Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1992, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1992, Blaðsíða 10
Djambúl heldur var hann á leiðinni í ein- hver krummaskuð við mongólsku landa- mærin. Ég fórnaði höndum í öngum mínum. En þá bætti hann við að þetta væri allt í lagi, bráðum kæmum við til Bæka-Núr, þaðan færu lestir í allar áttir. Bæka-Næúr Svo var haldið af stað á 150. Þegar líða tók á nóttina urðu á vegi okkar hópar af viiltum hundum af öllum stærðum og gerð- um, æði ófrýnilegir í tunglskininu. Ég frétti síðar að þegar Rússar ákváðu að smíða geimstöð í Bæka-Núr slátruðu þeir öllu búfé í stórum radíus og sendu fjárbændur á borgina. Við það urðu fjárhundar at- vinnu- og agalausir, lögðust út og gerðust grimmir. Hvað grimmastir eru þeir þó við fullu tungli og var ég feginn að vera ekki úti þá nóttina. Undir morgun réðst Nazar enn á brems- una og benti mér á mannvirki mikil í dögun- inni með orðunum „Bæka-Núr“. Við kvödd- umst með virktum og hann hélt áfram. Mannvirkin, sem ég hélt helst að væri fos- fórsverksmiðja af stærri gerðinni, voru vandilega afgirt með gaddavírsgirðingum miklum en innan girðingarinnar mátti sjá flugvöll og járnbrautarstöð ásamt aragrúa af öðrum mannvirkjum, stórum og smáum. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar og ákvað að venda mér þar inn fyrir og kaupa miða með næstu ferð til Djambúl. En þá brá svo við að í hliðinu stóðu fjór- ir varðmenn vígalegir úr Rauða hernum og meinuðu mér inngöngu. Ég reyndi að gera þeim skiljanlegt að ég þyrfti bara að ná í lest til Djambúl, en þeir glottu aðeins fífla- lega og sögðu mér að hypja mig. Ég var of þreyttur til að rökræða nánar við Rauða herinn og ranglaði eitthvað meðfram girð- ingunni. Ég fann fljótlega gamlan fúinn vöruvagn við brautarteinana og lagði mig í honum. Sól var á miðjum himni þegar ég vakn- aði við þrusk. Var þar á ferðinni maður nokkur, vel við aldur, af kyni Gengis gamla með rúnir alheimsins ristar í sólbarið andlit- ið. Hann spurði mig þegar hverra manna ég væri. Ég sagðist vera af kyni Eista þar norður frá, og spurði á móti hvort hér væri forsfórverksmiðja og benti á mann- virkin hin miklu. Þá horfði gamlinginn á mig dijúga stund, sposkur á svip og sagði síðan: „Ti né Rússkí. Ti né Sovétskí." (Þú ert ekki Rússi. Þú ert ekki einu sinni Sovét- búi.) Svo benti hann á girðinguna og sagði: „Þetta er Bæka-Núr og Bæka-Núr er geim- stöð sem allir Sovétmenn þekkja af af- spum.“ Allt Verður Gott Nú féll mér allur ketill í eld og sagði þegar gamlingjanum upp alla sögu og dró ekkert undan. Síðan sýndi ég honum vegabréf máli mínu til sönnunar. Honum fannst saga mín hin merkilegasta og bauð mér upp á te í sögulaun. Hann reyndist búa í myndar ,jurtu“ þar skammt frá, en svo kallast tjöld þau sem hirðingjar Mið-Asíu byggja. Fáein- ar jurtur voru á stangli í nágrenninu ásamt sölubúð timbraðri og skildist mér að það væru leifar af gömlu byggðinni við Bæka- Núr. Jurtan hans Rasiks (það er minn maður) var hin vistlegasta þegar inn var komið, ca 2 m í radíus, fóðruð með dýrind- is teppum. Var þar fátt húsgagna nema fáein fleti go risavaxinn „samóvar" (teket- ill) rússneskur. A veggjum voru nokkrar myndir af höfðingjum frá Kazakhstan og rýtingur mikill og silfursleginn. Ég dvaldi í jurtu Rasiks þann dag allan, mataðist og hvíldist. Um kvöldið fengum við okkur spássitúr um byggðina og skoðuðum fólk og fénað. Þarna sá ég konu eina sem gekk eins og úlfaldi, hægt og tigullega, lyfti hátt fótum og teygði fram háls og höfuð. Við sölubúð- ina hittum við nokkra furðufugla sem buðu upp á léttgeijaða kaplamólk. Síðan upphó- fust enn sömu Ijósaundur og fyrri nætur. Ég tók eftir að þetta orsakaði truflanir í útvarpstækinu svo síðast varð að slökkva á því. „Hvað er þetta eiginlega?“ spurði ég Rasik skelfdur. Hann horfði á mig vitrum, góðlegum augum og sagði sannfærandi: „Allt verður gott.“ Fleygði ég þá samstund- is öllum áhyggjum út í hafsauga. Krafinn Dokúmenta Um nóttina svaf ég undurljúft í tjaldi Rasíks og vaknaði endumærður í bítið. Ekki var ég fyrr kominn út í tjalddyrnar en tveir herramenn úr Rauða hernum — herlögreglunni — ásamt einum borgara- klæddum vinda sér að mér og heimta „dokú- menti“. Nú liggja Danir í því, hugsa ég og fálma eftir passanum. En viti menn, eins og allir Rússar sem ég hef hitt verða þeir ofurljúfir á manninn þegar þeir sjá erlent vegabréf. Þeir skoða það í bak og fyrir og klóra hár sitt og skegg. Einn snýr sér að mér og spyr hvort ég hafi jíka visum. Ég er nú búinn að jafan mig aðeins og dettur það eitt ráð í hug að hreyta frekjulega í þá að visum mitt ásamt fleiri góðum skjöl- um sé í skrifstofu útlendingaeftirlitsins í Moskvu, Leningrad eða einhvers staðar. Bendi þeim jafnframt á að ég sé með þenn- an fína tölvusmíðaða passa og þar af leið- andi fijáls ferða minna á guðs grænni jörð. Nú fara þeir að rökræða hástöfum ein- hver mál góða stund, verða rauðir í framan (Rauði herinn) og líta öðru hvoru á mig eins og naut á nývirki. Loks spyr sá borg- araklæddi hvort ég hafí í fórum mínum „fótó-apparat“. Ég kvað svo ekki vera. Við það spekjast þeir mikið. Að lokum snúa þeir sér að mér aftur, allt að því ástúðleg- ir, og segja mér að ég sé staddur á geim- stöð þeirra Rússa, sem sé eitt þeirra mest „top secret" og eiginlega sé útlendum ferða- löngum þar ofaukið. Ég segi: „Aha.“ Þá bæta þeir við að það vilji svo skemmtilega til að einmitt þá um kvöldið fari lest Rauða hersins til Moskvu, hvort ég væri ekki fáan- legur til að fara bara með henni, endur- gjaldslaust að sjálfögðu. Ég hef ekki bijóst í mér til að neita þessari tillögu. Er sem þungu fargi sé létt af Rauða hemum og þeir segja mér glaðir í bragði að ég geti náttúrlega verið gestur Rasiks það sem eftir lifi dags. Kemur þá Rasik, sem hafði skoðað tíðindin úr hæfilegri fjarlægð, tekur í höndina á mér og leiðir mig burtu. Geng- um við út á steppuna þar sem við sátum lengi dags í heimspekilegum samræðum. í Fylgd Rauða Hersins Um kvöldið kom sá borgaraklæddi með nýjum fylgdarsveinum og bauð mér að ganga um borð í lestina. Þar kynnti hann mig fyrir gæðalegum hermanni með 3 stór- ar stjömur á hvorri öxl. Hét sá Balkovnik Tolia (Tolli hundraðshöfðingi) og var ensku- séní Rauða hersins. Við Tolli urðum strax mestu mátar. Hann dró úr pússi sínu flösku af gulum vökva, sem hann kvað vera eld- flaugaeldsneyti. Það reyndist standa undir nafni og eftir eina skál var sem við hefðum þekkst alla ævi. Hann þóttist hafa himin höndum tekið að fá að æfa sig aðeins í 'ensku, slík tækifæri væru sjaldgæf fyrir yfirmenn í Rauða hemum. Erlendan passa hafði hann aldrei séð fyrr. Þó fannst honum heimsókn mín til Bæka-Núr fyrst kasta tólfunum og sagðist ekki hafa litið slík undur fyrr á 17 ára ferli sínum í Rauða hemum. Hann sagði Iíka að hefði ég heim- sótt staðinn fáeinum ámm fyrr hefði ég átt víst minnst hálfs árs varðhald hjá KGB við 3. gráðu yfirheyrslur. Ég spurði þá hvað hefði aftrað því í mínu tilfelli. Hann svaraði að USSR væri heimsveldi að hrani komið og afgerandi vald væri ekki lengur fyrir hendi. Lögreglan hafði ekki nennt eða þorað að taka ákvörðun í máli mínu. - og það er einmitt mórallinn með þessari sögu. I USSR getur allt gerst í dag.(Greinin er skrifuð á meðan USSR var enn við lýði). Nú, ferðin til Moskvu gekk greitt, farþeg- arnir með þessari lest vora hermenn sem annaðhvort voru að ljúka herþjónustu eða á leið í frí. Vora það allt hinir mestu heiðurspiltar og ég eignaðist þar marga góða kunningja. Annað kvöld ferðarinnar var selt inn á videosýningu í veitingavagnin- um. Var sýnd fyrir fullu húsi myndin „Tor- tímandinn“ með Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverki. Það fannst mér sniðugt. í Moskvu frétti ég af konu minni í fjöllum Kirgistan við góða heilsu. Fór ég síðan til Séstovesk, þar sem við voram með gamalt hús á leigu, og beið hennar þar. Eftir tvær vikur kom hún úr sinni ferð, sólbrún og sæt, með margt undarlegra austrænna muna í farteskinu og góða ferðasögu. — Kannski verður sú saga sögð hér síðar. E.S. Við komum við í Finnlandi á heim- leiðinni og þar könnuðust menn við að ein- hver náttúruundur ættu sér stað í námunda við geimstöðvar í Bæka-Núr og víðar þar austur frá. Ein skýringin var sú að þau hefðu hafist í kjölfar geimfara sem lent hefðu á stöðum þessum og skilið far eftir sig jörðinni. Ég sel það ekki dýrara. Þá var sagt frá því í Ríkisútvarpinu hér fyrir einhveijum kvöldum að til stæði að flytja geimstöð frá Kazakhstan til Nova Seblia. Ég veit, ekki hvernig ég á að taka þetta - en ég hafði ekkert áformað að fara þama strax aftur! Höfundur er sjómaður. GUNNHILDUR SIGURJÓNSDÓTTIR Krítarmolar I Kalimera-Milatos Göngum inn í þorpið eftir þröngum steinlögðum götum Fyrir utan gömul hlaðin hús sitja gamlar svartklæddar konur Kalimera Kalimera, góðan dag Göngum fyrir horn Prestur á svörtum skósíðum kufli með háan hatt á höfði stendur í búðardyrum horfir með velþóknun kinkar kolli Kalimera Kalimera, góðan dag II Daglegt líf í Zygos Konan er alltaf með svuntu og barn á handleggnum skrækir hvellum rómi Maria, Maria Hundurinn sem er bundinn geltir stöðugt Á kvöldin kemur maðurinn heim á pickupnum og lífið leysist úr læðingi Nágrannar safnast saman í húsagarðinum til að borða þau tala öll í einu tónlist glymur í hátalara og hundurinn geltir í næsta húsi reyna þreyttir ferðalangar að sofa eftir langan heitan dag á ströndinni III Daglegt stríð í Sision Reiðiöskur heyrast Fyrir augu ber konu að grýta asna Hún lætur stóra grjóthnullunga vaða í kvið asnans svo glymur í Asninn haggast ekki Hann skal ekki láta þessa konu yfirbuga sig Konan færist öll í aukana ókvæðisorðin dynja á asnanum með grjótinu Daglega mætum við konunni með asnann í taumi en ég get ekki horft á hana framar Daglegt brauð í Sision Gömul svartklædd kona með slæðu um höfuð sækir geit í haga gengur hokin um götuna Gamall svartklæddur maður í hnéháum stígvélum með mikið yfirvaraskegg gengur háleitur um götuna hægt og virðulega Konur annast geitur hænur svín og asna tína jurtir allan daginn Karlar sitja á kaffihúsi drekka ouzo og tyrkneskt kaffi spila tala hátt Höfundur starfar í fornbókaverzlun í Reykjavík. IV ÞORFINNUR SIGURGEIRSSON Óþekkti höfundur- inn / húmi gengur hægt hempuklæddur maður, í hógværð og hávaðaleysi hefur verkið unnið. Um aldir hann alþjóð gefur orðanna snilld og visku, sjálfur huldu höfði fer, hverju skiptir nafnið? í kyrrðinni hann klappar klárnum sínum hvíta, honum nafn sitt hefur hvíslað lágt í eyra. Söngurinn Ómforni fjallanna söngur á fannhvítum vindarvængjum. Berst hann blíður um bláa firði og græna dali. Leikur undir á langspil lyngheiðagróður. í vitund hins vinnandi manns vex hann og færist í orð. í hjarta hins beinmjúka barns berst hinn aldni hljómur. Höfundur er myndlistarmaður, búsettur í Montréal í Kanada. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.