Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1992, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1992, Qupperneq 2
 jr W w R A N N S 0 K N 1 R A 1 S L A N D 1 Umsjón: Hellen M. Gunnarsdóttir Rúnir og stjörnur Fræðimenn endurreisnar- tímans reyndu að sundur- liða texta Gamla testa- mentisins með ýmsu móti í leit sinni að orðum Skap- arans. Þau voru upp- spretta ótakmarkaðs valds að sögn. Eitt orð var þó öllum öðrum kröftugra — hið leynda nafn Guðs, orð máttarins. Sá sem borið gat það rétt fram hafði heiminn í munni sér; hljómur þess ríkti yfir öllum öðrum nöfnum. Samkvæmt gyðinglegri arfsögn var nafn þetta varðveitt á leyndum stað í ótilgreind- um helgidómi. Hver sá sem sté fæti sínum inn í hann og nam nafnið gleymdi því um leið og hann kom út því að tvö látúnsljón eða hundar öskruðu það úr minni hans. Sumir gyðingar skýrðu kraftaverk Krists í ljósi þessarar sagnar. Þeir sögðu að hann hefði skráð nafnið á örsmáa leirtöflu, vakið sér sár á læri og komið henni fyrir í skurðin- um. Síðan á Kristur að hafa lokað sárinu með því að bera fram hið heilaga nafn. Er hann gekk út úr helgidóminum gleymdi hann því eins og við var að búast en þurfti þá aðeins að skera töfluna úr holdi sínu.1 Margt bendir til að hugmyndir af þessum toga hafi haft töluverð áhrif á galdrafræði hérlend- is á 17. öld. Til marks um það eru ýmis töfragögn, heimildir um bóka- eign og frumsamin fræðirit. Eitt þeirra er ritgerð séra Jóns Daðasonar, Gand- reið, samin árið 1660. Þótti hún mjög merkileg á sínum tíma og voru ort fjöl- mörg lofkvæði um höfundinn og ritið.2 Jón þessi Daðason átti það sameiginlegt með Jóni Guðmunds- syni lærða að hafa hrökklast undan Ara sýslumanni í Örgi. Var hann prestur til ögurþinga frá 1632 til 1634 eða 1635, og lenti í deilum við bónda; virti Jón „illa stjórn eður aga bóndans Ara, veik í burtu heldur en strauk; bóndi og hann báðir þreyttir hver á öðrum og urðu fegnir að skilja",3 Samkvæmt þessu hélst Ara sýslumanni illa á fræðimönnum sínum. Jón var mikill fróðleiksmaður og héldu sumir hann göldróttan líkt og Jón hinn. Þannig Töfravirkni náttúrunnar birtist fyrst í rödd Guðs að mati Agrippa; af þeim sökum skipta skrifuð og töluð orð miklu máli í töfraiðkunum manna; þeir þurfa að opna bókstafína og afhjúpa fjársjóði þeirra. ber Gandreið vitni um talsverða þekkingu á dulfræðum og stjörnuspeki, enda telur Þor- valdur Thoroddsen í anda síns tíma að það sé „ákaflega ruglingslegt og sérvizkulegt, með óskiljanlegu heimsspekismoldviðri inn- an um“, ritið sýnir „mikið þroskaleysi og andlega megurð", segir Þorvaldur, „þó menn séu í ýmsum greinum furðulega fróðir og lærðir, þá hafa þeir ekki hugmynd um vísindalega röksemdaleiðslu, hjátrúin ogtrú- arringlið umsneri allri skynsemi og greind.“' Hvað sem þessum orðum líður er Gandreið afar merkileg heimild um áhrif erlendra hugmyndastrauma á íslenska hugsun. Hún myndar ásamt Tíðfordrífi Jóns lærða and- stæ'ðu við djöflafræðirit 17. aldar og á skil- ið ýtarlega rannsókn; það er kominn tími til að Jón þessi og Jón hinn fái sess við hæfi í íslenskri menningarsögu. Hér á eftir verð- ur drepið á lítið eitt atriði eftir því sem rými leyfir. Gandreið í Gandreið er reynt að túlka norrænar rúnir í ljósi stjömuspeki 16. og 17. aldar. Alheimur Kládíusar Ptólemaíosar, sem var egypzkur stjörnu-, landa- og stærðfræðingur á 2. öld, á teikningu frá 1559. Utan við alheiminn var ekkert nema ósýnileg nærvera Guðs. Eftir MATTHIAS VIÐAR SÆMUNDSSON Þar er til dæmis gerð tilraun til að ráða í „himinlega merkingu" einstakra rúnastafa og tengja þá við himintungl, stjörnumerki, frumefni og heimsanda. Séra Jón segir:5 „Rúnaletrið blásið og stungið myndaðist fyrst aðalrúna í Asía, laungu áður en Æsir hingað innkomu í Evrópoan. So það málrúna form er er eldra enn Grískt og Látinskt let- ur. í fyrrmeintum rúnum og Valhallarmálum fundust forðum hemuglegar merkingar, málrúnir, sammeingaðár og líktar við heims- höttinn og himintunglin, að Chaldeiskra Cabalista eftirdæmum. 2. Bjarkan merkti-* 30. Knésól merkti-* 4. Stungin týr merkti-*- 9. Stungin kaun merkti-* 30. Lögur merkti -*• 40. Maðr merkti -► 50. Nauð merkti -*• 40. Maðr merkti -*• 80. Plástur merkti -*• 209. Reið merkti -*■ 60. Sól merkti -*- 9. Týr merkti -*- hrútsteikn 12 stjömur. uxateikn 33. stjörnur. tvíbura 18. stjörnur. krabba 9. stjörnur. ljón 27. stjörnur. mey 28. stjörnur. orm 21. stjörnur. vikt 8. stjörnur. bogmann 31. stjörnur. steingeit 28. stjörnur. vatnskail 45. stjömur. fiska 34. stjörnur Sömuleiðis líktust sjö hneigingar-stafir sjö plánetum í magnkendri merkingu, eftir meining Johannis Trithemii, og Cornel. Agrippæ. Soleiðis. 1. Ar var eignað Saturno og Orphiel. 25. Stunginn ís. Jupiter. 10. ís Marti og Zamael. 29. Os. Sólunni og Michael. 7. Ur. Veneri og Anael. 3. Yr eignað Mercurio og Raphael. 0. Æs. Tunglinu og Gabriel. Hér að auki fjórar tvöfaldar málrúna myndir tillögðust fjórum Elementum, og hagall heims eðlis andanum, eftir meining Philonis til meinlausra merkinga. 8. Kaun merkti og norðrið. 100. Steyptur maður vatnið og vestrið. 90. Tvísteyptur loftið og suðrið. 90. Bentur bogi eldinn og austrið.“ Sundurgreining séra Jóns er ekki reist á óvisku eða þroskaleysi eins og ráða má af lýsingu Þorvalds Thoroddsens. Hún er miklu heldur metnaðarfull tilraun til að beita kenn- ingum „Chaldeiskra Cabalista“-kristinna kabbalista á íslenskan veruleika. Hér gætir beinna áhrifa frá málspeki 15. og 16. ald- ar, en á þeim tíma var sundurleitum hug- myndum um tungumálið steypt saman í kerfi sem minnir að ýmsu leyti á norræn fræði til forna. Agrippa Margir endurreisnarmenn trúðu því að til væri guðleg skrift er samanstæði af tákn- um náttúrunnar sjálfrar, upphaflegum heit- um hennar. Þessi skrift átti að hafa glatast mönnum í Babel fyrir utan einstök brot sem varðveist höfðu í launhelgum fræðum eins og kabbölu gyðinga. Markmið fjölmargra fræðimanna var að finna og virkja þessa skrift að nýju með einum eða öðrumr hætti. Einn þeirra var Heinrich Cornelius Agrippa von Nettesheim (1486-1535) sem séra Jón vitnar til í ritgerð sinni, en hann hafði geysi- mikil áhrif rheð ritum sínum um margvísleg efni. Agrippa var einn helsti dulspekingur endurreisnartímans og reisti hugmyndir sín- ar á eðlisfræði Aristótelesar, stjörnuspeki Ptolemaiosar, heimspeki nýplatónista og kabbölu gyðinga. Öllu þessu steypti hann saman við guðfræði 16. aldar á meistaraleg- an hátt og tókst með því að heija „magia naturalis", náttúrutöfra, upp á stig vísinda sem iðkuð voru víða um Evrópu. Þess má geta að höfuðverk hans, De occulta philo- sophia (I-III) var til í bókasafni Brynjólfs biskups Sveinssonar, auk þess sem séra Páll í Selárdal og Daði Jónsson nota það mikið í ritum sínum gegn göldrum.6 Drottinn skipti tungumáli manna í marg- ar þjóðtungur, ritar Agrippa í Dulspekisinni. Einstök stafróf voru þó ekki sett saman af veikri dómgreind manna heldur líktust þau himneskum tunglum og kröftum. Hebreskan er máttugust þessara tungumála að mati Agrippa, en stafrófi hennar er skipt í tólf „einföldur", sjö „tvöföldur" og þrjár „mæð- ur“. Þessir bókstafir vísa á stjörnumerkin tólf, pláneturnar sjö og frumefnin þtjú, þ.e. eid, vatn og jörð, en loft var ekki talið með frumefnum hjá gyðingum. Allir bókstafirnir fela í sér eðlismátt viðkomandi fyrirbæra, þeir hafa náttúrulega merkingu og varð- veita kraftbirtingu guðdómsins. „Af þeim sökum“, ritar Agrippa, „eru bókstafirnir tuttugu og tveir undirstaða heimsins og þeirra skepna sem þar hrærast og eru nefnd- ar; þær þiggja af þeim nafn sitt, veru og eðliskraft.“7 Töfravirkni náttúrunnar birtist fyrst í rödd Guðs að mati Agrippa; af þeim sökum skipta skrifuð og töluð orð miklu máli í töfraiðkunum manna; þeir þurfa að opna bókstafina og afhjúpa fjársjóði þeirra. Agrippa telur að samskonar lögmál ein- kenni gríska stafrófið. Sérhljóðar þess sam- svara plánetunum sjö en öðrum hljóðstöfum er skipt á milli stjömumerkja, frumefna og anda heimsins. Hið sama gildir um latneska stafrófið. Þannig tilheyra sérhljóðarnir fimm AEIOU og samhljóðamir J og V plánetunum sjö; samhljóðarnir BCDFGLMNPRST sam- svara hins vegar merkjum dýrahringsins; K tengist jörð en Q vatni, X lýsir lofti en Z eldi og H samsvarar heimsandanum. Á grundvelli alls þessa var búin til tafla sem sést hér.8 n E B 8 Ó T c 2E A- D SZ3 8 z F Sl K G w n A L fi2* & <4* w M W xm N N y n P V s p R t! <Ð G- S X v> T t" a A A €- E . o* oo H I o 3 rh I O ? a O V JL Y Iconí! D Vc*x Teira. K o K Acjna. o CL Aer $ X Jgnis 03 X z Spua r H SÉRA JÓN Þetta kerfi á margt sameiginlegt með norrænum hugmyndum um eðlislægan mátt tungumálsins. í því sambandi má minna á kenningar fræðimanna fyrr á öldum um uppruna rúna. Worm rakti rúnir til hebreskr- ar tungu eins og kristnum manni sæmdi; þær voru ekki eldri en frá 2. öld eftir Krist að hans dómi. Aðrir héldu því hins vegar fram að ásamálið væri elst allra mála. Þeir töldu að íslenska hefði verið töluð í Eden og allt þar til Babelsuppþotið varð.9 Séra Jón gengur ekki svo langt þótt hann telji að rúnamálið sé eldra en bæði grískt og latneskt letur. Rúnaletrið var táknmál náttúrunnar að mati norræna manna að fornu; virkni þess var svippð krafti hebresk- unnar hjá kabbalistum. I báðum tilvikum þurfti að finna og leysa merkingu einstakra stafa úr læðingi. Ef tafla Agrippa er borin saman við flokk- un séra Jóns sést að um nákvæma aðlögun er að ræða. Að vísu er nokkuð um rugling sem kann að hafa komið upp í afskriftum. Þannig er röðin F — N hjá Agrippa öll úr lagi færð hjá séra Jóni; stafir hafa skipt um sæti í afstöðu til stjörnumerkja auk þess sem „maður“ er tvítekinn. Athyglisvert er að férúnin fellur með öllu burt ásamt þursrúninni, jafnframt því sem tenging ein- stakra stafa við tilteknar plánetur er afar einkennileg. Það er t.d. erfitt að sjá merking- arvensl á milli ársrúnar og Satúrnusar eða úrs og Venusar. Upprunamerking rúnastaf- anna tengist á engan hátt eiginleikum þess- ara himintungla eins og þeim er lýst í stjörn- uspeki þessa tíma. Ástæðan fyrir því er svo annað mál. Heimildir: 1) Sjá Henry Morley: „The Mirifíc Word“ í Cornelius Agrippa: Three Books of Occult Philosophy or Magic. Book one — Natural Magic. Chicago 1898, 2) Þorvaldur Thoroddsen: Landfræðisaga íslands. Hug- myndir manna um ísiand, náttúruskoðun og rannsóknir, fyrr og síðar, II. Hið íslenska bókmenntafélag, Kaup- mannahöfn 1898, bls. 100. 3) Sama, bls. 93-4; vitnað eftir Jóni Halldórssyni., 4) Sama, bls. 94-5. 5) Tekið upp úr IB. 35 fol. Fært til nútímastatsetningar. 6) Jón Helgason: „Bókasafn Brynjólfs biskups“ í Árbók Landsbókasafnsins, Reykjavík 1948, bls. 115-50; „Corn- elii Agrippæ opera, tomis tribus". 7) Occult philosophy or Magic, 1898, bls. 218. 8) Sama, bls. 220. 9) Sjá, t.d. Pál Eggert Ólason: Menn og menntir siðskipta- aldarinnar á íslandi. IV. bindi. Reykjavík 1926, bls. 280. Höfundur er dósent við Háskóla Islands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.