Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1992, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1992, Blaðsíða 12
I Við Leirhnjúk - gufu leggur upp af nýju hrauni. Fjnllfoss í Dynjandisá í Vestur-ísa- fjnrðarsýslu. ísland í dulúðugum dumbungi Um íslandsmyndabók Max Schmid Svisslendingurinn Max Schmid hefur verið iðinn við að taka myndir á íslandi, og raunar hefur hann haft fleiri lönd undir, Nýja Sjáland og Grikkland þar á meðal. Schmid er frá Wintertur í austanverðu Sviss, fæddur þar árið 1945 og hefur lengst af starfað sem ljósmyndari á eigin vegum. Hann gaf út dagatal með íslandsmyndum í fyrra og aftur í ár. En jafnframt hefur hann tekið ljósmyndir í íslandsmyndabók, sem Ellert & Richter-forlagið gefur út og ber einfald- lega heitið Island. í bókinni er viðamikill texti um ísiand eftir náttúrufræðinginn Gerald Martin, sem býr í Mainz í Þýzka- landi. Það væri þó synd að segja, að Schmid komi að ónumdu landi að þessu leyti. Fyr- ir utan fjölmargar myndabækur um land- ið, sem íslenzkir ljósmyndarar hafa staðið að - nú síðast Páll Stefánsson - hafa ekki sízt Þjóðverjar verið áhugasamir og má til dæmis benda á íslandsmyndabók Ulrich Múnzer frá í fyrra. Bæði hann, Max Schmid og fleiri megin- landsljósmyndarar, leitast við að sýna landið þegar ekki nýtur sólar, allrahelzt í dumbungi. Hvorttveggja er, að þeim þykir þetta ugglaust dæmigert fyrir ísland, en einnig hitt, að með þessu nást dramatísk- ari áhrif, stundum jafnvel dulúðug. Þetta uppgötvuðu íslendingar sjálfir með tilkomu innlendra kvikmynda, þar sem kom í ljós að senur teknar í skuggsýnu og stundum í versta veðri, gátu orðið áhrifamiklar. Það hefur hinsvegar einkennt fjölmargar myndabækur okkar manna frá þyí sú fyrsta var gefin út á stríðsárunum, ísland í myndum, að menn hafa löngum beðið eftir góða veðrinu og þá fyrst tekið upp myndavélina, þegar sól skein í heiði. Myndir Max Schmid í bókinni eru lang- flestar af öræfaslóðum. Mér telst svo til, að í henni séu kannski tvær myndir, sem teknar eru í sæmilega björtu veðri á fögr- um sumardegi. Þær eru hinsvegar áhrifa- mestar, sem teknar eru \ dimmviðri, til dæmis myndir vestan úr ísafjarðardjúpi. Þær henta þó ekki til prentunar á dag- blaðapappír og því ekki hægt að birta þær hér. Eins og sést af myndinni, sem hér birtist úr Krepputungu, hefur Max Schmid stundum tamið sér þá kjarvölsku mynd- hugsun, að himinninn er aðeins rönd efst á myndinni. Ef einhver ókunnugur sæi þessa bók, gæti hann dregið þá ályktun, að Island væri ónumið land. Max Schmid forðast mannvirki eins og heitan eldinn. GS. Útsýni tU vesturs frá Hrís- ey. Lamba- gras í Kreppu- tungu, norðnn Vntna- jökuls. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.