Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1991, Síða 5
Þessi teikning Höskuldar Björnssonar af Steini, hefur ekki birst áður.
Afleiðingar kreppunnar miklu bárust til
íslands. Steinn, sem var lágur maður vexti
og fatlaður, átti sérlega erfitt með að fá
vinnu. Samt vann hann um tíma sem vega-
vinnumaður, í byggingavinnu, við uppskipun
og á sjó. En oftar var hann atvinnulaus og
án fastrar búsetu. Á þessum tíma kynntist
hann kommúnistum eins og Haraldi Sig-
urðssyni, Kristjáni Þorleifssyni og Einari
Olgeirssyni, sem reyndust honum allir hauk-
ur í horni. Eins og margir aðrir á þessum
tíma tók Steinn pólitíska afstöðu fremur á
tilfinningalegum grunni en vitsmunalegum.
Ásamt öðrum var hann t.d. dæmdur fyrir
að skera niður hakakrossfánann hjá þýska
vararæðismanninum á Siglufirði árið 1933.
Árið 1933 birtist ljóð Steins „Verkamað-
ur” í Rétti og árið eftir kom út fyrsta ljóða-
bók hans, Rauður loginn brann. Heiti bókar-
innar vísar til kvæðisins um Olaf liljurós
en það má líka skilja sem rauðan loga kom-
múnismans. Engu að síður verður að horf-
ast í augu við það að pólitísk hneigð bókar-
innar er alls ekki eins sterk og bókarheitið
gefur til kynna. Aðeins eitt Ijóð, „Öreiga-
æska”, boðar gæfusama, kommúníska
framtíðarsýn. Fáein önnur ljóð fjalla um
sömu framtíðarsýn en þá á kaldhæðinn og
tvíræðan hátt. Dæmi um slikt ljóð er
„Verkamaður”. Flest ljóðin í Rauður loginn
brann eru nefnilega gegnsýrð vonleysi og
meinhæðinni lífsafstöðu, tilgangsleysi og
markleysi eru á oddinum. Heimsskoðun
(„Weltansehauung”) í fyrstu bók Steins, sem
og flestum öðrum bókum hans, er þess sem
stendur utan alls. Ljóð Steins eru bundin
undantekningunni en ekki reglunni, ein-
staklingnum en ekki fjöldanum. Þess vegna
má það teljast rökrétt að Steinn hafi staðið
stutt við bæði hjá kaþólskum og kommúnist-
um. Steinn var rekinn úr Kommúnista-
flokknum 1934 vegna agaleysis.
V.
Utan trúarlegra og pólitískra hugmynda
eru níhílískir drættir sterkastir í ljóðum
Steins. Manneskjan í ljóðum hans er oft
einangruð og lifir í eins konar tímalausu
tómarúmi. Þótt angistin umlyki allt og svart-
holið eitt blasi við reynist mælandi ljóðanna
oftar en ekki reiðubúinn að horfast í augu
við ógnvekjandi aðstæður, reiðubúin að
spyrja spuminga og reiðubúinn að heyra
hið óheyrilega:
Svo finnur þú um andlit þitt
fara kaldan súg.
Þig grípur óljós hræðsla.
Þú horfir út í myrkrið
og hvíslar:
Hver ert þú?
Og holur rómur svarar:
Ekkert, ekkert.
Tilgangsleysi í 20. aldar íslenskum skáld-
skap er alls ekki uppgötvun Steins Stein-
ars. Eldri skáld eins og Jóhann Siguijónsson
og Jóhann Jónsson fjölluðu líka um mark-
leysi tilverunnar. Án þess að rökstyðja í
löngu máli er þó óhætt að fullyrða að um-
fjöllun Steins á viðfangsefninu er nýstárleg:
Hún er miskunnarlaus, umbúðalaus og oft
án táknræns myndmáls. Listrænasta tjáning
hans á fánýti og forgengileika hljómar eins
og rótgróinn málsháttur: „í draumi sérhvers
manns er fall hans falið.”
Án þess að frumleiki í skáldskap Steins
sé dreginn í efa verður samt að efast um
að frumspekileg afstaða í ljóðum hans sé
af persónulegum eða þjóðlegum toga. Slík
fullyrðing stæðist aðeins ef ljóst væri að
Steinn hefði verið ómenntaður og alls
ókunnugur erlendum bókmenntum og heim-
speki. Sem er tæpast’ tilfellið. Níhflísk af-
staða í ljóðum Steins felur í sér nógu marga
drætti sameiginlega 19. aldar heimspeki til
að sannfæra mig um að hann hljóti að hafa
þegið mola af borðum hugsuða meginlands-
ins. Hér er um að ræða sálrænan og tilvist-
arlegan vanda í ljóðagerð Steins. En hvar
og hvenær hefur Steinn aflað sér umræddr-
ar þekkingar? Enskar, þýskar eða franskar
bækur um bókmenntir og heimspeki voru
vart tiltækar íslenskum almenningi á þriðja
áratuginum. Að auki er ólíklegt að Steinn
hafi lesið þýsku eða frönsku sér til gagns.
Er þá yfirleitt mögulegt að benda á fyrir-
myndir að níhílískum hugmyndum í ljóðum
Steins? Svarið er jákvætt: Við höfum dæmi
um að hægt sé að rekja bein hugmynda-
fræðileg áhrif á Stein að þessu leyti.
Skömmu áður en fyrsta bók Steins kom
út, árin 1932—33, bjó hann í herbergi með
Ásgeiri Jónssyni trésmið. Ásgeir hafði verið
í Þýskalandi árið áður og lagt stund á heim-
sjaeki. Þar las hann m.a. rit Schopenhauers.
Ásgeir hefur staðfest að á þeim tíma sem
þeir Steinn voru herbergisfélagar hafi hann
lesið úr verkum Schopenhauers fyrir skáld-
ið. Sérstaklega man hann eftir að hafa les-
ið ýmislegt af því efni Schopenhauers sem
tengist dauða og ódauðleika, t.d. „Uber den
Tod und die Unsterblickheit”. (Hér hefur
Ásgeir líklegast átt við ritgerð Schopenhau-
ers sem heitir í fullri lengd „Uber den Tod
un sein Verháltnis zur Unzerstörbarkeit
unsers Wesens an sich”.) Án þess að heim-
speki Schopenhauers sé sérstaklega rædd
hér frekar má fullyrða að sumar meginhug-
myndir í ljóðum Steins hljóma líkt og fagur-
fræðileg útlegging á hugmyndum heimspek-
ingsins. Vitanlega má færa rök fyrir því
að sumar þessara hugmynda Steins séu
ekki nýjar eða nýstárlegar — sumar sjálf-
sagt jafngamlar sögu mannkyns. Tilvist
þeirra í skáldskap Steins kunna að eiga
uppruna sinn í persónulegum aðstæðum
Steins. Slíkt er hugsanlegt en ekki sannfær-
andi. Hliðstæður í ritum Steins og Schopen-
hauers sýnist mér ómögulegt að álíta tilvilj-
un eina. Samstæðar hugmyndir, t.d. svart-
sýni og meinhæðin lýsing á tilgangsleysi
alls, kristallast í einstökum orðum sem eru
gegnumgangandi í verkum þeirra. Hér á
ég við hugtök eins og „Eitelkeit”, (fánýti);
„Langeweile”, (leiðindi); „Irrtum”, (blekk-
ing), „Leid”; (þjáning) svo ekki sé minnst
á „Nichtsein”, (tóm).
í lokin skal snarað stuttum texta eftir
Schopenhauer sem að mínu viti gæti allt
eins verið inntakslýsing á ljóðum Steins —
vissi maður ekki betur:
„Það er hreint ótrúlegt hvernig líf vel-
flestra flýtur burt, utan frá séð ómerkilegt
og þýðingarlaust, og drungalegt og and-
varalaust innan frá skynjað. Lífið er í senn
lémagna þrá og kvöl, draumkennt leiðslu-
ástand, sem varir lífsskeiðin fjögur alit til
dauða — fylginauturinn eru einskisverðar
hugsanir.”
(Úr Sámtliche Werke II, 379. Brockhaus
1946—1950). Og í samhljóm við Schopen-
hauer færir Steinn okkur sína „Vöggugjöf’:
Nei, þú getur naumast hlotið
neitt _af þessu heilt né hálft.
Sjá! Ég gef þér tryggt og trúfast
tilgangsleysið: Lífið sjálft!
Höfundur er bókmenntagagnrýnandi við Morg-
unblaðið.
Greinin er unnin upp úr stuttum fyrirlestri
sem ég hélt við háskólann í Þrándheimi i fyrra.
Hún ber þess merki að vera almenn kynning
á skáldskap Steins. (jafn stuttri grein með jafn
yfirgripsmikið heiti gefst lítið tækifæri til að
velta vöngum yfir einstökum þáttum eða að
rökstyðja efnið. Efni þessarar ritgerðar verður
hins vegar tekið upp á öðrum og rýmri vett-
vangi síðar.
STEINN STEINARR
Þriðja bréf
Páls post-
ula til kor-
intumanna
Ég, sem á að deyja
dvel hjá yður,
sem Drottinn hefur gefið
eilíft líf.
Og Drottinn gefur öllum
eilíft líf.
En eilíft líf er ekki til,
því miður.
Götuvísa
I múrgrárri auðn
undir mánans sigð
geng ég.
Ekkert líf,
ekkert hljóð,
ekki visnandi hlað,
ekki blaktandi strá.
Ekkert
nema ég
í múrgrárri auðn
undir mána'ns sigð.
Og ekkert er til nema ég.
Formáli á
jorðu
Út í veröld heimskunnar,
út í veröld ofbeldisins,
út í veröld dauðans
sendi ég hugsun mína
íklædda dularfullum,
óskiljanlegum
orðum.
Gegnum myrkur blekkingarinnar,
meðal hrævarloga lyginnar,
í blóðregni morðsins
gengur sorg mín
gengur von mín
óséð af öllum.
Djúp, sár og brennandi.
Oséð af öllum.
Svo að Ijóðið megi lifa,
svo að andinn megi lifa,
svo að guði megi lifa.
LESBÓK MORGUNBIAÐSINS 2. NÓVEMBER 1991 5