Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1992, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1992, Blaðsíða 2
HVAR SIGUR Á ÓGÆFUHLIÐINA ? Litróf mannlegra athafa í nútíma þjóðfélagi er svo fjðlskrúðugt að það minnir á mósaíkmynd. í þessu er út af fyrir sig styrkur; enginn biður um einhæfni. Við tölum gjarnan um „Menning- una“ á full einhæfan hátt; meinum þá oft- ast listmenningu, sem er aðeins einn þáttur- inn í þessum vefnaði. En við erum líka að byggja hús, búa til mat, aka í umferðinni, rækta hross, veiða físk og sem betur fer margt annað. Við tölum um verkmenningu, veitingahúsamenningu og umferðarmenn- ingu. Allsstaðar erum við að reyna að bæta okkur, eða hvað? Fræðingar í útlöndum skipta þessari flóru gjarna í hámenningu og lágmenningu og þykir sumum felast í því nokkur hroki. Látum það liggja milli hluta, en reynum að átta okkur á því, hvort eitthvað af því sem við aðhöfumst hér, geti flokkast undir lágmenn- ingu, eða jafnvel lágkúru. Og hvar er það helzt, sem sígur á ógæfuhliðina? Þá er ekki verið að tala um það sem fram kann að fara á bak við luktar dyr á heimilum eða annars- staðar, heldur það sem fram fer opinberlega, er haldið að almenningi og getur með því lækkað almennt menningarstig okkar. SJÓNVARPSAUGLÝSING- AR OG LJÓSVAKABLAÐUR Ef eitthvað sérstakt gæti öðru framar orðið til þess að skaða móðurmálið og lækka þarmeð menningarstig okkar, er það blaðrið og málleysumar, sem hellist yfir þjóðina frá sumum hinna „fijálsu" útvarpsstöðva. Sú fjölbreytni, sem menn héldu að fylgdi þessu frelsi hefur ekki sést ennþá; einhæfnin í tónlistarflutningi er til dæmis alveg maka- laus. Þessi þáttur í menningarlífi okkar er vægast sagt afleitur, en vegna þess hve margir hafa gagnrýnt þetta, ætla ég ekki að ræða það frekar hér. Aðeins skal á það bent, að í ljósi þess að ríkisútvarpið er búið að vera menntastofnun fyrir þjóðina í ára- tugi, hefur því miður sigið á ógæfuhliðina með þessari auknu ljósvakamiðlun. Eitt af því sem heyrir til hinu hvunn- dagslega, andlega fóðri, eru sjónvarpsaug- lýsingar. Þær eru vægast sagt misjafnar og þær verstu eru ekki meðmæli með deild grafískrar hönnunar við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands, sem útskrifar auglýsinga- teiknara. Þeir vinna við auglýsingagerð og búa stundum til full fáránlegar auglýsing- ar; þær verstu verka öfugt. Þegar þær birt- ast gengur maður helzt í burtu frá tækinu og ég hef heyrt fólk tala um, að það sé komið með andúð-á því sem verið er að auglýsa og vildi helzt geta sniðgengið það ef hægt væri. Ekki er til dæmis alveg hægt að sniðganga mjólk, en margar sjónvarps- auglýsingar á vegum svokallaðrar mjólkur- dagsnefndar, eru sér á parti í þessa veru. Þarna er reynt að bregða upp einhveiju fáránlegu - að sjálfsögðu með dæmigerðum íslenzkum ofleik- og útkoman er einungis hallærislegt skrípaverk. Maður, sem lítur helzt út fyrir að vera vangefinn, er látinn hamast á líkamsræktarbekk þar til hann hlussast út af honum og niðurstaðan er sú, að mjólkurglas gerði sama gagn: Við eigum að trúa því að mjólk sé góð vegna þess ama. Fyrirtæki sem selur japönsk hljóm- tæki hefur gleypt við samskonar hugmynd og er ekki hægt að sjá að þar hafi menn háar hugmyndir um væntanlega viðskipta- vini. Einhveijar auglýsingastofur maka þó krókinn á þessu og hver haldið þið svo að borgi þann kostnað á endanum? Hittt er svo annað mál, að húmor á mæta vel heima í margskonar auglýsingum, en þá þurfa húmoristar að koma þar nærri. Sem dæmi um vel heppnaða sjónvarpsaug- lýsingu, þar sem byggt er á gamansemi, má nefna áramótaauglýsingar Happdrættis Háskóla íslands með þeim Bessa Bjarnasyni og Árna Tryggvasyni. Sú hugmynd var snjöll að láta þá skoða gömlu, svarthvítu myndirnar af sjálfum sér. SÖNGL Á ENSKU Nútíminn þarf á mikilli afþreyingu að halda og stór hluti af erlendum þáttum og kvikmyndum er beinlínis gerður til að sinna þessari þörf og ekkert er rangt við það. Það versnar hinsvegar í því, þegar fréttir verða ekki annað en ómerkilegasta afþreying, eins og þegar farið er til fundar við hrút, sem utanríkisráðherra hefur verið líkt við á fundi með bændum. Þegar staðið er að innlendum skemmti- þáttum í sjónvarpi; þáttum sem talsvert er borið í, setja menn gjarnan markið ögn hærra. Á þessum vettvangi eru það einkum Hemmi Gunn og Edda Andrésdóttir, sem keppa fyrir Sjónvarpið og Stöð 2. Margt er þar prýðilega vel gert, jafnvel af list- rænni reisn, þegar bezt lætur. Út af fyrir sig var góð hugmynd í skemmtiþætti Eddu að virkja hæfileikafólk í kaupstöðum landsins. Þar hefur þó tekizt miður í því, sem hún nefnir „kraftakeppni" og á að vísa til skemmtikrafta. Segja má að nokkrir kaupstaðanna hafi keppst um að halda á loft merki lágmenningar með góðu samþykki stjómandans. Það hefur birzt í því að ungpíur koma fram og söngla ensku einhveija flatneskju. Undantekning var bráðungur drengur frá Selfossi og stúlka frá Hafnarfirði, sem bæði sungu á móður- málinu . Veit þetta blessað fólk ekki, að fátt er eins grútmyglað og enskutextavæll af þessu tagi? Hefur það ekki fylgst með í dægurlaga- bransanum, þar sem plötuútgefendur hafa blessunarlega metnað til þess að leggja áherzlu á íslenzka texta? Og var ekki ein- hver úr hinum vinsælu Sykurmolum að slá því fram, að sniðugt væri að flytja á plötum alla texta á íslenzku til að skapa sérstöðu? Svo virðist sem fólk telji, að það sé með á nótunum og alveg inni í hringiðu heims- menningarinnar á þennan hátt. Það er sorg- legur misskilningur; um allt land er yfrið nóg af alvöru skemmtikröftum. Lofíð þeim að komna fram. Kannski er þetta smáat- riði, og ugglaust undir merki afþreyingar eins og margt annað. Það er samt dapur- lega leiðinlegt - og leiðinlegt að fínna metn- aðarleysið, sem þetta ber vott um. FÁTÆKT í NAFNGIFTUM Arfaklær lágmenningarinnar spretta víða upp, til dæmis í nafngiftum á verzlunum og veitingahúsum. Einnig þar verðum við að beijast gegn ofurvaldi ensk/amerískra áhrifa, sem hafa tilhneigingu til að valta yfír allt. Margsinnis hefur verið fundið að þeirri áráttu að nefna skemmtistaði og verzl- anir eftir enskum borgum. Þessi árátta er næstum jafn gömul og þéttbýlið í Kvosinni. Þegar höfuðstaður landsmanna var hálf- danskur, gnæfði stórverzlunin Glasgow yfír lágreist húsin í bænum. Af einhveijum ástæðum þóttu ensk nöfn fínni en dönsk: Liverpool og Manchester til dæmis. Ekki er langt síðan á það var bent, að nafngift eins og Broadway á skemmtistað, sem nú er raunar ekki til lengur, væri hvort- tveggja í senn: Lágkúra og augiýsing á útkjálkabrag. Þessi sami útkjálkabragur gengur nú aftur í nafni veitingahúss, sem heitir ósköp sakleysislegu nafni: LA kaffi. í útvarpsauglýsingum eru þessir stafir aldr- ei bornir fram á íslenzku, heldur heitir stað- urinn Ellei-kaffi, vegna þess að vestra skammstafa mann svo nafn Los Angeles. Hvað okkur kemur það við og hvaða erindi það á inn í nafngift á veitingahúsi hér er með öllu óskiljanlegt, en fyrst og femst ber það vott um skort á menningarlegri reisn. Það á ekki af þessum stað að ganga, sem áður hét Broadway. Eftir að honum var breytt í kvikmyndahús, var efnt til sam- keppni um nafn, sem manni skildist að ætti að vera íslenzkt og virtist þetta nýr og lofsverður metnaður. En forstjórinn hef- ur að líkindum háft afar vonda ráðgjafa, því báglega tókst til. Aldrei hefur nokkur maður eignast jeppa á slakari forsendum en sá, sem verðlaunaður var fyrir heitið 'Saga-bíó. Þetta er að vísu íslenzka eins og einn ágætur unnandi móðurmálsins hefur bent á í Morgunblaðsgrein. En það hlýtur þá að vera nafnorðið sög, sem við er mið- að; annað getur það ekki verið. Fleirtalan, sagir, er í eignarfalli saga. Það er hinsveg- ar óráðin gáta, hversvegna kvikmyndahús er kennt sérstaklega við sagir og hverskon- ar sagir eru það? KLÆÐNAÐUR Sjaldan eða aldrei er talað um fatamenn- ingu almennt, sem er þó ekkert síðri jiáttur í menningu okkar en margt annað. Islend- ingar fylgjast áreiðanlega vel með tízkunni og samanburður á því sem fyrir augu ber í borgum Evrópu til dæmis, er okkur hag- stæður. Þetta er að vísu alltaf háð sveiflum, en þegar á heildina er litið hafa orðið fram- farir í hinum hversdagslega klæðnaði, sem hér á íslandi þarf að taka mið af veðrát- tunni. Mussu- og druslutízkan, sem kom í kjölfar þjóðfélagshræringanna um og eftir 1968, hefur sem betur fer vikið fyrir snyrti- legri klæðnaði. Það er þó fremur vaxandi tilhneiging til þess að fara hvert sem er í vinnugallanum. Að fara í kvikmyndahús „eins og maður stendur", er orðin viðtekin hefð, enda eru kvikmyndahús hversd^gsleg fyrirbæri. Mér fínnst hinsvegar gegna allt öðru máli, þegar farið er í leikhús, í 'kirkju eða á hljómleika. Ætla má að fólk fari í kirkju til að upplifa hátíðlega stund og að það beri virðingu fyrir stofnuninni. Það eykur einnig tvímæla- laust á hátíðleika í hljómleikasal og í leik- húsi, ef fólk er vel klætt, - og væntanlega er verið að sækja slíka listviðburði til þess að ijúfa hversdagsleikann. En þegar byggt er Borgarleikhús og for- salur þess hafður álíka hátíðlegur og vöru- skemma, er varla við góðu að búast. Þá er beinlínis verið að segja við væntanlega leik- húsgesti: Æ, komið þið bara hingað eins og þið væruð að fara í bíó. - Ég sé líka að þetta hefur haft tilætluð áhrif. Síðast þegar ég fór í Borgarleikhúsið, sat næstur mér maður, sem ég get ímyndað mér að hafi verið að taka til í bílskúmum heima hjá sér, þegar hann fékk allt í einu þá hugmynd að fara í leikhús. Og að hann hafi farið eins og hann stóð. Raunar var hann ekki einn um að vera subbulega til fara þetta kvöld; aðrir aftur á móti í sínu fínasta pússi. Fyrir nokkram dögum sá ég einnig í Þjóð- leikhúsinu, sem mér finnst alltaf hátíðleg bygging, að þessi áhrif voru tekin að berast þangað. Sú hefð, sem staðið hefur síðan leikhúsið var vígt, hefur verið rofin. Dugg- arapeysur geta verið ágætur heimaklæðnað- ur og sumum hentar að vera peysuklæddir í vinnu. Karlmenn geta hinsvegar ekki með nokkru móti klæðst duggarapeysum svo hátíðlegt sé og að sjá menn þannig klædda í Þjóðleikhúsinu, fínnst mér fram úr hófi ósmekklegt og bera þess eins vott, að al- mennri smekkvísi og fatamenningu sé að hraka. Við höfum varið milljónatugum til þess að gera Þjóðleikhúsið upp og það er komið í þann viðhafnarbúning, sem flestum finnst að sé viðeigandi í „musteri íslenzkrar tungu“. Þessvegna sýnum við öllu þessu óvirðingu, ef við mætum á sýningar í klæðn- aði sem engan veginn rimar við umhverfið. Sumt af því er einhverskonar niðursnobb, sem alltaf er viðloðandi í listageiranum og er hvimleiðast af öllu snobbi. Gísli Sigurðsson. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.