Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1992, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1992, Blaðsíða 9
Mynd: Arni Elfar Eftir að hafa keypt merarmysu af hirðingja við brautarstöðina, sneri ég aftur til lestarinnar - en viti menn: Hún brunaði af stað og eftir stóð ég. Ævintýri á stepp- unni í Kazakhstan sumar fórum við konan mín annað sumarið í röð í ferðalag til Sovétríkjanna. Þar sem við höfðum sumarið áður farið um helstu ferðamannastaði Rússlands og Úkraínu langaði okkur til að prófa eitthvað nýtt, fara eitthvert úr leið ferðamanna og Hvernig litist ykkur á það, góðir lesendur, að labba út úr járnbrautar- lest til að fá sér mysu á fáfarinni brautarstöð á steppunni miðri — og sjá síðan lestina fara og standa einn eftir í landi þar sem úlfahópar fara um að næturþeli og éta allt kvikt. Eftir ÓLAF HALLDÓRSSON skoða ókunn lönd. Fyrir valinu varð lýðveld- ið Kazakhstan. Að hætti siðaðra ferðalanga vildum við byija á að finna eitthvert lestrar- efni um ákvörðunarstaðinn. Það reyndist þó hægara sagt en gert. Okkur tókst samt að komast að því að Kazakhstan var hér áður fyrr heimsveldi út af fyrir sig, stofnað að sjálfum sonarsonarsyni Gengis Khans, og enn í dag er sú ætt við völdin þrátt fyrir allt vafstur og brambolt með landa- mæri og isma. Forseti lýðveldisins, Nazar Bæjum, er í beinan karllegg kominn af Gengis gamla og stoltur af. Síðan Mongólar settust að á steppum Kazakhstans hafa ýmsir farið þar um með hervaldi, svo sem arabar, íranir og nú síð- ast Rússar. Hinum stoltu sonum steppunn- ar hefur samt á undraverðan hátt tekist að halda einkennum sínum og þó nokkru sjálfstæði. Þeir reika enn í dag um steppurn- ar með hyski sitt og hafurtask, oftar en ekki gyrtir löngum rýtingum með riffil við öxl. Eða búa í fornum borgum við Silkiveg- inn og stunda viðskipti. Þeir eru reyndar þrátt fyrir vopnaburðinn taldir með friðsö- mustu þegnum Sovétríkjanna. Flestir eru Kazakhstanir múslimir en austast í steppunni eru þó nokkrir búddatrú- armenn. Við komumst líka að því að í Kaz- akhstan er mikið af „lokuðum svæðum“ og væru reyndar erlendir ferðamenn ekkert velkomnir þangað yfir höfuð. Það varð líka raunin, engin lifandi leið reyndist að fá vegabréfsáritun nema með afarkostum; að við flygjum með Aeroflot, kæmum ekki víðar við en í 1-2 borgum, þar sem við værum skráð í bak og fyrir til öryggis og eftirlits. Ekki fannst okkur það freistandi ferða- máti og ákváðum að skella okkur prívat og persónulega í næstu lest „Moskva- Frúnse“ (syðst í Kazakhstan). Við höfðum áður farið styttri ferðir innan USSR og afsakað lélega rússnesku okkar með því að segja Eistland í staðinn fyrir ísland, munurinn er svo lítill að það er næstum engin lygi. Það hefur líka alltaf gengið og samferðafólk okkar haldið að við værum þjóðernissinnaðir Eistlendingar. ÆVINTÝRALESTIN Nú, lestin Moskva-Frúnse, aðra eins ævintýralest hafði hvorki ég né frúin barið augum, Eldforn, ægilöng með munstruðum röndum í gulu, rauðu og grænu. Farþegarn- ir voru kynleg blanda af Rússum (extra feitlögnum og sólbörðum), afkomendum Prússa sem fluttir voru þjóðflutningi til Kazakhstan á Stalíntímanum (þeir voru öllu grannvaxnari), skáeygðum Sovétmönn- um og síðan lítið eitt af hreinum Mongólum (hirðingjum að koma úr kaupstaðarferð). Svo var haldið af stað. Fyrsti dagurinn rann tíðindalítið eftir teinunum um búsældarlegar sveitir Rúss- lands, yfir Volgu um Rasjan, Órienburg og fleiri fræg rússnesk krummaskuð sem Vest- urlandabúar heyra þó fátt af. - Daginn eftir birtist steppan mikla, sem kallast reyndar á þessum slóðum „steppan hungr- aða“ og er okkur vestanmönnum á að líta nánast sem eyðimörk. Var þar lítið um byggð ból. Þó voru gerð þann daginn nokk- ur stutt stopp í smábæjum, sem flestir virt- ust byggðir kringum fosfórverksmiðjur og önnur efnaver. Nú fór að leggja fyrir vit manns annarlega lykt, lyktina af Asíu. Það er einhvers konar sambland af sterkum dýrafnyk og heitri jurtalykt. Þá nóttina sáum við út um lestar- gluggann eldingar miklar á heiðskírum himninum. Ekki fylgdu þeim neinar þrumur eða önnur hljóð og þótti okkur þetta allt æði undarlegt. „PÚKKA, PÚKKA!“ Að morgni þriðja dags ferðarinnar rumskuðum við við það að kona nokkur af ætt Gengis Khans vatt sér inn í klefann, hlammaði sér í koju frúarinnar með orðun- um „púkka, púkka", æði hvellmælt. Við vöknuðum við ósköpin og „púkka“ reyndist vera ull af kameldýrum þarlendum, sem kella fór að pranga inn á konu mína. Var það hið mesta gaman á að horfa. Fóru mnnig leikar eftir mikið handapat og prútt á báða bóga (þær töluðu álíka lítið í rúss- nesku) að keyptar voru tvær hespur af úlf- aldaull, ein svört og hin hvít, á 7 rúblur. Ekki hafði kella fyrr yfirgefið klefann en aftur er bankað, inn vindur sér önnur hvell- mælt af sama kyni og upphófust nú aftur sömu lætin. Sú seldi okkur tvö pör af sokk- um úr úlfaldaull ásamt þrem fiskum, söltuð- um og sólþurrkuðum; hinu mesta lostæti. Fleiri kvendi birtust í klefanum en vöruúr- valið var alltaf það sama, ull og fiskur, og keyptum við ekki fleira þann daginn. Við fregnuðum af klefafélaga okkar að þessi háttur sölukvennanna stafaði af skorti á viðskiptavinum þar á steppunni þar sem hundruð kílómetra eru á milli bæja og kauptúna. tákn á lofti En að kvöldi þessa þriðja dags varð óhappið. Lestin hafði stoppað í miðri auðn- inni til að taka vatn. Frúin var komin með háttinn og ég brá mér út að fá mér ferskt loft. Verður þar á vegi mínum hirðingi nokkur og hafði sá til sölu merarmysu, sem er vinsæll drykkur austur þar. Tökum við nú tal saman og gerum kaup. Ég sný síðan til baka að lestinni, en viti menn: Lestin er komin á fulla ferð, án minnstu viðvörun- ar! Ég hljóp mig móðan á eftir henni, meira fyrir siðasakir því allt kom fyrir ekki. Ég stóð þama einn eftir á miðri steppunni með tunglið og stjörnurnar glottandi yfír mér. Eg gekk nú spöl eftir Iestarteinunum en gafst fljótt upp á því, settist undir þyrnir- unna og harmaði örlög mín. Upphófst nú sama ljósadýrðin á himninum og nóttina áður og var á stundum sem ég væri stadd- ur í nýtísku diskóteki í New York eða Berl- ín. Mér varð hreint ekki um sel, hélt á köflum þarna um nóttina að mín síðasta stund væri upp mnnin. Kom ekki blundur á brá fyrr en undir morgun og ég féll í eins konar „kóma“. Ég vaknaði við að sólin var hátt á lofti og hitinn brennandi. Steppan teygir úr sér á alla kanta með sólbrunnu melgresi og þyrnirunnum. Litlar eðlur og risastórar köngulær skjótast undan steini við hvert fótmál og veröldin er öll hin annarlegasta. Ég fann fljótlega veg sem lá nokkuð sams- íða lestarteinunum og gekk eftir honum. Ég hugsaði mér að freista þess að komast á puttanum til Djambúl þar sem við konan mín höfðum áformað að dvelja nokkra daga. Ekki var hún fjölfarin gatan þessi. Þegar ég hafði gengið lengi dags kom þar samt rauð Lada. Bílstjórinn var æði sólbarinn og bláeygur Rússi og ég spurði hann á minni lélegu rússnesku: „Vi gorod?“ (til borgarinnar?). Hann horfði á mig undrun- ar- næstum skelfíngaraugum og svaraði: „Túda né nada gorod“ (í þessa átt er eng- in borg) og svo var hann þotinn. Nazar Vörubílstjóri Nú hætti mínum alveg að lítast á blik- una, hitinn var ógurlegur, u.þ.b. 50 í skugga, sem hvergi var að fínna. Merar- mysuna hafði ég drukkið í morgunmat. Það var farið að halla af degi þegar næsta bif- reið keyrði fram á mig. Þar var á ferðinni tómur vörubíll á ofsahraða. Honum tókst fyrst að stöðva 2-300 metra fram úr mér. Nú tók ég til fótanna. Þegar ég kom að bifreiðinni voru dyrnar upp á gátt og út um þær andlit, skáeygt og skælbrosandi, sem benti mér að hoppa upp í. Ég lét ekki segja mér það tvisvar og þóttist úr helju heimtur. Ekki var hin löppin á mér fyrr komin upp í en sá guli sparkaði í bensíngjöfina og aumingja gamli, rússneski pallbíllinn hristist austur stepp- urnar á geysihraða. Það sem eftir lifði dags fó’-u fá orð milli okkar, til þess gafst ekki færi fyrir hávaða og skrölti bifreiðarinar. En bílstjórinn hélt uppteknum hætti og brosti allan tímann út að eyrum. Hvað get- ur maður þá annan en brosað á móti? Þegar komið var fram undir miðnætti réðst vinurinn á bremsuna af jafnmiklum ofsa og á aðra pedala bílsins. Síðan fann hann fram teppisræksni, grútdrullugt, sem hann breiddi út við veginn, pott fullan af feitu lambaketi, te, og brauð, strauk flötum lófum yfir andlitið, sagði „bismillah" (í nafni Allah) og bauð mér í „pikknikk“ þarna undir steppustjörnunum. Eftir máltíðina kynntum við okkur og skiptumst á sögum. Hann hét Nazar og var fjölskyldumaður frá borginni Aralskoje More, lifði á að keyra vörur út og suður steppurnar og undi glaður við sitt. Ég sagði honum af mínum ferðum, að ég hefði tapað konu minni og væri á leið til Djambúl að reyna að finna hana afur. Okkur þótti þetta báðum hið versta mál. En nú kom babb í bátinn. Þetta var engan veginn leiðin til LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. FEBRÚAR 1992 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.