, en að auki voru þama gallerí frá Þýzkalandi, Austurríki, Belgíu, Kóreu, Danmörku, Spáni, Banda- ríkjunum, Finnlandi, Bretlandi, Grikk- landi, Ítalíu, Japan, Svíþjóð og Sviss. í þetta sinn hafði Belgíu verið boðin heið- urs-þátttaka og þaðan voru 16 gallerí. FIAC-messan sýnir hvað myndlistar- menn á Vesturlöndum eru að fást við þessa stundina, en einnig og ennþá frekar sýnir hún hverskonar myndlist er til sölu í list- húsum Evrópu og Ameríku. Að því leyti er hún afbragðs aldarspegill. Nýjustu og skærustu stjörnur á hinum alþjóðlega gall- ería-himni eru að sjálfsögðu allar þarna. En þeir sem vilja fjárfesta í Picasso, Mat- isse, Picabia, Dali, Max Emst og mörgum öðrum frægðarmönnum frá fyrriparti ald- arinnar, géta sannarlega fundið dágott úrval. Verk þeirra koma sjaldnast á óvart og em svo gamalkunnug, að maður slæst ekki í hóp Japananna, sem ljósmynda þau í gríð og erg. Annað vekur athygli í mann- mergðinni á FIAC: Þar sést varla^ svartur maður. Jafnmikla athygli vekur hvað þel- dökkt fólk er geysislega fjölmennt orðið í París. En getur hugsast, að svarti kyn- stofninn sé á engan hátt viðriðinn gallería- bransann, - og ekki kaupendur myndlistar heldur, né einfaldlega forvitnir áhugamenn eins og flestir þeirra sem olboga sig áfram gegnum þvöguna? Spyr sá sem ekki veit. Nýjabrumið vakti meiri forvitni mína en það gamalkunna. Ég hefði haldið að SJÁ NÆSTU SÍÐU Grand Palais sýningarhöllin var byggð vegna heimssýningar um síðustu alda- mót. Nú sýndu þarna saman 157 Iisthús frá Evrópu og Ameríku. Sigmar Polke, Þýzkalandi: Myndir frá sumrinu, 1991, 180x150 sm. Blönduð tækni á veggfóðursgrunn. Polke hefur verið fulltrúi Þýzkalands á Feneyja-tvíæringi og er í hópi frægustu myndlistarmanna Þjóðveija. Judith BartoIani/CIaude CaiIIoI, Frakkls FIAC 5/13 OCTOBRE S2 * ; ' 3u M 5 Q alltHJ MUII W iiíi 5 2*r 2 Ú LE GUIDE DU SALON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.