Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1992, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1992, Side 3
E e m T-ggRálf p!S!«hO:Ut!M ».lt;iM:iBI!SJiJjSC3 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Hallgrímur Benediktsson var þjóðkunnur athafnamaður og stýrði fyrirtæki, sem enn ber nafn hans. En Hall- grímur var líka á sínum yngri árum einhver snjall- asti glímumaður, sem hér hefur sést í keppni. Tvívegis var hann í sýningarflokki á Olympíuleik- um, en frægastur varð hann fýrir sigur í Konungs- glímunni áÞingvöllum 1907. Um glímukappann Hallgrím skrifar Kjartan Bergmann Guðjónsson. Forsíðan „Café“ heitir þessi mynd þýzka málarans og teikn- arans George Groz, 1893-1959. Hún er frá árinu 1918 og er birt í tilefni umfjöllunar i blaðinu und- ir fyrirsögninni „Málað og teiknað af reiði og heift" Myndir Groz og starfsbróður hans, Otto Dix, þykja merkileg heimild um úrkynjun og spillingu í hinu þýzka Weimar-lýðveldi. Minnispunktar af fömum vegi halda áfram þar sem frá var horfið í síðustu Lesbók; sagt er frá einu og öðm úr ferð- um blaðamanns innanlands og utan, ferð til Hvera- valla, sumardögum í sumarbústað, og októberdög- um í París. JÓNAS HALLGRÍMSSON Á nýjársdag (1845) Svo rís um aldir árið hvert um sig, eilífðar lítið blóm í skini hreinu. Mér er það svo sem ekki neitt í neinu, því tíminn vill ei tengja sig við mig. Eitt á ég samt, og annast vil ég þig, hugur mín sjálfs í hjarta þoli vörðu, er himin sér og unir lágri jörðu og þykir ekki þokan voðalig. Eg man þeir segja: „Hart á móti hörðu“. En heldur vil ég kenna til og lifa, og þó að nokkurt andstreymi ég bíði, en liggja eins og leggur uppi í vörðu, sem lestastrákar taka þar og skrífa - og fylla, svo hann fmnur ei, af níði. „Listaskáldiö góöa" þarf ekki að kynna, en þessi nýjársdagur 1845 hefur verið sá síðasti í lífi skáldsins því hann lézt síöar á árinu. [ Ijóðinu er trega- blandinn tónn, líkt og Jónas hafi haft hugboð um það sem framundan var. B B VIKANOG FRÍDAGARNIR argir vom frídagarnir í kringum síðustu jólahátíð. Sumum þótti nóg um og sögðu vera „laun- þegajól", en það átti víst að þýða, að menn þægju laun, þótt þeir væru ekki að vinna. Víða mun hafa verið gefið frí á þriðja í jólum, sem bar upp á föstudag, og mánudag og þriðjudag 30. og 31. desember. Þar hefur frönsk uppfinning verið tekin upp. Frakkar kalla slíka frídaga „pont“, þ.e. brú, af því að þeir sjá slíka leyf- isdaga (oftast föstudaga og mánudaga) fyr- ir sér sem tengibrú milli lögbundinna frí- daga, svo að úr verði langt leyfi. Alltaf verða einhveijir til þess að hafa áhyggjur af því, hvernig fólk veiji frítíma sínum. Árið 1883 setti Frakkinn Paul Lafargue (tengdasonur Karls Marx) fram kenningu um það, að fólk ætti ekki aðeins að hafa rétt til vinnu, heldur einnig rétt til iðjuleysis. Upphaflega ætlaðist hann til þess, að fólk væri einfært um að ráða frítíma sínum. Fljótlega setti að honum gmnsemdir um það, að almenningur, „alþýðan", gæti það ekki hjálparlaust. Ríkisvaldið yrði að skipuleggja hollar, menntandi og siðbætandi frístundir handa þegnunum. Þessar hug- myndir hans náðu fram að ganga 1936, þegar „Breiðfylking alþýðu" myndaði vinstri stjórn með Léon Blum í forsæti. Þá var nýtt ráðuneyti skipað, og nefndist ráðherra þess frístundamálaráðherra, sem almenn- ingur uppnefndi jafnan „ministre de la par- esse“ eða letiráðherra. Af einhveijum ástæð- um vantreystu Frakkar forsjá ráðherra sinna um siðprútt og dyggðaríkt lífemi í tómstundum. Þótt „hugmyndafræðin" að baki þessu nýja ráðuneyti væri sögð frönsk og sótt aftur á síðustu öld, var fyrirmyndin að framkvæmdinni raunar sótt til Italíu. Mússólíni og fasistar hans höfðu geysilegan áhuga á því, hvað fólk væri að gera eftir vinnu. Þeim var ekki sama, hvernig almenn- ingur verði frítíma sínum. Áherzla var lögð á „holla og heilbrigða frístundaiðju, bæði andlega og líkamlega“. Mikið ríkisbákn var sett á laggirnar, eftirvinnumálaráðuneytið ásamt undirstofnunum, „dopolavoro". 1935 kom Mússólíni á fimm daga vinnuviku, og þurfti þá enn að auka afskipti ríkisvaldsins af hegðun almennings hina tvo frídaga. í Sovétríkjunum urðu Lenín og Stalín ákaf- lega uppljómaðir af hugmyndum Mússólínis, og sama gilti um Salazar í Portúgal og Hitler í Þýzkalandi. Hálfgerð eða alger skylduþátttaka í margs konar frístunda- verkefnum var smám saman þvinguð fram. Lýðræðisþjóðfélögin dröttuðust á eftir; þ.e. ríkið fór í auknum mæli að skipuleggja það, hvemig þegnarnir gætu látið frítíma sinn líða, svo að þeir legðust nú ekki í slen og sinnuleysi eða jafnvel fyllirí. Kostnaðin- um af slíku er dreift á alla þegna; þannig, að þeir, sem breytast í frístundamálara eða frímerkjasafnara um helgar, verða að greiða sitt gjald í skíðalyftur og handboltahallir íþróttamanna. Reyndar er nú svo komið í mörgum lýðræðisþjóðfélögum, að fólk legg- ur á sig mun meira erfiði í tómstundum sínum en það gerir nokkm sinni í vinnunni. Þeim, sem hugsa mikið um gernýtingu vinnuafls og skilyrði fyrir auknum þjóðar- auði, hefur löngum verið í nöp við skiptingu tímans í sjö daga vikur. í augum þeirra er vikan afskaplega órökrétt. Þeir viðurkenna, að menn virðast alltaf hafa haft þörf fyrir að skipta tímanum, eilífðinni, í afmarkaðar einingar. Dægraskipting er rökrétt: Sólar- upprás - sólsetur - sólarupprás; en helzt vildu rökhyggjumenn hætta við hina fom- eskjulegu skiptingu í tólf plús tólf klukku- stundir, 60 mínútur og 60 sekúndur. Þeim finnst betra að deila með tíu. Tólf tunglmán- aða ár er einnig rökrétt. En sjö daga vikur? Það finnst þeim fáránlegt. Þeir benda á, að í fornöld hafi bæði Egyptar og Aþeningar raðað dögunum í tíu daga flokka og báðum farnazt vel með slíkt tímatal um langan aldur. Hvaðan kemur þá þessi skrítna sjö daga vika? Hún hefur verið rakin til Babýlóníu- manna. Talan sjö hafði mesta helgi í hinum umfangsmiklu hjáfræðum þeirra og bábilj- um, en sumt af hégiljum þeirra hefur síazt niður allar aldir, svo sem kunnugt er. Aftur í grárri fomeskju létu tunglspekingar ríkis- ins konung staðfesta í eitt skipti fyrir öll, að hin æðstu himinhnattagoð, sjö að tölu, réðu hvert sínum degi. Goðin ættu sér bú- staði á sjö stjörnum, sem þeir sögðu vera Satúmus, Sól, Mána, Mars, Merkúr, Júpíter og Venus. Þegar valdadegi Venusar (föstu- degi) lyki, hæfist nýtt tímabil með valdatöku Satúmusar á laugardegi. Lengra hefur sjö daga vikan ekki verið rakin. Gyðingar tóku þessa skiptingu upp og hvíldu sig á hinum fyrsta degi babýlónsku vikunnar, en þeir breyttu röðinni og kölluðu hann hinn sjö- unda dag, sabbatsdag eða laugardag. Kristnir menn héldu sjö daga vikunni, en þeir skiptu um hvíldardag. Eftir allmargar aldir er svo komið, að flestir kristnir (og nafnkristnir) menn hvíla lúin bein bæði á laugardögum og sunnudögum. Framan af var það þó ekki sjálfsagður hlutur, að allir gætu fellt niður vinnu sína á sunnudögum. Margir tóku sér þá lengri tíma en ella til trúariðkana og helgihalds, en unnu annars meiri hluta dagsins. Árið 321 gaf Konstant- ín mikli, Rómveijakeisari, út úrskurð um það, að á sunnudögum skyldu „allir embætt- ismenn ríkisins, hvort sem þeir em búsettir í borg eða sveit, allir íbúar í viðurkenndum borgum, svo og allir handverksmenn án til- lits til búsetu, leggja niður vinnu sína“. Smám saman fóru allir að taka sér frí á sunnudögum, svona eins og nú era allir hættir að vinna 1. maí. Reyndar hefur heyrzt frá Rússlandi hinu nýja, að nú eigi að af- nema 1. maí sem frídag, þar eð hann hafi „einkennzt af gervihátíðarhaldi með öfugsn- úna merkingu, sem veki óþægilegar endur- minningar í huga hins vinnandi manns“. - Þeim tókst þá að eyðileggja 1. maí líka. Hvernig svo sem blessuð sjö daga vikan hefur orðið til, og hversu órökræn sem hún kann að vera, bendir fátt til annars en að hún fái að vera í friði fyrir skipuleggjendum hins nýja tíma. Um allan heim er hún orðin svo föst í sessi, svo rótgróin lífi fólks, að allar tilvísanir til kaldrar rökhyggju og batn- andi þjóðarhags, sem hljóti að leiða af nýrri skipan, fá þar engu um þokað. Annað veif- ið koma fram hugmyndir um að breyta til, svo að útreikningar hagfræðinga og alls kyns tölfræðinga verði auðveldari, svo að „vinnuafl þjóðarinnar nýtist betur“ o.s.frv. Þegar reynt hefur verið að hrinda slíkum skynsemdartillögum í framkvæmd, hefur því alltaf og alls staðar verið illa tekið. Ein afleiðing frönsku stjómarbyltingarinnar var sú, að farið var að telja árin upp á nýtt (1792—1806). Ég á franska mynt, sem ber hið stolta ártal „ l’an 2“. Franska þjóðin lét þetta yfir sig ganga, en þegar farið var að hrófla við vikunni, olli það furðumikilli and- úð um ríkið allt. Stjómspekingar byltingar- innar tóku upp tíu daga viku (décade), og segja sumir sagnfræðingar, að fátt muni hafa átt meiri þátt í að vekja upp and- styggð landsmanna á Parísarmiðstjóminni. Stalín spekúleraði mikið í þessum hlutum, eins og öðrum. Honum hugkvæmdist að yfirbjóða fímm daga vinnuviku Mússólínis með því að raða dögunum annað hvort upp í fimm daga vikur (fimmti dagurinn frídag- ur) eða sex daga vikur (sjötti dagur frídag- ur). Ráðgjöfum hans í efnahagsmálum tókst að leiða huga leiðtogans á aðrar brautir, sem þeir töldu hagkvæmari í „ríki verka- manna og bænda“, þ. e. að láta alla vinna sex daga í rykk, eins og verið hefði. Sein- ast reyndi þjóðmorðingjastjórn Rauðu khmeranna í Kambódíu að hnika vikunni til. í „landi hins fullþroskaða blóms sósíal- ismans“ var dögunum raðað í tíu daga „décades", að fornum hætti franskra stjórn- byltingarmanna, nema hvað khmerarnir höfðu engan frídag. Þeir álitu frídag vera „úrkynjaða arfleifð deyjandi borgarastétt- ar“, þvi að „vinna og gleði, ánægja og lífs- fylling" ætti alltaf að fara saman. Það var þeirra útgáfa á „Kraft durch Freude". En hvað merkir annars íslenzka orðið „vika“ upphaflega? Það veit enginn með vissu, en líklega er það skylt sögninni „að víkja" og merkir þá viðsnúning eða víxlan. Allt upp á nýtt. MAGNÚS ÞÓRÐARSON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. JANÚAR 1992 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.