Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1991, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1991, Síða 8
4. kap.). so illt yfirferðar, að varla er fært gangandi manni. Liggja álmur 2 af hrauni þessu rétt í vestur til sjóar og mynda vík þá milli sín, sem nefnd er Dritvík. Kallast hvör af greindum álmum Jámbarði.”1® Eystri eða syðri hraunálman, brött og allerfið yfirferðar, nefnist Syðrí-, Suður- eða Víkurbarði, og lá leið vermanna í Dritvík yfir hann til að sækja vatn í Djúpalón. Hin hraunálman, há og hrikaleg, er nefnd Vestur- eða Norðurbarði, og var farið yfir hann um Barðaklif á Barða- flöt.20 Ljóst er af þessum lýsingum, að *Barðavik væri réttnefni víkurinnar, hvort sem það hefur verið eldra eða annað nafn hennar eða ekki. í sögunni er komizt svo að orði: „Síðan settu þeir (þ. e. þeir Bárður) upp skip sitt í vík einni (þ. e. Dritvík).” (4. kap.). í fjöruborði víkurinnar er langur og mjór klettur, sem minnir á skip, er rennt hefur verið upp í fjöruna, og nefnist hann Bárðarskip, eins og áður segir. Þetta er hið eina hinna mörgu Bárdar-ömefna utan sögunnar, sem kemur nákvæmlega heim við frásagnaratriði í sögunni, bæði að því er varðar staðsetningu og atvikslýsingu. Líklegt virðist, að einmitt þessi klettur (stein- nökkvi) hafí vakið þá hugmynd, að þar hafi yfirnáttúrleg mannvera komið að landi, og nafn hennar, *Barðr > Bárðr, hafi verið sótt í Barðana, sem girða af víkina.21 Andlit, sem lesa má út úr klettum í efri hluta skipsins, kunna að hafa ýtt undir hugmyndina. Ofan við malarkambinn í Dritvík er lítið lón, og í lágri brekku þar fyrir ofan eru nokkrar búðatóftir í þröngri hraunskoru milli Barðanna tveggja. Þegar staðið er á búðatóftunum, má sjá yfír malarkambinn ofan á Bárð- 19) Sýslu- og sóknalýs. Snæf. (1970), 84-85, sbr. Árb. Fornl. 1900, 21-22. 20) Örnefnaskrá Hólahóla í Ömefnastofnun. — Um mikilvægi Barðanna í frásögnum frá Drit- vík sjá Þjóðs. J. Á.2 I, 294; Blöndu VI (1936-39), 148; Árb. Ferð. 1982, 114, 116; Lúðv. Kristj.: ísl. sjávarh. II (1982), 449. 21) Ástæðumar til þess, að nafn gkipstjómarmannsins varð Bárður, en ekki Barði, eru senni- lega þær, að Barði var of vel þekktur og lifandi sem örnefni á staðnum og Bárður hins vegar miklu algengara mannsnafn en Barði. Heildartala Bárðar-nafna er í Landnámu og Islendingasög- um 45, í Sturlungu, Biskupasögum og annálum 28, í manntalinu 1703 52; samsvarandi tölur Barða-nafna eru 2, 0 og 0. — Annað dæmi um, að mannsnafn sterkrar beygingar hafí verið lesið úr ömefnalið veikrar beygingar, má vera nafn Harðar, skipverja Auðar djúpúðgu, sem Landnáma segir Auði hafa gefið Hörðadal, en dalurinn heitir einnig allsnemma Hörðudalur og kann að draga nafn af ánni *Harða ‘straumhörð á’ (sjá Grímni 1980, 104-05). Mörg dæmi eru um, að r hafi verið aukið við beygingarendingu í samsettum örnefnum og þannig kallað fram mannsnafn, t. d. Hróbjarga- > Hróðbjargarstaðir, Hjarta- > Hjartai-fell. Tröllið Varði ofan úr Vörðufeiii í Þorskf. s. er og til vitnis um fijálslegan lestur persónunafns úr örnefni. — Sophus Bugge taldi ekki ástæðu til að ætla, að Barðr hefði verið til sem ósamsett mannsnafn við hliðina á B&rðr (Arkiv 1885, 244). Það kemur hins vegar fyrir sem síðari hiuti samsettra nafna, t. d. Hagbarðr (í Noregi á 12. öld), Raðbarðr (langafí Ragnars loðbrókar) og Óðinsheitið Hárbarðr (sjá Lind: Dopnamn I). Ósamsetta nafnið Barðr hefur trúlega ekki þrifizt vegna nafnsins Bárðr (< Báreðr); nöfnin hlutu að renna saman, sbr. sammna nafnanna Alfr og Alfr (< *Aþa-wuIfau) (sjá Nord. kultur VII, 63). Ósamandregna myndin Báivðr kemur enn fyrir í 10. aldar kveðskap. Þríkvæðu beygingarmyndimar (þgf. og ef.) hafa fyrst dregizt saman og síðan haft áhrif á tvíkvæðu mynd- imar (nf. og þf.), og í elzta lausamáli em aðeins samandregnar myndir nafnsins. — I elzta hand- riti Bárðar sögu, 564a, er ritað Barðr (einu sinni fullum stöfum, en fjóram sinnum með ar-bandi). í handritinu er á oft ritað með einum eða tveimur broddum (stundum er ritað tvöfalt a með broddum), en broddum er þó einnig alloft sleppt. Nafnið er einnig ritað með a í 551a (kemur tvisvar fyrir), og svo ritar séra Jón Erlendsson jafnan í 1006. Aftur á móti er nafnið einu sinni ritað með á í 489, en ella alltaf skammstafað B., og svo er einnig jafnan gert í 162h. í 17. aldar handritunum 158, 486, 491 og 165g er nafnið yfirleitt ritað með á. Rithátturinn Barðr í elzta handritinu er athyglisverður, en þó er óvarlegt að draga miklar ályktanir af honum, þar sem stafsetning ritara er allmjög á reiki. arskip fyrir miðri víkinni, en sé litið um öxl beint upp hraunskoruna, blasir við ein jökulþúfa Snæfellsjökuls. Á þessum bletti — í víkinni og hraunskorunni þar upp af milli Járnbarðanna tveggja — má telja sennilegt, að kviknað hafi sú hugs- un, að *Barðr (>Bárðr) hafi komið af sjó og horfið í jökulinn, þar sem hann var eða varð *Snjófellsalfr (J>Snæfellsáss) 22 í sögunni segir, að Bárður hafi sveimað um landið með klafastaf í hendi með löngum og digrum fjaðurbroddi (þ. e. spjóts- oddi) og neytt hans, er hann gekk um jökla, og lét hann þá „gnauða broddinn í jöklinum” (9.-10. kap.). Vera má, að í örnefnið Járnbarða í Dritvík23 hafi upphafs- maður Bárðarsagnarinnar sótt hugmyndina um Bárð með broddstafinn og stafur- inn orðið klafastafr (þ. e. stafur klofinn niður eftir með þvertré til að halda um), vegna þess að Járnbarðarnir eru tveir og lykja um víkina eins og klafi.24 En utan á þennan kjarna (nafn heiðinnar landvættar (~*aIfs > -áss), sem kom af hafi og hvarf í fjall (jökul) og studdist við klafastaf á jöklum), er þannig væri þá fenginn úr örnefnum og staðháttum í Dritvík,25 hefur síðan hlaðizt efni úr öðrum áttum. Hellir Bárðar (sem hefur ekki fundizt með vissu) kann að vera fenginn frá helli Dofra eða Búahelli í Esju. Fyrir áhrif frá frásögn Landnámu af Gnúpa-Bárði og landnámi hans á Lundarbrekku hefur Bárður Dumbsson síðan trúlega verið látinn leggja lykkju á leið sína frá Dritvík að Snæfellsjökli, gerður að landnámsmanni og settur niður á Laugarbrekku, eins og fyrr segir, en nöfn fylgdarmanna hans hafa verið sótt í örnefni þar um slóðir. BÁRÐUR MINN Á JÖKLI OG MIKJÁLL ERKIENGILL Ástæða er til að staldra við hina ríku áherzlu, sem í sögunni er lögð á trú manna á Snæfellsnesi á Bárð og verndarhlutverk hans, sbr. þau ummæli sögunnar, að „þeir trúðu á hann náliga þar um nesit ok höfðu hann fyrir heitguð sinn, varð hann ok mörgum in mesta bjargvættr” (6. kap.). Trú og áheit á Bárð lifðu lengi fram eftir öldum. Þannig hétu þófarar á Bárð við vinnu sína með sérstökum for- mála: Bárður minn á Jökli, / leggstu á þófið mitt. / Ég skal gefa þér lóna / og íleppana í skóna o. s. frv.26 Þetta minnir á hið innilega persónulega samband manna við dýrlinga í kaþólskum sið og vekur þá spurningu, hvort kristinna áhrifa hafi gætt á hugmyndir manna um Bárð þegar að fornu. í hugann kemur þá Mikjáll erkiengill, höfuðverndarengill kristinna manna, sem einmitt er tengdur fjöllum og hellum. Talið hefur verið víst, að með englinum, sem talaði við Móse á Sínaííjalli, sé átt við Mikjál erkiengil. Seint á 5. öld birtist Mikjáll að sögn á Garganofjalli á Adríahafsströnd Ítalíu og bjargaði þar lífí villuráfandi graðungs við hellismunna. Hellirinn var gerður að kirkju, og sótti þangað fjöldi pílagríma. Síðan hafa mörg fjöll í Evrópu verið helguð Mikjáli, m.a. Mont-St.-Michel í Frakk- landi og St. Michael’s Mount í Englandi, og kirkjur hafa verið vígðar honum á ijöllum og í hellum. Mikjáll var fyrirliði engla í baráttunni við Satan og varð verndari hins heilaga rómverska ríkis og kirkjunnar. Hann var mönnum hjálpleg- ur við hversdagslega iðju, m.a. uppskerustörf (Mikjálsmessa var 29. september), sbr. þýzka ávarpið frá Baden: Heiliger St. Michel, gieb acht auf mein (svo) Sich- el (Heilagur St. Mikjáll, gættu að sigðinni minni).27 Hann er sýndur á myndum (m. a. á mynd frá 1225-50 utan á dómkirkjunni í Niðarósi og í teiknibókinni í Árnasafni (AM 673 a III, 4to), sem Bjöm Th. Bjömsson telur gerða 1420-40, trúlega í Helgafellsklaustri28), ídæddur skikkju eða kufli og búinn spjóti (stundum sverði), sem hann leggur í gin dreka (þ. e. djöfulsins). Mikjáll var mjög dýrkaður í germönskum löndum vegna hermennsku sinnar og vopnaburðar, og þýzkir kon- ungar höfðu mynd hans í gunnfána ríkisins (sbr. „der deutsche Michel”).29 Hér á landi vora 15 kirkjur helgaðar honum, tiltölulega fleiri en annars staðar á Norðurlöndum.30 Bergur Sokkason ábóti á Munkaþverá (lífs 1345) tók saman Michaels sögu, og er þar bæði getið Garganoljalls og Mikjálsfjalls í Frakklandi. Sem sjá má, er sumt líkt með frásögnunum af Bárði og Mikjáli, og er varla fjarri lagi að ætla, að hugmyndirnar um ‘heitguðinn’ og ‘bjargvættina’ í helli á Snæfell- sjökli hafi dregið dám af trúnni á verndarengilinn við hellismunna á Gargano- fjalli, sbr. önnur áhrif kristni og Biblíufræða á heiðna trú og þjóðtrú, svo sem áhrif Krists á Baldur og fyrrnefnd áhrif kerúba á oddvita landvættanna (sjá 24. nmgr.). Fleiri atriði í lýsingu Bárðar kunna og að vera runnin frá Mikjálssögn- inni eða frá myndum af Mikjáli, svo sem kufl Bárðar og svarðreip um hann miðj- an (sbr. hina víðu flík, dregna saman í mittið, sem Mikjáll ber á áðurnefndri mynd í Niðarósi) og spjótsoddurinn á broddstaf Bárðar (sbr. spjót Mikjáls). 22) Hugmyndir um yfirnáttúriegar vemr, sem komið hafí að landi á eða í fjörasteinum eða -klettum, eru kunnar í þjóðsögum, sbr. sögnina um nátttröllið (dranginn) Þránd og Þrándar- stein, allstóran stein, „sem er hálfur á landi og hálfur í sjó” (eins og Bárðarskip í Dritvík) í fjöranni á Látrum í Mjóafirði, N-ís. (Jóhann Hjaltason: Frá Djúpi og Ströndum2, 214), og sögnina um dvergana, sem sigldu í Dvergasteini yfir Seyðisfjörð, N-Múl. (Þjóðs. J. Á.2 II, 72). 23) Járn- gæti merkt í nafninu ‘harður, erfiður’, sbr. hið algenga örnefni Járnhryggur, en nafngjafinn hefur trúlega haft í huga hið forna samnafn járnbarði ‘skip með jámslegnu barði’ (þ. e. stefni eða miðhluta stefnis) og tekið þá mið af fremsta hluta Járnbarðanna. í Svöldarorr- ustu hafði Eiríkur jarl .járnbarða geysimikinn .. . Þar var skegg á ofanverðu barðinu hvára- tveggja, en niðr frá skegginu jámspöng breið ok þykk sem barðit ok tók allt í sjó ofan. Því var þat skip kallat Jámbarði.” (Ólafs s. Tryggvas. í Flatb.2 I, 535). Oddur munkur segir, að Eirikur jarl hafi haft „skip þat, er kallat var Járnbarðinn; þat var ramggrt, ok var hvárrtveggi stafninn varðr framan með járni, með digrum jámgoddum hvasseggjuðum.” (Saga Óláfs Tryggvas. (1932), 250; stafs. samr.). Fremst á báðum Jámbörðunum í Dritvík era hraunstrýtur, sem minna á gadda. Um no. (járnjbarði sjá enn ísl. fornr. XXVI, 355 nm.; Fritzner. Með hliðsjón af þessu verður að telja líklegt, að örnefnið Járnbarði sé fornt. 24) Önnur hugsanleg kveikja frásagnarinnar af broddstaf Bárðar er landvættasaga Snorra í Ólafs s. Tryggvas. (33. kap.), þar sem bergrisinn á Víkarsskeiði er með járnstaf í hendi (með stafnum er þar skírskotað til nafns Þórodds goða), og þaðan kann Njáluhöfundur að hafa jám- staf Járngríms í Lómagnúpi (133. kap.). Matthías Þórðarson hugði fjóra oddvita landvættanna vera ranna frá kerúbunum fjóram í Biblíunni, sem urðu táknmyndir guðspjallamannanna (Þjóðms. ísl. Leiðarvísir (1914), 8, sbr. Minjar og menntir (1976), 117-29), og samsvaraði þá bergrisinn vængjuðum manni, táknmynd Mattheusar guðspjallamanns. Járnstafurinn gæti þá samsvarað göngustaf postulans. Klafastafur Bárðar er þó með öðru sniði. Hafi hins vegar sögnin um Bárð með broddstafinn (e. t. v. runnin frá Járnbörðunum í Dritvík) verið komin á kreik um daga Snorra, kynni sú sögn að hafa haft áhrif á sögnina um bergrisann með járnstafínn, sem aftur var hugsanlega fyrirmynd Járngríms með járnstafinn. 25) Verstöðvar er fyrst getið í Dritvík 1530, en Lúðvík Kristjánsson telur trúlegt, að löngu fyrr sé komin þar verstöð (ísl. sjávarh. II, 45-46). Sennilega hefur þar verið verstöð á 14. öld, sbr. Dritvíkurmöl í vísu Helgu Bárðardóttur. 26) Siðurinn er tengdur bæjar- og steinsnafninu Þæfusteinn undir Jökli, þar sem Bárður er sagður hafa þæft voð fyrir húsfreyju (sjá Þjóðs. J. Á.2 II, 558; III, 196-97; Árb. Foml. 1900,19). 27) Handwörterb. des deut. Aberglaubens VI (1934-35), 237. 28) Björn Th. Björnsson: ísl. teiknibókin (1954), 165-75. 29) Það hefur verið talið eiga þátt í vinsældum hans I þýzkum löndum, að nafnið minnti á fornþýzka lo. michel, ísl. mikill, svo og að Mikjáli svipaði um sumt til Óðins, t. d. að Mikjáll leiddi sálir í Paradís, en Óðinn tók við föllnum hetjum i Valhöll (Lexikon der Namen und Heiligen (1984), 588). Talið hefur verið, að Mikjálssagnir hafi þegið efni frá grískum goðsögnum um Hermes, og ýmsir hafa ætlað, að til Mikjálssagna hafi rannið efni frá germönskum goðsögnum. Þannig muni spjót Mikjáls runnið frá Gungni Óðins og lúður hans frá horni Heimdallar. Fr. Paasche hafnar þó þeim hugmyndum (sjá Edda 1914, 37). 30) Sjá Kult. leks. XI, 616-26; Edda 1914, 33-74.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.