Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1992, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1992, Blaðsíða 2
Skáldið og íslandsvin- urinn Wolfgang Schiffer Fyrir skemmstu birtist í Morgunblaðinu frásögn af vinnufundi íslenskra og þýskra ljóðskálda, sex frá hvorri þjóð, sem fram fór í þýska smá- bænum Edenkoben í október síðastliðnum. Var þar lítillega minnst á þann mann sem drýgstan Ljóðaþýðingar: Franz Gíslason þátt átti í að koma þessum samskiptum á, Wolfgang Schiffer, stjórnanda leiklistar- deildar Vesturþýska útvarpsins í Köln. Hann tók reyndar aðeins óbeinan þátt í þýðingarstarfinu, var ekki í hópi þýsku ljóðskáldanna sex, þótt hann sé sjálfur gott ljóðskáld, eins og ég vona að lesendur geti sannreynt með því að lesa þýðingarn- ar á þessari síðu. Ég kynntist Wolfang fyrst sumarið 1984. Þeir sem læsir eru á þýska tungu geta reyndar lesið skemmtilega frásögn af því, hvernig þau kynni hófust, í einskon- ar formála Wolfgangs að íslandshefti þýska bókmennta- og listatímaritsins „die horen“ sem út kom haustið 1986. Þar er reyndar líka að finna kímilega frásögn af fyrstu heimsókn Wolfgangs til Islands í mars 1982, en tilefni hennar var að taka viðtal við Halldór Laxness sem þá var að verða áttræður. Svo sem vænta mátti tóku Halldór og kona hans höfðinglega á móti Wolfgang, það var snætt, það var drukkið og það var rætt um allt milli himins og jarðar. En þegar þeir Halldór drógu sig í Wolfgang Schiffer hlé og Wolfgang stillti upp hljóðnemanum brá svo við að hann gat ekki togað eitt orð upp úr nóbelskáldinu - og mátti fara við svo búið! Wolfgang lét þó þessi misheppnuðu er- indislok ekki aftra sér frá frekari kynnum af íslandi og þá sér í lagi íslensku menning- arlífi. Er skemmst frá því að segja að hann hefur komið hingað á hveiju ári síð- an, eignast hér fjölda vina og kunningja og verið óþreytandi í óeigingjömu starfi að því að dýpka og auðga menningarleg samskipti íslands og Þýskalands, einkum á bókmenntasviðinu. Fyrsta afrek hans á því sviði var fyrr- nefnt íslandshefti tímaritsins „die horen“. Þar eru kynnt nær sextíu íslensk skáld og rithöfundar, flest núlifandi, á liðlega tvö- hundruð blaðsíðum, en auk þess birtust í heftinu yfirlitsgreinar um bókmenntir, sýn- ishom af íslenskri grafík og fleira. Við Sigurður A. Magnússon vomm meðútgef- endur Wolfgangs að heftinu en um það bil sem frágangi þess var að ljúka var Wolfgang tekinn að skipuleggja rit sem færi „hina leiðina“: kynnt yrðu verk núlif- andi þýskra skálda fyrir íslenskum lesend- um. Af ýmsum ástæðum gat sú kynning þó ekki orðið jafn margþætt og „die hor- en“-heftið, að minnsta kosti ekki í fyrstu umferð, en ljóðasafnið „Og trén brunnu“, þýðingar á ljóðum tuttugu núlifandi þýskra skálda kom út hjá Máli og menningu 1989. Nú er í bígerð að út komi samsvarandi safn af textum í óbundnu máli. í maí 1990 stóð Wolfgang Schiffer fyr- ir umfangsmikilli íslandsviku í Köln og víðar í fylkinu Nordrhein-Westfalen. Þar vom ekki einungis kynntar bókmenntir íslendinga heldur einnig tónlist, kvik- myndagerð, málaralist og grafík. Mál- verka- og grafíksýningin var ein sú stærsta sinnar tegundar til þessa á erlendri gmnd. í greininni sem vitnað var til hér að framan var sagt frá því að ljóðaþýðingarn- ar sem unnið var að á vinnufundinum í október væru væntanlegar á bók í Þýska- landi á næsta ári. Auk þess er að koma út bók með úrvali af ljóðum eftir Stefán Hörð Grímsson, en nær öll ljóðin í því safni höfum við Wolfgang þýtt í sameiningu. ísland og íslensk menning mega hrósa happi meðan þau eiga jafn einlæga og ötula vini og skáldið Wolfgang Schiffer. Franz Gíslason WOLFGANG SCHIFFER Síðan ég taldi á mér hendurnar fæturna, eyrun, augun, munninn, og skildist að þeim fjölgar ekki lengur læri ég hendingar utanað kvæði sögur því gegn eldinum sem hrekur okkur burt þegar þakið brotnar yfir höfði okkar stendur aðeins aldingarðurinn í höfði okkar. Enn er morgunn köld stendur sólin stofnar furutrjánna eru svartlökkuð strik á vatninu. Logn. Enn ymur loftið af hvæsi kattanna og þó eru fuglarnir farnir að syngja. Engin háreysti og líka ég reyni að vera hljóður fram í fingur- góma. ( Köld stendur sólin / landi mínu: ég held inn í framtíð þar sem jörðin klofnar ekki vatnið frýs ekki á sumrin og fuglarnir leggja ekki á flótta. Ég veit þú segir slík framtíð er ekki til. Ég segi þér hún kemur, ég sá hana. Það sem ég sá ekki var fólkið. Gráttu ekki mig hefur líka dreymt barnið mitt. Ég sá tvo skugga fljúga, þeir skáru himininn í strimla, aftantunglið í skotskífu. þeir hnituðu dýpra, létu sig hrapa, renndu sér niður, glömpuðu, gljáðu, dökknuðu. Kynnu að hafa verið flugvélar, eða eldflaugar geimskip eða gervihnettir eða skelfingarskuggar. Kánnski líka fuglar með hvössum goggi. sem nú steypast til jarðar. Gráttu ekki mig hefur líka dreymt barnið mitt. Gráttu ekki við syngjum okkur í svefn á ný. Dóttir mín Enn dansar þú. Setur stút á munninn og sendir mér fingurkoss. Þú veist raunar ekki hve hljóðan ást þín gerir mig hve égþarfnast hennar, finn hana upp. Enn veist þú fátt: enn dansar þú á þessari deyjandi kúlu. Sonur minn sagðir þú mér frá Kínveijanum sem hélt að heiman til að elta uppi sólina sem ekki vill láta góma sig? Sem kastaði öllu er hann hafði meðferðis. ferðis til að komast hraðar á litlu fótunum sínum? Æ, bara að hann hefði látið staðar numið. þá liti ekki út núna eins og sólin væri á hlaupum frá okkur. Þýðandinn er kennari og þýðandi í Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.