Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1992, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1992, Side 7
Tælandi sýn sem á að gefa hugmynd um nútíma lúxus- lifnað án þess að nokkuð sjáist af því, sem verið er að aug- lýsa. Ljósmynd eftir Frank Majore. um getur einungis hinn stofnanafræðilegi rammi gefið til kynna hvort hér er um „hál- ist“ á ferðinni. Þessi tegund listar, sem vopn- uð er spurningalista frá herbúðum gagnrýnn- ar fræðimennsku, lítur á alla myndgerð sem afstætt fyrirbæri, framleidda fremur en skap- aða, og háða menningarskilyrðum, merkja- máli og túlkunarmáta síns tíma. Spurningin er ekki hvort myndir segi satt eða ekki, sak- lausar staðhæfingar um sálarástnd, trú og ótta þess samfélags sem listamaðurinn lifir og hrærist í, heldur: (Auglýsinga-) myndir ljúga, en hvernig? Ágætt dæmi um þetta við- horf er cibachromeljósmyndin Nefertiti eftir Frank Majore frá 1984. Verk Majore, sem iKk Hrahttí. ftti ReeC. And tv Jrrii IHthitl V Jhmi: Hfícr Krvntr. Hyw*Tl feV OrJ, tn Iht Hew ít-rt Otitrtrtr Auglýsing frá Camel: kameldýr eða reður? List og einstaklingshyggja er yfirskrift auglýsingarinnar. Þótt myndin sé af bíl- um, getur verið að hér sé verið að aug- lýsa eitthvað allt annað. mars 1951 þar sem sum af helstu súpermódel- um dagsins sýndu nýjustu línuna í ballkjólum fyrir framan „klessumálverk“ Jackson Pollocks, er þá var rétt búið að slá til riddara af listayfirvaldinu. Það er eftirtektarvert að myndlistin og auglýsingin skyldu hafa bundið trúss sitt saman einmitt á þeim tíma sem Bandaríkjamenn voru önnum kafnir við að „stela" hugmyndinni um nútímalist frá Frökk- um og fatahönnuðir byijuðu að reyna að troða varningi sínum inn á hinn alþjóðlega tísku- markað. Á þessu stigi málsins héldust þau bara í hendur, svo við höldum okkur við per- sónugervinguna, og það var ekki fyrr en ára- tugum síðar að þetta ástarpar rauf bannhelg- ina og tók að eðla sig. Afkvæmið var popplist- in, en alþýðumenningin hélt undir skírninni. Poppið gerði sér mat úr myndauðgi „láglistar- innar“ (súpudósamerkjum, teiknimyndum veggspjöldum o.s.frv.), og sór sig sterkt í auglýsingaættina hvað söluhæfileika varðaði; a.m.k. tók samtímamyndlistin allt í einu að seljast grimmt fyrir áður óþekkta prísa, og það nánast beint af trönunum. Á níunda áratugnum urðu umfangsmiklar breytingar á þessu sambandi og mátti nú stundum vart sjá á milli hver væri hvað. Ef hægt er að segja að poppararnir hafi búið til list úr listlíki (,,kitch“), þá tók póstmódernism- inn að gera list wn listlíki. I stað þeirrar sjón- rænu endurvinnslu á efnivið „láglistarinnar" sem sjá má í verkum málara eins og Rausc- henberg, Lichtenstein og Warhol fóru mynd- listarmenn að tileinka sér þessi mótíf hrátt og ómelt („appropriation") þannig að á stund- Auglýsing frá Benetton - en hvað er verið að auglýsa? YOUWERiBORN ADAIIGHTER. YOULOOKED UPTO YOURMOVHER. YOULOOKEDUPTO J _ I v ’W. ; 1 .. nrp j YOULOOKEDUPÆT EVERYONE. YOUWANTEDTOBE YOUTHOUGHTYOU WEREAPRINCESS. Atta blaðsíðna prósaljóð um þroskafer- il stúlku - Dulbúin auglýsing fyrir Nike- skófatnað. greinilega fjallar um ginningu og neyslu, dregur upp tælandi sýn af nútíma lúxuslifn- aði með samstillingu ólíklegustu hluta (síma, slepjulegri gifsafsteypu af hinni vel þekktu bijóstmynd af Nefertiti Egyptalandsdrottn- ingu frá u.þ.b. 1360 f. Kr., japanskri blóma- skreytingu og smörtum kokkteildrykkum) og „film-noir“ myndlýsingu (þunglamaleg dyr- atjöld og hálfluktar rúllugardínur), en undir allri dýrðinni „hlykkjast“ fótleggir „ungrar" (ósýnilegrar) konu í sókkabuxum og háhæla lakkskóm. Þessi framandi platheimur þar sem öllu ægir saman virðist harla kunnuglegur ' og þó er greinilegt þegar betur er skoðað að eitthvað vantar, því hvað er eiginlega verið að auglýsa/selja? Það er engu líkara en að í þessari póst-módernísku kyrralífsmynd hafi allar þessa ertandi merkjasendingar (völd, auðlegð, losti, víma, fjarlæg menning og tímar o.s.frv.) einhvern veginn farið í hnút og eftir stendur ekki annað en innantómur strúktúr blekkingarinnar. í þessari veröld, sem er sneisafull af sjálf-skírskotandi táknum, fyrir- finnst enginn öreigalýður né heldur nein vald- astétt, bara neytendur er (samkvæmt kenn- ingum franska heimspekingsins Jean Baud- rillard) lúta allir alræði hins duttlungafulla merkjamálslykli (,,code“) markaðssamfélags. En það er fleira sem mér sýnist að hafa beri í huga þegar verið er að ræða samband- ið á milli „hálistarinnar" og „láglistarinnar" í dag. Auglýsingagerðarfólk nýtur oftast orð- ið meira eða minna sömu kennslu og aðrir myndlistarnemar (sbr. Myndlista- og Hand- íðaskóla Islands þar sem grunnnámið ska- rast), og til að flækja málið enn frekar er samgangurinn á milli þessara sviða mun meiri en áður hefur þekkst, sem af hluta til stafar af offramboði á skóluðum listamönnum og viðleitni þeirra að finna eitthvað við sitt hæfi. Má í því sambandi benda á að stór hluti leirra sem starfað Kafa við útlitshönnun blaða og tímarita á íslandi hafa komið úr röðum málara, skúlptúrista og grafíklistamanna. Hér úti er þessu ekki ólíkt farið og nægir því sambandi að drepa á orðlistakonuna Barböru Kruger, sem hóf feril sinn sem útlitshönnuður er varð að beygja sig undir lögmál markaðar- ins, en það var á þeim bæ sem hún lærði þá kúnst að kúpla saman myndum og texta til að ná athygli áhorfandans. Stallsystir hennar Jenny Holzer hefur fetað í svipuð fótspor og gert það gott með heimatilbúnum spakmælum sem eru einhvers konar sambland af klisjum, bulli, heilbrigðri skynsemi og ódauðlegri al- þýðuspeki, eða svo dæmi séu tekin: „Geðveikt fólk er of tilfinninganæmt", „Misnotkun á valdi kemur ekki á óvart“, og „Hlæðu dátt að hinni fáránlegu illsku“. Helsti munurinn á þeim er sá að á ineðan Kruger heldur sig innan galleríanna hefur Holzer átt það til að koma skilaboðum sínum fyrir í á ýmsum stöð- um út í umhverfinu eins og símaklefum, skyrtubolum og ljósadíóðaskjám („LED signboard"), stundum alveg risastórum. Þá vinnur Holzer oftast einvörðungu með texta sem sumir hverjir nálgast það að vera hálf- gerðar atómkviður á lengd. Það sem er merkilegt í þessu sambandi er hvað íþróttafyrirtækið Nike hefur gert sér mikið far um að stæla þessar listakonur í auglýsingum sínum bæði hvað varðar texta- gerð og grafískar áherslur. En aldrei hefur samanburðurinn verið jafn sláandi og í sölu- herferðinni sem þeir hófu nýlega á sportfatn- aði kvenna og kæmi mér ekki á óvart ef hún markaði þáttaskil í samskiptum „hálistar" og „láglistar". Auglýsingin, sem hefur m.a. birst í People Magazine og er hvorki meira né minna en átta blaðsíðna löng, hefur að geyma myndir og texta í formi prósaljóðs. Sagt er frá þroskaferli kvenmanns, frá stúlku til konu, á algildan og spaugilegan máta, en á milli frásagnarinnar er skotið inn myndum af íþróttaskófatnaði og konum við ýmsa líkams- þjálfun; hlaup, jassleikfimi, göngu, róður og sipp. Á fremstu síðunni er sýnd hálf „viðvan- ingslega" tekin ljósmynd (rétt eins og henni hefði verið kippt út úr einhveiju fjölskyldualb- úminu) af óframfærinni telpuskjátu, en á þeirri síðustu brosir framan í okkur glæsileg fullþroska kona, geislandi af hreysti og sjálfs- öryggi. Það þarf víst vart að spyrja hverjum beri að þakka þessi velheppnaða útkoma á stúlkukindinni. Til þess að menn geti velt þessari kúnstugu auglýsingu fyrir sér hef ég leyft mér að snara textanum lauslega yfir á íslensku: ■ Þú fæddist / sem dóttir. / Þú leist upp til móður þinnar. / Þú leist upp til föður þíns. / Þú leist upp til allra. / Þú vildir verða prinsessa. / Þú hélst að þú værir prins- essa. / Þú vildir eignast hest. / Þú vildir vera hestur. / Þú vildir að bróðir þinn væri hest- ur. / Þú vildir klæðast bleiku. / Þú vildir alls ekki vera í bieiku. / Þú vildir verða dýralækn- ir. / Þú vildir verða forseti. / Þú vildir verða dýralæknir forsetans. / Þú varst valin síðust •í liðið. / Þú varst sú besta í liðinu. / Þú neitað- ir að vera í liðinu. / Þú vildir vera góð í alge- bru. / Þú faldir þig í algebru. / Þú vildir að strákarnir tækju eftir þér. / Þú varst hrædd um að strákarnir tækju eftir þér. / Þú byijað- ir að fá bólur. / Þú byijaðir að fá bijóst. / Þú byijaðir að fá bólur sem voru stærri / en þín bijóst. / Þú vildir ekki vera í bijóstahald- ara. / Þú gast ekki beðið eftir að nota bijósta- haldara. / Þú passaðir ekki í bijóstahald- ara. / Þú varst óánægð með útlit þitt. / Þú varst óánægð með útlit foreldra þinna. / Þú vildir ekki verða fullorðin. / Þú eignaðist besta vininn þinn. / Þú áttir þinn fyrsta ásta- fund. / Þú eignaðist annan besta vin. / Þú áttir annan ástafund. / Þú eyddir mörgum klukkutímum í símanum. / Þú varst kysst. / Þú kysstir til baka. / Þú fórst á skóla- ballið. / Þú fórst ekki á skólaballið. / Þú fórst á skólaballið með rangri manneskju. / Þú eyddir mörgum klukkutímum í símanum. / Þú varðst ástfangin. / Þú varðst ástfangin. / Þú varðst ástfangin. / Þú misstir besta vininn þinn. / Þú misstir hinn besta vininn þinn. / Þú varðst virkilega ástfangin. / Þú fórst á fast. / Þú tókst það mjög alvarlega. / Þú byij- aðir að hugsa um sjálfa þig. / Fyrr eða síð- ar, / verður þú að taka þig sjálfa alvar- lega. / Þú veist hvenær þú þarft á fríi að halda. / Þú veist hvenær þú þarft hvíld. / Þú veist hvenær þarf að taka málin föstum tök- um, / og hvað þú þarft að losa þig við. / Og þú veist hvenær þú þarft að hugsa um sjálfa þig, / þín vegna. / Að gera eitthvað spm ger- ir / þig að sterkari, fljótari og heilsteyptari manneskju. / Vegna þess að það er aldrei of seint að hefja nýtt líf. / Og aldrei of seint að breyta því. / Gerðu það bara. Eg læt lesandanum eftir að taka við af mér að klóra sér í' kollinum. Höfundur er listfræðingur og starfar í New York. LESBÓK MORGUNBLAÐSiNS 4. JANÚAR 1991 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.