Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1991, Blaðsíða 3
[fj usu L!
i-iaaKnr
S1 ® S1 ® ®1 S1 ill E ® H1 ® tll ® ®
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór-
ar: Matthías Johannessen, StyrmirGunn-
arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs-
son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100.
Forsíðan
Myndin er eftir einn þekktasta málara Dana á
þessari öld, Carl Henning Pedersen, sem nú er um
áttrætt og var einn af Cobra-mönnunum. Þessi
mynd hans og raunar margar fleiri voru á hinni
fjölþjóðlégu myndlistarmessu, FIAC, í París nú í
október - og Lesbókin var þar. Frá þessari risa-sýn-'
ingu nærri 160 listhúsa í Evrópu og Ameríku er
nánar sagt í máli og myndum.
Steinn
Steinarr, skáld, hefur verið bókmenntamönnum
nokkur ráðgáta, eða öllu heldur hugmyndirnar, sem
fram koma í kvæðum hans. Sumir hafa talið þekk-
ingu hans á erlendum samtíma skáldskap yfirborðs-
legan, en aðrir - og þar á meðal Ingi Bogi Boga-
son, bókmenntakennari, sem skrifar grein um þetta
efni, telja að Steinn hafi verið miklu betur að sér
um þessi efni en almennt hefur verið talið.
Rétttrúnaður
ýmisskonar getúr orðið pólitík á breiðum grund-
velli. Hannes Sigurðsson í New York skrifar um PR,
hinn pólitíska rétttrúnað, sem birtist mest í háskólun-
um vestra og gengur út á að allt illt í veröldinni
sé hinum hvíta, kristna karlmanni að kenna. Þess-
vegna verði að endurskrifa söguna. Þetta er árang-
ur af baráttu allskoanr minnihlutahópa, svo og kven-
hyggju.
JÓN HELGASON
Sölvi Helgason
Sölvi Helgason, heimspekingurinn smáði,
var hnepptur í dýflissu fyrir sín prakkarastrik.
Hann hafði þó ekki aðhafst nein föðurlandssvik
og ekki kynnt sig að strákskap að neinu ráði.
Um próf sín og afrek í útlöndum mikið hann tjáði, .
en ætti’hann aðleggja fram skírteinin kom á hann hik.
Menn skildu það glöggt að hann gerði sér hægt um vik
og gaf sér þær nafnbætur sjálfur er hugurinn þráði.
Aumingja Sölvi niinn! Ógæfa þín var sú,
að aðeins þú lifðir vors þjóðfrelsis byijandi vor,
en ekki þess sumar með vaxandi virðing og trú
á vísindamönnum sem frömuðu sig eins og þú.
Nú stígum vér orðið svo merkileg menningarspor.
Nú mundi landsstjórnin gera þig prófessor.
Jón Helgason, 1899-1986, varfrá Rauðsgili í Borgarfirði, en átti lengst
af heima i Kaupmannahöfn, þar sem hann var prófessor í norrænum
fræðum við Hafnarháskóla og forstöðumaður Árnasafns. Eina Ijóða-
bók hans, Úr landsuðri, kom út 1939.
B
B
HUGLEIÐING UM
HUGSJÓNIR
Þá hugsjónir fæðast, fer hitamagn um önd,
þá hugsjónir rætast, fer þrumurödd um lönd.
Petta ljóð Guðmundar Magn-
ússonar kyijaði fólk á ung-
mennafélagsfundum hring-
inn í kringum landið á upp-
vaxtarárum mínum. Það
var aldamótakynslóðin sem
átti upphafið að þeim söng.
Hugsjón ungmennafélag-
anna hafði gagntekið hana. Hún var sann-
færð um að Islendingar væru kjarni hins
norræna kynstofns, öðrum þjóðum ágætari
en hefðu goldið erlendrar kúgunar og fátækt-
ar að undanförnu. Nú skyldi efla íslenska
æsku til líkama og og sálar, temja henni að
standa fyrir máli sínu á mannfundum, fá
hana til að leggja af skaðnautnir, þjálfa
líkamann í fjallgöngum og öðrum íþróttum,
græða landið, virða kynstofninn og heiðra
fánann. Fólk stóð teinrétt með framréttan
handlegg og hrópaði: íslandi allt! Hugsjónin
var hraust, vel menntað og einhuga fólk sem
byggi hamingjusamt saman í fegursta landi
heims.
En utan úr heimi bárust frettir af öðrum
hugsjónaeldum sem kviknað höfðu með
stærri þjóðum. Þjóðernissinnahreyfingin í
Þýskalandi var i upphafi áberandi lík ung-
mennafélagahreyfingunnnslensku þótt brátt
kæmi í ljós að hún hugðist vinna að markmið-
um sínum með öðrum hætti. Byltingin í
Rússlandi hafi vakið í bijóstum margra von-
ir um að unnt yrði að koma á jafnrétti og
jöfnuði milli manna. Að vísu fór ekkert á
milti mála að kommúnistar ætluðu ekki held-
ur að taka á málunum með neinum silki-
hönskum en menn töldu að þegar búið væri
að útrýma öllum vondu mönnunum, yrðu
góðu mennirnir eftir og þeir mundu fúslega
fórna hagsmunum sínum fólkinu til heilla.
Auðvitað mundu þessar breytingar kosta all-
mörg mannslíf en þar sem maðurinn hafði
enga sál og tilveru hans lauk við líkamsdauð-
ann, gerði það engin ósköp til. Öll fæðing
hafði hvort sem var þjáningar í för með sér.
Menn fylktu sér af eldmóði undir merki
„stóru Ijósanna” tveggja, sungu byltingar-
og baráttusöngva og hikuðu ekki við að beija
hver á öðrum ef stoltið og tryggðin við mál-
staðinn krafðist þess. Hugsjónabálið brenndi
sundur fjölskyldutengsl, það var auðvitað
leiðinlegt að þurfa að steyta hnefann framan
í pabba og mömmu, en hugsjónin krafðist
þess að menn kostuðu öllu til.
Við vitum hvernig fór. Þjóðernissinnar,
vitandi að þeir tilheyrðu hinum göfugasta
kynstofni, ætluðu að ná heimsyfirráðum, eða
því sem næst, enda töldu þeir sig vel að
þeirri stöðu komna sakir hreysti og ættg-
öfgi. En bitinn, sem þeir reyndu að kyngja,
reyndist of stór og brátt hímdu leifarnar af
hinum vösku herjum í hálfbrotnum húsar-
ústum og sleiktu sár sín. 20-30 milljónir
manna höfðu týnt lífinu og eignatjón og
stríðskostnaður námu hærri upphæðum en
mannsheilinn gat gert sér nokkra grein fyr-
ir. Svo dýr varð þessi tilraun manna sem
ætluðu að koma mannlegri hugsjón í fram-
kvæmd.
Hin hugsjónin sem mörgum fannst hafa
svo heillandi yfirbragð því hún átti að útrýma
óréttlætinu og hefja líf hins fátæka og um-
komulausa manns upp til mannlegrar virðing-
ar, afnema vald auðsins og byggja á fram-
lagi hinnar vinnandi og skapandi handar,'
reyndist ekki framkvæmanleg nema með ein-
hvetju skelfilegasta ofbeldi og mannfórnum
sem sögur fara af og jafnvel með þeim hætti
jókst ekki jöfnuður meðal manna að öðru
leyti en því að allur fjöldinn var öfurseldur
fátækt, ótta og öryggisleysi. Og mér er sagt
að þessi tilraun til að skapa góðan og réttlát-
an heim hafi kostað 60 milljónir mannslífa
og skilið efnahag þeirra þjóða sem þessu
kerfi var neytt upp á eftir í rústum.
Þessar urðu lyktir þeirra hugsjóna sem
heilluðu unga menn svo í tvo tugi þessarar
aldar að þeir voru reiðubúnir að fórna lífí
sínu fyrir þær. Svo hrapallega geta menn
látið blekkjast af kænlegum áróðri, jafnvel
hinir menntuðustu og best gefnu menn, að
skynsamleg rök hverfa í þoku tilfinningaofs-
ans. En hvar er þá það sem við köllum „heil-
brigða skynsemi”? Er hún yfirleitt til? Mér
liggur oft við að efast um það, ekki síst þeg-
ar ég veit vel upplýst fólk gefa sig á vald
eiturlyfjum, vitandi hvaða afleiðingar það
hefur. Ög þegar fólk lokar augum og eyrum
fyrir því sem auðsætt ætti að vera og samein-
ast fylkingunni sem þrammar áfram, syngj-
andi baráttusöngva, án þess, að því er virð-
ist, að taka minnsta tillit til staðreynda,
hvarflar helst að þeim sem utan við stendur
og á horfir að þarna sé líklega um eins kon-
ar hópdáleiðslu að ræað sem stjórnað sé af
færum ræðumönnum og sefjandi söng. Eitt-
hvað svipað gerist hjá ofsatrúarflokkum þar
sem hópurinn tryllist bókstaflega af sefjandi
söng og ræðuhöldum manna seni kunna sitt
fag. Þar stendur heilbrigð skynsemi utan-
gátta og kemst hvergi að.
En skyldi mönnum nú ekki vera ljóst, að
fenginni þessari reynslu, að mannlegar hug-
sjónir, mannleg kerfi, koma að litlu haldi til
þess að færa mönnum þá hamingju sem all-
ir þrá? Mannleg þekking er takmörkuð og
auk þess er upplag manna misjafnt. Það
kerfi verður aldrei uppfundið sem henti öllu
þessu misjafna fólki svo að allir verði ánægð-
ir. Auk þess er sú sterka freisting alltaf til
hjá breyskum mönnum að misnota sér að-
stöðu sína á kostnað annarra, draga sér fé
og vinna hin og þessi myrkraverk til að geta
lifað ríkmannlegra lífi. Það er mannlegt að
vilja bæta lífskjör sín en sé röngum aðferðum
beitt til að ná því marki, fer ævinlega illa
að lokum.
Ég fæ ekki séð, af minni takmörkuðu þekk-
ingu, að til sé nema ein sönn hugsjón og hún
byggist ekki á mannlegum afrekum handa
eða hugar., Hún sýnir okkur leiðina til lífs-
hamingju, en sú hamingja byggist ekki á
efnislegri velsæld, heldur á andlegri framför
og kærleika til náungans, ekki á því að hrifsa
til sín heldur að gefa með sér. Og því er
þessi leið svo torfarin og því er henni oftast
hafnað, líka af þeim sem þykjast vilja gera
þessa sömu hugsjón að veruleika. Þessa hug-
sjón, hugsjón kristninnar, er öllum óhætt að
aðhyllast því hún byggist ekki á skeikulu
mannlegu hugviti.
Nú kann einhver að segja: En þessa hug-
sjón hafa menn haft að leiðarljósi í tvö þús-
und ár, jafnvel meðan þeir voru að fremja
hin verstu. verk, og þeir hafa ekki heldur
hikað við að boða kristnina með henndarverk-
um og manndrápum. Því miður er það rétt
en það sannar ekki annað en það hversu
mjög menn hafa misskilið kristindóminn, vilj-
andi eða óviljandi, og hversu þeir hafa farið
villt í því að halda að hægt sé að koma góðu
til leiðar með röngum aðferðum. Það er sama
villan og að halda að hægt sé að auka lífs-
hamingju sína með auði sem fenginn er með
þjófnaði.
Mér sýnist ráðlegast að forðast eins og
heitan eldinn hugsjónabægslagang sem
byggður er á mannlegri hugsun, hversu vel
sem slík kerfi líta út á pappírnum. I mann-
legu samfélagi er hin hægfara þróun hið eina
sem hægt er að fallast á án þess að taka
mikla áhættu. Byltingar leiða aldrei til neins
annars en bölvunar og breyta venjulega ekki
neinu að ráði. Það verður bara önnur hönd
en áður sem bregður vendinum.
TORFI ÓLAFSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. NÓVEMBER 1991 3~