Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1992, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1992, Page 10
CHRISTINA LUNDBERG Snertingin Jakob S. Jónsson þýddi Eins og stjórnandi í hægu verki eftir Villa Lobos snertir þú mig mjúklega sveipandi Ákveðið, en vart merkjanlega leikur hönd þín í slíkri hársbreiddar nánd eftir boglínum líkama míns að bæði finnum við hörundsló mína rísa í ástúðar svari til þess að taka við þér Og er þú loks veitir mætti þínum sem hefur allan tímann slegið undir fulla útrás Er ég viðbúin Tómarúmið Þetta djöfuls tómarúm aftur og enn „Tómarúmið" sögðu heimspekingamir véfréttirnar hróðugir á svip Hve margir þeirra höfðu gist það sjálfir? Séð bolabítsskoltana glefsa hlakkandi blóðsprengd augu stríðþandar taugar einsog maðkar vildu þeir vildu þeir skríða út burt upp um alla veggi í asaflýtinum hnýttu þeir hnút á sig sjálfa Altekin vældi viðvörunarmerkið þögninni síðar náð með ýmsum hætti Stundum en bara stundum með nýju fangi orða Lauf Við róandi sláttinn í móðurlífi mínu sofnar þú. Umlukinn þar sé ég þig loks öðlast ró og hræðslan í unaði horfin Þá flétta ég með ívafi hljóðstrengja úr upphafstónum Adagíettó fimmtu sinfóníu Mahlers Bylgjandi net úr laufi í hár þitt. Hvert þeirra hvíslar með vindhviðu hverrí með hverri hreyfingu þinni orðin sín ein „ég elska þig“. Einnig vindurinn á greinilega við þig orð. Veikur skijáfandi kór við tónlist sem þú einn hefur heyrt Fylgir þér leggir þú við hlustir Umvafinn svo vil ég þú fetir áfram þinn veg. Frjáls Og kannski hittumst við aftur nema það hafi þegar gerst einhvers staðar nær lokum þeirrar fimmtu Með stígandi þunga Höfundur er listfræðingur og bókmennta- fræðingur og starfaði um árabil við sænska sendiráðið á íslandi, en er nú blaðamaður í Svíþjóð. Ljóðið birtist á síð- asta ári, en vegna mistaka í ófullgerðri þýðingu og því er það endurbirt. Þýðand- inn starfar við leikhús í Jönköping. Mannfræðingurinn Claude Lévi-Strauss Mesti leyndardómur mannsins er lagið, hið ljóð- ræna stef. Þessi staðhæfing Lévi-Strauss er lykillinn að öllum rannsóknum. hans og skrifum. Hann hefur um langa ævi leitað að svari við þeirri spumingu hversu mikill sé þáttur „homo faber“ eða mannsins sem skapara umhverfis síns og menningar eða hvað val hans er vítt þegar um fjölbreyti- legt val er að ræða. Og hvað veldur gjörðum hans? Tvennt, nauðung umhverfisins og eig- in gerð, sem Lévi-Strauss nefnir „l’esprit humain", mennskan anda, hug eða sál. Hann telur að hugur manns sé ekki „and- legrar“ gerðar, heldur efnisleg eining; taug- akerfið. Menningin eða verkmenningin á sér kveikju í samspili eða víxláhrifum milli ytri veraldar, veraldar utan mannsins, umhverf- isins og þess sem sálrænum efnisþætti mannsins, taugabúntunum, er gjörlegt. Tvennur eða andstæður eru taldar einkenna andlega gerð og alla hegðun mannsins. Já- kvæðar og neikvæðar hvatir hverfast til jafnvægis í frumgerðum mennskra sam- félaga og hópa. Tvennurnar eru einkenni grunnkenninga hans um mennska menningu og samfélagsvenjur — dýrheimar/mann- heimar, náttúran/menningin, þurrt/rakt, hávaði/þögn, hrátt/soðið. Tjáning mannsins í verkum og athöfnum er endurspeglum innri gerðar taugabúntsins, hugar, anda og sálar, maðurinn er kerfaður fyrirfram til vissrar afstöðu, viðbragða, sem hann getur beitt samkvæmt eigin greiningu á viðkom- andi efni að einhveiju leyti, efnislegt um- hverfi neyðir hann til ákveðinna viðbragða, en honum er gefinn kostur á að breyta sjálf- ur umhverfinu og það sem hann hefur fram yfir dýrheima er tungumálið, hann getur mótað skilning eða táknmynd hlutanna með orðum. Hann getur geymt þekkingu í orð- um, þess vegna verður svið hans allt ann- ars eðlis en annarra lifandi vera. Með mál- inu tengist maðurinn öðrum mönnum, myndar samfélög eða hópa. Fáir mannfræðingar hafa safnað slíkum ókjörum af mýtum og goðsögum og Lévi- Strauss, heimildasafnið sem hann vinnur úr er heimildasafn sögu mannsins fram ail- Lévi-Strauss lítur ekki á söguna sem framvindu til vissra átta, hann afneitar söguspekinni gjörvallri og þar með kenningum marxista um sögulega þróun og nauðsyn. Hvert tímabil, hver breyting, hver kynslóð lifir lífi tímanna og breytingarnar til næstu kynslóðar ráðast af viðhorfum lifandi manna, sem undrast og sjá heiminn í nýju ljósi. Eftir SIGLAUG BRYNLEIFSSON ar aldir. Hann lýsir ekki þróun mannsins samkvæmt heimildum eins og mannfræð- ingar hafa ástundað. Hann leitast við að fínna grundvöllinn eða gerðina fyrir ölium þessum fjölbreytileika heimilda og hvað valdi margbreytileikanum. Rannsóknir hans eru tengdar málrannsóknum og endurmati á eðli máls og þar með táknfræði, en ný viðhorf í þeim efnum hefjast með Vico og Leibniz. Strúktúralismi eða formgerðar- stefna í nútíma málvísindum upphefst með Saussure o.fl. Kenningar Lévi-Strauss eru tengdar táknfræðinni og hann finnur vísinn að mennskri formgerð og formgerð samfé- lags manna í tungumálinu, sem telst ákaf- lega eðlileg ályktun, þegar bent hefur verið á það. Og það sem meira er, mýturnar eru meginþáttur formgerðarinnar, „þær, þ.e. mýturnar eða goðsögurnar, hugsa í mönn- unum, að þeim óafvitandi" (Lévi-Strauss, strúktúralismi úr „Hugtök og heiti í bók- menntafræði"). Þar nálgast kenningar Lévi- Strauss og Jungs um arktýpurnar. Og ævin- týri, goðsögur og tákn virðast vera sprottin úr sameiginlegri dulvitund og benda til mennskrar formgerðar. Lévi-Strauss telur, að afrek steinaldar- manna, leirkeragerð, vefnaður, ræktun og tamning dýrategunda, geti ekki hafa orsak- ast af tilviljun. Þessir „sigrar" eru grundvöll- urinn að siðmenningu okkar og eru að hans áliti afleiðing „vísinda" sem eru annars eðl- is en raunvísindi nútímans. „Galdurinn" gat verið fyrri tíðar-mönnum leið til þess sem nefnt er uppgötvanir. Lévi-Strauss lítur ekki á söguna sem framvindu til vissra átta, hann afneitar sög- uspekinni gjörvallri og þar með kenningum marxista um sögulega þróun og nauðsyn. Hvert tímabil, hver breyting, hver kynslóð ifir lífi tímanna og breytingamar til næstu kynslóðar ráðást af viðhorfum lifandi manna, sem undrast og sjá heiminn í nýju ljósi. Áður en maðurinn lærði eða fann upp að kveikja eld hófst „menningin" með því að hrátt ket var hitað á sólbökuðum stein- um. Þetta atferli tengdi að dómi Lévi- Strauss himin og jörð, mann og sól. Mat- reiðslan í þessu formi varð til þess að að- skilja guði og sól og mannheima svo ekki sé talað um dýrheima, en með matreiðsl- unni aðskildust mannheimar og dýrheimar. Þetta „afrek“ varð vísirinn að aðskilnaði manns og náttúruheims, aðskilnaði manns- ins úr hinum lokaða náttúruhring, sem hann hafði fram að því lifað með og í dýrheimum. Barátta manns og umhverfis eða náttúru verður manninum meðvituð. Og þar liggur kveikja menningarinnar sem Freud líkir við kertaloga, sem maður reynir að halda log- andi í svartnætti og stormum fjandsamlegs umhverfís og við ásókn „þyngdarlögmáls- ins“ (Simon Weil), þ.e. eigin hvata og freist- inga til að sökkva sér niður í óskapnað eig- in dulvitundar (Jung). Hann fjallar um þess- ar kenningar sínar einkum í „la Pensée Sauvage" 1962 (Hugsun hins frumstæða) og í „Le Cru et le cuit“ 1964 (Hrátt og soðið). 0g mýturnar eru hráefnið sem unn- ið er úr og þar liggur lykillinn að gerð mannsins, meðvitundinni. Mýturnar bera í sér ástand mannsins áður en hann öðlast málið (arktýpur Jungs) og segja söguna sem gerðist á hundruðum þúsunda ára, söguna af því hvemig maðurinn losnaði undan álög- um dýrheima, sammeðvitund hópeflisins og til meðvitundar og einstaklingsbundinnar sjálfsmeðvitundar. „Tristes Tropiques“ kom út 1955 og vakti mikla athygli. Bókin er afrakstur dvalar hans og könnunarferða í Brasilíu á árunum 1934-39. Skyldleiki, frændsemi og vensl og hinar margvíslegu gerðir og bannhelgi í sambandi við þessi tengsl urðu meginþáttur rannsóka Lévi-Strauss. Sögumar af Kain og Abel, Ödipusi og stjúpsögurnar, stjúp- böm úlfa og bræðraheift benda allar til frumstæðar heiftar og haturs og baráttunn- ar um staðfestu í tilverunni. Claude Lévi-Strauss. Sifjar og blóðbönd móta hegðunarmunst- ur og afdráttarlausa bannhelgi og þar er rótin að skráðum og óskráðum lögum samfé- laga mannanna, því utan þeirra veslast maðurinn upp. Mýturnar era endurskin mennskra til- rauna til þess að gera sér hugmyndir um stöðu mannins í heiminum og þær era jafn fjölbreytilegar og mennskar kenndir. Þótt Lévi-Strauss telji sig alls ekki vinna að heildarskýringu á samlífi manna og sam- félagsmótun þá beinast kenningar hans að vissri mynd um skilning hans á mýtunum. í „De prés et lo loin“ (Nær og fjær), sem kom út 1988, segir hann frá í viðtölum. Þetta er saga hans og samtímans. Hann hreifst svo af framandi menningu innfæddra að mannfræðin varð lífsverk hans. 1940 varð hann að hverfa frá Frakklandi, því að hann var af Gyðingaættum, og dvaldi í Bandaríkjunum ýfír stríðsárin. Hann kom aftur til Parísar 1945. Hann kynnist flestöll- um þeim höfundum sem náðu mestum hljómgrunni á sjötta og sjöunda áratuginum, Jacques Lacan, Michel Foucault, Fernand Braudel, Jean-Paul Sartre og Simone de Beauvoir og fieiram. Hann átti í deilum við Sartre og einnig við Braudel. Strúktúralism- inn er kenndur við Lévi-Strauss í Frakk- landi, sem mótaði þar með viðhorfið í listum og bókmenntum, sálarfræði og táknfræðum síðari hluta aldarinnar, einkum fram til maímánaðar 1968. Þá hjaðnaði hrifningin af formgerðarstefnunni og rit Marcuse og fleiri marxista komust í tísku. I „Nær og fjær“ lýsir Lévi-Strauss viðhorfunum til eig- in skrifa og þeim áhrifum sem hann hefur orðið fyrir á langri ævi. Hann hefur alltaf verið mjög andsnúinn nýlendustefnum heimsveldanna og heldur fram þeim róttæka húmanisma, sem er stefna hans í heimsmál- um. Hann er mjög raunsær og segir: „Frá því andartaki sem maðurinn telur að vald hans sé algjört, gín útþurrkun hans við.“ Eins og nú hagar til á jörðinni er útlitið framundan ekki sérlega bjart. Mannkyninu hefur fjölgað um helming síðustu hálfa öld, sem veldur óhjákvæmilega stóraukinni mengun og þrengslum, styijöldum og stöðl- un. Hann var spurður að því, hvað hann myndi setja í gám, sem ætlaður væri mann- fræðingum og fornleifalfræðingum árið 3000? „Ég myndi setja í gáminn heimildir um síðustu framstæðu þjóðflokkana, sem nú era að hverfa hver af öðrum, jurtir og dýrategundir sem eru nú í útrýmingarhættu af manna völdum; hreint loft og ómengað vatn, sem enn finnst þrátt fyrir stöðugt vaxandi iðnaðarmengun og lýsingar og myndir af menningarverðmætum og minjum sem búast má við að verði eyðilögð vegna almannaþarfa eða í styijöldum.“ Claude Lévi-Strauss fæddist í Brussel 1908 og hefur starfað lengst af í París. Didier Eribon er yngri maðpr, hann starfar við vísindaritaútgáfu í París. Claude Lévi-Strauss/Didier Eribon: Das Nahe und das Ferne. Eine Autobiographie in Gespráchen. Aus dem Französischen von Hans-Horst Henschen. S. Fish- er Verlag 1989. Höfundur er rithöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.