Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1992, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1992, Blaðsíða 8
Magnús Ásgeirsson. Hugleiðing um þýðingar ljóða Á víð og dreif HOF OG GOÐAR Um upphaf goðorðaskipunar og goðatignar er margt óljóst... (íslandssaga: Ein- ar Laxness). Sá höfundur sem hefur saftiað saman þeim heimildum sem fyrir liggja um þessi efni er Jan de Vries í fomger- manskri trúarbragðasögu sinni, en þrátt fyrir skrif hans „er margt óljóst" í þessum efnum, Um hofín gegnir sama máli. Talið er að engin eiginleg hofrúst hafí enn fundist hér á landi, þótt ör- nefni um hof fíimist mjög víða og einn- ig um blótstaði, hörga, sbr. Hörgá, Hörgsdalur, Hörgshlíð (sbr. ísl. s. E.L.). Eitt atriði varðandi hof getur bent til ástæðunnar, að ekki hafí furtdist minjar um hof hér á landi, en það eru bréf og ráðleggingar Gregoríusar mikla til biskupa sinna, ekki síst þau sem snerta boðun kristninnar í norðan- og vestanverðri Evrópu. Kristniboð á þess- um slóðum stóð fram um árið 1000. Aðferðirnar urðu ýmist með báli og brandi eða tiltölulega friðsamlegar. í bréfum sínum hvetur þessi kristni- boðspáfí fyrst til þess að rífa niður hof og hörga en síðar telur hann hentara að fara fram með lempni og nota fyrr- um heiðna helgistaði sem kirkjur eða reisa kirkjur á fomhelgum stöðum. Hafí sá háttur verið hafður hér á landi eftir kristnitöku er ekki ólíklegt að ein- hveijar minjar um byggingar eldri en kirkjubyggingar kunhi að fínnast við nákvæma leit og þar gætu hofín leynst. Breytingar á aðferðum kristniboðunar í Evrópu frá dögum Gregoríusar I, (um 600) og fram um árið 1000 héldust lítt breyttar. Sá höfundur sem hefur lengi velt fyrir sér eðli og hugmyndum goðaveld; isins hér á landi er Einar Pálsson. í fyrirlestri sem hann hélt sl. sumar, fyall- ar hann um þá heimsmynd sem hann telur að geti útlistað þá óljósu þætti, sem enginn hefur fundið viðhlýtandi skýringu á um goðaveldið. í fyrirlestr- inum tengir Einar Pálsson stofnun Al- þingis 930 hugmyndum um norræn konungsdæmi og rekur kenningar sínar niður allar aldir til grunnhugmynda um frið og grósku. Það sem er athygli- svert við kenningar höfundarins er, að hann leitast við að fínna trúarlega stað- festu fyrir þeim forsendum sem leiddu til stofnunar Alþingis, með opnum huga, án þess að vera bundinn á nokkum hátt því módeli sem lengst hefur mótað hugmyndir íslenskra fræð- imanna um stofnun Aiþingis. Þessi leit Einars Pálssonar er Iofs- verð og í rannsóknum sínum og kunn- ugleika við samevrópskar og fomar goðfræðihugmyndir hefur hann komist að fjölmörgu, þótt það snerti ekki beint kenningakerfí hans. Hann vinnur sam- kvæmt aðferð bestu sagnfræðinga og leitar heimilda og finnur heimildir, sem hingað til hefur verið gengið framhjá. í þessum fyrirlestri sem er útgefínn með titlinum: Det gamle Alting pá Thingvellir, Mímir 1991, er mikill fróð- leikur saman komin og mjög snjallar útlistanir á ýmsum sögulegum megin- atburðum, sem hann sýnir í nýju Ijósi. Túlkun hans á samningsgerð íslend- inga við konung 1262-1264 er skýrð á þann hátt að spumingar vakna um hina hefðbundnu útlistun. Með hug- myndum sínum um upphaf goðaveldis- ins og gerð hér á landi í heiðni hefur Einar Pálsson velt burt þeim steini þrá- hyggju og einstrengingslegrar þijósku sem hefur líkst mörgu, legið á öllum skilningi og skynjun viðari söguskiln- ings. Það má endalaust fjalla um skoðanir Einars og sú umfjöllun þyrfti að heijast sem fyrst. Hvað sem menn vilja álíta um réttmæti þeirra hefur hann blásið lifandi lofti inn í heldur loftlítinn heim, með skarpskyggni og Igarki. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON egar ég var bam las ég stundum i tímaritum þýdd ljóð eftir hina og þessa. Bar þar Magnús Ás- geirsson hæst. Einhvem veginn fannst mér, að sá sem þýddi ljóð gæti eigi talist skáld eins og sá er frumorti. Það hlaut að vera mikið annað að yrkja ljóð, þegar hugsunin var fengin. Aðeins þurfti að raða saman nökkram orðum, þá var allt komið, þá var allt kiappað og klárt. Síðar las ég það i víðlesnu bamablaði, vísu úr Unga íslandi sem ég var áskrifandi að, að Magnúsi væri skipað á bekk með okkar fremstu skáldum. Þar'sagði hann, að sam- anburðurinn við stórskáldin, sem hann þýddi eftir og sig sjálfan hefði ýtt sér inn á þá braut að þýða verk þeirra á móður- mál sitt. Að vísu hóf Magnús Ásgeirsson skáldferil sinn með því að senda frá sér framort ljóðasafn: Síðkveld (1923). Þar voru þó nokkur þýdd ljóð. í nefndu tímariti, Unga íslandi, birtist þýðing Magnúsar á ljóði Gustafs Fröd- ings: Laugardagskvöld. Þá komst ég að raun um það, að þama mundi vera mikill ljóðsnillingur á ferð. Ljóðið, sem upphaf- lega er sænskt, var orðið svo íslenskt sem verða má. Nöfnin á fólkinu og á bæjunum voru svo kunnugleg. Jú, hér var mikið skáld, sem auðgaði íslenskar bókmenntir svo að um munaði. Magnús Ásgeirsson var góður málamaður, það fer ekki milli mála. Auðvitað hefur það auðveldað hon- um þýðingarstarfið, svo og rímleikni, en sjálfa skáldskapargáfuna fékk hann að sjálfsögðu í vöggugjöf. Hann var af borg- fírskum og húnvetnskum ættum, fæddur árið 1901 að Reykjum í Lundarreykjadal. Hann lagði lítt stund á háskólanám, en tók ungur að gefa sig að ritstörfum. Hann var bæjarbókavörður í Hafnarfirði mörg síðustu æviár sín. Hann andaðist í Reykja- vík sumarið 1955, aðeins tæplega 54 ára að aldri. Hefði honum enst aldur til átt- ræðs eða iengur, er enginn vafí á, að hann hefði auðgað íslenskar bókmenntir enn frekar með góðum þýðingum sínum. Fyrir um aldaríjórðungi tók ég til við að þýða smáljóð eftir danska skáldið Piet Hein (f. 1905). Ég hreifst mjög af hinum hnitmiðuðu smáljóðum þessa skálds, líkt og margir vítt um veröld. Ég gerði mér ljqpt, að mikill vandi væri þeim á höndum sem hygðist ætla sér að ná anda ljóða þessa skálds. En ég gerði tilraun ósmeyk- ur. Ég er ekki í neinum vafa um það, að glíman við þessar þýðingar muni hafa þroskað málkennd mína nokkuð. Því er nefnilega þannig varið með andann líkt og líkamann, að áreynslan gefur eitthvað jákvætt af sér. Mér fannst skemmtileg dægradvöl, ef ekki annað, að fást við þessi smáljóð hins danska skálds. Mér var ljóst, að ef vel til tækist, mundi ég auðga íslensk- ar bókmenntir í nokkram mæli með þessu þýðingarstarfí mínu. Og þegar ég hafði, að mér fannst, safnað nægilegu efni, leit- aði ég til útgefenda um útgáfu þessara þýddu ljóða. Alls staðar kom ég þar að læstum dyram. Enginn taldi sig geta grætt á slíku og þvílíku. Þá var ekki annað að gera en að gefa þessi ljóð út sjálfur. Ég leitaði til Sigmjóns Þorbergssonar í Letur hf. um að prenta þetta fyrir mig. Hann gerði það fljótt og vel. Eitthvað hef ég selt, en meirihlutann gefíð áritaðan vinum og vandamönnum. Ritið sendi ég í solu vítt um land. Síðan hef ég ekkert heyrt frá bóksölum varðandi söluna. Vera má, að þeir hafí selt eitthvað, en geymt upp- gjör. Ég læt það eiga sig. Mest er um vert, að verkið skuli hafa komist á prent áður en ég er allur. Skömmu eftir að Smáljóð komu út mætti ég á aðalfundi Félags dönskukenn- ara í Norræna húsinu. Hafði meðferðis slatta af þýðingum mínum, vegna þess að ég bjóst við að dönskukennarar, flestir væntanlega vel lærðir, mundu vilja eignast kverið, sem ég seldi á mjög hóflegu verði. En þar misreiknaði ég mig. Aðeins tveir kennarar keyptu kverið. Ég man hvað þeir heita en afhjúpa ekki nöfn þeirra hér. Varla trúi ég því, að þessi kennarar hafí keypt kverið vegna þess að þeir hafí kennt í bijóst um mig þarna, er þeir sáu hversu dræmar undirtektir þýðingar mínar hluta hjá félagssystkinum mínum. Ég hef verið dönskukennari lengi og komið við að kenna mörgum hina göfugu tungu Dana og stöðugt reynt að bæta við mig í þekkingu á þessum vettvangi- Ég bauð kverið kennslukonu einni, vel lærðri, líklega með háskólapróf gott í danskri tungu. Þá sagði hún dálítið, sem ég ekki gleymi, og varð raunar kveikjan að ritsmíð þessari, sem ég hefí gengið með í huganum lengi. Kennslukonan sagðist vilja lesa ljóð Piets Hein, án milligöngu þýðanda. Væntanlega hefur hún átt við það ég næði eigi anda framsömdu ljóð- anna. Ég vona það að minnsta kosti. Hafí hún hins vegar átt við það, að allar ljóða- þýðingar skuli skoða sem fölsun á fram- verki höfundar, líst mér ekki á blikuna. Auðvitað næst aldrei orðrétt á aðra tungu það sem í ljóði er tjáð; það er vonlaust mál. Ég segi fyrir mig, að gaman hef ég af að bera saman framort ljóð og þýðingu þess. Það gerði ég einnig, er ég birti fram- textann aftan við meginlesmálið. Mér fannst það sjálfsögð kurteisi við lesendur. Einn sem um ritið skrifaði í blöð skömmu eftir útkomu þess, lét í það skína, að kver- ið gæti vel komið til álita sem kennsluefni í dönsku. Ekki hef ég samt orðið var við viðbrögð í þá átt frá íslenskum dönsku- kennurum. Efast ég stórlega um, að Smá- ljóð sé að fínna í mörgum skólum, þar sem danska er kennd. Gerði þó ekki íjl að eitt eintak væri til á hveijum stað. Laun heims- ins era oft vanþakklæti. Og svo er ekki sama, hver maðurinn er. AUÐUNN BRAGISVEINSSON ÞORFINNUR SIGURGEIRSSON Óþekkti höfundur- inn í húmi gengur hægt hempuklæddur maður, í hógværð og hávaðaleysi hefur verkið unnið. Um aldir hann alþjóð gefur orðanna snilld og visku, sjálfur huldu höfði 'fer, hveiju skiptir nafnið? í kyrrðinni hann klappar klárnum sínum hvíta, honum nafn sitt hefur hvíslað lágt í eyra. Söngurinn Ómfomi ijallanna söngur á fannhvítum vindarvængjum. Berst hann blíður um bláa fírði og græna dali. Leikur undir á langspil lyngheiðagróður. í vitund hins vinnandi manns vex hann og færist í orð. í hjarta hins beinmjúka barns berst hinn aldni hljómur. Höfundur er myndlistarmaður, búsettur í Montréal í Kanada. PÁLMI ÖRN GUÐMUNDSSON Fyrirheit Ég sem er þín eina von eina von veraldar í vanda spenni bogann og sprengi allar brýr í þínu musteri geri þig mér undirgefna svo þú yfírgefír mig aldrei ogþú brennimerkir mig sól augnanna og ég leiði þér fyrir sjónir að dauðinn fyrir þetta líf sem þú gafst mér að skilnaði endur fyrir löngu mun sameina okkur tvær nýjar verur í einum óendanlegum heimi. Höfundur er Ijóðskáld í Reykjavík. Síð- asta Ijóðabók hans, Vatnið er blautt, kom út 1991. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.