Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1992, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1992, Blaðsíða 6
„hinu vil ég ekki neita að mér finnst ævinlega vera frjálsari blær í kirkjubyggingunni þegar ég sé prest hvergi nærri, þar megi þá hugsanlega ganga beint og milJiliðalaust til fundar við heilagan anda. stadda hvort sem illa er komið fyrir fólki í veraldlegu, andlegu eða siðferðilegu tilliti. Hér á presturinn að bera endurskin dýrðar Guðs inn í kalt myrkrið sem svo oft leggst yfir mannlífið og býr stundum um sig í hjarta okkar. Hér skarast menningarhlutverk kirkjunn- ar við það sem ég hef leyft mér að kalla dulúðarhlutverk hennar. Eg fínn til þess að ég er ekki á heimavelli þegar mál sem falla undir þetta hlutverk kirkjunnar ber á góma. Ég er ekki og hef aldrei verið virkur þátttak- andi í hinni kristnu dulúð, en ég skil hana hlýjum röklegum skilningi, ef ég má orða það svo. Kjarni hennar, að mínu viti, er að hið andlega samneyti og andlega reynsla sem hún gefur kost á, eins konar frelsun manneskjunnar úr viðjum vonleysis, ein- manaleika og tómleika. Kannski dulúðin sé áhrifamesta leið mannsins til að sigrast á þeim óskaplegu leiðindum sem stundum heltaka hugann. Um þetta skal ég ekki dæma, en um hitt er ég sannfærður að blása þurfi nýju lífi í kristna dulúð, eigi kristin- dómur ekki endanlega að líða undir lok, enda var líf Krists allt undir merkjum dulúð- ar. Vegferð kristinna manna gegnum Iífíð á að vera undir merkjum sömu dulúðar. Nú voga ég mér ekki að hafa fleiri orð um þetta efni, en vil þó minna á að eitt höfuð- stef hinnar kristnu dulúðar er andlegur þroski þar sem manneskjunni lærist smám saman, ef guð lofar, að þiggja „gjafir guðs“. Hvernig á presturinn að rækja dulúðar- hlutverk kirkjunnar? Hefðbundnar kirkju- legar athafnir tengjast að sjálfsögðu hinni kristnu dulúð, ekki síst altarisgangan. Mestu skipta þó andrúmsloftið og stemmningin, hugljómunin, kraftbirtingin, sem eru í reynd hin ytri merki dulúðarinnar. Á presturinn nauðsynlega að vera sá sem gerir fólki kleift að njóta hinnar kristnu dulúðar? Ég tel ekki rétt að gera þá kröfu til hans, enda gerir íslensk alþýða það ekki og hefur aldr- ei gert. í rauninni er það ævinlega söfnuður- inn sem skapar dulúðina eða réttara sagt gerir hana mögulega. Hér virkar presturinn eingöngu sem verkfæri safnaðarins, en með söfnuði á ég við afmarkað samfélag hinna kristnu trúuðu manna og kvenna, ekki fólk- ið sem kemur til að hlýða á prestinn. Hér þarf kirkjan að huga að því hvernig eiginlegir kristnir söfnuðir eiga að geta myndast; ég á við hópmyndun sem ræðst af sameiginlegum áhuga fólks á því að rækta trú sína, en ekki þá föstu hópa sem þegar eru mótaðir. VIII Þó að íslenskur almenningur hafi aldrei gert þá kröfu til prestsins að hann sé dulúð- armeistari, gegnir öðru máli þegar kemur að prestinum sem prédikara. Presturinn á helst að vera, ekki aðeins frambærilegur prédikari, heldur líka kennivald sem flytur mál sitt með áhrifamiklum hætti og knýr fólk til að leggja við hlustirnar. Enda hefur kirkjan eignast margan góðan kennimann- inn sem uppfrætt hefur alþýðuna, stundum sagt fólki til syndanna og ævinlega brýnt fyrir því ábyrgð þess og skyldur í lífinu. Því má með sanni segja að kirkjunnar menn, prestarnir, hafi alla tíð lagt rækt við uppfræðsluhlutverk kirkjunnar sem mér hefur verið tíðrætt um í þessu erindi. Rök- ræðan hefur samt ekki verið hin sterka hlið prestanna og raunar má segja hið sama um íslenska kennara og íslenska menntamenn yfirleitt. Mælskan-hefur verið þeirra vopn, en ekki rökvísin. Sannleikurinn er sá að rökræðan er erfið og vandasöm list sem enginn kann til hlítar og engin þjóð hefur lagt sérstaka stund á síðan grískir fræðimenn hófu hana til vegs og virðingar í Aþenu forðum. Rökræðan er andstæða kappræðunnar. Hún sprettur af viðleitni manna til að komast í sameiningu að sannleikanum með því að deila hugsunum sínum og skoðunum í samræðu, þar sem tillit er tekið til skynsamlegra röksemda. Stundum reyna menn að renna stoðum undir rangar, ljótar og illar hugsanir eða skoðanir. Og ef rökræðan kemur ekki til sögunnar, eru miklar líkur á að menn sitji uppi með hinar vondu hugsanir og telji þær jafnvel sannar eða fagrar. Þar með er auð- vitað ekki sagt að rökræðan tryggi að fólk hugsi eingögnu réttar, fagrar og góðar hugsanir! En hún er allavega trygging fyrir viðleitninni til þess. Ofsatrúarmenn, sem skeyta ekki um neitt nema Sannleikann og kæra sig kollótta um hversdagsleg smásannindi, hafa aldrei hrif- ist af rökræðu. í hugum þeirra er hún heimskulegt ef ekki hrokafullt tiltæki fáráðl- inga til að hugsa veröldina út frá sínum forsendum í stað þess að snúa sér beint til hins algóða og almáttuga guðs og byggja allt á yfirskilvitlegum forsendum hans. Éf einhver snefill af sannindum býr í þeirri kristnu kenningu að mannskepnan sé sköp- uð í mynd guðs, þá virðist mér ljóst að fijáls hugsun og sköpunarmáttur séu höfuðkenni- mörk þeirrar myndar. Rökræðan er merki- legasta holdgerving fijálsrar hugsunar, og sönn sköpun mannsins felst öll í því hvem- ig hann birtir hugsanir sínar í vitrænu verki og skynsamlegum athöfnum. Þess vegna er tómt mál að tala um kirkjuna sem hús guðs á jörðinni nema þar hljómi af fullum krafti skapandi rödd rökvísrar hugsunar sem beygir sig fyrir lögmálum almættisins og leitast við að uppgötva þau. Þess vegna mun kristin kirkja leysa lífsskoðunarvanda samtímans með því að verða griðastaður þeirra sem vilja rækta trú sína eða þroska hugann í andlegum félagsskap þar sem fólk sameinast í lotningu frammi fyrir tilverunni. Megi kristin kirkja dafna og þjóna lífinu og skapara þess um langan aldur. Útdráttur úr fyrirlestri á Prestastefnu árið 1991. Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskóla fslands. Munch nýtti sér möguleika í grafík til hins ýtrasta Edvard Munch var ekki einungis frábær málari heldur var hann einnig einn fremsti grafíklista- maður allra tíma. Um þessa helgi verður opn- uð sýning á grafíkmyndum hans í eigu Lista- safns íslands. Listasafn íslands fékk grafíkmyndir eftir Munch að gjöf frá norskum velunnara og nú er haldin á þeim sýning. Af því tilefni er hér stutt samantekt um þann þátt, sem grafíkin var í listferli Munchs. Árið 1947 komu til landsins 14 gráfík- myndir eftir Edvar Munch og þær voru gjöf frá ónafngreindum íslandsvini, sem lét þess getið að þetta væri „morgungjöf“ til hins unga íslenska lýðveldis. Nafn þess manns var kunngjört síðar og kom þá í ljós að hann var Christian Gierlöff, norskur útgefandi og rithöfundur. Hann var náinn vinur Edvards Munchs og hafði rætt þessa gjöf við hann, en stríðið kom í veg fyrir að Munch sjálfur gæti átt hlut að máli og hann lést síðan í stríðslok, nánar tiltekið þann 23. janúar 1944, rúmlega áttatíu ára gamall. Gierlöff bætti síðar við enn einni grafíkmynd eftir Munch og er þetta ein verðmætasta og höfðinglegasta gjöf sem Listasafnið hefur í vörslu sinni frá erlend- um aðila. Árið 1951 bættust við þijár graf- íkmyndir eftir Munch í safnið þegar norski útgerðarmaðurinn og þáverandi stjómar- formaður Listiðnaðarsafnsins í Ósló, Ragn- ar Motzau, gaf Listasafninu 51 svartlista- mynd eftir norska listamenn og þar voru þessar fyrrgreindar þijár myndir Munchs. Edvard Munch var mjög bráðþroska listamaður og sem dæmi má nefna að eina frægastu mynd sína „Veika bamið“ málaði hann 22ja ára gamall og þegar myndin var sýnd í fyrsta sinn ári síðar (1886) olli hún harðari deilum en flestir listamenn geta látið sig dreyma um. Þetta var ekkert eins- dæmi því sýningu hans í Berlín 1892 var Veika stúlkan, 1894. Þetta myndefni málaði Munch margsinnis og eftir þessu eins og öðrum helztu verkum sínum, vann hann síðan grafíkmyndir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.