Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1991, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1991, Blaðsíða 3
F N I TEgRáW ÍM] @ IJ sj ® ®j íB E ffl ® S1 m® ID Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstraeti 6. Sími 691100. LeikBist á Islandi hófst meó skólaleikjum á Herranótt í Hóla- vallaskóla. Þar var flutt í des. 1796 leikrit Sigurðar Péturssonar, Slaður og trúgirni, og segir Svein Einars- son frá Sigpirði og verki hans í kafla, sem hér er birt- ur úr fyrri hluta íslenzkrar leiklistarsögu. Sveinn hef- ur skrifað bókina og kemur hún út um þessár mundir. Furðuverk Sjö furðuverk í nútíma arkitektúr hafa verið valin af til þess völdum sérfræðingum úti í Þýzkalandi, sem listatímarit þar hóaði saman. Fjöldi bygginga kom til greina, en niðurstaðan varð málamiðlun svo sem hér sést. Umfram allt var hugað að byggingum, sem á sínum tíma voru óvenjuiegar eða frumlegar og áttu eftir að hafa áhrif. Forsíðan Þetta myndræna hús er hluti af lystigarðinum Parc Gúel í Barcelona og er verk arkitektsins Antoni Gaudi, sem óhætt er að segja að hafi engum verið líkur í byggingum sínum. Eftir hann er m.a. Sagrada Familia-kirkjan í Barcelona. Því er myndin af Park Grúel hér, að þetta mannviki hefur verið valið eitt af sjö furðuverkum veraldar í nútíma arkitektúr. Réttritun var áður fyrr undirstöðuatriði í skólum, en hefur orð- ið homreka í móðurmálskennslunni, segir Ragnheiður Briem, íslenzkukennari við MR. í annarri grein sinni um „Lasarusarstefnuna - óheillaþróun í meðferð ís- lenskrar tungu” og ræðir m.a. um það mikla hjálpar- gagn, sem tölvan geti verið til þess að bæta úr þessu. TÓMAS GUÐMUNDSSON Samtal við Drottin / gærdag kaus ég helzt að vera horfinn til þín, Drottinn, því hjarta mitt var aldrað og dapurt eins og gengur. Og enginn minna vina hafði tíma til að gleðjast, svo það tók því ekki, fannst mér, að vera hérna lengur. Og það er ekki gaman fyrir þann, sem trúði á lífið og þóttist bera æskunnar myrtukrans um enni, að vaka fram á nætur og vera þá um tvítugt, en vakna næsta morgun sem áttrætt gamalmenni. En loks er ég þó viss um, að ég er aftur ungur, því ennþá finnst mér lífið jafn dulaifullt og skrítið, og ennþá mundi ég líklega fagna því að falla í freistni og eiga kost á því að hrasa ofurlítið. Svo þótt ég verði feginn að fara til þín seinna, þá finnst mér eins og sakir standa engin þörf að kvarta, því hnötturinn, sem þú gafst mér er sjálfsagt engu síður í samræmi við lítið, en glatt og jarðneskt hjarta. Hér á ég líka fjöldamargt eftir til að dást að, margt ókveðinna Ijóða og hóp af góðum vinum. Og þar að auki veiztu, að ég hefi tíðum haft þig í huga, einkum þegar tók að líða af mánuðinum. Og þó ég geti búizt við að brugðizt hafi stundum, að bæn mín væri af nægilega sterku trausti sprottin, þá fannst mér líka árangurinn einatt fremur lítill, svo við urðum báðir leiðir á þessu kvabbi, Drottinn. En hitt er annað mál og þú sérð það sjálfsagt líka, að sízt er það af andúð gegn himnaríki þínu, þó barn þitt hafi einnig fengið ást á sínum hnetti og óski sér að dvelja þar um stund að gamni sínu. Tómas Guðmundsson, f. 1901, d. 1983, var frá Efri-Brú í Grímsnesi, en bjó í Reykjavík eftir að hafa lokið námi í lögfræði. Tómas er eitt ástsæl- asta skáld samtimans og brautryðjandi í því að gera borgarlíf að yrkisefni. ÞORGEIR! ÞAÐ ER MATUR! Magnað epískt sjónar- spil - Hvað er það? Samkvæmt kvik- myndagagnrýni Sæ- björns Valdimars- sonar, sem birtist hér í Morgunblaðinu 2. nóvember síðastlið- inn er nýjasta kvikmynd Hrafns Gunnlaugs- sonar, Hvíti víkingurinn allt þetta og miklu meira. Áhrif hvers konar menningar- og list- viðburóa á áhorfanda eða áheyranda eru alltaf einstaklingsbundin. Áhrifin sem ein- staklingurinn verður fyrir á meðan á sýn- ingu stendur eru einskorðuð við hann einan, áhrifín sem eftir sitja einnig, lærdómurinn sem hann mögulega dregur af viðburðinum og boðskapurinn sömuleiðis. Hvert okkar og eitt er í sínum fyilsta rétti að hafa eigin skoðun, túlkun og upplifun fyrir sig, alveg burtséð fri því hvað listfræðingar eða aðrir fræðingar boða í ræðu og riti. Með þetta frelsi að leiðarljósi, ætla ég að reifa nokkr- ar skoðanir mínar á verkinu sem Sæbjörn nefndi „Mignað epískt sjónarspil” en ég ætla að leyfa mér að kalla lélegan brandara. Alveg burtséð frá því hversu miklum Ijár- munurn var varið til þessarar kvikmynda- gerðar og alveg buitséð frá því að leikstjór- inn og höfundur handrits vann þrekvirki er hann gerði kvikmyndina Hrafninn flýgur, tel ég að Hrafninum hafí ekki einungis fat- ast flugið við gerð Hvíta víkingsins, heldur hafí hann beinlínis brotlent. Handritið er ódýr rómans þar sem flest sem ætti annað- hvort að vera svo fallegt og ljúft eða spennu- þiungið, tilkomumikið og dramatfskt, er skrumskælt og hlægilegt. Ahrif verksins eru alveg gagnstæð við þau áhrif sem Hrafninn flýgur hafði á mig. Það verk fannst mér metnaðarfullt og stórbrotið að allri gerð. Raunar er það íhugunarefni fyrir íslenska kvikmyndafratnleiðendur, hvort þeir ættu ekki að taka upp þá vinnureglu að texta kvikmyndir sínar, þótt talið sé á íslensku. Ég hugsa að fyrstu fimmtán mínútur Hvíta víkingsins hafí farið fyrir ofan garð og neð- an hjá bíógestum, vegna þess að útilokað var að skilja hvað var sagt. í hnotskurn er sagan þessi: Askur og Embla ganga í hjónaband að heiðnum sið. Ólafur Tryggvason, Noregskonungur setur Aski stólinn fyrir dyrnar; Hann fær ekki að njóta Emblu sinnar, nema honum takist að kristna ísland. Svo heppilega vill til að Askur er norskur launsonur Þorgeirs Ljós- vetningagoða. Þorgeir leggst undir feld er hann lærir um raunir þessa frumburðar síns og kemur undan feldinum með lausn til þess að redda hjónabandi Asks og Emblu - hann skipar glertimbruðum þingheimi að taka kristna trú. Undirtektir þingheims við skipan goðans eru hálfdræmar, þar til Þor- geir lýsir því yfír að menn geti svo sem blótað á laun. Þá er þingheimur sáttur og Áskur siglir aftur til Noregs, á vit Emblu sinnar, sem er komin á fremsta hlunn með að slátra sjálfri sér með kuta miklum, þeg- ar faðir hennar birtist henni sem vofa í bjarnarlíki og leiðir hana fram á bjargbrún- ina, þar sem hún fær Ask sinn séð og hætt- ir öllum áformum um sjálfsvíg. Ástfangna parið unga upphefur skræki mikla á eigin- nafni hins. „Askur!” og „Embla!” skera hljóðhimnur bíógesta að innan, 'þannig að gríntúlkun Dave Allens á 19. aldar róman- tík Emely Bronte, um þau Heathcliff og Cathy í Fýkur yfir hæðir bliknar gjörsam- lega í samanburðinum. Yfirnáttúrlegar tæknibrellur kristnar og heiðnar eru svo einskonar hliðarþráður myndina á enda, og auka enn á endaleysuna, ef eitthvað er. Það skal fúslega viðurkennt að þessi end- ursögn á söguþræðinum er fremur kvikind- isleg, en sú kvikinska er samt sem áður hjóm miðað við þá skurmskælingu sem Hrafn leyfír sér að hafa í frammi á atburð- um íslandssögunnar í þessari kvikmynd - allt í skjóli skáldaleyfis. En til þess að taka sér skáldaleyfí, verður maður jú að rísa undir nafnbótinni skáld - Ekki satt? Það gerir Hrafn ekki með þessu „skáldverki”. Áberandi verst er handrit þessarar kvik- myndar, en ekki er nú allt jafnvont við myndina, enda hvernig væri það hægt? Leik- búningar eru afar sannfærandi. Leikur ein- stakra leikara einnig, og þar nefni ég þau Egil Ólafsson, Helga Skúlason og Bríet Héðinsdóttur, sem að mínu viti var langtum best í myndinni. Gerfí hennar er viðurstyggi- legt og hún sem fordæða afar sannfær- andi. Hlægilegast er þegar hún bankar í þilið og kallar : „Þorgeir! Það er matur!” Hugsið ykkur - fordæðan grimma og illa, sem leitar sér visku og framtíðarsýnar í viðurstyggilegum blóðpottum skrækir bara á eiginmann sinn goðann: „Þorgeir! Það er matur!” líkt og hún væri matráðskona í mötuneyti Granda. Það þarf meiriháttar húmorista í handritsgerð til þess að skapa svóna ódauðlega setningu. Gullfoss leikur líka vel og þá ekki síður íslenski hesturinn og norsku firðirnir. Ung- mennin tvö sem leika Ask og Emblu kom- ast nokkurn veginn skammlaust frá hlut- verkum sínum, sérstaklega norska stúlkan ■ og sömu sögu er að segja af flestum öðrum leikurum myndarinnar. Ekki fæ ég skilið þá áráttu Hrafns Gunn- laugssonar að þurfa að troða upp með stein- gerfðar steríótýpur í aulahlutverkunum í mynd eftir mynd. Þar nefni ég sérstaklega Svein M. Eiðsson og hinn aulalega leikarann sem lék aulann Gunnar, son Þorgeirs. Það er ekki öllum leikstjórum gefíð að geta feng- ið menn með-aulasvip til þess að leika aula vel. Þýski kvikmyndagerðarmaðurinn Wern- er Herzog gerði fýrir mörgum árum, eða árið 1974, afar merka mynd, Ráðgátan um Kaspar Hauser, (Das Ratsel Uber Kaspar Hauser/The Enigma of Kaspar Hauser) þar sem hálfgerður þorpshálfviti (hann var í raun og veru klósettvörður á almenningskló- setti í Berlín - Herzog fann hann þar) lék aðalhlutverkið og gerði það meistaralega. Herzog gekk í það sem leikstjóri og lista- maður að rækta upp samband trúnaðar og trausts við þennan aðalleikara sinn og það starf hans skilaði ofangreindum árangri í samstarfi þessara tveggja manna, en að verki loknu hvarf aðalleikarinn til síns fyrra starfs sem klósettvörður í Berlín og er þar enn, eftir því sem ég best veit. Mér virðist sem notkun Hrafns á aulasteríótýpum sínum sé alls ekki af listrænum toga - miklu frem- ur virðist mér hún vera í ætt við ódýra aulafyndni, á kostnað aulanna. En þegar upp er staðið er notkunin auðvitað fyrst og fremst á kostnað listamannsins. „Á örugglega eftir að vekja mikla athygli í útlöndum,” sagði Sæbjörn Valdimarsson hér í Morgunblaðinu daginn eftir fmmsýn- ingu. Ekki skal það dregið í efa að kvik- myndin eigi eftir að vekja mikla athygli erlendis, þótt sú mynd sem Hrafn gefur í þessu verki af okkar helga stað Þingvöllum eigi ekkert skylt við þá mynd sem við leggj- um áherslu á að kynna útlendingum í dag. Hérlendis held ég hún eigi fyrst og fremst eftir að vekja hlátur. AGNES BRAGADÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30.NÓVEMBER 1991 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.