Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1992, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1992, Page 7
Agamennon - 1919. Hervaldið gert hlægilegt. Maður og kona, 1926. Næstum í hverri mynd útmálar Groz þá úrkynjun, sem honum finnst blasa við í Weimarlýðveldinu. Á götu. Vatnslitir og blek, 1926. Pólitískar æsingar, 1919. um sem hafa getið honum hvað mestrar frægðar. Grosz leit á þær sem pólitísk flug- rit og birti þær í útbreiddum, vinstrisinnuð- um dagblöðum fremur en í hámenningarleg- um listtímaritum. sumum þeirra safnaði hann saman í möppur og fékk Malik-forlag- ið - sem vinir hans, bræðurnir Wieland Herzefelde og John Heartfíeld höfðu stofnað - til að gefa þær út í stórum upplögum þannig að hvert eintak kostaði sama og ekkert. Möppurnar báru titla eins og „Guð er með oss“, „Ecce homo“, „Andlit hinnar ráðandi stéttar" og „Bakgrunnur". Teikn- ingarnar í þeim voru sérlega andstyggilegar en sprenghlægilegar sem varð til þess að þær voru gerðar upptækar. Grosz þurfti að mæta þrívegis fyrir rétti, ásakaður um guð- last og móðgun við yfirvöld. Austurríski rithöfundurinn Elias Canetti segir frá því í ævisögu sinni að hann hafi komið til Berlínar 1928 og heimsótt Grosz. Grosz var frægur fyrir að verða vitlaus með víni enn nú var hann hinn ljúfasti, enda ódrukkinn, og gaf Canetti eintak af Ecce home sem hann hafði falið fyrir lögregl- unni. Canetti varð fyrir „kúltúrsjokki" þegar hann skoðaði möppuna. Ekki vantaði að myndirnar væru frábærlega góðar, teiknað- ar með penna eða tússi og sumar málaðar LESBÓK MORGUN8LAÐSINS 18. JANÚAR 1992 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.