Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1992, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1992, Blaðsíða 7
Ljósmynd: Sigfús Eymundsson/Þjóðminjasafnið. Melkot við Suðurgötu, Það stóð rétt fyrir ofan þar sem nú er Ráðherrabústaður. Bærinn er fyrirmyndin að Brekkukoti í Brekkukotsannál. Mannlíf í Melkoti Eftir GUÐJÓN FRIÐRIKSSON in af dýrðarbókum Halldórs Laxness er Brekku- kotsannáll. Þar segir frá drengnum Álfgrími sem ólst upp hjá honum afa sínum, Birni gamla grásleppukarli í Brekkukoti, og ömmu hans sem aldrei er nefnd með nafni í sögunni. Eða eins og segir: „Til þess að gera lánga sögu stutta, þá er þar til máls að taka að sunnanv- ið kirkjugarðinn í höfuðstaðnum okkar til- vonandi, þar sem brekkan fer að lækka við syðri tjarnarendann, alveg á blettinum þar sem hann Guðmundur Gúðmúnsen sonur hans Jóns Guðmundssonar í Gúðmúnsens- búð reisti loks veglegt hús, þar stóð einu sinni Iítill torfbær með tveim burstum; og þilin tvö vissu suðrað tjprninni. Þessi litli bær hét í Brekkukoti. I þessum bæ átti hann afi minn heima, hann Björn sálugi í Brekkukoti sem veiddi stundum hrokkelsin .á vorin, og hjá honum sú kona sem hefur staðið nær mér en flestar konur þó ég vissi færra um hana, hún amma mín. Þetta litla moldarhús var ókeypis gistiherbergi handa hverjum sem hafa vildi. í það mund sem ég var að verða til, þá var þar í kotinu mikil örtröð af því fólki sem nú á dögum heitir flóttamenn; það er að flýa land; það leggur á stað með tárum úr heimkynnum sínum og ættbyggð af því svo illa er að því búið heimafyrir að börn þess ná ekki þroska heldur deya." Svo segir í Brekkukotsannál og þó að hann sé skáldsaga er hann að nokkru leyti ættarsaga Halldórs Laxness sjálfs því að Brekkukot hét í raun og veru Melkot og stóð þar sem brekkan fer að lækka við syðri Tjarnarendann. Þar átti amma Halldórs Laxness athvarf, er hún varð ekkja, hjá systur sinni og þar ólst móðir hans upp hjá honum Magnúsi gamla grásleppukarli í Melkoti og þar kynntust foreldrar Nóbels- skáldsins sem vinnuhjú skömmu fyrir síð- ustu aldamót. Þegar Reykjavík varð kaupstaður árið 1786 fylgdu jörðinni sjö hjáleigur. Ein af þeim var Melshús og stóð bærinn þar sem nú er norðurendi gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu. Reyndar var þar dálítil bæja- þyrping á öldinni sem leið og einn bærinn í Melshúsum hét Hringjarabærinn. Hann kemur við sögu í Brekkukotsannál. Afbýli frá Melhúsum var svo Melkot sem stóð nokk- urn veginn beint fyrir ofan þar sem nú er ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu. Mel- kotstúnið var þar fyrir neðan og austan, náði allt niður að Tjörninni og þótti grasgef- ið. Sama ættin bjó í Melkoti lengst af á síð- ustu öld. Magnús Einarsson var fæddur í Melkoti 25. september 1839 og gerðist síðan búandi þar í fyllingu tímans. Reyndar hafði túnið þá%erið tekið undan Melkoti og selt einum bæjarmanna án þess að ábúandanum væri gefinn kostur á að eignast grasnytina. Aðalatvinna Magnúsar varð því sjósókn en þegar ekki gaf á sjó stundaði hann garð- Brekkukot í Brekkukotsannál Halldórs Laxness hét í raun og veru Melkot og stóð ofanvið ráðherra- bústaðinn, þar sem brekkan fer að lækka við syðri Tjarnarendann. Þar átti amma Halldórs Laxness athvarf hjá systur sinni, þegar hún varð ekkja, þar ólst móðir hans upp og þar kynntust foreldrar hans, sem bæði voru þar vinnuhjú. rækt af kappi. Jón Helgason biskup segir að Magnús hafi verið prúðmenni hið mesta og mikils metinn af öllum. Kona Magnúsar í Melkoti var Guðrún Klængsdóttir frá Kirkjuferju í Ölfusi og var hún sex árum eldri en bóndi hennar. Ekki áttu þau börn en ólu upp fósturson, Klæng Jónsson, frænda húsfreyju. Segir nú ekki af búskap þeirra hjóna fyrr en 1883 að systir Guðrúnar, Guðný Klængsdóttir, 51 árs ekkja, kemur til þeirra hjóna ásamt 11 ára gamalli dóttur sinni, Sigríði Halldórs- dóttur, og ílentust 'þær mæðgur í Melkoti. Guðný hafði verið húsfreyja að Kirkjuferju, gift Halldóri Jónssyni bónda. Þarna ólst því Sigríður litla upp og Magn- ús í Melkoti varð fóstri hennar. Oftast voru einn eða tveir vinnumenn í Melkoti og árið 1893 kom 23 ára gamall vinnumaður ofan úr Borgarfirði og vistaðist hjá Magnúsi. Hann hét Guðjón Helgi Helgason. Sigríður var þá gjafvaxta, 21 árs, og titluð vinnu- kona í Melkoti í sóknarmannatali. Guðjón og Sigríður voru vinnuhjú í litla kotinu við Tjarnarendann í Reykjavík næstu þrjú árin og felldu hugi saman. Þau gengu í heilagt hjónaband haustið 1896. Þau voru foreldrar Halldórs Laxness. í Brekkukotsannál segir að Brekkukot hafí verið gistiherbergi handa hverjum sem hafa vildi: „Það mundi æra óstöðugan að segja frá gestum er að garði bar í Brekku- koti, énda mundi sú bók spreingja prent- smiðjur á íslandi." Halldór Laxness segir frá skrautlegu mannlífi á miðloftinu í bæn- um, meðal annars þeim Kafteini Hogensen, eftirlitsmanninum og Runólfi Jónssyni skútukarli. Allir muhu þeir eiga sér fyrir- myndir í mannlífi Reykjavíkur fyrir hundrað árum og Kafteinn Hogensen var alkunn persóna í bænum þó að ekki fari sögum af honum í Melkoti. Guðbrandur Jónsson prófessor skrifaði á sínum tíma greinar um einkennilegt fólk í Reykjavík. Ein greinin fjallaði um Gunnu grallara, alþekkta persónu í bæjarlífinu, hún hafði það að atvinnu að bera vatn í hús og ösku úr þeim en var oftast drukkin. Guð- brandur segir síðan: „Gunna grallaribjó í Melkoti og samtíma henni bjuggu þar Ófeigur illi, sem var Jóns- son, Jón Bol Bol, sem var eða hafði verið slátrari, og Manga skarn í auga - allt hálf- gert vandræðafólk. Ófeigur þessi var naúm- ast með réttu ráði; hann safnaði öllum korktöppum, sem hann gat náð í, og steikti þá og át, og var það jafnframt altalað að hann tíndi af sér varginn og hefði hann sem viðbit með töppunum, en karl var grálúsug- ur. Það var því ekki um að villast að Ófeig- ur væri skrýtinn og tilvalið leikfang fyrir bæjarstráka, en svo var hann illvígur að þeim stóð mesti beigur af honum og þeir þorðu ekki til við hann. Einu sinni hafði hann orðið svo reiður við strák, sem eitt- hvað var að erta hann, að hann einhenti á hann broddstafinn og tókst stráknum með naumindum að víkja sér til hliðar, en stafur- inn nam staðar í húsþili sem strákur hafði staðið upp við og stóð þar blýfastur. Samlyndið hjá hjúunum í Melkoti var ekki sem allra best og var Ófeigi illa aðal- lega kennt um, enda bar það stundum við að fólkið að næturlagi þóttist þurfa að flýja undan honum á náðir nágrannanna. Einn vetur var honum gefið það að sök að hann legði það í vana sinn að vekja sambýlisfólk sitt og ógna því með hnífum. Stundum hafði hann þá setið uppi í rúmi sínu og verið að brýna stóra sveðju og þá fullum rómi haft orð á því að hann teldi það ekki mikla sam- viskusök að skera annað eins hyski niður við trog eins og það, enda hafði margt betra fólk en Jón Bol Bol, Gunna grallari og Manga skarn í auga verið drepið. Varð lög- reglan þá að skerast í leikinn og bregða þessu sambýli." Samkvæmt þessum lýsingum hefur mannlíf í Melkoti einkennst af umburðar- lyndi húsbændanna og sú taoíska mynd sem Halldór Laxness bregður upp af Brekkukoti kannski ekki verið svo fj'arri sanni. Um margt minnir þetta einnig á Unuhús. Skömmu eftir aldamótin 1900 keypti fé- lag háttsettra embættismanna Tjarnar- brekkuna og reisti þar villur sínar, hinar glæstustu í Reykjavík. Sjálfur Hannes Haf- steih, ráðherra íslands, reisti fegursta hús- ið, nánast í hlaðvarpa Magnúsar í Melkoti, Hjónin Guðrún Klængsdóttir og Magn- ús Einarsson fyrir framan bæ sinn í Melkoti árið 1902. Hún var ömmusystir Halldórs Laxness (sem fæddist þetta samaár) ogþau ólu upp Sigríði, móður skáldsins. Guðjón Helgason, faðir Hall- dórs, var vinnumaður í Melkoti er þau Sigriður kynntust. Árbæjarsafn. á árunum 1907 til 1908. Bjuggu þeir þar í nábýli, ráðherrann og grásleppukarlinn, um nokkurra ára skeið og mun Magnúsi gamla ekki hafa líkað sambýlið. Haustið 1916 auglýsti hann eigur sínar á uppboði og skömmu síðar var Melkot jafnað við jörðu svo að ekki sá urmul af því meira. Magnús fluttist upp í Mosfellssveit til fósturdóttur sinnar, Sigríðar Halldórsdóttur í Laxnesi, og dó hjá henni. Þar mun Halldór litli Guð- jónsson hafa kynnst honum vel sem eins konar afa. Gamla klukkan, sem svo mikið er gert úr í Brekkukotsannál og Álfgrími heyrðist segja ei-líbbð, ei-líbbð, var líka til staðar í Melkoti og fluttist með Magnúsi gamla til Laxness. Hún er nú á heiðursstað hjá Nóbelsskáldinu á Gljúfrasteini. Eftir að Magnús í Melkoti lést árið 1921 orti Jón Magnússon skáld kvæði sem hét Melkot í Reykjavík og eru úr því þessi erindi: Sástu aldrei við Suðurgötu íslenskan bæ með íslensku fólki? Komstu aldrei í kuldaveðrum að beim íslensku aringlððum? Sástu þar ekki sumar og vetur öllum dyr opnar standa? Hvar fannstu tryggð tállausari eða viðmót vinsamlegra? Man nú enginn Melkot lengur sem þar kom þreyttur og þáði hvíld? Man nú enginn hin merku hjón, fóður og móður ferðamanna? tESBÓKMORGUNBLAÐSINS 1. FEBRÚAR 1992 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.