Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1992, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1992, Blaðsíða 6
A iRIKill ITIEIKIIT U R Menntaskóli eftir Högnu og félaga Fjölbrautaskóli í Bondoufle, Évry, Frakklandi. Högna Sigurðardóttir, arkitekt í París, hefur enn einu sinni vakið athygli fyrir nýja byggingu sem hún hefur teiknað ásamt arkitektunum Andre Crespel, Jean Pierre Humbraire og Bernard Ropa. Samkeppnin fór fram 1987 og húsið var byggt í þremur áföngum 1989-1991. Stærðþesser 7.000 fermetrar. Það sem einkennir arkitekt- úr menntaskólans í Bondoufle er viss við- kvæmni brydduð dálítilli hörku; hrífandi ljóðræna sem ekki verður í orðum lýst. Höfundar bygging- arinnar hafa unnið við- fangsefnið í samræmi við ákveðnar uppeldis- og fræðslukröfur, hafa sett hugmyndirnar í þjónustu agans og viljað undirstrika mikil- vægi skólans í þessu eyðilega umhverfi. Bæjarstjórn Bondoufle sem er útbær hinn- ar nýju borgar, Évry, kaus að koma skólanum fyrir langt utan við öll íbúðarhverfi og sjálfan miðbæinn. Skólinn skyldi byggjast á stórri sléttu í nýju óskipulögðu iðnaðarhverfi, stutt frá íþróttahúsi og formlausum byggingum sem stóðu þar á stangli. í þessu auðnarlega landslagi, þár sem hi- minninn og víðáttan faðmast rís nú mennta- skólinn, svipsterkur og tilkomumikill. Hann breíðir úr sér og leggur landið undir sig í gagnsæi sínu og með gráum sterklegum veggjum. Hann storkar þessu formlausa umhverfi. Högna Sigurðardóttir, André Crespel og Jean Pierre Humbaire unnu þetta verkefni í samkeppni sem var efnt til árið 1987 af M.I.Q.C.P. (Nefnd sameinaðra ráðuneyta, sem er sett til þess að hafa eftirlit með gæð- um opinberra bygginga), en þau hafa öll langa reynslu að baki í hönnun skólabygginga og hafa alltaf lagt sérstaka áherslu á mannlega þætti bygginganna, þemu sem eru þeim mjög kær; opin hús, tengsl við umhverfi og bæ og mannleg samskipti jafnt utan húss sem innan. Þessi nútímalegi (móderni) byggingarstíll þeirra sem hafnar öllum tískufyrirbærum, þar sem sýndarmennskan kemur oft fram á kostn- Menntaskólinn í Bondoufle. Boglínur á nokkrum stöð- um eru látnar brjóta upþ formin svo sem hér sést. tH MT ' .m W i' jHB .^^•JW^ÍMBWJPL, || Allt hreint og klárt - en dálítið kalt. Forsalur í skólanum. að raunverulegra gæða, er mjög persónuleg- ur. Ungur arkitekt, Bernard Ropa, bættist í hópinn skömmu eftir keppnina, en hann vann áður með Dominique Perrault, arkitekt nýju Bókhlöðunnar. Bernard Ropa hefur eflaust átt sinn þátt í því að efla ýmsa nútímadrætti sem undirstrika þá fágun, og gæði sem ein- kennir allan hópinn. „Ýmsir þættir prógrammsins voru uppörv- andi og höfðu ákvarðandi áhrif á arkitektúr skólabyggingarinnar," segir Högna Sigurðar- dóttir. „Þetta prógramm'var unnið af Q.E. (Quaternaire Education) og þar komu fram hugmyndir um mannleg og hugmyndafræði- leg samskipti, svipaðar þeim sem við höfum ávallt tileinkað okkur. Það voru þessar hug- myndir sem lágu til grundvallar skipulagi byggingarinnar. Við reyndum að hanna gagnsæja byggingu þar sem áhersla var lögð á rýmistengsl (sjónræn og formræn) og sam- eiginlega staði. Við reyndum að bjóða upp á margþætta notkunarmöguleika, fjölbreytt rými og tengsl á milli þess sem er innan húss og utan. Okkur leist mjög illa á bygging- arlóðina í fyrstu og áttum erfítt með sjá hvern- ig við gætum tengt skólann við þetta iðnaðar- hverfí. En við sáum fljótlega að skólanum var ætlað það hlutverk að byggja svæðið upp, verða kjarni í þessu umkomulausa um- / heildina er alveg unnið eftir nótum módernismans og „engar tízkusveiflur" eins og segir í greininni. Með ýmisskonar frávikum frá módernisma liðinna áratuga, er komið í veg fyrir tilbreytíngarleysi, of kaldranalegan svip og hörku, sem ella hefði orðið. hverfí og tákn opinberrar stofnunar. Þess vegna urðum við að helga skólanum staðinn, undirstrika tilveru hans, en um leið gæða hann ákveðinni hreyfingu; léttleika. Hann átti að vera- ögrandi í umhverfi sínu, opinn og gagnsær, þannig að innri hlutinn sæist að utan og svo öfugt. Einnig vildum við að byggingin væri augljós, auðskilin og auðveld yfírferðar." í þessari útskýringu koma vel fram eigin- leikar byggingarinnar, bæði skipulag og efni- sval. Byggingin er löng og lág; tvær hæðir 7,20 m nema anddyrið sem rís aðeins hærra, 9 m, og kemur birtan þar ofan frá. Inn af and- dyrinu gengur langur bjartur salur, kaffí- stofa, sem opnast út á skólalóðina. Þéttar og sterklegar úthliðar skólans minna á varnar- garð og eru í algjörri andstöðu við hliðarnar sem snúa inn, þar sem skiptast á póleruð steypa og fágað gler. Skólagarðsmegin eru þrjú bogadregin form, öll eins, sem þó virð- ast ólík þar sem þau sjást aldrei öll frá sama sjónarhorninu. Á öðrum stað er eins og útveg- girnir séu aðskildir frá sjálfri byggingunni eins og væru þeir sviðstjöld í leikhúsi. Stiga- veggur sem er eins og þríhyrningur í laginu virðist vera án uppistöðu, laus og léttur. Bóka og fjölmiðlasafnið liggur jafnhliða langhlið- inni og myndast fjarvíddarmynd þegar horft er þar inn á milli. Kennaraíbúðirnar eru í tveggja hæða raðhúsi örskammt frá skóla- byggingunni. Síðasti áfangi skólans er í byggingu, en þar skiptast á skólastofur og langir grasgarð- ar þar sem stálvírar strengdir í þakhæð munu seinna meir klæðast vafningsjurtum og mynda laufskála. Það er einnig gert ráð fyrir því að grindverkið sem á að ná umhverfis skólann verði uppistaða fyrir ýmsar tegundir vafningsjurta. Við inngang skólans er stórt opið torg, upplýst á kvöldin, þar sem steyptar plötur mynda bekki og ker fyrir trjágróður. Stein- steypan er ýmist látin vera hrá eða fínslípuð. Súlur og bitar eru steyptir á staðnum og útveggir eru að mestu forsteyptir, vel unnir, án þess að vera of fágaðir. Litir finnast várla og litlaust glerið þjónar algjörlega gagnsæi byggingarinnar. Að innan er allt hvítmálað og er augsýnilegt á öllu að nemendurnir bera mikla virðingu fyrir skólanum. Snarað úr frönsku, L.H. Grein birt í arkitektaritinu Techniques et Architecture, júní-júlí 1991. Höfundur Marie Christine Laurier. n

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.