Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1992, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1992, Blaðsíða 8
í auga óreiðunnar Eftil vill er Akkílesarhællinn í sýn Marx og Engels og raunar sósíalismans alls, eins og hann hefur verið framkvæmdur, það sem gömlu Grikkirnir kölluðu hybris, hroka. Eftir EINAR MÁ GUÐMUNDSSON 1 X )/ J\ OH-lECTBEHHblM MCTOPHHO— PEBO/IKDUHOHHblk! $ M /1 b M Kommúnisminn er einsog stelpan sem þú elskað- ir einu sinni. Þú hélst að hún elskaði þig líka og að þú myndir aldrei elska neina aðra. En dag nokkum sagði hún þér upp. Sorg þín var ómælisdjúp í tómleika daganna. Nú löngu síðar sérðu að það var ekkert varið í hana og þú furðar þig á því að þú skulir nokkru sinni hafa orðið ástfanginn af henni. Og þó, aðdráttaraflið, segulkrafturinn sem dró þig að henni, ef hann er ekki lengur í hjarta þínu, er þá ekki öllu lokið og þú kom- inn á leiðarenda? Hvar er hin villta leit, efinn og sannleikurinn? Að missa unglinginn úr sál sinni er einsog að glata fortíðinni. Nú heyra framtíðarríkin fortíðinni til. Sem betur fer. Þau reyndu að þurrka fortíð þjóð- anna burt. Ailar reglur eru roknar út í veður og vind. Geldfuglamir hafa sest í varpstæðin. Fugiabjarg heimsins er farið úr böndum. Ef allir Indverjar fengju dagblað væri ekki til neinn skógur eftir sjö ár og ef allir Kínverj- ar fengju ísskáp hyrfi ósonlagið á örskömmum tíma. Á hverju kvöldi fylla hungruð böm stofur ríku þjóðanna og stundum er hafin söfnun með aðstoð gervihnatta, rafmagnsgítara og góðra ræðumanna og höfðað til þeirra sem heima sitja með gíróseðla allt í kringum sig og munar ekkert um að borga einn enn. Samviskan, samviskan. Á sama tíma halda leiðtogar ríku þjóðanna ráðstefnu um málefni bama. Þeir era slegnir yfir staðreyndunum og ákveða að auka matvælasendingar til hungraðra svæða. Á meðan þeir tala í hljóð- nemana hækka skuldir fátæku þjóðanna og bilið á milli þeirra og ríku þjóðanna breikkar stöðugt. Saga mannfélagsins hefur fram að þessu verið saga um stéttabaráttu . .. Eða hvað? / Sú staðreynd er að minnsta kosti ljós að eigi það valdakerfi sem nú rikir í heiminum að ríkja áfram, geta ríku þjóðimar aðeins orðið ríkari og þær fátæku fátækari. Barátta nýfrjálsu þjóðanna, sem hrist hafa af sér dyraverði kommúnismans, stendur um hvoru megin línunnar þær lenda. Á sama tíma og ósonlagið myndi hverfa ef allir Kínveijar fengju ísskáp geta ríku þjóð- irnar aðeins framleitt ódýrari neysluvörar og meiri munað. Því að hagkerfi þeirra byggist á samkeppni og stöðugri endurnýjun á því sem fyrir hendi er. Steríógræjur í hvert barna- herbergi, tölvur í bíla, síma í hvern vasa, framfarir, framfarir. Lífsmöguleikar iðnvæddra nútíma samfé- laga byggjast á því að úrelda stöðugt það sem fyrir hendi er og búa til nýjar þarfír. í þess- ari mótsögn á milli ríku þjóðanna og fátæku þjóðanna er vandi heimsins fólginn. Þetta er þversögn sem snertir umhverfísmál, valda- jafnvægi og allt það sem talað er um í fréttum. Geldfuglamir hafa sest í varpstæðin. Fuglabjarg heimsins er farið úr skorðum. 2 Æ, gleymdi ég mér? Ætlaði ég ekki að tala um kommúnismann? „Vopn gagnrýninnar fá ekki leyst gagnrýni vopnanna af hólmi. Efnislegu valdi verður einungis kollvarpað með efnislegu valdi. Þeg- ar fræðikenningin nær til fjöldans verður hún að efnislegu valdi.“ Þrátt fyrir þessa speki Karls Marx þekktu íslendingar fyrr á öldum fátæk afdalaskáld sem stóðu ákærð andspænis útlendu konungs- valdi og kváðu það í kútinn; með orðum, ljóð- um sem dreifðust um hinar dreifðu byggðir landsins og voru brátt á allra vörum líkt og bein, útsending um gervihnött hefði átt sér stað. En kommúnisminn, hvað með hann? Sumarið 1990 kepptu íslendingar og Alb- anir í knattspyrnu. Dró þá mjög til tíðinda. Þetta var í riðlakeppni í undanúrslitum Evróp- umótsins og eitt fyrsta teikn þess að Albanir hygðust tengjast samfélagi þjóðanna í leik og starfí. Landið hafði verið lokað áratugum saman og fáir sótt það heim nema örfáir aðdáendur Hoxha. Ég hef oft verið að velta því fyrir mér hvernig málin hefðu litið út ef albanskur rit- höfundur hefði setið í höfuðborginni Tirana, kannski einu til tveimur árum fyrir landsleik- inn, og ímyndað sér að hann færi fram og lýst öllu sem í rauninni gerðist.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.