Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1992, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1992, Page 11
KRISTJÁN HREINSSON Áramót Nú snjónum kyngir niður í valdamiklum vindi og vökul augu tímans stíga dans, um lífsins farveg stundin áfram streymir. Á milli tungls og sólar nú leikur allt í lyndi og lokadagur ársins hnýtir krans um kistil þann er gamla árið geymir. Nú Jörðin fær sér snúning á Mjólkurvegi miðjum og máninn skín í gegnum kalda hríð. A himni finna norðurljósin næði. Á morgun fyllist loftið af glöðum sólargyðjum þær gefa mönnum von um betri tíð. Og sólin getur brosað útí bæði. Nú þykir gott og blessað að eiga stund með álfum, og andi þess sem lengi mátti þjást er spegilmynd í tímans hreina tári. Nú dansa tröll og álfar og sýría Guði sjálfum að sá sem lifir getur fundið ást. Á Jörðu fagna allir nýju ári. Höfundur er skáld í Reykjavík, Ijóðið er úr nýrri Ijóðabók hans, sem heitir „Mannhaf", og er 7. bók hans. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. JANÚAR 1992 1 '

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.