Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1991, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1991, Blaðsíða 3
TEgBt-g í"IIo!Ir!|q;|u1!ní|b!;l1|a|ío'[8^ i |[n][s1 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Selfoss er nú stærstur þeirra bæja á íslandi, sem ekki standa við sjó. í upphafi var þar ekki annað en Tryggvaskáli eftir að brúin var byggð og síðar Sigtún, þar sem kaup- mannsverzlun starfaði á þriðja áratugnum. Ut kemur senn „Saga byggðar á Selfossi” eftir Guðmund Kristins- son. Hér er gripið niður í hana, en sá kafli fjallar um mannlíf á þessum slóðum áður en þéttbýli fór að mynd- ast við Ölfusárbrú. Forsíðan Forsíðan er til að minna okkur á liðið sumar, sem var eitt það bezta í manna minnum. Efri myndin er tekin í ágústbyijun í Skagafirðinum og það eru bæir í Blöndu- hlíðinni, sem þarna blasa við af nýja veginum, sem nú liggur niðri á eyrunum við Héraðsvötnin. Rúllubaggarnir settu sinn svip á landið þarna eins og víðar. A neðri myndinni, sem tekin er seint í september skammt frá Gjábakka í Þingvallasveit, sjást haustlitir sem eftir þetta heita sumar urðu jafnvel ennþá skrautlegri en venjulega. Ljósm.Lesbók/GS. Bárður Hið íslenska fornritafélag hefur nú gefið út XIII bindi íslenskra fornrita. Þar er formáli, sem raunar er löng ritgerð, um uppruna Bárðar Snæfellsáss eftir Þórhall Vilmundarson. Lesbók hefur fengið leyfi höfundar til að birta kafla úr þessari ritgerð. JÓHANNJÓNSSON Landslag í skóginum sefur vatnið, hjá vatninu sefur gömui horg. Og silfurhvítt sumarregnið seytiar af blaði á blað í þrúðgri, þögulli sorg - af blaði á blað. Og gamla borgin við vatnið í villiþyrnunum hulin stóð. Og dimmrauðar drúptu rósir um dyr og múr, sem hnigi þar hálfstorknað blóð, - um dyr og múr. í skóginum úti við vatnið ég viknandi leit hina gömlu borg, sem hlýddi’ ég á hálfgleymda sögu frá horfinni tíð um örlög og sára sorg, - frá horfinni tíð. í skóginum úti við vatnið ég veg minn gekk hljóður um grafin torg. Og silfurhvítt sumarregnið seytlaði af blaði á blað í þreyttri, þögulli sorg - af blaði á blað. Jóhann Jónsson, f. 1896, d. 1932, var Snæfellingur að uppruna en bjó i Þýzkalandi frá 192.1. Jóhann var formbyltingarmaður í Ijóðlisl og er „Söknuður" langsamlega kunnast kvæða hans. Hann féll frá fyrir ald- ur fram úr berklum. B B ÞJÓÐARSÁLIN Eitt sinn fýrir mörgum árum kom ég í heimsókn til vin- konu minnar sem bjó í sambýlishúsi. Á leiðinni upp tröppurnar mætti ég dóttur hennar með ann- arri telpu. Um leið og ég heilsa vinkonu minni hef ég á orði hvað þessi telpa hafi verið í fal- legri peysu. „Hvað er athugavert við peysu dóttur minnar?” spyr hún að bragði og með nokkrum þjósti. Þessi viðbrögð komu mér alveg í opna skjöldu, en hefðu auðvitað ekki átt að gera það, því að þetta eru dæmigerð íslensk við- brögð. Oftar en ekki setjum við okkur sjálf í miðju allrar viðmiðunar. Um það vitnar best grímulaus ásókn í hól frá útlendingum sem heimsækja landið og reyndar erum við ekkeif minna kröfuhörð í þessum efnum þeg- ar við erum gestir í öði-um löndum, eins og sást glöggt á viðtölum við írska forsetann nýverið. Það eina sem okkur þykir áhugavert við að annarra þjóða menn, meira að segja þá sem koma frá stöðum sem við vitum sára- lítið um, er hvað þeim finnst um ísland. Við erum ekki í rónni fyrr en við erum búin að kreista upp úr þeim einhvem fagurgala og gerum engan greinannun á kurteisishjali og yfirveguðu mati. Við Islendingar erum almennt yfirmáta viðkvæmir fyrir gagnrýni og fundvísir á ávirð- ingar í sakleysislegustu athugasemdum. Okk- ur hefur tekist að ljúga því að sjálfum okkur að þetta sé vegna þess að við séum af konung- akyni og því stórlynd og skaprík. Hitt er kannski sönnu nær að við séum ekki sérlega siðfáguð. Bak við fínu fötin, stóru húsin, menntunina og menninguna, er kannski enn- þá niðurbæld minnimáttarkennd gagnvart útlendingum og hræðsla við að verða undir, jafnvel í samskiptum við sína nánustu. Stund- um finnst mér eins og við séum í tilfinninga- legu marki - alltaf að passa að enginn skori, alltaf viðbúin að sparka frá okkur. Og ef engin gefast tilefnin, þá stendur ekki á okkur að skrúfa frá ímyndunaraflinu og deila við dómarann um það sem aldrei gerðist nema í eigin huga. í venjulegum skoðanaskiptum reigjum við okkur og gerum viðmælanda okkar upp áreitni eða meiningar sem hann kannast ekkert við og leggjum svo metnað okkar í að sanna að við höfurn á réttu að standa. Áhugi á viðbárum viðmælandans er sáralítill, því að við viljum ekki láta skemma fyrir okkur samsæriskenninguna og taka frá okkur píslarvættið. Nú í haust hafa bæði Borgarleikhúsið og Þjóðíeikhúsið frumsýnt ný íslensk leikrit. Bæði þessi leikrit eru að einhvetju leyti byggð á heimildum og draga fram niðurlægingu íslendinga undir erlendri stjórn á næstliðnum öldum. Þegar maður sér tvisvar með stuttu millibili íslenska eymd og kúgun fyrri tíma færða í sannfærandi leikbúning, fet' ekki hjá því að maður spyrji sig hvaða spor þetta haft skilið eftir í þjóðareðli eða þjóðaratferli. Aðrar þjóðir hafa sterk þjóðareinkenni sem þróast gegnum marga mannsaldra. Slíkt svip- mót og skaplyndi heilla þjóða hlýtur að mega rekja að verulegu leyti til atlætis og umhverf- is gegnum aldirnar. Það er forvitnilegt hvern- ig þjóðir heims velja sér sama grundvallar- mynstur öld fram af öld, þótt skipt sé um nafn og umbúðir. Til dæmis er eftirtektarvert að þjóðir eins og Japanir og Þjóðvetjar sem harðast ganga frani á stríðstímum, skuli vera fremstar þjóða í tækni og iðnaði á friðartím- um. Rétt eins og orkan sé á hveijum tíma virkjuð þar sem hennar er þörf. Manni virðist fremur mega rekja færni þessara þjóða á tæknilegum sviðum til þess hve auðvelt er að beina krþftum þeirra í einn farveg, en að þær séu endilega tæknisinnaðri en aðrar þjóð- ir. Líkast til verða Islendingar seint að einum vilja nema í náttúruhamförum og landhelgis- stríði. En sé til eitthvað sem þjóðir fá í arf, eitthvað sem atlæti og hegðun margra manns- aldra skilur eftir í þjóðarsálinni, hvað skyldi það þá vera? Áreiðanlega seigla, þörf til að sjá önnur lönd og slíta af sér eyjafjötrana, þekkingarþorsti og eðlislæg ótrú á langtímaá- ætlunum. Hvernig ætti þjóð sem hefur búið við sveiflukennt veðurfar, stjórnarfar, afla og afkomu að trúa á áætlanir? Það stangast á við íslenskan raunveruleika. Hins vegar höf- um við óbilandi trú á heppninni; aflahrotum, happdrættisvinningum og útlendu örlæti. Kannski er mesta þverstæðan í þjóðareðlinu sú að um leið og hver og einn vill fá að gera hlutina eins og honum sýnist, hvort sem það er í umferðinni, atvinnulífinu eða stjórnmálun- um, og hið margfræga einstaklingsfrelsi er lofsungið sem aflvaki allra framfara, ér það eitur í beinum okkar að einhver skari fram út. Enginn er varasamari en sá éem lyftir sér yfír meðalmennskuna. Vitur maður sem er kominn á efri ár sagði eitt sinn við mig að ef einhver stæði upp úr fjöldanum á íslandi, væru menn ekki í rónni fyrr en búið væri að afhausa hann. Það er eins og það verði okkur til hugarhægðar að ijölyrða um galla á af- burðafólki. Það dregur þetta fólk nær okkur hinum og sannfærir okkur um að þó að við- komandi hafi tekist að ná framúrskarandi árangri á einhveiju sviði, þá sé hann ekkert merkilegri en við hin þegar allt kemur til alls. Og kannski er ekkert ríkara í okkur en einmitt þessi hugsun - það er enginn merki- legri en ég! Allir kannast. við það hversu lítið getur þurft til að fólki sem vinnur við þjónustustörf þyki sér misboðið, þeir sem nota einkabíla vita að ef reynt er að komast inn í bílaröð er eins víst að menn gefi í fremur en að hleypa' einhveijum fram fyrir sig og í samtölum þyk- ir ekkert tiltökumál að allir tali samtímis. Þegar ég var ung buðum við hjónin eitt sinn sex Bandaríkjamönnum til kvöldverðar. Að loknum snæðingi var sest inn í stofu með kaffi og smám saman rann upp fyrir mér að það var eitthvað allt öðru vísi en ég átti að venjast í þessu samkvæmi. Það greip enginn fram í fyrir öðrum, menn hlustuðu af áhuga og kurteisi á þann sem var að tala hverju sinni, virtust ekkert vera í spreng að komast að og það töluðu aldrei margir í einu. Þetta var ekkert yfirborðsmas, heldur lifandi um- ræður sem allir höfðu áhuga á að taka þátt í. En þessum mönnum var greinilega ekkert kvalræði að því að hlusta á aðrar raddir en sínar eigin, eins og manni virðist stundum örla á í samræðum milli okkar íslendinga. Þegar horft er á andlit þátttakenda í sjón- varpsumræðum til dæmis, les maður sjaldan út úr þeim vakandi athygli og áhuga á orðum þess sem er að tala. Þvert á móti stendur skrifað í andlit þeirra og viðmót - hvenær kemst ég að?! Eg held að samskipti á heimilum og vinnu- stöðurn yrðu dálítið öðruvísi, ef menn færu að líta á tilhliðrunarsemi, sveigjanleika og fágun sem dyggð en ekki vesaldóm, eins og stundum er gert. Ef menn færu að bregðast við gagnrýni með áhuga á að vita tilefni henn- ar. Staldra kannski aðeins við og hugsa um hvort hún sé réttmæt og að þarna mætti ef til vill eitthvað betur fara, eða hitt, að kom- ast að þeirri niðurstöðu að hún sé óréttmæt og svara gagnrýninni sern svo að viðkomandi þy.ki þetta nú ekki sanngjarnt. Vera ekki allt- af í vörn. Ekki svona hrædd við að verða niðurlægð. Reyna að skilja að háðsglósur um aðra, uppvöðslusemi og hvaðþykistuvera hugsunarhátturinn ber ekki vott um yfirburði heldur vannietakennd. Átta sig á að í sam- skiptum geta menn komist þrjú skref áfram með því að stíga eitt skref til baka. Að vísu má segja að oflætið hafi oft borið okkur áfrani, því stundum hefur okkur tekist að gera hluti af því að við vissum ekki að það átti ekki að vera hægt. En hávær sjálfum- gleði er sanit sem áður ekki vitnisburður um sjálfstæði, styrk og stefnufestu, eins og okk- ur er gjarnt að álíta. Og ofurviðkvæmni fyrir eigin persónu endurspeglar ekki háþróaða sómatilfinningu, heldur kreppta minnimáttar- kennd. Góðar dæmisögur og spakmæli hafa þá náttúru að maður lærir þær kannski í bernsku og heldur sig skilja þær, en er svo alla ævina að finna nýja vídd í þeim og fá á þeim dýpri skilning. Þegar ég heyrði fyrst sagt, sá væg- ir sem vitið hefur meira, þótti mér það hallær- isleg tilraun fullorðna fólksins til að rniðla málum þegar þeir réðu ekki við okkur krakk- ana. Ég lagði þann skilning í að vægja, að það væri að láta undan, gefast upp, láta vaða yfir sig. Én eftir því sem ég verð eldri finnst mér meira til um sannleikann og viskuna í þessum orðum. Sá sem vitið hefur meira er sá sem hefur vald yfir sjálfum sér og þar með aðstæðunum. Þegar hann vægir á það ekkert skylt við uppgjöf. Það er þvert á rnóti ótvíræður sigur. JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. NÓVEMBER 1991 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.