Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1992, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1992, Blaðsíða 11
Kafli úr Skaðanum H ermaðurinn var sendur í burtu og ég varð að kveikja upp í herbergi dauða mannsins. Hann hafði legið svo kyrr, að það var næstum ógn- vekjandi. Þótt hann væri brjóstumkennanleg- ur. Hvað hefði líka átt að verða til að lífga Pia Juul hefur undanfarin ár vakið sí- fellt meiri athygli sem ljóðskáld í heimalandi sínu, Danmörku, og eftir að fyrsta skáldsaga hennar, Skaðinn, kom út (1990) eru ekki síður bundnar vonir við hana sem skáldsagnahöfund. Pia er fædd í Korsör árið 1962, en býr nú í Kaupmannahöfn. Fyrsta ljóðabók hennar, „levende oglukket“, kom út 1985, „i brand maske“ 1987 og „Forgjort“ 1989. Skáldsagan Skaðinn („Skaden “) er frásögn um ást og hernað, sakleysi og hættulegar vonir. Sögumaður er ungur hermaður sem liggur á hersjúkrahúsi og bíður þess að stríðinu ljúki - og heimurinn farist. • Kaflinn, sem hér birtist í þýðingu Úlfs Hjörvars, er þrettándi kafli bókarinnar. Eftir Piu Juul Úlfur Hjörvar þýddi hann? Þegar ég kom inn fyrsta morguninn með brennið í fanginu fylgdi hann mér með augunum, það fór ekki fram hjá mér. Blik augna hans var fölt, svo fölblátt að það var eins og grátt og hvítt sem varðveitti aðeins blámann. Hann sagði allt í einu eitthvað, síð- an upphátt: „Er hér kona sem heitir Benedicte?" sagði hann, og ég rétti mig upp. Þetta hét hún ein- mitt, en hann hafði ekki komið fyrr en eftir að hún var farin með barnið. Ég svaraði ekki. En ég setti mig á stólinn og horfði á hann. Hann var ekki stór. Mér varð hugsað til langra fótleggja hennar, sem hún hafði sagt mér frá. Hann sagði: “Þá hafði ég lit. Eg ímynda mér að ég hafi fengið þetta litaraft vegna þess að hún talaði um það við mig. Og hún talaði ekki venjulegt mál, _hún sagði: „Þú ert krít og hnot og himinn.“ Ég fann hvernig ég fékk meiri lit með hveijum degi sem leið. Hún kom til mín hvert kvöld, og hveija nótt hvíslaði hún: „Krít. Hnot. Himinn.“ Ég sá hana, og samstundis varð mér allt ljóst. Það var fyrsta kvöldið sem ég var hér, fyrir stríð. Ég átti að búa hér og vinna. Hún bar steingerðan tijábút í festi um hálsinn. Hún steyptist inn í herbergið. Það eru engar ungar konur þokkafullar, því þær eru svo líf- legar, ekki rétt? Það lá við að hún hrataði frá dyrunum og þangað sem ég sat, flö- grandi, hár hennar dúaði. Mittisgrönn. Gló- björt og ijóð líkt og í ævintýri. Og rétt eins og í ævintýrinu var þetta fyrirhugað, eða bara ákveðið að það yrði svona blátt áfram. Morguninn eftir, við borðið, sagði hún fyrstu orð sín við mig. „Mig dreymdi þig í nótt,“ sagði hún. Hátt. Það heyrðu það allir. Síðan, nánast hlæjandi og næstum með óþreyju, horfði hún beint í augu mér. Ég greip um borðbrúnina. Mig sundlaði í þessum grænu augum. Sjálfur hafði ég sofið draumlaust og þungt og gekk að mínu nýja starfi. Við stungum upp garðinn, þar sem moldin var tekin að þiðna. Ég ók skít í hjólbörunum, ég fyllti rennurnar, ég gekk frá. Og steingerði tijábút- urinn dinglaði fyrir augum mér allan daginn. Var þetta allt ímyndun mín? Ég var fámáll í þá daga og ég settist allt- af úti í horni. Næstu kvöld virti ég hana fyr- ir mér úr horninu í salnum þar sem hún flögr- aði um. Hún talaði mikið, mildum hlátri og þýtt og djúpt; það var eitthvað við hendur hennar ... og hárið á henni. Það féll svona ... aftur fyrir eyrað, hnakkinn var óhulinn. Ég kippti úr henni hárnál þegar ég mætti henni í dimmum ganginum. Fékk henni hana og gekk áfram. Svo sítt hár. Kamilluangan lagðþfyrir vit mér, og líkami hennar stansaði við. Ég skynjaði með bakinu hverníg hún stóð þarna og hárið var fallið yfir hnakkann á henni, hún var alveg kyrr, en hárið dúaði lítil- lega ennþá. Ég áræddi ekki að líta um öxl áður en ég opnaði dyrnar hjá mér. Ég hlust- aði við dyrnar eftir fótataki hennar. En það barst ekkert fótatak. Ég svaf óvært. Hugsaði eða dreymdi. Dreymdi altjent „vísvitandi" drauma. Kamilla. Hár og kamilla. Kvöld eitt í fyrstu vikunni urðu allir svo upprifnir af að tala um tunglfyllinguna. Ég reyndi að láta sem ég heyrði það ekki, en ég lét bara svo, og hún vissi það, var með augna- glettur, dró mig sífellt inn í saniræðumar. En þau létu öll svo kjánalega, mér fannst það tilgerðarlegt, og ég vildi ekki vera með. Þau ætluðu að fara út í garðinn og ganga ofan að tjörninni áður en þau færu í rúmið. Ég hallaði mér yfir borðið og heyrði raddirnar fjarlægjast eftir ganginum, hurðirnar falla að stöfum, hláturinn. Þá stóð hún fyrir framan mig í kápunni og með rauðan klút um höfuðið. Það snart mig að sjá þessa ungu manneskju eins og gamla konu. Hún hoppaði og togaði í mig eins og krakki. Ég lét draga mig að stóra trénu í miðjum garðinum, þaðan sem við gátum séð hitt fólkið á gangi í mánaskininu við tjörnina. Við stóðum í skugga. Hlátur- mildi hennar var horfin. Okkur var báðum kalt. Og við kysstumst. Já. Þetta er bam, varð mér hugsað á með- an. Ég finn ekki til neins. En þarna stóð hún, hærri en ég og nötraði í svalanum, og ég hélt um axlir henni. Þegar þau sneru aft- ur með háreysti, smugum við inn í hópinn. Ég sá hana ekki daginn eftir, og það var engan að spyija, því að ég talaði ekki við neinn. Ég dró mig inn í mína skonsu um kvöldið og sat með kerti við gluggann. Ég Pia Juul ætlaði að skrifa heiin til kærustunnar. En hvað átti ég að segja? Ég fann hvorki til gleði né vonbrigða þetta kvöld. Ég sat við gluggann og starði fram fyrir mig. Það var í fyrsta sinn sem hún bankaði. „Má ég koma inn“? spurði hún. Ég kinkaði kolli og sá líkamsform hennar leggjast að hurðinni svo að hún féll að stöfum. Reis á fætur, mér bar þó að rísa á fætur, fór til hennar, það bar mér væntanlega. Kyssa hana? Það hafði ég þegar gert, svo líklega átti ég að gera það aftur. En það var hún sem kyssti mig. Ég náði ekki að hugsa mig um, hún tók um höfuð mér, hún saug sig inní munn mér. Engar varir á jörðinni eru jafn mjúkar. Eng- ar! Og engar opnast svona. Ég hélt að kannski væri að líða yfir mig þegar ég hallaði mér að henni. Hún umlukti mig, lipur, hún flögr- aði ekki, hún datt ekki. Hún þekkti mig. Þær voru fáar næturnar sem hún ekki kom þessa mánuði mína þarna. Hún varð þrýstn- ari með hveijum degi, gullnari. Og vansælli. Við töluðum ekki mikið saman, hlóum mest. Ég gat ekki farið inn til hennar, þar sem þær bjuggu þar tvær. Ég kunni því vel. Hún kom. Hún gat ekki stillt sig um það. Mér féll það vel. A morgnana laumaðist hún út. Við morgunverðinn litum við ekki hvort á annað. Hún gat verið þögul sem steinninn, og ég vissi að það var af hryggð yfir að geta ekki haft mig við hlið sér. Hún gat hlegið, en ég tók ekki mark á því. Einstaka sinnum gladdi ég hana. Ég fór og settist við hlið hennar við hádegisverðinn, og ég skynjaði það. Hún varð þögul af vellíðan, hún snerti ekki mat- inn. Síðan töluðum við kannski dálítið saman. Og um kvöldið kom hún á ný. I hvert sinn er hún kom var eins og hún kæmi í fyrsta sinn. Þar var mér um að kenna,. að ég held. Vegna þess að ég lét alla daga eins og við þekktumst ekki. Ég sá hvað minnsta látbragð gat gert hana ringlaða. En það var fögnuður hennar yfir að fá ósk sína uppfyllta á hverju kvöldi, sem hrærði mig. Hún lagðist að mér líkt og fjarstæðum draumi. Hlátur hennar gat verið svo ástþrunginn að enginn getur hafa heyrt neitt honum líkt. Við lágum oft í mjóu rúminu og hlóum sam- an. Heyrði ég hlátur hennar gat ég ekki að mér gert að hlæja, og það þótti henni skemmtilegt. Við áttum svo fá orðaskipti að ég gæti endursagt þau öll ef svo bæri undhv Fyrstu nóttina, áður en við sofnuðum, rann upp fyrir mér að ég hafði ekki hugmynd um hvað hún héti. „Ég heiti Benedicte," hvíslaði hún. Kímdi og þagði. Att þú líka einhvern heima, sagði ég, sem þér þykir vænt um? Það varð afar hljótt afar lengi. „Það - er varla hægt að segja,“ sagði hún svo. Ég þurfti ekki að hafa um þetta fleiri orð. Eg sagði þess í stað: Ég held að þú sért mjög trygg- lynd. Ég hafði trú á því! Líklega var hún það. Suma daga sýndi ég víst minni hlýju en ég gat látið mér sæma, en það var svo auð- velt. Því fálátari sem ég var á daginn, því dýpra varð sár hennar. Hryggð hennar. Hún gat verið orðin eins og lifandi nár þegar leið á daginn, hijáð af kvíða. Er ég lifandi? Ligg ég og rotna í gröf minni? Hefur mig dreymt þetta allt? Það er drepið létt á dyr, og þama stendur hún. Spyijandi í fyrstu, og ef ég bara reis upp þegar hún kom inn tók hún að geisla og hringsnúast. Hvað það þurfti lítið til að gleðja hana. Það lá við að hún hljóðaði af einskærum lífsfögnuði ef maður rétt strauk henni um hárið. En ég hafði hina heima að hugsa um. Hún sendi mér bréf. Ég las þau og saknaði hennar í hvert sinn. Uppá æru og trú! Mikið skelfing saknaði ég hennar. Og varð sakbitinn. A hveiju kvöldi settist ég niður til að svara, og fyrr en varði var barið að dyrum. Hún átti það til í iðrunarköstum að renna aðeins augum til bréfsins og hvísla: Á! Þú hefur fengið bréf. Ég ætla þá ekki að trufla ... Hún var strax horfin út um dymar. Það bar við, að hún kæmi ekki aftur alla nóttina, en það var ekki oft. Éinn morguninn stóð hún við spegilinn minn og sagði: „Varir mínar hafa fölnað við að reyna svona eitthvað nýtt og eitthvað meira. En það þarf ekki nema að bíta í þær, iá roðna þær.“ „Þá blæðir úr þeim,“ sagði ég og velti mér framúr með dynk. Skreið yfir gólfið að fæti hennar. Ég greip um fótinn og hún féll. Við lágum þar sem við vorum komin á gólfinu, sviptum lökunum ofan yfir okkur, og þau lögðust á_ milli okkar og um okkur. „Ég er vöknuð. Ég er vöknuð," hvíslaði hún. Benti á augun í mér og kallaði þau himin. Hárið á mér og sagði hnot. Tennur mínar og sagði krít. Vísifingur hennar benti, var alls staðar. Og ég óx. Frjómáttur hennar - já - gerði útaf við mig. Ég fór að grufla. Ég áræddi ekki að vera hamingjusamur. Hún væri ekki sú sem ég gæti lifað með. Svona hress, svona kát, svona opin getur engin eiginkona verið. En þarna lifðum við þó. Allar nætur. Einstaka sinnum sagði ég: Þessu verður að ljúka. Hvar endar þetta? „Á það að enda?“ spurði hún. Hvað á ég að gera? Heima ... „Á! Heima. Já!“ sagði hún. Svona snögg gat hún verið að yfirgefa mig. Hvað það hlýt- ur að vera skelfing, hræðilega erfitt! Og hún dró upp um sig fötin til að fara. Svona skyndi- lega! Ég komst aldrei að því hvort hún meinti K'tta. Hvort hún hataði mig. Hvort hún var að draga dár að mér. Hún væri þó ekki í alvöru á leið út úr dyrunum með bijóstið nakið uppúr kjólnum? En daginn, sem það komu gjafir að heim- an, opnaði hún aðeins dyrnar hjá mér, horfði á þær allar úr stigaþrepinu, sneri sér við og fór. Þarna var treyja sem unnusta mín hafði ofið. Ég gat ekki stillt mig um að fara í hana og hugsaði stoltur: Mikið verður hún þó indæl kona. Og fór niður í samsætið, er haldið var vinnumanninum, sem var að fara næsta dag. Raðsmaðurinn og presturinn komu aldrei í borðsalinn, en skólakennarinn sat þar stund- um. Hanri var þó ungur eins og við hin. Já, ég ætlaði naumast að þekkja hann hérna fyrir utan hjá mér. Og ég heyrði hermanninn segja, enginn þekkti mig, þegar ég lá ... veik- ur. Það hefur áreiðanlega eitthvað að gera með litinn, sem er horfinn. Og líklega skegg- ið. En kennarinn var í rauninni glæsilegur ungur maður. Hún hafði sest hjá honum og ég lét sem ekkert væri, sneri að þeim hlið- inni, svo ég gat gotið þangað hornauga og virst um leið kæra mig kollóttan. Hlátur henn- ar hófst og hófst. Hnakkinn aftur. En það versta var ennið við þunnvanga hans og þessi alúðar kliður. Mér lá við að öskra. Ég ríghélt í nýju treyjuna mína. Ég missti ekkert með henni, hún missti allt þegar hún missti mig, og að því hlaut að koma. En svo stóðu þau upp og fóru! I fyrstu var ég svo forviða að allt tók að snúast fyrir mér. Það hlaut að vera til að hella uppá, að þau fóru - því að fara svona, það gerir maður ekki, ekki einu sinni með unnusta sínum. Ég mátti til að gá. Fyrst út í garðinn, þar var enginn. Birtuna úr salnum lagði þangað út, þar var engan að sjá. Hlaðið - þaðan heyrði ég fótatak nálgast. skógaijaðarinn. Ég æddi eftir hljóðinu og læddist bak við trén. Þau gengu í miðju hjólfarij hún reyndi að halda jafnvægi á gras- tónni. Osköp auvirðilegt! Vitaskuld hlyti hún að detta; hvað gat hann þá annað gert en stutt hana? Hún leysti sjálf hár sitt. Hann hlaut að grípa í það. Það lá við að ég gripi í það. Hún hló og hló og hallaði sér að honum í hvert sinn sem hún riðaði. Vesalings maður- inn. Kvenmaðurinn minn trygglyndi. Þegar ég ekki lengur gat greint skugga þeirra sund- ur, stökk ég að þeim og hrópaði andstuttur: Gott kvöld! Já en - gott kvöld! Og hún sveifl- aði sér í hring og - ljómaði, við að sjá mig. Ég skildi það ekki. „Komdu!“ sagði hún og rétti fram höndina. Hún sagði „Komdu!“ Ég hljóp burt mína leið. Hún á eftir, ég varð þess strax var, og aumingja skólakennarinn, hvað skyldi hann hafa haldið. Hann gekk svo settlega. En ég hljóp á harðaspretti. Hún hljóp og stökk. Og svo datt ég. Þar lá ég þangað til hún náði til mín, kastaði sér yfir mig. Grét hún? Iðrað- ist hún nú? Hendur hennar þrifu í mig, þess- ar löngu góðu hendur. Ég reis á fætur og var kalt. Ég horfði beint fram. Ég sagði ekki neitt. Eg gekk beint af augum, ákveðnum skrefum, næstum taktfast. Hún barmaði sér, harmaði, engdist og sárbændi. Grét og emjaði. Þagði og var örg út í þögulan vangasvip minn. Ég gekk, heim og læsti að mér dyrunum. En hún kom á ný næstu nótt. Það er auðheyrt að hann hafði elskað hana. En mér þætti gaman að vita hvort honum væri það sjálfum ljóst. Ég ætlaði aldrei að segja honum neitt, hvorki að hann ætti son, né að hún byggi hérna uppi í myllunni. 144, Cecilie, hvað vildir þú að ég hefði gert værir þú hún? LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. FEBRÚAR 1992 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.