Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1992, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1992, Blaðsíða 5
kemur til skjalanna þegar hinn sterki maður verður að lúta valdi hinna minni máttar sem hafa sameinast í baráttunni gegn gerræði hans. Á líkingamáli notar Freud harmleikinn um Ödipus þegar hann túlkar þróunarskeið frummannsins og heldur því fram að samfélagið eigi sér forsendur í því að bræðurnir, synir ættföð- urins og harðstjórans, hafi komið sér sam- an um að drepa ættföðurinn til þess að komast að konunum sem hann einokaði. Eftir morðið standa svo bræðurnir einir með samviskubitið og koma sér saman um að eigna sér ekki konur ættföðurins né drepa hvorn annan. Þetta er samkvæmt Freud forsenda útvensla (exogami) og þeirra tveggja boðorða sem einkenna öll siðuð samfélög, þ.e.a.s. bann við mann- drápi og bann við sifjaspelli. „Iðkun bann- helgi fól í sér hinn fyrsta rétt eða lög“ (bls. 43). Skuggahliðar Menningar Sú bæling sem á sér stað leiðir til til- færslu á þann hátt að tótemdýrið er í raun tákn um föðurinn sem bræðurnir voru bæði tengdir ástar- og hatursböndum. Sektarkenndinni tengjast helgisiðir og tót- emdýrinu er slátrað við trúarathafnir og kjötsins neytt í sameiningu þar sem sátt- málans er minnst og sektarkenndin fær útrás. Hér telur Freud sig hafa fundið lykilinn að trúarlegum fómarhátíðum frumstæðra trúarbragða jafnt sem kvöld- máltíðarsakramenti kristindómsins. Vinnan er einnig ok sem siðmenningin leggur á mannfólkið og þvingar fram af nauðsyn. Hún er forsenda þess að maður- inn geti nýtt sér gæði náttúrunnar sér til viðurværis. Verkleg menning og hinar miklu framfarir tækni og vísinda sá Freud sem einskonar framlengingu eða viðauka mannsins við ófullkomna gerð líkama hans og sem tæki í baráttu við náttúruna og til að virkja hana manninum í hag. En aukin líkamleg þægindi og tækni auka ekki á hamingju mannsins og tryggja ekki ein sér að hann beiti þessari þekkingu og auknum möguleikum af skynsamlegu viti. Af þessu dregur hann þá ályktun að vald yfir náttúrunni sé ekki eina forsenda mannlegrar hamingju. En er þá ekki samfélaginu borgið með því að menn komi sér saman um útrás kynhvatarinnar í hjónabandinu og nauðsyn vinnunnar? Ekki er svo samkvæmt Freud. Samfélagið þarf á nánari tengslum manna að halda til þess að það fái staðist. Lífsork- an verður að breytast að hluta til í ást og vináttu sem nær út fyrir kjarnafjölskyld- una og sameinar fólk í stærri heildir. Hér er um að ræða eins konar félagslega göfg- un lífshvatarinnar sem þó er ekki einhlít. Sektarkenndin er á næsta leiti og er hún afleiðing af því banni og þeirri bannhelgi sem er kjarni menningarinnar og yfirsjálf- ið setur á hindrunarlausa útrás frumþarfar mannsins. Þar við bætist að nátengd hinni frumstæðu lífshvöt er dauðahvötin sem Freud bætti við orkukenningar sínar á þriðja áratugnum og sem vafalaust á ræt- ur sínar að rekja til stríðsins sem þá hafði geisað i Evrópu og sýnt skuggahliðar evr- ópskrar siðmenningar sem Freud var ann- ars svo kær. Athyglisvert er að varðandi blindar frumhvatir skarast mannskilningur Durk- heims og Freuds. Durkheim taldi einnig að maðurinn einn og sér án boða og banna samfélagsins væri á valdi hvata og þarfa sem í raun væri ekki hægt að fullnægja ef maðurinn væri utan hins hefðbundna sviðs félagslegs taumhalds. Við slíkt ástand einkenndist mannlífið eða veruleiki einstaklingsins af siðrofi (anomie) sem gerði honum lífið óbærilegt. Munurinn er sá að samkvæmt Durkheim er ok siðmenn- ingar indælt og siðbætandi fyrir ein- staklinginn, en samkvæmt Freud er það ungt og þrúgandi og getur valdið óbætan- legum skaða í orkujafnvægi einstaklings- ins. Lausn Freuds er þó ekki að slaka alger- lega á kröfum menningarinnar gagnvart hvatalífi einstaklinganna. Hann taldi að hugmyndirnar um að frumstæðir menn lifi áhyggjulausir og hamingjusamir þegar jeir eru ekki undir oki vestrænnar sið- menningar væru á misskilningi byggðar (bls. 32). Hann vildi auka svigrúm fyrir skynsemi mannsins - styrkja og stækka egoið ef svo má að orði komast. Því stærra svið sem mannvísindin opna fyrir skynsemi mannsins því óháðari verður hann siðræn- um blekkingum yfirsjálfsins í formi trúar- bragðanna og einnig leysist hann undan bælingum hvatanna og þráhyggju tauga- veiklunarinnar. Hins vegar endar þessi heimsmynd og menningarrýni Freuds ekki í bjartsýnni trú á þúsundáraríkið Og hann víkur sér undan því að benda á allsheijarlausn aðra en sálgreininguna. Hann bendir þó á þann möguleika að „skikka hópinn til að gang- ast undir lækningu“ (bls. 82), en hver hefur vald til þess, spyr hann um leið. Dauðahvötin er hinn myrki andi sem svíf- ur yfir siðmenningunni og Freud er allt annað en bjartsýnn á að skynsamlegri reglu verði komið á'mannlífið og samfélag manna. Eros er eilífur að vísu, en það er einnig hinn ódauðlegi andstæðingur hans Thanatos, tákngerfíngur dauðahvatar og eyðileggingar. Eyðist það Sem Af Er Tek- IÐ? Athyglisverð er umræða Freuds um það sem hann segir að sé „líklega yngst allra menningarboðorða yfirsjálfsins, boðorðið um að elska náungann eins og sjálfan sig“ (bls. 81), sem í kristninni hefur fengið tign- arheitið kærleiksboðorðið. Hann telur hæp- ið að leggja slíkt boð fyrir mannkynið, þar sé ekki nægilega skeytt um sálrænar stað- reyndir mannshugans og það leiði af sér taugaveiklun og vansæld. En það er engu að síður „einhver sterkasta vörn gegn mannlegri árásargirni og er ágætt dæmi um hinar ósálfræðilegu aðfarir yfirsjálfs- ins. Ógjörningur er að fara eftir þessu boðorði. Svo gífurleg dreifing ástar getur einungis gert hana verðminni, en vanda- málið leysir hún ekki“ (bls. 81). Freud umorðar þetta boðorð samkvæmt sálrænni orkuhagræðingu sinni þannig: „Elska skaltu náunga þinn eins og hann elskar þig“ (s. 51). Enn fjarstæðara út frá sjón- armiði Freuds er að sjálfsögðu boð Krists er hann segir: „Þér hafið heyrt, að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn. En ég segi ykkur: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður.“ (Mt. 5.43-44.) Hér sést greinilega hve Freud í menningarrýni sinni er bundinn við hina efnislegu orkukenningu sem gengur út á það að það eyðist sem af er tekið. Hæpið er að siðmenning fái staðist, hvað þá held- ur gæti þróast á slíkum forsendum. Varðandi kenningar Freuds um trúarlíf- ið verður að sjálfsögðu að hafa þann fyrir- vara á að hann hafí vegna meðferðar sinn- ar á sjúklingum einkum kynni af sjúkleg- um birtingarformum trúarinnar. Vissulega úir og grúir af slíkum stefnum og tilbrigðum í trúarlífí nútímamannsins og framlag Freuds á því bæði beint og óbeint erindi við trúarlífsuppeldis- og sál- arfræði. Varðandi sögulegar kenningar hans um siðmenninguna, uppruna hennar og kjarna verður einnig að hafa það í huga að heimildirnar sem hann byggði á voru takmarkaðar mjög, ekki síst séð í ljósi nútíma þekkingar í trúarbragðasögu og mannfræði. Samt sem áður gefur þetta rit enn þann dag í dag athyglisverða inn- sýn í mennlegt eðli og það er mikilvæg „sjúkdómsgreining" menningararfleifðar okkar. Vart er hægt að hugsa sér heppilegri þýðanda að ritum Freuds en prófessor Siguijón Björnsson sálfræðing sem mun vera einn fárra íslendinga sem stundað hefur sálgreiningu í hefðbundnum stíl hér á landi og hefur til þess réttindi sem slík- ur. Bókin er á lipru og hnitmiðuðu máli og rithöfundarhæfileikar Freuds og sann- færingarmáttur stíls hans kemst vel til skila. Full ástæða er til að hvetja til þess að fleiri rit þessa mikla hugsuðar verði þýdd á íslensku Höfundur'er dósent við Háskóla íslands. SÓLVEIG KR. EINARS- DÓTTIR Flug 614 New York Reykjavík Eins og hveitið sprettur á akrinum þannig spretta tárin fram þegar fiugfreyjan býður þér gott kvöld á hreinni íslensku eins og heitan eldinn forðastu ensku orðin sem eru á takteinum orðin tungunni töm þótt þú talir tvær tungur máttu aldrei sletta aldrei freistast til þess að sletta aldrei tala tungum tveim óttinn við að gleyma þurfa að leita orðanna kafa eftirþeim niður íhugardjúpið reynist ástæðulaus í þetta sinn úr jarðvegi hugans spretta íslensku orðin fram eins og moldin hafi verið vökvuð þú þarft ekki að leita þeirra logandi Ijósi þau Ijóma þarna öll bíða þess eins að óma Best af öllu betri en söngur fegurstu fugla eru þó orðin sem berast gegnum vélarniðinn: „ Velkomnir til íslands, góðir far- þegar. Velkomin heim.“ Og tárin skoppa sem bunulækur stein fram af steini Höfundur býr í Ástraliu. Verðlaunabók hennar, Sögur Sólveigar, kom út hjá AB fyrir síðustu jól. ANNA ÞÓRHALLSDÓTTIR Óðurtil sólarinnar Lífstjarnan Ijósa og bjarta, loginn breiðist um geim. Geislarnir glitra og skarta, Guðsvaldið ríkir um heim. Alvaldur yfir oss Ijómar, um alla veröld og sjá. Helgisöngs hörpurnar óma, himninum ofan frá. Guð faðir, gjöfugi andi, gjör fjarlægt, böl og stríð. Er förum að friðarins landi, finnst angan frá blómstrandi hlíð. Höfundur er söngkona. Freud í vinnuherbergi sínu við Berggasse 19, um 1936. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4.JANÚAR 1991 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.