Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1992, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1992, Blaðsíða 3
ÞORLÁKUR ÞÓRARINSSON F N I I-EgPáHT @[ö] H H ® [iíl íl E H [1E [H1] ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Danslilja Forsíðan Lífsskoðun- arvandi samtímans og kristin kirkja, heitir grein eftir Pál Skúlason, prófessor. Hann telur að kirkjan verði að sinna þríþættu starfi: Menningarhlutverki, rök- ræðuhlutverki og dulúðarhlutverki. Honum sýnist vandi kirkjunnar felast í því að þetta takist ekki, heldur sé kirkjan einvörðungu orðin menningar- stofnun. Myndin er birt í tilefni sýningar í Listasafni ís- lands á grafík í eigu safnsins eftir Edvard Munch. Sumar þessara mynda þrykkti Munch í lit á sinn sérstæða hátt, sem Þorgeir Ólafsson segir lítillega frá í blaðinu og dæmi þar um er myndin á forsíð- unni, sem heitir „Á ströndinni". En þar að auki þrykkti Munch oft í svörtu og stundum sömu myndefnin sem hann hafði málað. Við í lund, lund fögrum, eina stund sátum síð sáðtíð, sól rann um hlíð; hlé var hlýtt þar; háar og bláar, ljósar og grænar liljurnar vænar í laufguðum skans þar báru sinn krans, sem 'brúðir með glans búnar í dans; doppum dikandi, blöðum blikandi blómstur ilmandi við lyktuðum lands; heyrðum söng, list löng lék um kvistu fijóa, við urtastöng andföng útpiplaði lóa með spóa munn-mjóa; kænt við hann kjóa kváðu gaukar móa; sungu runnar, bungur, brunnar; blakaði vöngum sunna við sjóa með unnar ið fróa; fagurt var um flóa, formenn voru að róa, hvít blankaði hafs brúna, heið krúna lands-túna, logn dúna; liljum þeim er glóa nam gróa samþróa; kvikur són lék um lón, líkur þótti samtón við symfón og sönghörpu-nið um frón. Gjóði Þundar góð-hróðug undi glóða sunda rjóð slóð í lundi, hróðurs punda hljóð dundi, hlóðu blunda Ijóð sprundi, íjóður stundi, móð mundi myndað yndi fljóð. Sverrir Haraldsson er lítillega til umræðu í tilefni sjón- varpsþáttar um þennan merka myndlistarmann, sem þótti vera undrabam í æsku. Hér er reynt að gera það sem sleppt var í sjónvarpsþættinum: Að meta í hveiju styrkur Sverris iiggur. Fleira er til umræðu í þessu myndlistarspjalli, verðlauna- verkið í Ráðhúsið til dæmis. Þorlákur Þórarinsson (1711-1773) var fæddur á Látrum á Látra- strönd. Stúdent frá Hólum 1731. Prestur í Möðruvallaklausturspresta- » kalli frá 1745 til æviloka. Ljóðmæli hans komu út 1775, 1780, 1836 og síðast aukin útgáfa 1858. 'ér eru í unglings minni bækur eftir sænska landkönnuðinn Sven Hedin (1865-1952), þar sem hann lýsti löndum og fólki í Mið-Asíu, handa við þáverandi Rússland. Sú veröld sem Hedin sagði frá, var óralangt úti í mistri fjarlægðarinnar; þar gnæfðu snækrýndir tindar Pamír-fjallgarðsins yfir steppur og hirðingjamir lifðu hamingjusömu lífi eins og þeir höfðu gert um aldir. Þarna vora borgir með framandlegum nöfnum: Tashkent, Bukhara, Samarkand og Dus- hanbe. í hverri borg var basarinn miðpunkt- ur mannlífsins; ein iðandi kös, þar sem hægt var að kaupa allskonar góss, sem hvergi var til annarsstaðar í veröldinni. Fyrir óralöngu voru þessi lönd miklu nær miðju heimsviðburðanna, ef hægt er að tala um slíkt á 4. öld, þegar Húnar komu þeys- andi á herför sinni vestur á bóginn. Sú saga var endurtekin löngu síðar á Sturlungaöld, þegar Djengis Khan og hans menn riðu vestur á bóginn og fóm mikinn. Menn þykj- ast samt hafa fyrir satt, að þessir mon- gólsku reiðmenn hafi ekki orðið fyrstir til að temja hestinn, heldur hafi það gerst í löndum Mið-Asíu. Einkum þóttu Kirgísar snjallir hestamenn. Sífellt voru herskáir reiðmenn að þeysa af þessum gresjum yfir önnur lönd; Alanar, Sarmatar, Eftalítar og Kúmanar - fyrir utan fyrrnefnda Mongóla. Þegar Sven Hedin var þar á ferðinni, voru menn steppunnar löngu hættir að þeysa til nálægra landa með boga sína og örvar. Svo liðu margir áratugir með byltingu, heimsstyijöld og langvinnu, köldu stríði og einhver fyrrverandi lönd í Mið-Asíu voru fyrir löngu gleymd og grafin. Þau voru bara hluti af ofurveldinu, Sovétríkjunum. Það var eins og fennt hefði yfir þessi lönd; þó var fólk undir fönninni að braska við að lifa og framkvæma fimmára-áætlanir á veg- um miðstýringarinnar í Moskvu. Það orð fór NÝ LÖND UNDAN FÖNNINNI af þessum þjóðum, að þær væru þægar og hlíðnar við Moskvuvaldið; lítið var þar um andóf og því höfðu þessar þjóðir minna af Gúlaginu að segja en ýmsar aðrar. Með hruni Sovétríkjanna er sem þessi fimm lönd með samtals 57 milljónir manna komi undan fönninni: Kazakstan, Kírgisía, Usbekistan, Túrkmenistan og Tadsíkistan. Þau virðast vera ámóta víðáttumikil og öll Vestur-Evrópa, en eiga fátæktina sameigin- lega, svo og það að vera illiiega vanbúin þess að standa á eigin fótum. Þessvegna eru ýmsir gírugir nágrannar farnir að spá í þennan fjölmenna markað, sem gæti orðið kræsilegur í framtíðinni. En baráttan stendur ekki aðeins um hugs- anlegan gróða af verzlun og viðskiptum, heldur einnig og ekki síður um sálirnar. íslam hefur lengi verið útbreidd trú á þessu svæði, en eftir 70 ára boðun kommúnista á trúleysi, hefur iðkunin minnkað eða horfið. Ekki þykir það lofa sérlega góðu, að íranir sækja fast að útbreiða þar sína herskáu útfærslu af íslam, sem kennd er við Shita. Þeir eru komnir með sendiráð á undan öðr- um og standa í kapphlaupi við Saudi- Araba, sem hafa nú þegar mokað á svæðið milljarði bandaríkjadala til að auka áhrif sín. Auk þess hafa þeir splæst 7 milljónum dala til þess að útbreiða trúna, eftir því sem blöð eins og Newsweek og Spiegel segja. Árangurinn af þessum fjáraustri birtist í því til dæmis, að í Tadsíkistan voru 18 moskur fyrir tveimur árum, en núna eru þær 2500. Kóraninn kemur „á færiböndum" inn í þessi lönd, segja þeir sem til þekkja. Að sögn blaða næst mun meiri árangur í þessu trúboði til sveita en meðal borgar- fólks. Enn sem komið er telja kunnugir, að fólk í Mið-Asíulöndunum sé ekki ginkeypt fyrir herskárri múhameðstrú, en muni held- ur taka við Sunní-afbrigðinu frá nágrönnum sínum og frændum í Tyrklandi. Þar er ekk- ert klerkaveldi og Sunní telst samræman- legt lýðræði og markaðsbúskap. Af þessum ástæðum horfa margir austur þar vonaraug- um á tyrkneska fordæmið. Tyrkir, sem hafa stundum þótt í fremur litlu áliti í samfélagi þjóðanna, njóta þess nú að þarna eru þó einhverjir sem líta upp til þeirra. Hitt er verra, að Tyrkir þykja ekki hafa nægilegar forsendur til að leiða þessar þjóðir í átt til framfara og njóta heldur ekki nægilegs stuðnings Vesturlandaþjóða til þess. Þarna er margt í að horfa. Það er til að mynda á hreinu, að Miðasíulöndin virðast fráhverf rússneska stafrófinu, sern þau hafa þó búið við. En hvað á að koma í staðinn? Til þess að geirnegla áhrif sín og íslams, sækir íran og arabíski heimurinn fast, að þeirra letur verði tekið upp. Aftur á móti er latneska letrið notað í Tyrklandi og það kann að vega þungt, að 50 milljónir manna í þessum löndum eru af tyrknesku bergi og tungumál Tyrkja og Miðasíu þjóðanna eru álíka skyld og danska og sænska. En sjónir manna í þessum nýfijálsu lönd- um beinast líka í austurveg og í því sam- bandi er talað um iðnaðinn í Suður-Kóreu, Japan og á Taivan seni verðugar fyrirmynd- ir. En hvaðan sem vítamínspsrautan kemur, er talið víst að henni yrði að fylgja urmuli af erlendum sérfræðingum. Meinið er, að menn af rússnesku þjóðerni hafa bæði skip- að hina ráðandi stétt, nómenklatúruna, og eins hitt, að þeir hafa rekið hvaðeina frá aflstöðvum til heilsugæzlu. Nú er sagt að Rússarnir séu að flýja heim til Rússlands og ef sá atgervisflótti heldur áfram, verður neyðarástand í tæknilegum efnum í Miðasíu- löndunum. Þau eru líka talin vera misjafn- lega vel á veg komin. Tadsíkistan er til að mynda ennþá stjórnað af kommúnistum frá Brésnev-tímanum og menn eru þar hallir undir írani. Kirgieía er aftur á móti lengst komin í markaðsbúskap og lýðræði. Miklu aftar á merinni er Túrkmenistan; strjálbýlt land eyðimarka norðan við íran og austan við KaSpíahafið. Úsbekar, norðar á þessu svæði og nær Rússlandi, eru fjölmennastir, 19,8 milljónir. Samt er land þeirra aðeins brot af Kazakstan, sem er 27 sinnum stærra en ísland. Bæði þar og í Kirgisíu hefur átt sér stað eitt skelfilegasta umhverfisslys í veröldinni, þegar breytt var farvegi fljöta, sem féllu í Aralvatnið. Um það birtist ítarleg grein í Lesbók fyrir tveimur árum. Afleiðingin varð sú að vatnið þornaði upp að stórum hluta og saltið á vatnsbotninum þornar og rýkur eins og jökulleir, þegar hreyfir vind. Landflæmi í kring eru gersamlega ónýt og áveitulandið, sem fljótunum var veitt á er ónýtt líka, því ofgnótt vatns skolaði smám saman seltunni í jarðveginum uppá yfirborð- ið. Ferðamenn hafa verið sjaldséðir fuglar í Miðasíulöndunum, þó á þvi kunni nú að verða breyting. Stundum er reyndar sagt, að allsstaðar séu íslendingar og ekki er það fjarri lagi. í því sambandi er ástæða til að minna á ævintýralega ferðafrásögn Ólafs Halldórssonar, sjómanns, sem fór til að sjá Kazakstan með eigin augum og segir frá þeirri lífsreynslu hér í Lesbók. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. FEBRÚAR 1992 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.