Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1991, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1991, Side 10
4- I k f t i i i Pólitískur rétttrúnaður (PR) Kvenhyggja, minnihlutahópar og feðranna þverrandi frægð eir sem hafa dvalið langdvölum í Bandaríkjunum hafa ábyggilega margsinnis rekist á það hvað kaninn er mikið fyrir skammstafanir og þýðir oft lítið að leita -á náðir orðabókarinnar ef menn eru ekki alveg með það á hreinu hvað Hugmyndafræðin sem liggur á bak við PR hefur gjörbreytt öllum hinum húmanísku fögum og valdið styr og illdeilum í bandarískum skólum að undanförnu. Hið pólitíska „rétta viðhorf ’ hefur ekki einungis tekið sér bólfestu í bandarísku háskólunum, heldur gegnsýrir það fræðimennskuna og ungir rithöfundar og listamenn vinna í anda þess. Eftir HANNES SIGURÐSSON verið er að fara. Þessi hvimleiða árátta hef- ur leitt til þess að sama styttingin getur staðið fyrir allt að tíu mismunandi hluti, allt eftir því um hvaða samhengi er að ræða. Ein slík skammstöfun er „PG”. Sá sem er með rafreikna á heilanum dettur óefað í hug „Personal Computer” eða „einkatölva”; þeir sem þurfa á lyfjameðferð að halda gætu tekið það fyrir latneska orðið „post eibum” eða „eftir máltíð”, og enn eru aðrir sem tengja það við „political correctness”, er ég hef leyft mér að snara á íslensku sem „póli- tískan rétttrúnað” (PR). Það er í þessari síðustu merkingu sem sennilega langflestir pólitíkusar og menningarfrömuðir líta á þessa skammstöfun í dag, en hugmynda- fræðin sem þar liggur að baki hefur gjör- breytt öllum hinum húmanísku fögum og valdið slíkum styr og illdeilum á undanförn- um misserum að flestar aðrar styttingar fölna nánst í samanburði. Þó orðasamband- ið „pólitískur rétttrúnaður” útskýri sig eflaust að mörgu leyti sjálft sakar kannski ekki að skyggnast aðeins nánar inn í þann hugmyndaheim sem það vísar til. Segja má að þetta sé lykilskammstöfun fyrir alla þá sem vilja fylgjast með hvaða geijun á sér stað í menningarumræðu líðandi stundar, hvort sem um sagnfræði, bókmenntir eða myndlist er að ræða. Hið pólitíska „rétta viðhorf’ hefur ekki einvörðungu tekið sér bólfestu í öllum stærstu háskólum banda- rísku þjóðarinnar og gegnsýrt alla fræði- mennsku, heldur vinna ungir rithöfundar og listamenn orðið langflestir í þessum anda og hafa nú söfnin meira að segja látið síga undan þrýsingnum. Nægir í því sambandi að benda á Ameríska tvíæringinn í Whitney- safninu á Manhattan sem haldinn var í byijun sl. sumars, þar sem verk yngstu kynslóðarinnar voru einn pólitískur rétttrún- aður út í gegn. Hinir „FYRIRHÖFNUÐU” Og „Geðsmunalega ÞJÖKUÐU” Um hvað snýst þá pólitískur rétttrúnað- ur? Svarið er hvorki einfalt né viðhlítandi, en það hefur vissulega með femínisma, minnihlutahópa og nýmarxisma (hvað nú sem sú stjórnmálasannfæring kann eigin- lega að þýða eftir hrun kommúnismans) að gera. Þessi frasi var sennilega fyrst notaður af Karen DeCrow, fyrrverandi forseta Landssambands kvenna, árið 1975, þegar hún andmælti þeirri hugmynd að femínism- inn væri bara fyrir „samkynhneigðar hvítar konur úr millistétt”. Pólitískur rétttrúnaður hófst sem athugasemd frjálslynds aðgerðar- sinna og endaði sem herorð gegn næstum öllu hefðbundnu, vestrænu, íhaldssömu, hvítu og karlkyns. Upptökin er að finna i femínismanum, en smám saman hefur pólit- ískur rétttrúnaður teygt yfirráðasvæði sitt allt frá verndun umhverfisins og jafnrétti kynjanna til baráttumála komma og lesbía og afnáms notkunar niðrandi orða á háskól- alóðinni. Slíkum heljartökum hefur þetta fyrirbæri náð á öllu framhaldsskólanámi, að nú er svo komið að um leið og menn hefja göngu sína við Columbia-háskólann í New York fá þeir margir í hendumar lista yfir óæskileg orð, sem talin eru geta verið niðrandi eða særandi fyrir aðra að heyra (kallað „civility code”). Það er til að mynda afar illa séð, og sumstaðar stranglega bann- að, að nota orð í líkingu við „negi'i”, Júði”, „öfuguggi”, „húsmóðir”, „veikara kynið”, „bæklaður”, „hálfviti”, „aumingi”, „gaml- ingi”, „róni”, „nauðgun” o.s.frv. Á skraut- hvarfamáli hins pólitíska rétttrúnaðar er negri t.d. „bandaríkjamaður af afrísku bergi brotinn”, húsmóðir „heimilistæknir” og gæludýr „félagi af dýrakyni”. Menn eru ekki lengur vitskertir eða geðbilaðir, þeim mun síður truflaðir, bijálaðir, geggjaðir eða einfaldlega „klikk”, þeir eru „geðsmunalega þjakaðir” („mentally challenged”); og hreyfihamlaðir eru hvorki bæklaðir, fatlaðir né örkumlaðir heldur „fyrirhafnaðir” („incon- venienced”), sbr. að þeir þurfa að hafa meira fyrir hlutunum en annað fólk sökum örorku sinnar. Með þessu móti vilja PR-sinn- ar tína úr málinu öll orð sem kallað gætu fram eitthvað hallmælandi eða lítilsvirðandi í hugum fólks. En er hægt að umskrifa orðabókina og sótthreinsa tunguna svo af öllum fordómum og hatri að eftir standi ekkert nema hlutleys- ið/sakleysið uppmálað? Þeir sem aðhyllast þessa stefnu telja greinilega að svo sé og hefur meira að segja tekist að úthýsa þeim nemendum sem hafa verið með munnsöfn- uð. Þannig var annars árs nemanda í Brown- háskólanum nýlega vísað úr skólanum fyrir að hafa verið með kjaft á fylleríi í heimavist- arhúsi. Var honum borið á brýn að hafa hrópað og galað hvað eftir annað „öfug- uggi” og „niggari” um miðja nótt. Þegar fólk bað hann um að hætta þessum ópum spurði hann það hvort það væri „helvítis júðar”. Fyrir vikið varð hann að hverfa á braut, og það sem meira er, í kjölfarið var útbúinn listi yfir orð sem bannað er að brúka í skólanum að viðlögðum brottrekstri. Col- umbia-háskólinn er einnig að hugsa um að setja fijálsum ræðuflutningi skorður og er mjög liídegt að hann muni innleiða svipaða málhreinsun í byijun næstu annar. STÓRGLÆPIR Hins Hvíta karlmanns Þessi uppræting á hatursfullum tjáning- armáta er bara ein breyting af mörgum sem hreyfingin hefur komið til leiðar á undan- förnum árum. Vegna langvarandi mótmæla frá minnihlutahópum og málsvörum femín- ismans gilda orðið önnur inntökuskilyrði fyrir hvíta og svarta nemendur, sem kom- ast margir hveijir að með lægri einkunnir (kallað „affirmative action policy”). Auk þess hafa langflestir framhaldsskólar orðið reglugerð er segir fyrir um það hlutfall blökkumanna, kvenna og hvítra karlmanna er ber að vera í kennaraliðinu, sem og fjölda „fatlaðra” nemenda. Þá hefur námsefnið í húmanísku fögunum tekið stakkaskiptum á síðasta áratug. Fylgismenn pólitísks rétt- trúnaðar hafa komið því til leiðar að í mörg- um skólum er orðin skylda að læra um afr- íkskar bókmenntir, kvennalist og sögu sam- kynhneigðra, hvort sem mönnum líkar það nú betur eða verr. Sjálfur varð ég t.d. að taka áfanga í list ónafngreinds „þriðja heims lands” þegar ég var til framhaldsnáms í Berkeley-háskólanum í Kaliforníu, þó mér hefði verið slíkt þvert um geð og kennsluefn- ið a.m.k. 3500 mílur fyrir utan mitt áhuga- svið. Stórkarlar vestrænnar sögu og menn- ingar eins og Shakespeare, Aristóteles, Tit- ian og Júlíus Sesar eru ekki lengur sömu burðarstólpar í námsskránni og áður, og ■hægt er orðið að taka yfirlitsáfanga í mið- aldasögu án þess að þar sé svo mikið sem drepið á sjálfan Karlmagnús eða karlmenn yfirleitt. í stað hefðbundinnar umfjöllunar um menningarafrek hins hvíta karlmanns er allt eins líklegt að fyrirlesararnir og „sem- ínörin” snúist um líferni óbreyttra kvenna á endurreisnartímanum, hlutverk klæðskipt- inga á vorblótum, eða kvenfyrirlitninguna sem gefur að líta í verkum Picasso og Rodin. Frá sjónarhóli harðsoðinna PR-sinna er hinn hvíti („kynvísi”) karlmaðúr kreddufast- ur, drottnunargjarn og óseðjanlega valda- gráðugur — undirrót mannanna böls og því réttast að afmá nafn hans úr kennslubókun- um, enda búinn að fá að spóka sig nógu lengi í sviðsljósinu á kostnað „fórnarlam- banna”. Á ráðstefnu nokkurri er haldin var hér í bæ ekki alls fyrir löngu lýsti einn fund- argesturinn, sem var svo lánsamur að bera ekki þessa þungu erfðasynd á bakinu, því yfir að bandaríska tónskáldið Leonard Bern- stein hefði ekki haft neitt leyfi til að lýsa lífsreynslu Puerto Rica er hann samdi söng- leikinn West Side Story. Þegar særður aðdá- andi benti á að West Side Story væri til- brigði af Rómeó og Júlíu eftir alveg einstak- lega vinsælan og frægan hvítan karlmann, fordæmdi mælandinn Shakespeare sem kyn- þáttahatara. Slík viðhorf til menningaraf- reka liðinna karlkynslóða teljast ekki lengur til undantekninga og ef svo fer fram sem horfir er ekki ósennilegt að „feðranna frægð” muni innan tíðar falla endanlega í „gleymsku og dá”. Fleiri En Hann Þorgeir Á Þingi Ef lesandinn þykist greina hér einvörð- ungu neikvæða skoðun í garð pólitísks rétt- trúnaðar, má ég þá leyfa mér að kippa þvi eins og skot í lag. Þær hugsjónir sem fyrir- bærið spannar eiga svo sannarlega rétt á sér, frá verndun þverrandi regnskóga í Suður-Ameríku og baráttu gegn notkun kjarnorkuvopna til jafnréttis kynjanna og hinna ólíku þjóðarbrota. Allt er þetta góður málsstaður. Við megum ekki gleyma því þó að Jónasi Hallgrímssyni blessuðum hafi láðst að geta þess í ljóðinu fagi'a, að það voru fleiri en bara „feðurnir frægu og fijáls- ræðishetjurnar góðu” sem „komu austan um hyldýpis haf hingað í sælunnar reit”, og fleiri en bara „hann Þorgeir á þingi er 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.